Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 47 Sýning á bókum um grænlensk málefni verður í bókasafni Norræna hússins í tengslum við dagskrá vegna 1000 ára landnámsins. 1. apríl: Leifur Símonarson, jarðfræðingur: Jarðfræði Grænlands. 15. aprfl: Ólafur H. Óskarsson, landfræðingur: Land og land- hættir. 21. aprfl: Ólafur Halldórsson, handritafræðingur: Græn- lendingasaga. 29. aprfl: Hjálmar Ólafsson, formaður Norræna félagsins: Frá Austur-Grænlandi. 6. maí: Þegar kolanáman í Qutdligssat var lögð niður. Kvikmynd. Leikþáttur. Fé- lagar í Alþýðuleikhúsinu flytja þátt úr leikritinu „Land mannanna". 13. maí: Söngvar frá landi mannanna: Rasmus Lyberth söngvari og myndskurðar- maður sýnir myndir úr tálgu- steini og flytur frumsamin lög og texta. Þessir fróðleiksþættir verða allir haldnir í Norræna húsinu og hefjast kl. 20.30. Stuttar kvikmyndir verða einnig sýnd- ar á þessum kvöldum og í bóka- safni verður sýning á bókum um grænlensk málefni. Þá mun Benedikta Þorsteinsson kynna og kenna nokkur orð í græn- lensku í lok hvers þáttar. Þeir aðilar, sem standa að framkvæmdum í tilefni 1000 ára hátíðarinnar hér á landi, eru: Alþýðuleikhúsið, Árbæj- arsafn, Félag dönskukennara, Grænlandsvinafélagið, Menn- ingar- og fræðslusamband al- þýðu, Námsflokkar Reykjavík- ur, Norræna félagið og Nor- ræna húsið. Forval Alþýðubandalagsins: Sigurjón Pétursson efstur með 245 atkv. SIGURJÓN Pétursson varð efstur í forvali Alþýðubandalagsins í Rcykjavík um helgina, vegna vals á framboðslista flokksins við borgar stjórnarkosningarnar í vor. Þátttaka var um 60% af flokksbundnum al- þýðubandalagsmönnum, og kaus 401 í forvalinu. Kosningin er ekki bindandi, en kjörnefnd mun skila tillögu að uppstillingu listans til full- trúaráðs flokksins síðar í mánuðin- um. Sigurjón Pétursson hlaut 245 atkvæði í 1. sæti, en alls 341. Adda Bára Sigfúsdóttir hlaut 224 atkv. í 1. og 2. sæti, alls 299. Guðrún Helgadóttir varð þriðja með 151 atkv. í 1. til 3. sæti og með 298 atkv. alls. Guðrún Ágústsdóttir hlaut 148 atkv. i 1. til 4. sæti, alls 286. í fimmta sæti hafnaði Guð- mundur Þ. Jónsson með 175 atkv. í 1. til 5. sæti, en með 255 atkv. alls. Þorbjörn Broddason hlaut 172 atkv. í 1. til 8. sæti og var með 247 alls. Ólöf Ríkharðsdóttir fékk 168 atkv. í 1. til 9. sæti og alls 184. í tíunda sæti varð Tryggvi Þór Aðalsteinsson með 177 atkv. í 1. til 10. sæti, og hann hlaut þar með einnig 177 atkv. alls, en kjósendur áttu að merkja við frambjóðendur í númeraröð frá einum upp í tíu. Alls voru 25 manns í framboði í forvalinu að þessu sinni, og fengu aðrir frambjóðendur færri at- kvæði en þeir er að framan grein- ir. Fyrirlestur um mengun og félagsleg áhrif stóriðju í KVÖLl), þriðjudag kl. 20.30, held- ur Karl Georg Höyer fyrirlestur í Norræna húsinu um mengun og fé- lagsleg áhrif stóriðju. Karl Georg Höyer er lektor við héraðsháskólann í Sogn- og Firða- fylki í Noregi. Hann er verkfræð- ingur að mennt og starfaði áður við undirbúning og uppbyggingu orkufreks iðnaðar í Noregi, en hef- ur í seinni tíð^snúið sér að athug- unum á félagslegri röskun, sem stóriðja hefur haft í för með sér þar í landi. Hann hefur í mörg ár verið í orkunefnd norsku náttúru- verndarsamtakanna. Karl Georg kom hingað til lands í boði Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) og annarra félagssamtaka þar og flutti erindi á Akureyri á laugardag um sama efni. Mínar innilegustu þakkir flyt éy hinum mörgu vinum oy vandamönnum sem komu til mín i tilefni áttatíu ára afmælis míns, með hlý handtök oy yjafir. Einniy hinum fjölmöryu sem sendu mér heillaóskir. Éy bið ykkur öllum blessunar Guðs. Stefán Stefánsson, Holtsgötu 7, Hafnarfirði. Valdimar efetur í Sjálfetæðisflokki Sameiginlegt prófkjör á Akranesi: Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 43,4% atkvæða SAMEIGINI.EGT prófkjör stjórn- málaflokkanna á Akranesi var hald- ið um helgina, og kusu samtals 1263, en kosningaréttur var miðaður við 18 ára og eldri. Flest atkvæði hlaut Sjálfstæðisflokkurinn, 548 talsins, eða 43,4%. Framsóknarflokkurinn hlaut 353 atkvæði, 27,9%. Alþýðu- flokkur hlaut 227 atkvæði, 18,9%, og Alþýðubandalagið hlaut 135 at- kvæði, eða 10,7%. Valdimar Indriðason varð efst- ur í prófkjöri sjálfstæðismanna. Hlaut hann 336 atkvæði í 1. sæti, en samtals 485 atkv. eða 88,5%. Guðjón Guðmundsson varð annar, með 335 atkv. í 1. og 2. sæti, sam- tals 476 eða 86,9%. Hörður Páls- son varð 3. með 213 atkv. í 1. til 3. sæti, með samtals 360 atkv. eða 65,7%. Ragnheiður Ólafsdóttir varð 4. með 223 atkv. í 1. til 4. sæti, samtals 306 atkv., 55,8%. Benedikt Jónmundsson varð 5. með 236 atkv. í 1. til 5. sæti, en alls hlaut hann 292 atkv. eða 53,3%. Guðrún Víkingsdóttir varð sjötta með 230 atkv. í 1. til 6. sæti, alls með 276 atkv. eða 50,4%. Þórður Björg- vinsson varð 7. með 221 atkv. í 1. til 7., samtals með 249 eða 45,4%. Guðjón Þórðarson varð 8. með 166 atkv. í 1. til 8., samtals hlaut hann 191 atkv. eða 33,0%, og í 9. sæti varð Rún Elva Oddsdóttir með 180 atkvæði eða 32,8%. Kosning þriggja efstu, Valdi- mars, Guðjóns og Harðar, er bind- andi fyrir uppstillinganefnd. Hjá Framsóknarflokki varð Jón Sveinsson efstur, hlaut 191 at- kvæði í 1. sæti en samtals 305 atkv. Ingibjörg Pálmadóttir varð í 2. sæti með 218 atkv. í 1,—2. en alls með 307 atkv. Steinunn Sig- urðardóttir varð 3. með 140 atkv. í 1. til 3. en alls með 221. Andrés Ólafsson hlaut 150 atkv. í 1. til 4. en samtals 210. I 5. sæti varð Bent Jónsson með 142 atkv. í 1. til 5. sæti, samtals með 185 atkv. Stefán L. Pálsson varð 6. með 130 atkv. í 1. til 6., samtals 166 atkv. Þor- steinn Ragnarsson hlaut 109 atkv. í 1. til 7. sæti, samtals 139. Guðrún Jóhannsdóttir varð 8. með 123 atkv. en hlaut 136 alls, og Björn Kjartansson varð 9. með 102 at- kvæði. Hjá Alþýðuflokknum varð Guð- mundur Vésteinsson efstur. Hann hlaut 87 atkv. í 1. sæti, 49 í annað, 13 í þriðja og 6 í fjórða, en samtals 174 í 1. til 9. sæti. í öðru sæti varð Ríkharður Jónsson, hann hlaut 62 atkv. í fyrsta sæti, 20 í annað, 27 í þriðja og 10 í fjórða, en samtals 139 atkv. Rannveig Edda Hálfdán- ardóttir varð í 3. sæti. Hún hlaut 20 atkv. í 1. sæti, 56 atkv. í 2., 37 í 3. og 18 atkvæði í 4. sæti. og sam- tals 148 atkv. I fjórða sæti hjá Al- þýðuflokknum varð Haukur Ár- mannsson, hann hlaut 19 atkv. í 1. sæti, 26 í 2., 31 í 3. sæti og 17 atkv. í 4. sæti, en samtals 119 atkv. í fyrsta til níunda sæti. Engilbert Guðmundsson varð efstur í prófkjöri Alþýðubanda- lagsins. Hann hlaut 78 atkvæði í 1. sæti, en samtals 115 í 1. til 9. sæti. Ragnheiður Þorgrímsdóttir varð í 2. sæti með 77 atkv. í 1. til 2. sæti, en samtals með 115. Jóhann Ár- sælsson varð í 3. sæti með 86 atkv. í 1. til 3. sæti, en samtals fékk hann 104 atkvæði í 1. til 9. sæti. Framangreindar upplýsingar fékk Morgunblaðið í gær hjá full- trúum flokkanna fjögurra. Þess má geta, að í bæjarstjórnarkosn- ingunum vorið 1978, féllu atkvæði þannig, að A-listi Alþýðuflokks hlaut 21,0% atkvæða, B-listi Framsóknarflokks hlaut 17,5%, D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 33,5% og G-listi Alþýðubandalags hlaut 25,6% atkvæða. r DANMORK Skipadeild Sambandsins helduruppi reglulegum áætlunarsiglingum á tvær hafnir í Danmörku: Svendborg og Kaupmannahöfn Vegna legu sinnar er Svendborg mjög hag- kvæm höfn fyrir alla flutninga til og frá Jót- landi og Fjóni. Með þvíað flytja um Svendborg vörur til og frá þessum svæðum sparast dýr innan- landsflutningur í Danmörku og möguleikar aukast á að ná hagstæðari viðskiptakjörum. Kaupmannahöfn hentar mjög vel fyrir allar vörur til og frá Sjálandi Svendborg Umboðsmenn okkar í Danmörku eru: Bjerrum & Jensen Aps., Havnepladsen 3, Box 190, 5700 Svendborg Síml: (09) 212600 Telex: 58122 broka dk Allfreight Ltd., 35 Amaliegade, 1256 Köbenhavn Sími: (01) 111214 Telex: 19901 alckh dk SK/PADEILD SAMBANDS/NS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.