Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 25 r i á gamla góða daga. Ólafur hefur nú sett stefnuna á tslandsmeistaratitilinn með lið IJósm. Ka\. in að siqri Þróttai vellinum; Ólafur Benediktsson varði eins og berserkur í marki þeirra, vörnin var traust. Varnarleikur FH riðlaðist og markvarzlan í molum. Þróttur breytti stöðunni úr 14—13 í 21—14 á 13. mínútna kafla og úrslit voru ráðin. Mestur varð munurinn átta mörk, 23—15 og lokastaðan 26—20. Öruggur sigur Þróttar í höfn. Þróttur lék mjög vel í síðari hálf- leik. Markvarzla Óiafs Benedikts- sonar frábær, varnarleikurinn sterkur og sóknarleikurinn beittur. Þar voru i aðalhlutverki Sigurður Sveinsson og Páil Ólafsson. Þróttar- ar beittu nokkuð sérkennilegri takt- ik í síðari hálfleik. Ólafur H. Jóns- son hafði það hlutverk eitt að losa um Sigurð Sveinsson, þannig tóku þeir mann úr spilinu til að losa um stórskyttuna. Þetta gaf góða raun. ekki aðeins skoraði Sigurður grimmt, heldur olli hann slíkum usla í vörn FH að losnaði um aðra leikmenn, einkum Ólaf H. Jónsson á línunni. Með sömu baráttu, sömu mark- vörzlu, er engum vafa undirorpið að Þróttur hefur á að skipa meistara- kjarna. Að vísu vantar enn breidd í liðið, það kom berlega í ljós í upp- hafi leiksins, þegar Páll Ólafsson var nánast einn um að halda merkinu á lofti; sá eini sem gat ógnað og skorað. Lið FH lék framan af eins og meistaralið, en þegar á móti blés þoldu hinir ungu leikmenn ekki spennuna, mótstöðuna og leikur liðsins hrundi. En í liði FH eru margir efnilegir leikmenn. Þar ber Þróttur — FH 26—20 fyrst að nefna Kristján Arason, en einnig Hans Guðmundsson, Óttar Matthiesen, Valgarð Valgarðsson og Pálma Jónsson. Sæmundur Stef- ánsson var og drjúgur og liðinu styrkur. Veikleiki FH er markvarzl- an; en það er engum vafa undirorpið að FH hefur á að skipa geysilega efnilegu liði, því efnilegasta sem fram hefur komið um langt skeið í íslenzkum handknattleik. Strákarn- ir hans Geirs þurfa nú að brúa bilið milli þess að vera efnilegir og verða beztir. Hvort þeim tekst það í vetur á eftir að koma á daginn. Leikinn dæmdu Karl Jóhannsson og Björn Kristjánsson og fórst þeim það mjög vel úr hendi og engum vafa undirorpið að þeir eru okkar beztu dómarar. Mörk Þróttar skoruðu: Páll Ólafsson 7, Sigurður Sveinsson, 7, 1 víti, Ólafur H. Jónsson 5, Gunnar Gunnarsson 4, Jens Jensson 2 og Jón Viðar Sigurðsson 1. Mörk FH skoruðu: Kristján Arason 5, 2 víti, Pálmi Jónsson 4, Hans Guðmunds- son, Sæmundur Stefánsson, og Guð- mundur Magnússon 3 hver, Björg- vin Guðmundsson og Finnur Arna- son 1 mark hvor. H. Halls. inn leikinn fyrir ÞróttM verið til að dreifa í vetur. En með þessum skell komast þeir niður á jörðina. Finna að þeir verða að leggja sig alla fram til að ná ár- angri." — Nú eru þrjú félög efst og jöfn á toppi 1. deildar, Víkingur, Þróttur og FH og KR skammt undan. Hverja telur þú möguleika ein- stakra liða? „Ég held, að ef FH leikur eins og liðið hefur leikið í vetur, þá eigi liðið góða möguleika á sigri í 1. deild. Liðið er ungt og mjög efnilegt, en strákarnir verða að átta sig á því, að þeir verða að vinna saman sem ein heild ef árangur á að nást, en ekki leika eins og sjö einstaklingar. Staða okkar er nokkuð sterk, við eigum eftir að leika við Val og Vík- ing i Hafnarfirði. Heimavöllurinn er okkur mikils virði og kann að reynast okkur drjúgur. Hitt er svo, að leikmenn Víkings hafa mesta leikreynsluna, mestu „rútínuna" og það fleytir liðinu langt. Þróttur er óútreiknanlegt lið, getur leikið mjög vel einn daginn, en afleitlega næsta dag. En ef Ólaf- ur Benediktsson ver eins og hann gerði á móti okkur, þá fara þeir langt með mótið. KR er óskrifað blað og ekki má afskrifa þá.“ — Nú hefur FH á að skipa ungu liði og strákarnir þínir sýndu fram- an al leiknum mjög góðan hand- knattleik; að þar fer efni í stórlið í íslenskum handknattleik. „Já — þeir eiga framtíðina fyrir sér. Ég hef verið með þetta lið í 3 ár og meðalaldur liðsins er eitthvað um 20 ár. Kjarnann skipa strákar sem hafa sigrað í gegn um alla yngri flokkana. Þeir vita hvað þarf til að sigra, en það er munur á að vera í efsta sæti 1. deildar. Þeir þurfa að brúa bilið milli þess að vera efnilegir og bestir. Kannski eru þeir of ungir enn, kannski þola þeir ekki spennuna. En ég er sammála þér, að þetta lið getur orðið næsta stórlið í ís- lenskum handknattleik og ef til vill var það bara gott að fá ærlegan skell, það kemur þeim niður á jörð- ina,“ sagði Geir Hallsteinssi.H. Halls. Sigurmark Fram kom á síðustu sekúndu leiksins FRAM gerði sér lítið fyrir og sigraði Val í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik á sunnudagskvöld með einu marki, 17—16. Það var Ilermann Björnsson sem skoraði sigurmark Fram á síðustu sekúndu leiksins. Iler mann fór laglega innúr horninu og skoraði fallega. En ekki voru menn á eitt sáttir hvort markið hefði verið löglegt. Fram fékk aukakast og framkvæmdi það strax og greinilega innan punktalínunnar, ekki á réttum stað. En slakir dómarar leiksins gerðu enga athugasemd og dæmdu markið gilt. Þar náði lið Fram sér í tvö dýrmæt stig í hinni hörðu fallbaráttu 1. deildar. Fram — Valur 17—16 Slakur fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikur var mjög slakur hjá liðunum. Valsmenn höfðu öllu betur og voru allan fyrri hálfleik- inn með forystu. Þegar 15. mínút- ur voru búnar af leiknum var stað- an 5—3, og í hálfleik hafði Valur 4 marka forskot, 11—7. Var oft hreint ótrúlegt hversu illa leik- mönnum Fram gekk að skora í fyrri hálfleiknum. Fram sneri dæminu við Það var alveg greinilegt á leik- mönnum Fram í síðari hálfleikn- um að þeir ætluðu sér að berjast betur, en í þeim fyrri. Mun meiri kraftur var í leik þeirra og vel var tekið á í vörninni. En það sem gerði gæfumuninn var að í markið kom ungur leikmaður, Arnór Biltved, og varði hann mjög vel. Þegar síðari hálfleikur var hálfn- aður hafði Fram tekist að jafna metin, 13—13. Valsmenn náðu þó aftur tveggja marka forystu með laglegum mörkum Steindórs Gunnarssonar. Dagur Jónasson í liði Fram náði svo að jafna metin, 15—15, á 52. mínútu leiksins. Síðustu átta mín- útur leiksins var hart barist og varla mátti á milli sjá hvort liðið ætlaði að hafa það. Hannes Leifsson kom Fram yfir á 57. mínútu er hann skoraði með góðu skoti. Fyrrum Framari nú Valsmaður, Theódór Guðfinnsson, jafnaði metin fyrir Val, 16—16, á 58. mínútu. Leikmenn Fram héldu svo bolt- anum síðustu tvær mínútur leiks- ins. Þeim gekk mjög illa að finna smugu í vörn Vals og það var ekki fyrr en á síðustu sekúndu leiksins að Hermann fór inn úr horninu og skoraði fallega. Hermann átti góð- • Hannes Leifsson skoraði falleg mörk fyrir Fram gegn Val. an leik í liði Fram og skoraði mik- ilvæg mörk. Liðin Bestu menn í liði Fram voru þeir Hannes Leifsson, Hermann Björnsson og markvörðurinn ungi Arnór Biltved. Lið Fram lék þenn- an leik alls ekki vel og þarf að gera enn betur ef það ætlar að halda sæti sínu í 1. deild. Leikur liðsins er of oft sveiflukenndur og það var ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleik sem virkileg barátta kom í leikmenn liðsins en þá fóru hlut- irnir líka fyrst að ganga. Lið Valsmanna var með ólíkind- um ráðleysislegt í síðari hálfleikn- um gegn Fram. Þar var enginn einn leikmaður sem gat tekið af skarið. Það hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir tveimur árum að liðið sem lék til úrslita í Evr- ópukeppni meistaraliða væri kom- ið í fallhættu í 1. deild eftir svo skamman tíma. Skástu menn Vals voru þeir Steindór Gunnarsson og Theódór Guðfinnsson. En í heild kom alveg ótrúlega lítið út úr leik liðsins. Leikmenn virka þungir og stirðbusalegir þegar þeir eru að reyna að framkvæma leikkerfi liðsins og ekkert einstaklings- framtak lítur dagsins ljós. I stuttu máli: Islandsmótið 1. deild, Laugardalshöll. Fram—Valur 17—16 (7—11). Mörk Fram: Hannes Leifsson 4, Hermann Björnsson 3, Jón Á. Rúnarsson 2, Dagur Jónsson 2, Egill Jóhanns- son 2, Agnar Sigurðsson 1, Gauti Grétarsson 1, Björn Eiríksson 1. Mörk Vals: Theódór Guðfinnsson 4, Steindór Gunnarsson 3, Þorbjörn Jensson 3, Brynjar Harðarson 2 (lv.), Friðrik Jóhannesson 1, Gunnar Lúðvíks- son 1, Jón P. Jónsson 1, Þorbjörn Guðmundsson 1. Brottvísanir af velli: Steindór Gunnarsson tvívegis í 2 mínútur. Þorbjörn Jensson 2 mín- útur og Jakob Sigurðsson 2 mín. Ekkert vítakast fór forgörðum. Dómarar voru þeir Árni Sverr- isson og Gunnar Jónsson og var dómgæsla þeirra afar slök. — ÞR. „Þetta voru dýrmæt stig“ ÞETTA voru dýrmæt stig okkur til handa sagði fyrirliði Fram, Jón Árni Rúnarsson eftir leikinn. — Það er hörð fallbarátta framundan og því hvert stig mikilvægt. Leikur okkar við KA getur ráðið úrslitum um hvort við sleppum við fall eða ekki. Það verða fjögur jöfn lið sem berjast STAÐAN í 1. deild karla STAÐAN í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik er nú sem hér segir: Víkingur 8 602 176:145 12 Þróttur 8 602 181:157 12 FH 8 6 0 2 201:185 12 KR 8 503 171:165 10 Valur 8 305 158:160 6 HK 8 2 1 5 125:146 5 Fram 8 2 1 5 159:187 5 KA 8 1 07 147:178 2 Næsti leikur í 1. deild karla fer fram miðvikudaginn 3. feb. kl. 20.00 í Laugardalshöllinni. Þá leika Fram og Víkingur. um fallið, HK, Fram, KA, og Valur. — Það er að sjálfsögðu takmark okkar að halda sæti okkar í I. deild. En ég vil engu spá um hvort það tekst. Það er hörð barátta framundan. Við verðum að gera meira en að taka stig af botnliðun- um. Við erum greinilega eitthvað STAÐAN í 2. deild karla Haukar — Breiðablik 19—19. Staðan í 2. deild handknattleiksins er nú þessi: ÍR 9 7 0 2 169—154 14 Stjarnan 10 6 1 3 211—205 13 Þór 9 5 1 3 182—178 11 llaukar 9 4 2 3 197—178 10 Týr 10 4 0 6 225—234 8 UMFA 8 2 3 3 167-173 7 UBK 9 2 3 4 170—176 7 Fylkir 10 1 2 7 192—225 4 Næsti leikur fer fram föstudaginn 5. febr. Þá leika UMFA — l>ór að Varmá og Stjarnan gegn Haukum í Ásgarði. að rétta úr kútnum eftir slaka frammistöðu. Strákarnir eru farn- ir að skilja það að þeir þurfa að berjast fyrir stigunum sagði þjálf- ari Fram, hinn kunni handknatt- leiksmaður Björgvin Björgvins- son. - ÞR. STAÐAN Úrslit í 3. deildar leikjum karla í íslandsmótinu í handknattleik um síðustu helgi urðu þessi: Grótta — Selfoss 26-18 Keflavík - — Daivík 23—19 Reynir — Dalvík 19—26 Ögri — Ármann 16—44 Að þessum leikjum loknum er staðan í 3. deild sem hér segir: Armann 19 9 1 2 314:213 19 Grótta 11 8 1 2 288:213 17 Akranes 12 8 1 3 354:242 17 Þór Ak. 10 8 1 1 269:216 17 Keflavík 10 7 0 3 247:184 14 Reynir S. 11 3 1 7 254:283 7 Dalvík 12 3 0 9 271:307 6 Selfoss 9 2 1 6 165:212 5 Ögri 12 2 0 10 212:382 4 Skallagr. 7 0 0 7 100:222 0 Samkvæmt mótaskrá HSÍ eiga næstu leikir í 3. deild karla að fara fram 5. feb. Þá leika ÍA og Grótta á Akranesi og Þór Ak og Ögri mætast fyrir norðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.