Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 19 Mörg hundruð ung- menni í átökum við lögregluna í Gdansk 14 slasast og 250 handteknir. Herlögin hert í borginni Vín, 1. febrúar. Al*. PÓLSKA herstjórnin herti mjög á herlögunum í hafnar borginni Gdansk í gær, sunnudag, deginum eftir að Læðzt í lög- regluskáp í London London, I. febrúar. AIV HEIMUR versnandi fer, sagði talsmaður deildar innan Lund- únalögreglunnar, er hann skýrði frá því, að nú væri svo illa komið að hirzlur lögregl- unnar væru ekki öruggar fyrir bófum lengur: einhver spássér aði inn á skrifstofu lögreglunn- ar á Viktoríustöðinni í London, lauk þar upp rammgerðum pen- ingaskáp, eins og ekkert væri, og hafði á brott með sér um sjö þúsund sterlingspund í reiðufé og 250 þús. pund í ferðatékk- um. Þetta mun hafa gerzt fyrir nokkrum dögum, en illkvittn- ir blaðamenn segja að ekki hafi komizt upp um þjófnað- inn fyrr en nú um helgina. Aðrar heimildir telja að lög- reglan hafi ekki verið teljandi áfjáð í að þetta spyrðist út. þar kom til mikilla átaka milli mörg hundruð mótmæl- enda og lögreglunnar. M.a. hefur notkun einkabíla verið bönnuð og einnig íþróttamót, skemmtanir og aðrar sam- komur almennings. Erfiðlega hefur gengið að fá nákvæmar fréttir af átökunum í Gdansk enda er erlendum frétta- mönnum í Póllandi ekki leyft að fara út úr Varsjárborg. Að sögn PAP-fréttastofunnar pólsku voru það einkum háskólastúdentar og annað ungt fólk, sem tók þátt í óeirðunum og réðst að ýmsum opinberum byggingum. Sagt var, að 14 manns hefðu slasast, þar af átta lögreglumenn, og að 250 hafi verið handteknir. PAP sagði, að unga fólkið hefði verið „undir áhrifum af áróðri Bandaríkja- stjórnar". í kjölfar óeirðanna í Gdansk var í gær hert mjög á herlögunum í borginni. Skemmtisamkomur af öllu tagi og íþróttamót hafa verið bönnuð, einkasímar eru óvirkir, notkun einkabifreiða er bönnuð og enn betur er nú fylgst með ferðum fólks en áður. Orðrómur er einnig á kreiki um, að skipasmíðastöðv- unum í Gdansk verði lokað og þær ekki opnaðar fyrr en ljóst er hver verða viðbrögð fólks við verð- hækkunum, sem ganga í gildi í dag, mánudag, en þar er um að ræða allt að fjór- eða fimmföldun á verði ýmissa vörutegunda. Þrettán fórust í snjóflóði Salzburg, I. febrúar. Al*. TÍU þýzkir námsmenn og þrír kennarar þeirra fórust í snjóflóði í grennd við Salzburg um helgina, og tókst björgunarmönnum að finna síðasta líkið í morgun. Fimm komust lífs af, þegar mikil snjódyngja losnaði og skall á skíðamönnunum. Þegar spurðist um snjóflóðið fóru 140 björgunarmenn á staðinn og segir í fréttum, að þeir hafi unnið mikið og gott starf við erfiðar aðstæður. Farið var að skyggja er slysið varð og varð að lýsa svæðið upp með sérstökum kyndlum og flóðljósum. Leitin hófst er einn námsmann- anna, 16 ára að aldri, komst upp úr snjódyngjunni og til byggða. Vont veður var þegar nemendurn- ir og kennarar þeirra héldu í skíðaferðina og þykir sæta nokk- urri furðu að kennararnir skuli ekki hafa sýnt meiri varfærni. Tókst svo að bjarga fjórum nem- endum og einum kennara, en hann iézt svo skömmu síðar. Leikarinn Max von Sydow í sjónvarpsþættinum um Pólland — merki Samstöðu í baksýn Þáttur Reagans hlaut dræmar undirtektir U ashinglrtn, I. febrúar. Al*. BANDARÍSKI sjónvarpsþátturinn, Iæt l’oland be Poland, sem sýndur var víða um heim á sunnudag og var ætlað að sýna samstöðu hins frjálsa heims með baráttu Sam- stöðu í Póllandi hlaut dræmar und- irtektir þeirra er hann sáu. Ber fjölmiðlum víða um heim saman um að þátturinn hafi lítinn tilgang haft, auk þess að vera ákaf- lega ófrumlegur. Aðeins um helm- ingur þeirra þjóða, sem áttu þess kost að sjá þáttinn, kaus að sjón- varpa honum og þykir það sýna áhugann öðru fremur. Hér fer á eftir skeyti frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. í Washington: Hugmyndin að baki bandaríska sjónvarpsþáttarins Let Poland be Poland, sem var sjónvarpað á sunnudag, var að sýna samstöðu hins frjálsa heims með baráttu Samstöðu í Póllandi og vanþókn- un hans á kúgun hervaldsins. Þjóðarleiðtogar, listamenn og skemmtikraftar voru fengnir til að koma fram og tjá sig um ástandið í Póllandi en í undirbún- ingi var þátturinn kallaður: „Stórfenglegasti sjónvarpsþátt- urinn í sögu veraldar." Hugmyndina að þættinum átti Charles Z. Wick yfirmaður upp- lýsingaþjónustu Bandaríkjanna en Voice of America sá um gerð þáttarins. Hugmyndin var gagn- rýnd harðlega í síðustu viku og óttuðust margir að of mikill Hollywood-bragur yrði á þættin- um til að hann yrði tekinn alvar- lega. Aðeins 29 þjóðir af 54, sem hefðu getað sýnt þáttinn beint, kusu að gera það. Og í dag segir sjónvarpsgagnrýnandi Washing- - fjölmiðlar í V-Evrópu lítt hrifnir og kaldar kveðjur úr austan- tjaldslöndunum ton Post: „Þátturinn gaf Banda- ríkjamönnum tækifæri til að sjá í hvað skattpeningum þeirra er eytt, en trúlega leiddist þeim sem horfðu á þáttinn svo mjög að þeir nenntu ekki einu sinni að reið- ast.“ Alls 15 þjóðarleiðtogar lásu stutt ávörp, þar á meðal Gunnar Thoroddsen og Kare Willoch en forsætisráðherra Danmerkur, Hollands og Grikklands af NATO-löndunum kusu að koma ekki fram. Glenda Jackson kynnti mótmælafundi, Kirk Douglas sagði frá heimskókn sinni til Póllands fyrir 10 árum og Frank Sinatra sagði nokkur orð og lagið Homeward Ever Homeward, sem hann söng á Pólsku fyrir mörgum árum ,var leikið. Þátturinn var settur saman í New York úr aðsendum filmum. Ekkert í honum var ferskt og fátt kom á óvart. Grafíkmyndir af lífi í Póllandi, sem sýndar voru í byrjun þáttarins, á meðan fv. sendiherra Póllands í Bandaríkj- unum sagði sögu landsins í stuttu máli, voru áhrifaríkar. í lok þátt- arins var fróðlegt að heyra Henry Fonda lesa það sem Engels hafði að segja um sjálfstæði Póllands á síðustu öld. Óttinn við að þátturinn yrði of léttúðugur var óþarfur. Hann var 90 mínútna langur og kannski að „dálítið meiri Hollywood- ósmekkvísi hefði í reynd getað hjálpað" svo vitnað sé í Wash- ington Post. Eða eins og einn af hörðustu gagnrýnendum hug- myndarinnar að þættinum sagði eftir að hann sá hann: „Ég býst við að hann hefði getað verið verri." Svo margir þjóðarleiðtog- ar hafa aldrei fyrr komið fram í sama sjónvarpsþættinum, það segir þó nokkuð um vanþóknun hins frjálsa heims á hervaldinu í Póllandi. Viðbrögð í V-Evrópu Fjölmiðlar á Bretlandseyjum voru harðorðir í garð aðstand- enda þáttarins. T.d. sýndi breska sjónvarpið, BBC, aðeins einnar mínútu útdrátt úr þættinum og þótti auðsjáanlega lítið til hans koma. The London Daily Mail lýsti þættinum sem „heimshneyksli" og í Times mátti lesa að hann hefði verið „næstum eins leiðin- legur og austur-evrópsk áróð- ursmynd." A forsíðu blaðsins sagði, að þrátt fyrir góðan hug að baki flestra ummælanna í þætt- inum hefði hann verið lítið fyrir augað. I Sviss var talið að einungis 1% sjónvarpsáhorfenda hafi séð þáttinn og hann litla hrifningu vakið. í Hollandi var hluti þáttar- ins sýndur og einstaka stöðvar í V-Þýskalandi sýndu úr honum. Vidbrögð í A-Evrópu Eins og við var að búast vakti þáttur þessi litla hrifningu í aust- antjaldslöndunum. Tass-frétta- stofan í Sovétríkjunum lét þess getið að þetta hefði verið „ómerkileg sýning í anda Holly- wood“. Varsjárútvarpið lýsti þættinum, sem „gróflegri íhlutun í málefni Pólverja." Aðstoðar- utanríkisráðherra Póllands, Jozef Wiejacz, lýsti honum sem dæmi um „slæman smekk Bandaríkja- manna“. gott færi — oftast — gott veður SKIÐAFERÐIR Akureyri — Húsavík — ísafjörður frá tveggja til fimm nátta gistingu AKUREYRI: Helgarferöir Útsýnar til Akureyrar bjóöa upp á fyllsta frelsi því þeim fylgir bíll til eigin afnota og er hann búinn skíöagrind á þaki. Þaö er því haegt aö skreppa upp í hin góöu skíðalönd í Hlíöarfjalli, eöa hina frábaeru upplýstu síöagöngubraut fram í „Kjarna", hvenaer sem hugurinn girnist án þess aö vera háö áaetlunarbílum. Auk þess seljum viö 3ja til 5 nátta skíöaferöir án bíls. Allir Útsýnarfarþegar fá gistingu á hóteli i baenum meöan dvalist er á Akureyri. Þaö er fagurt í skíðalöndum Akureyringa. Meö Útsýn á skíöi á Akureyri. Brun — svig — ganga. HÚSAVÍK: Þingeyingar láta ekki deigan síga. Viö Husavík er afbragös skíöaaöstaöa, góöar lyftur, skemmtilegar brekkur, frábærlega vel troönar skiöagöngubrautir í hlaövarpanum. Þriggja til fimm nátta dvöl á Hótel Húsavík, nýju gistihúsi miösvæöis. Þaö er hressandi aö vera á skíöum meö Þingeyingum. Með Útsýn á skíöi viö Húsavík. Brun — svig — ganga. ÍSAFJÖRÐUR: ísfiröingar eiga og hafa átt marga skíöagarpa, þaö ætti aö mæla meö skiöalöndum þeirra. Nú er komiö upp nýtt og gott gistihús þar, Hótel isafjörður og Útsýnarfarþegar í skíöaferð á ísafirði dveljast þar. Þaö er því „ekki í kot vísaö“. Meö Útsýn í skíöaferö til ísafjaröar. Svig — brun — ganga. Útsýn velur vel fyrir sína. Skíðaferðir um páska eru þegar orðnar eftirspurðar, dragið ekki að panta skíðaferðina um páskana til: AKUREYRAR — HÚSAVÍKUR — ÍSAFJARÐAR Feröaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17. Sími (91) 26611.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.