Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 3 Sjálfstæðismenn á Akureyri: Gísli Jónsson efstur í forvali innan fulltrúa- ráðs GÍSLI Jónsson menntaskólakennari varð efstur í skoðanakönnun, sem fram fór í fullt rúaráði sjálf- stæðisfélaganna á Akureyri um helg- ina, sem haldið var til undirbúnings prófkjöri flokksins í lok febrúar. Að sögn Guðmundar H. Frímannsson- ar, formanns uppstillingarnefndar, var þátttaka í forvalinu eða skoðana- könnuninni góð, og tóku þátt í henni um 80% allra fulltrúaráðsfélaga. Flest atkvæði hlaut sem fyrr segir Gísli Jónsson, eða 86. I öðru sæti varð Sigurður J. Sigurðsson með 72 atkv., þá Bergljót Rafnar með 70 atkv., Björn Jósef Arnvið- arson hlaut 59, Sigurður Hannes- son 49, Guðfinna Thorlacius 44, Stefán Sigtryggsson 41, og átt- unda varð Nanna Þórsdóttir með 36 atkvæði. Guðmundur Frímannsson sagði að ákveðið hefði verið að gefa ekki atkvæði fleiri upp að sinni a.m.k., en þessi komu næst að atkvæða- magni, í þessari röð: Gunnar Ragnars, Margrét Kristinsdóttir, Karólína Guðmundsdóttir, Jón G. Sólnes, Þórunn Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Jónsson og Bjarni Árna- son. Kosning fór þannig fram, að kjósendur rituðu nöfn þeirra, er þeir óskuðu að tækju þátt í próf- kjörinu, á kjörseðilinn, nöfn 5 til 8 manna og kvenna. Á endanlegum prófkjörsseðli kvað Guðmundur væntanlega verða 20 nöfn. Yrði nú farið í að ræða við þá er efstir urðu í skoðanakönnuninni, og ef þeir gæfu kost á sér í prófkjörið, myndu væntanlega 20 efstu verða þar í framboði. Prófkjör sjálfstæðismanna á Akureyri vegna vals á framboðs- listann við bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor fer svo fram síðustu helgina í febrúar, að sögn Guð- mundar, og verður það opið öllum stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins er kosningarétt hafa í kosningunum í vor, og þeim félög- um í sjálfstæðisfélögunum, sem eru á aldrinum 16 til 19 ára. Prófkjörin í Reykjavík: 5917 kusu hjá Sjálfstæðis- flokknum, um 1300 hjá Fram- sókn og 401 hjá Alþ.bl. ÞKIR stjórnmálaflokkanna hafa nú haldið prófkjör í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna, sem fram fara í lok maí í vor. Það eru Sjálfstæð- isflokkur, Kramsóknarflokkur og Al- þýðubandalag, og prófkjör, er í undir búningi hjá Alþýðuflokknum. Öll þau prófkjör sem þegar hafa verið haldin, hafa aðeins verið opin flokksbundnu fólki, það er flokksbundnum sjálf- stæðis-, framsóknar og alþýðubanda- lagsmönnum. Prófkjör Alþýðuflokks- ins verður á hinn bóginn opið öllum stuðningsmönnum flokksins, 18 ára og eldri. I prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, sem fram fór síðustu helgi nóv- embermánaðar, kusu 5917 manns. í prófkjöri Framsóknarflokksins, sem haldið var fyrir röskri viku, kusu tæplega 1300 manns, og í prófkkjöri eða „forvali" Alþýðubandalagsins nú um helgina, kaus 401 alþýðubanda- lagsmaður. í borgarstjórnarkosning- unum 1978 hlaut Sjálfstæðisflokkur- inn 7 menn kjörna, Framsóknar- flokkurinn einn og Alþýðubandalag- ið fimm. Alþýðuflokkur fékk tvo menn kjörna. verzlunum samtímis Austurstræti Laugavegi Glæsibæ * Ath. 15°/ afslattur af nýjum jakka- fötum meöan á útsölu stendur. i mikiö ^ íingana hjá útsalan sem * hala ba» únstendursemhæst. Allt nýjar ognýlegar vörur. 't&frKARNABÆR laugaveg. 6C — Glafs.b* . - Aus* tfst' r*. «\ r S.m. frá shipt.bo'ö'850bí> __ arfe Greifahúsmu. Austurstræti 22. Austurstræt. 22 Sim. frá sh.pt.borö. 85055 Uugmgi Ml SM M aklplMI ( Látið ekki happ úr hendi sleppa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.