Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 Útlitið er farió að dökkna hiá liði KA — KA er nú neðst í 1. deild með 2 stig EINN AF úrslitaleikjunuin í fallbaráttunni í 1. deild í handknattleik fór fram á Akureyri um helgina og áttust þá við KA og HK. HK fór með sigur af hólmi 15—10 og fengu þeir því 2 dýrmæt stig sem gætu gert gæfumuninn um það hvort þeir haldi sæti sínu í deildinni þegar upp verður staðið. HK er nú með 5 stig en KA aftur á móti með 2 stig og er nú útlitið um að halda sæti sínu í deildinni farið að dökkna all verulega hjá KA. Þessi leikur var svo sannarlega ekki einn af gæðaleikjunum í 1. deild, þvert á móti var hann mjög lélegur og þá einkum sóknir beggja liðanna og sést það glöggt á markatöflunni. Hver vitleysan rak aðra í leiknum og þá einkum í sókninni og á köflum var leikurinn hreint rUgl og mátti fólk hafa sig allt við til að geta fylgst með hvað væri eiginlega um að vera og höfðu menn það á orði að þeir þyrftu vonandi ekki að líta slíka vitleysu á næstunni því þetta hefði fyllt „kvótann" fyrir næstu tvo til þrjú árin. Allan leikinn virtust leikmenn vera mjög tauga- óstyrkir og var oft á tíðum mikið fum og fát á þeim. Eins og áður sagði voru sóknirnar mjög slakar 9g var sóknarnýtingin mjög léleg. í fyrri hálfleik átti hvort lið 21 sóknarlotu og af því nýtti HK 9 sem er 42% en KA aftur á móti 6 sem er 28%. Hafi fyrri hálfleikur- inn verið slakur þá keyrði alveg um þverbak í þeim síðari en þá átti hvort lið 21 sóknarlotu eins og í þeim fyrri. HK nýtti 6 sem er 28% en KA aftur á móti nýtti ekki nema 4 sem er 19%, en af þessum tölum má ráða af hvaða gæða- gráðu leikurinn var. Við skulum nú líta stuttlega á ganga leiksins. Framan af leiknum gerðist heldur lítið og þurfti undirritaður ekki að hugsa um að verða uppi- skroppa með pappír. Jafnt var á með liðunum lengi vel og var stað- an 4—3 fyrir HK eftir 20. mín. leik en þá tókst HK-drengjunum að hrista af sér slenið og höfðu þeir þriggja marka forystu í hálfleik en þá var staðan 9—6 þeim í vil. Eins og áður sagði þá var fyrri hálfleikurinn hrein hátíð miðað við þann síðari. Eftir tíu mínútna leik hafði verið gert eitt mark og var það fyrir HK og var staðan þá orðin 10—6 þeim í vil og stefndi af því er virtist í öruggan sigur þeirra. En KA-menn neituðu að gefast upp og klóruðu þeir örlítið í bakkann og breyttist staðan í 11—9, en þá var líka draumurinn búinn og gerði KA eitt mark síð- ustu 10 mínútur leiksins meðan HK gerði 4 og urðu því endatöl- urnar 15—10 fyrir HK. Lið HK var ekki beysið í þessum leik og var sóknin hreinlega í molum en vörnin virtist sterkari en það er þó sennilega vegna þess að sókn KA var svo slök. Það voru fáir sem eitthvað sýndu en þó má geta Ein- ars Þorvarðarsonar í markinu og gömlu kempunnar Sigurbergs Sig- steinssonar sem notaði sína leik- reynslu vel í leiknum. KA-liðið var eins og HK-liðið hvað bæði sókn og vörn snertir. En í liði KA var engum sem tókst að lyfta sér upp úr lægðinni miklu sem ein- kenndi leikinn. Dómarar í leiknum voru þeir Ólafur Steingrímsson og Arni Sverrisson og voru þeir á sama báti og flestir leikmenn. KA — HK 10—15 Mörk KA: Sigurður Sigurðsson 4, Þorleifur Ananíasson 2, Jakob Jónsson 1, Magnús Birgisson 1, Friðjón Jónsson 1 (1) og Erlingur Kristjánsson 1. Mörk HK: Hörður Sigurðsson 4 (4v), Sigurbergur Sigsteinsson 3, Gunnar Eiríksson 2 (lv), Þór Ás- geirsson 2, Sigurður Sveinsson 2, Kristinn Ölafsson 1 og Ragnar Ólafsson 1. I stuttu máli: Laugardaginn 30. janúar 1982. 1. deild. KA - HK 10-15 (6-9). Brottvísanir KA: Erlingur Kristjánsson, Magnús Birgisson, Jóhann Einarsson, Friðjón Jóns- son og Þorleifur Ananíasson allir í 2 mín. HK: Ragnar Ólafsson í 2 sinnum 2 mín. — re Sagt eftir leikinn Þorleifur Ananíasson, fyrirliði KA: Þessi leikur var mjög léleg- ur og ef við ætlum að halda sæti okkar í deildinni þá þýð- ir ekkert að leika svona. Sóknin var hreinlega ekki neitt, vitleysa ofan í vitleysu, en vörnin var þó skömminni skárri. Þó þessi völlur sé okkar heimavöllur þá leikum við alltaf betur fyrir sunnan, en þar skiptir stærð vallanna máli og á ég þá við að stórir vellir virðast hæfa okkur mun betur en litlir, jafnvel þó við æfum á litlum velli. Ef við KA-menn lítum fram á veg- inn nú þá er svo sannarlega ekkert bjart þar en við erum ákveðnir í að berjast til þrautar fyrir sæti okkar. Einar Þorvarðarson, markvörð- ur HK: Þessi leikur var mjög slak- ur og þá einkum sóknarleik- urinn en hvað varðar varnar- leikinn þá var hann nokkuð góður. Það hefur vafalaust haft mjög mikið að segja í leiknum að leikmenn voru taugaóstyrkir yfir höfuð. Þessi leikur var okkur mjög mikilvægur og er ég auðvitað mjög ánægður yfir því að við skyidum sigra og ná í þessi dýrmætu stig sem við þurfum svo sannarlega í baráttunni á botninum. Með þessum sigri fjarlægjumst við þó botninn talsvert en ég er sannfærður um að við verðum að reita nokkur stig til viðbótar til að halda sæti okkar í deildinni og auðvitað er það ætlunin. — re r • Þjálfari Þróttar, Olafur H. Jónsson, svífur innaf línunni með tilþrifum sem minn: sitt. Góður árangur hjá liði sem kom upp úr 2. deild fyrir tveimur árum. Óli Ben. laqði qrui Þróttur vann öruggan sigur yfir FH, efsta liði I. deildar í íslandsmótinu í handknattleik í Laugardalshöll á sunnudag, 26—20. Þar með eru þrjú lið efst og jöfn í baráttunni um Is- landsmeistaratign; FH, Þróttur og ís- landsmeistarar Víkings. Þessi þrjú lið hafa hlotið 12 stig að loknum 8 um- ferðum og líkur benda til að hinn eft- irsótti titill hafni hjá einhverju þeirra, en ekki má útiloka möguleika KR. Það var greinilegt, að mikið var í húfi þegar leikmenn beggja liða gengu til leiks í Höllinni. Nokkurrar taugaspennu gætti í upphafi og fyrsta upphlaup FH rann út í sand- inn. Pálmi Jónsson fékk það hlut- verk að taka stórskyttu Þróttar, Sigurð Sveinsson úr umferð. Þetta varð til þess, að Páll Ólafsson fékk meira svigrúm til að athafna sig og hann skoraði 2 fyrstu mörk leiksins, kom Þrótti í 2—0 eftir 4 mínútna leik. En hinum ungu leikmönnum FH tókst að komast yfir taugaspennuna og ná undirtökunum í leiknum. Pálmi Jónsson skoraði fyrsta mark þeirra, fór laglega inn úr horninu og Hans Guðmundsson jafnaði á 6. mínútu. Sigurður Sveinsson kom Þrótti yfir, 3—2, en Kristján Ara- son jafnaði með þrumuskoti og 8 mínútur voru af leik. Þá kom Pálmi FH yfir, 3—4, Páll Ólafsson jafnaði en í kjölfarið fylgdu þrjú mörk hjá FH. Kristján Árason skoraði 5. mark FH, Sæmundur Stefánsson það sjötta og Kristján bætti því sjöunda við og 12 mínútur liðnar af leiknum. FH-ingar léku nú eins þeir er valdið höfðu; varnarleikurinn sterk- ur svo sókn Þróttar var ráðleysisleg. Sigurður Sveinsson tekinn úr um- ferð og Páll eini maðurinn sem eitthvað ógnaði. En hann gerði sig sekan um nokkur misheppnuð skot. Sóknarleikur FH var beittur, Kristján mjög ógnandi, svo og Pálmi og Hans. Þá mátti aldrei líta af Sæmundi. FH sýndi þennan kafla að við miklu má búast af liði Geirs Hallsteinssonar; að þar fari næsta stórlið íslenzks handknattleiks. En kæruleysi hljóp í leik FH, leikmenn reyndu skot úr vonlitlum færum og Þróttarar gengu á lagið. FH skoraði ekki í 8. mínútur og Þróttur náði að jafna 7—7, þeir Sig- urður, Ólafur H. Jónsson og Gunnar Gunnarsson voru þá að verki. Kristján Arason náði forustu fyrir FH á nýjan leik, en Páll jafnaði, 8—8. Guðmundur Magnússon kom FH yfir en Jens Jensson jafnaði. Hans Guðmundsson kom FH enn yfir, en tvö mörk Þróttar fylgdu í kjölfarið, Sigurður og Gunnar og Þróttur hafði náð forustu á nýjan leik og hana lét liðið ekki af hendi það sem eftir var leiks, staðan 11-10 íleikhléi. Jafnræði var með liðunum fram- an af síðari hálfleik, Gunnar skor- aði 12. mark Þróttar, Sæmundur minnkaði muninn í 12—11, Sigurður Sveinsson jók muninn í tVö mörk, Kristján svaraði, 13—12, en aftur skoraði Sigurður, 14—12. Pálmi minnkaði muninn í 14—13 og 8 mín- útur voru liðnar af síðari hálfleik. En þá tóku Þróttarar öll völd á Elnkunnagjofln KA: Magnús Gauti Gautason Þorleifur Ananíasson Magnús Birgisson Friðjón Jónsson Jóhann Einarsson Guðmundur Guðmundsson Sigurður Sigurðsson Jakob Jónsson Erlingur Kristjánsson HK: Einar Þorvarðarson Ragnar Olafsson Kristinn Ólafsson Magnús Guðfinsson Bergsveinn Þórarinsson Hörður Sigurðsson Sigurður Sveinsson Sigurbergur Sigsteinsson Gunnar Eiríksson Þór Ásgeirsson 3 4 3 5 5 3 4 5 4 6 5 4 4 3 5 4 5 4 4 Wóttur: Olafur Benediktsson 8 Sigurður Sveinsson 7 Páll Olafsson 7 Olafur H. Jónsson 7 Einar Sveinsson 5 Jón Viðar Sigurðsson 5 Jens Jensson 6 Gísli Oskarsson 5 Lárus Lárusson 5 Gunnar Gunnarsson 6 Magnús Margeirsson 6 FH: Sverrir Kristinsson 5 Ilaraldur Ragnarsson 6 Hans Guðmundsson 5 Sæmundur Stefánsson 6 Óttar Mathiesen 5 Pálmi Jónsson 6 Sveinn Bragason 5 Kristján Arason 7 Björgvin Guðmundsson 5 Finnur Árnason 5 Valgarður Valgarðsson 5 Guðmundur Magnússon 6 LIÐ KR: Brynjar Kvaran 5 Gísli F. Bjarnason 4 Gunnar Gíslason 7 Alfreð Gíslason 6 Jóhannes Stefánsson 6 Haukur Ottesen 6 Friðrik Þorbjörnsson 4 Haukur Geirmundsson 5 Ragnar Hermannsson 4 Úlafur Lárusson 4 Konráð Jónsson 4 Kristinn Ingason 4 LIÐ VÍKINGS: Kristján Sigmundsson 6 Ellert Vigfússon 4 Sigurður Gunnarsson 6 Ólafur Jónsson 6 Páll Björgvinsson 7 Þorbergur Aðalsteinsson 6 Árni Indriðason 6 Hihnar Sigurgíslason 6 Steinar Birgisson 5 Valur: Gunnar Lúðvíksson Friðrik Jóhannesson Þorbjörn Jensson Þorbjörn Guðmundsson Steindór Gunnarsson Brynjar Harðarson Theódór Guðfinnsson Þorlákur Kjartansson Jakob Sigurðsson Jón Pétur Jónsson Fram: Sigurður Þórarinsson Hermann Björnsson Jón Traustason Hinrik Ólafsson Jón Á. Rúnarsson Gauti Grétarsson Dagur Jónasson Egill Jóhannesson Agnar Sigurðsson Björn Eiríksson llannes Leifsson Arnór Biltved 5 4 5 4 6 4 6 4 4 4 4 7 4 4 5 4 5 5 4 5 6 7 „Óli Ben. va Það var dauft yfir leikmönnum FH í búningsklefanum í Laugardalshöll eft- ir ósigurinn gegn Þrótti. „Eg ætla ekki að ræða þetta tap núna; það gerum við á næstu æfingu. Þið vitið sjálfir hvar hundurinn liggur grafinn," sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari liðsins eftir leikinn. — Hvar lá hundurinn grafinn? Blaðamaður spurði Geir þessarar spurningar. „Við nýttum ekki dauðafæri okkar; létum verja frá okkur í 12 dauðafærum á mikilvægum augna- blikum. Þá voru upphlaup allt of stutt, menn hugsuðu ekki um liðs- heildina, þeir léku eins og sjö ein- staklingar. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Hitt er svo, að það fór ekkert á milli mála hver var maður leiksins; Ólafur Benedikts- son vann leikinn fyrir Þrótt," sagði Geir. — Þola strákarnir þínir ekki pressuna á toppi 1. deildar? „Kannski er það svo, kannski þola þeir ekki pressuna, að leikmenn skorti einbeitingu, en því hefur ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.