Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 racHfiu- i?Á hrúturinn uil 21. MARZ—19.APRIL («ættu þess ad fara ekki ad ríf- ast út af Komlu deiluefni í fjöl- skvldunm. I»ú munt hara sjá eft ir því sídar. Smávægileg vanda mál gætu ordid til þess ad þú verðir ad breyta áætlun þinni í kvöld. NAUTIÐ 20. APRlL-20. MAf W verdur líklega fyrir von brigdum í dag því lítid er um að vera en þú bjóst vid miklu. Fardu yfir reikningana svo þú sjáir hve mikid þú hefur til eydslu í febrúar. k TVlBURARNIR 21. MAl—20. JÚNl Astarmálin eru vidkvæm núna, þú verdur ad vera mjög nærgæt in(n) vid maka þinn eda ástvin. Notaðu daginn til hvíldar og undirbúnings fyrir næstu viku. m KRABBINN 21. JÚNl—22. JfiLl Farðu ekki að vinna að neinu sem má bíða þangað tii eftir helgi. Notaðu daginn til hvíldar. Ini ættir að hugsa meira um mataræðið. LJÓNIÐ 37*1^23. JfiLl-22. ÁGfiST Kkki góður dagur til heimsókna því hætta er á rifrildi. Hugsaðu meira um þarfir fjolskyldunnar. I»ú ert ekki í aðstöðu til að gera áætlanir langt fram í tímann. MÆRIN 23. ÁGfiST-22. SEPT Hlustaðu á þér eldra fólk sem er mun rökréttara hvað fjármál snertir. Keyndu að taka tillit til maka í kvöld og vertu ekki spar samur á hrósyrðin. Wk\ VOGIN W/l'p4 23.SEPT.-22.OKT. (■ættu þess að segja ekkert sem gæti sært maka þinn eða félaga. Keyndu að fara ekki mjög seint að sofa og hugðu betur að mat- aræðinu. Ekki sakar heldur að minnka reykingar og vín- drykkju. DREKINN 23. OKT.-21.NÓV. Keyndu að forðast fólk sem er æst og árásargjarnt í dag. I*að þýðir ekkert nema þrjóska og viljastyrkur í baráttunni við aukakflóin. Hvíldu þig í kvöld. fi| BOGMAÐURINN 22. NÓV.-21.DES. Slæmur dagur til að taka nokkra áhættu. I»ú færð Ifklega kvörtun um að þú sért ósam- vinnuþýð(ur) en láttu það ekki á þig fá. Best er að vera heima í faðmi fjölskyldunnar. STEINGEITIN 22.DES.-19. JAN. Kkki flýta þér of mikið í dag. Framtíðaráætlanir þurfa mikinn umhugsunartíma. I>ér finnst fjölskyldan treysta á þig í sam bandi við allt sem þarf að gera en kannski tekur þú sjálfafn) þig of alvarlega. VATNSBERINN 20.JAN.-18. FEB. I>að þýðir ekkert að sýta liðna tíð. Hugsaðu um þína nánustu og kærustu. I»ú vcrður að hvíla þig vel til að vera tilbúinfn) í slaginn í nýja mánuðinum. \ FISKARNIR Q 19. FEB.-20. MARZ l>ú átt erfitt með að fá þína nán- ustu til að samþykkja áform þín. Dómgreind þín er ekki upp sitt besta því þú ert þreytt(ur). Keyndu að slaka á og safna kröftum. iff ..............1.H.1..M...1.1.'....HHl.'.'.llli'l..111...J....II..I..1111.1...1.11.1.II.„1.If.'.jHJ.WJWf.JHl.l >. 1 ^ ■■■ ......... DRATTHAGI BLYANTURINN FERDINAND TOMMI OG JENNI ' ..'-ttv.tt:, ‘v/ v r—r— :—V ■7~Z ^ 7~.—... ■ . ER EXXI 3LEVMINN/ SMÁFÓLK IF YOU'KE 60IN6 TO CR055 THE 5TREET, PLEA5E WAlT FOR YOUR 5CHOOL PATROL PER50N TO HALT THE TRAFFIO... Ef ætlunin er að fara yfir breiðstræti, bíðið þar til um- ferdarvörðurinn stöðvar bíla- umferðina ... YOU MAY NOLU CR055... o I HAVE A NIŒ PAY, 5TUPENT PEPE5TRIAN. Þér megið nú ganga yfir göt- Gangi þér vel í dag, gangandi una ... skólanemandi ... BRIDGE Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sambúðin við makker er einn mikilvægasti þáttur bridg- eíþróttarinnar. AÍIir spilarar vita að það margborgar sig að hughreysta makker. Og reyna líka að taka á sig sökina af vitleysum hans ef það er með nokkru móti hægt. Því sæll makker spilar betur en van- sæll, það er ekkert vafamál. En þetta er erfitt — of erf- itt fyrir flesta. Þess vegna eru „félagar" oftast eins og hund- ur og köttur við spilaborðið. Sumir berja þó hausnum við steininn og gera vonlausar tilraunir til að stilla sig svo þeir dragi ekki kjarkinn úr makker. Hér er eitt slíkt dæmi: Ónefndur íslenskur spilari lenti eitt sinn sem oftar í vörn gegn 3 gröndum. Hann hafði tvísagt spaða, en þrátt fyrir það kom makker hans út með hjarta. Hjartaútspilið reyndist vera eina leiðin til að gefa sagnhafa spilið, en spaði út hefði jarðað samn- inginn á svipstundu; spilið hefði farið 3 niður. Þegar félagi hirðir ekki um að spila út í sögðum lit manns þá er það á hans ábyrgð. Ef þessi óhlýðni heppnast illa getur hann átt von á leiðinda athugasemd- um eftir spilið. En okkar maður var ákveðinn í að láta þetta spil ekki spilla sambúð- inni þetta kvöldið. Þetta var snemma kvölds og ástæðu- laust að ergja makker þótt hann „væri ekki á skotskón- um“. Best væri bara að taka á sig sökina sjálfur. Hann sagði því fullur iðrunar: „Fyrirgefðu makker, að ég skyldi ekki melda hjarta, þú hefðir þá kannski hitt á spaða út.“ SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Hvítur mátar í tveimur leikjum: Þessi staða kom upp í und- anrásum svæðamótsins í Randers. Murei frá ísrael, sem nú er efstur i úrslitun- um, var heldur en ekki hepp- inn í þessari stöðu, því and- stæðingur hans, Mortensen frá Danmörku, lék síðast 19. - Rd7?? 20. Dg8+! og Mortensen gafst samstundis upp, því 20. — Hxg8 er auðvitað svarað með 21. Rf7 mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.