Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 Tollalækkun á heimilistækjum: Ein tollalækkun utan við yísitöluleikinn, - tillaga Halldórs Blöndal - Nái jafnframt til viðhaldsvöru, tillaga Alberts Guðmundssonar Kagnar Arnalds, fjármálaráðherra, mælti í gær fyrir frum- varpi til laga um lækkun tolls á tilgreindum heimilistækjum, ísskápum o.fl., úr 80% í 40%. Halldór Blöndal (S) flutti breytingartillögu, þess efnis að tollur af hljómlistartækjum og hljómplötum félli niður. Æskilegt væri, að a.m.k. ein tolleft- irgjöf, sem ekki væri beinlínis gerð til að lækka verðbætur á laun um vísitöluútreikning, fylgdi með „efnahagspakkan- um . • Kagnar Arnalds, fjármála- ráðherra, greindi frá því, að frumvarp þetta heyrði til efnahagsráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar. Á sl. ári hafi verið fellt niður sérstakt vöru- gjald á kæliskápa, þvottavélar, hrærivélar og ryksugur, en nú er stefnt í helmings eftirgjöf á tollum á þessar vörur. Ráð- herra gat þess að samkomulag væri um það við stjórnar- andstöðu að frumvarp þetta hlyti lagagildi í dag (þ.e. í Kær). • Þingmenn stjórnarand- stöðu gagnrýndu ekki efnis- atriði frumvarpsins en lögðu áherzlu á, sumir hverjir, að til of mikils væri ætlazt, ef frum- varpið ætti að ganga gegnum þrjár umræður í neðri deild og þrjár í efri deild, auk þess að fá umfjöllun í þingnefndum heggja deilda, á einum og sama deginum, auk funda um önnur mál í þingdeildum og þingflokkum. Slík vinnubrögð væru fátíð. Samkomulag um afgreiðslu í dag hefði byggzt á því, að ráðherra mælti fyrir frumvarpinu í fyrri viku, svo málið gæti fengið eðlilega skoðun og umfjöllun, hvað hann hefði ekki gert. Sighvat- ur Björgvinsson og Magnús H. Magnússon, þingmenn Al- þýðuflokks, töldu eðilegt, að vörur til sykursjúkra yrðu gerðar tollfrjálsar, samhliða þeirri eftirgjöf, sem frum- varpið gerði ráð fyrir (á nokkrum heimilistækjum), sem selzt hefðu upp í landinu vegna fyrirhugaðrar gengis- lækkunar fyrir áramót. Þá væri og við hæfi að frumvarp- ið næði til heimilistækja al- mennt, en ekki aðeins fárra vöruheita. • Þingmenn Sjálfstæðis- flokks, Matthías Á. Mathiesen, Matthías Bjarnason og Hall- dór Blöndal, sögðu m.a., að eft- irgjöf sérstaks vörugjalds á sl. sumri hefði, hvað söluverð Er loðnustofninn hruninn?: „Léttúð sjávarútvegsráðherra“, sagði Arni Gunnarsson Sterkur þorskstofn gleðiefni, sagði Skúii Alexandersson Árni Gunnarsson (A) gerði ný- legar niðurstöður fiskifra-ðinga, þess efnis að hrygningarstofn loðnu væri kominn niður í 150 þúsund tonn, að umræðuefni, utan dagskrár á Alþingi í gær. Ef stefn- ir í hrun loðnustofnsins, hvaða áhrif hefur það á þann þátt í þjóð- arbúskap okkar, sem loðnuveiðar og loðnuvinnsla hafa verið, spurði Árni, og hvaða þýðingu hefur það fyrir þorskstofninn, þýðingar- mesta nytjastofninn.sem sækir æti sitt að hálfu í loðnustofninn, a.m.k. helft ársins? Árni hélt því fram að sjávarútvegsráðherra hefði átt að banna loðnuveiðar al- farið þegar í októbermánuði sl., vegna ógnvekjandi útlits með stöðu þessa stofns þá, en ég krafð- ist slfkra viðbragða í umræðu þá, sagði Árni. • Árni Gunnarsson (A) sagði loðnuafurðir hafa verið 17% af heildarframleiðslu í sjávarút- vegi árið 1979 — og 3% af heild- arútflutningi okkar þá. Þetta sýndi vægi loðnu í þjóðarbú- skapnum. Það skipti þó jafnvel enn meira máli, hvaða þýðingu loðnan hefði sem undirstöðu- fæða þorskstofnsins. Sjávarút- vegsráðherra hefði ekki sinnt viðvörunum fiskifræðinga nægj- anlega. Árni beindi spurningum til ráðherra: hvort hann hygðist stöðva allar loðnuveiðar nú þeg- Árni Gunnarsson Steingrímur flcrmannsson Skúli Alexandersson ar, hvort hann hefði látið rann- saka afleiðingar af hugsanlegu hruni loðnustofnsins á íslenzkan þjóðarbúskap — og um fleiri at- riði. • Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, sagði veiði- kvóta á vertíð 1981—82 byggðan á niðurstöðum norskra og ís- lenzkra fiskifræðinga, en sá heildarkvóti hafi numið 700 þús- und lestum. Norðmenn hefðu veitt sinn hluta en nokkuð vant- aði enn upp á, að Islendingar hefðu gert það. Loðnuveiðar hafi hinsvegar verið stöðvaðar þegar í haust, í ljósi nýrra upplýsinga — með þeirri undantekningu, að skip, sem þá höfðu veitt innan við 50% af kvóta sínum, fengu að halda áfram. Nú væri ekki um þá stærð að ræða, sem eftlr stæði í veiðiheimildum þeirra fáu skipa, sem að væru, að sköp- um skipti. Þar að auki sagði ráð- herra, að oft hafi komið stórir árgangar frá litlum hrygn- ingarstofnum (sbr. 1973-árgang- inn af þorski), svo ofsnemmt væri að spá hruni loðnustofns- ins. • Árni Gunnarsson (A) sagði ráðherra tala af léttúð um það hér um ræddi, í eyðingu stóra mál, sem hvort stefnt væri loðnustofnsins. Óvenju mikil ganga þorsks í takmarkaðan loðnustofn gæti klippt á mögu- leika hans til uppbyggingar, samhliða áframhaldandi veið- um, ekki ætti að leyfa að veiða bröndu til viðbótar af loðnu við óbreyttar aðstæður. • Skúli Alexandersson (Abl.) taldi ráðherra hafa tekið þessi mál réttum tökum þegar í haust. Hann tók og undir orð ráðherra um möguleika á sterkum ár- göngum frá litlum hrygningar- stofnum. Lýsingar fiskifræðinga á mikilli gengd þorsks í loðnu- stofninn sýndu, að þorskstofn- inn væri nú stór og sterkur. Það ætti að gleðja okkur. Reynslan sýndi einnig, að oft hefði verið uppgripaþorskafli í ördeyðu- loðnuárum. Við vitum sáralítið um „matarvenjur" þorsksins okkar, sagði Skúli. Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra. snerti, horfið í verðhækkunum vegna gengislækkana, og mikil sala í þessum vöruflokkum vegna yfirvofandi gengislækk- unar fyrir og um áramótin hefði væntanlega mett mark- aðinn um sinn, svo fórn ríkis- sjóðs til að hafa áhrif á út- reikning verðbóta á laun yrði naumast mikil um þetta frum- varp. Hinsvegar væri tolla- lækkun af hinu góða og sjálf- stæðismenn myndu standa við samkomulag um, að málið fengi skjóta afgreiðslu. Hall- dór Blöndal flutti breytingar- tillögu um niðurfellingu tolla af hljóðfærum og hljómplöt- um, en tollar eru frá 30 til 50% af hljóðfærum og frá 20% (íslenzkar) til 75% (er- lendar) af hljómplötum. Hér væri um menningarefni að ræða, sem vera ætti tollfrjálst. Ein tollalækkun, utan við vísi- töluleikinn, væri lágmarks- krafa. Albert Guðmundsson (S) taldi tollalækkunina spor í rétta átt en vildi láta tolleft- irgjöfina ná til viðhaldsvara í umrædd heimilistæki, ekki einungis til tækjanna sjálfra. Nokkrar umræður urðu um málið, sem gekk til þingnefnd- ar neðri deildar. Deildarfundi var frestað um kl. 4 síðdegis, vegna þingflokkafunda, en átti að hefjast aftur kl. 6 síðdegis. Stefnt var að því að frumvarp- ið yrði afgreitt sem lög frá Al- þingi í gærkvöldi eða í dag. Reykjavfkurflugvölliir til frambúðar: Flugstöð í Kefla- vík þegar í stað Eitt félag grunn- eining í Lslenzkum flugrekstri Þrír þingmenn Alþýðuflokks, Árni Gunnarsson, Magnús H. Magnússon og Benedikt Gröndal, hafa lagt fram tillögu til þings- ályktunar „um mótun opinberrar stcfnu í íslenzkum flugmálum“, svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina að móta opinbera stefnu í íslenskum flugmálum, er byggist á eftirtöldum grund- vallaratriðum: • 1. Stefnt skal að því að grunn- eining í flugrekstri Islendinga verði eitt flugfélag, er af íslands hálfu hafi sérleyfi til alls áætl- unarflugs til útlanda. Þetta sama félag hafi sérleyfi til áætl- unarflugs á öllum aðalflúgleið- um innanlands. • 2. Öðrum flugfélögum í inn- anlandsflugi verði gert kleift, með opinberri aðstoð ef nauð- synlegt reynist, að tengjast neti aðalfiugleiða til að halda uppi áætlunarflugi til þeirra staða, er aðalflugleiðirnar ná ekki til. Þessir tveir flokkar flugleiða verði skýrt afmarkaðir. • 3. Verðlagning fargjalda á innanlandsflugleiðum verði gerð raunhæf til að tryggja það, að eðlileg endurnýjun flugflota, þjónusta og rekstur geti farið fram og fyllsta öryggis sé gætt í hvívetna. • 4. Ekkert flugfélag skal hafa forgangsrétt til leiguflugs og öll- um frjálst að semja við hvaða flugfélag sem er, uppfylli það skilyrði um öryggismál. Þess verði þó ávallt gætt, að leiguflug fari ekki í bága við áætlunarflug. • 5. Stefnt skal að því, að allar viðgerðir og viðhald flugvéla í ís- lenska flugflotanum fari fram á Islandi. • 6. Framlag ríkissjóðs til flugmála ár hvert samkvæmt fjárlögum nemi eigi lægri fjár- ■ hæð en 1,5 af hundraði fjárlaga. Því fé verði varið í samræmi við þá áætlun, sem gerð var 1976 um áætlunarflugvelli og búnað þeirra, og tilgreindar tölur færð- ar til verðlags hvers árs. • 7. Þegar í stað verði hafnar framkvæmdir við smíði flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli í samræmi við þá stefnumörkun stjórnvalda, að aðskilja beri al- menna flugstarfsemi á flugvell- inum frá starfsemi varnarliðs- ins. • 8. Reykjavíkurflugvöllur verði framtíðarflugvöllur Reykjavíkur vegna innanlandsflugs. Með það í huga verði hann endurbættur eftir föngum og reist ný flugstöð er öll flugfélög geti haft not af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.