Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRUAR 1982 15 Skákþing Reykjavíkur: Sævar efstur um, að tími og starfsorka skyldi verða afgangs til þátttöku í þjóð- málum og öðrum félagsmálum, en svo hefur orðið í ríkum mæli. Aður var minnst á þátttöku hans í stjórnmálum. Af öðrum fé- lagsstörfum ber hæst formennska hans i Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja í 8 ár, frá 1948 til 1956. Ekki lítið hlutverk til viðbót- ar öllu öðru, sem hann hafði á sinni könnu! Hann var í stjórn Dansk-islenska félagsins 1945— '56 og síðasta árið formaður þess. Þá var félagið á erfiðum tímamót- um og auðvitað var það Ólafur Björnsson, sem af skylduhvöt einni tók að sér formennsku í fé- laginu að sinni. Hann var í stjórn Félags hagfræðinga í nokkur ár og mjög virkur þátttakandi í umræð- um á fundum þess. Ýmis önnur félagssamtök hafa notið starfs- krafta hans. Af framan sögðu er ljóst, að geysimikil aukastörf hafa hlaðist á Ölaf. Víst er, að eins hlédrægur og tilætlunarlaus og hann er að eðlisfari hefur hann ekki, nema síður sé, sóst eftir opinberum trúnaðarstörfum og félagsstörf- um. Hér hygg ég það hafa verið að verki, að vegna jákvæðs eðlis og af skylduhvöt vill hann koma til móts við óskir þeirra, sem til hans leita. Asókn á hendur honum til að fá hann til trúnaðarstarfa hefur verið mjög mikil, og ekki aðeins frá skoðunarbræðrum í stjórn- málum, því að hann nýtur trausts allra, sem til hans þekkja. Fæstir hefðu komist með hreinan skjöld frá þeirri starfsbyrði, sem hvílt hefur á Ólafi, en ótrúlegt starfs- þrek hans og góð heilsa hafa séð fyrir því, að honum hefur auðnast að rækja öll störf sín með sóma. Fáum — jafnvel ekki nánum samstarfsmönnum Ólafs — er kunn þátttaka hans í hinni svo kölluðu lögskilnaðarhreyfingu 1942—’44, og er því ekki úr vegi að geta hennar hér. Lögskilnaðar- menn börðust fyir því, að sýnd yrði varfærni og tillitssemi í með- ferð sambandsmálsins og staðið við ákvæði sambandslagasamn- ingsins frá 1918. Vorið 1942 mörk- uðu nokkrir valdamiklir stjórn- málamenn þá stefnu, að gengið skyldi sem allra fyrst frá sam- bandsslitum við Dani á þeim grundvelli, að þeir hefðu vanefnt sambandslagasamninginn. Gylfi Þ. Gíslason varð fyrstur til að andmæla þessum áformum á opinberum vettvangi — í skeleggu útvarpserindi um daginn og veg- inn sumarið 1942. Ólafur var mjög mótfallinn þessari stefnu í sam- bandsmálinu, og í nokkurra daga sumarleyfi okkar austur á Kirkju- bæjarklaustri sumarið 1942 rædd- um við, að frumkvæði hans, mögu- leika á að gera eitthvað í málinu. Við vissum um marga áhrifa- menn, sem töldu þessa meðferð sambandsmálsins mikið óráð, en þeir voru ófúsir á að ganga fram fyrir skjöldu og lítið samband var milli þeirra. Til þess að koma á móthreyfingu þurftu einhverjir að taka að sér að vera tengiliður milli þessara manna, er síðan tækju ákvarðanir um athafnir. Niðurstaða okkar Ólafs varð sú, að við ákváðum að hefjast handa. Þegar eftir heimkomu úr leyfi fór- um við á fund margra líklegra skoðunarbræðra, sem flestir tóku erindi okkar vel. Allmargir menn voru í kjarna þessarar hreyfingar í upphafi, en þar voru fremstir í flokki þeir séra Bjarni Jónsson, dr. Sigurður Nordal, Vilmundur Jóns- son landlæknir og Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri. Akveðið var að hefja þá þegar söfnun undirskrifta áhrifamanna undir áskorun til Alþingis um, að sambandsslitum yrði frestað til stríðsloka. Undir þessa áskorun skrifaði 61 maður í Reykjavík, úr öllum stjórnmálaflokkum, og með- al þeirra voru margir þjóðkunnir menn. Af sérstökum ástæðum var áskorunin ekki send Alþingi, held- ur afhent Ólafi Thors forsætis- ráðherra 24. ágúst 1942. Saga þessarar hreyfingar, sem stóð í rúmt 1 'Æ ár og var sérstæð á ýms- an hátt, verður ekki rakin hér, en nú á merkisdegi Ólafs Björnsson- ar má það koma fram, að hann átti meginþátt í því, að stofnað var til hennar, og að hann var þar í fremstu víglínu uns yfir lauk. Ólafur hefur verið frjálshyggju- maður allar götur síðan á háskóla- árum sínum. Ég man, að hann tal- aði oft um skoðanir austurríska prófessorsins Ludwig von Mises, sem hann hafði miklar mætur á. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir skoðunum Ólafs um þessi efni. Það er hans hjartans sannfæring, að frelsi fólksins og efnahagslegri farsæld almennings sé best borgið með því að takmarka mjög ríkis- afskipti og gera ráðstafanir til, að frjáls markaðsverðmyndun sé ráð- andi þáttur í uppbyggingu hag- kerfisins. Frjálshyggja er ómeng- uð hugsjón hans; sérhagsmuna- áhrif koma þar hvergi nærri. — Eins og verðugt er heiðrar Félag frjálshyggjumanna Ólaf sjötugan með útgáfu afmælisrits, með mörgum ritgerðum hans. Dr. Guð- mundur Magnússon háskólarektor skrifar formála að ritgerðasafni þessu. Gifta hefur fylgt Ólafi í einka- lífi hans. Heilsugóður hefur hann verið alla ævi — heita má, að hon- um hafi ekki orðið misdægurt í hálfa öld. Hjónaband hans hefur verið einstaklega heillaríkt. Kona hans er Guðrún Aradóttir, kenn- ara á Þórshöfn á Langanesi, Jó- hannessonar og konu hans Asu Aðalmundardóttur. Þau gengu í hjónaband árið 1943. Guðrún er manni sínum traust og dygg stoð, hjartagóð kona, gestrisin húsmóð- ir, listhneigð og félagslynd. Má með sanni segja, að hún umvefji heimili þeirra Ólafs glaðværð og hlýju. Guðrún er í föðurætt komin af Reykjahlíðarætt og Laxamýr- arætt. Móðir Guðrúnar er á 10. aldurstug og við sæmilega heilsu. Guðrún og Ólafur eiga þrjá syni, sérlega efnilega menn: Ari Helgi, í Trollháttan í Svíþjóð, skurðlæknir við sjúkrahús í Viiersborg og jafnframt í fram- haldsnámi. Kona hans er Þorbjörg Þórisdóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau 2 börn. Björn Gunnar, þjóðfélagsfræðingur, kvæntur Helgu Finnsdóttur og eiga þau 2 börn. Hann starfar hjá Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Yngsti sonurinn, Jónas, hefur próf frá Háskóla Islands í sálarfræði og heimspeki. Hann er ókvæntur. Auk fyrr nefndrar bókar Félags frjálshyggjumanna, gangast sam- kennarar Ólafs í viðskiptadeild Háskólans og nokkrir aðrir starfsbræður hans fyrir útgáfu af- mælisrits honum til heiðurs. Kem- ur það í hefti af Fjármálatíðind- um, sem er sérstaklega helgað honum. Verða þar birtar ritgerðir um hagfræðileg efni o.fl., eftir þá, sem að útgáfunni standa. Frá nánum persónulegum kynn- um okkar Ólafs á ég margs að minnast og mikið að þakka. Ég hef metið hann því meir sem ég hef kynnst honum betur. Aldrei hefur borið skugga á samskipti okkar. I sambandi við efnahagsaðgerðir 1950, sem Ólafur vann að eins og fyrr segir, áttum við í allhörðum deilum fyrir opnum tjöldum. Það hafði engin áhrif á persónulegt samband okkar, og var það honum að þakka fremur en mér. Ég man ekki eftir að hafa séð Ólaf reiðan, en honum getur hitnað í hamsi í orðræðum um mál, sem hann ber fyrir brjósti. Ólafur er hreinskipt- inn maður, óspar á að láta skoðan- ir sínar í ljós, og heldur fast við grundvallarsjónarmið sín. Samt held ég, að hann eigi fáa eða enga óvildarmenn, og er það fátítt fyrir mann, sem hefur haft eins mikil opinber umsvif og hann. ÓLafur fær á þessu ári lausn frá embætti fyrir aldurs sakir, eins og sagt er, en það er ekki sama og að hann setjist í helgan stein. Því er engan veginn tímabært að gera nú heildarúttekt á lífsstarfi hans. Andleg og líkamleg orka hans er óskert, og engin þreytumerki sjást á honum, þó að hann eigi að baki langan og strangan vinnudag. Full ástæða er til að ætla, að hann eigi enn eftir að vinna mörg og merk störf á áhugasviðum sínum. Á sjötugsafmæli hans flyt ég honum hugheilar óskir um, að svo megi verða, og árna honum og fjöl- skyldu hans allra heilla. ...... Kiemens, Tryggvason Prófessor Ólafur Björnsson er sjötugur í dag. Hann er sá kennari í Háskóla Islands sem lengstan starfsaldur hefur. Hann varð kennari í viðskipta- og lagadeild 1941. Áður kenndi hann við Við- skiptaháskólann eða frá 1939 þar til kennslan fluttist í háskólann. Dósent varð Óiafur 1942 og síðan prófessor að sex árum liðnum. Hefur hann gegnt því starfi óslitið síðan. Ólafur Björnsson hefur ásamt prófessor Gylfa Þ. Gísla- syni mótað hagfræðimenntun í landinu. Það er athyglisvert að mjög fáir íslendingar öfluðu sér menntunar í þjóðhagfræði erlendis frá 1940 og fram undir 1960. Ólafur hefur því verið meðal brautryðjanda í hagfræðinámi. Hann hefur komið mikið við sögu íslenskra efna- hagsmála sem rithöfundur, þing- maður, ráðgjafi og kennari. Hann hefur verið einn einarðasti mál- svari frjálshyggjunnar hér á landi og hefur átt mikinn þátt í að auka skilning alls almennings á frjálsri verslun og skaðræði opinberra af- skipta af neyslu og framleiðslu. Því miður hafa ekki nógu margir stjórnmálamenn gengið í skóla hjá prófessor Ólafi, annaðhvort í háskólanum eða á Alþingi, þar sem hann tók sig stundum til og hélt fyrirlestra þegar honum blöskraði vanþekkingin á efna- hagsmálum. Það er enginn tilviljun að skrif Ólafs hafa verið rifjuð upp á síð- ustu árum af frjálshyggjumönn- um. Hann gerði sér snemma grein fyrir því að allar forsendur um skynsamt ríkisvald og forsjá fyrir einstaklingum að því marki sem gerist í barnaheimili, leiða í ógöngur. Þar hefur hann átt sam- stöðu með Hayek og sennilega orð- ið fyrir miklum áhrifum frá hon- um. Stærstu ritverk Ólafs eru: Þjóðarbúskapur íslendinga 1952 og Frjálshyggja og alræðishyggja 1978, en auk þeirra má nefna Hag- fræði 1951, Haftastefnu eða kjara- bótastefnu 1953 og Sögu íslands- banka og Útvegsbanka íslands 1981. Þá gefur Félag frjálshyggju- manna út greinasafn eftir hann í tilefni afmælisins. Hvet ég bæði nemendur í hagfræði og stjórn- málamenn til að lesa þessar grein- ar. Ritið Þjóðarbúskapur íslendinga fyllti í miklar þekkingareyður um landshagi. Er skortur á kennslu- bók í íslenskri haglýsingu sem tæki við þar sem bók Ólafs sleppir. Ólafur man tímana tvenna og hefur sagt mér ýmislegt úr há- skólalífinu, en hann þekkir skól- ann af eigin raun frá því um það leyti er aðalbygging háskólans var vígð 1940. Ólafur hefur t.d. sagt mér frá því, að fyrsta veturinn leit ekki út fyrir að unnt væri að kenna í skólanum þar sem ekki var nægilegt fé til að standa straum af kyndikostnaði. Þetta bjargaðist með því að Bretar gáfu kol til upphitunar hússins. (Senni- lega var þetta vel við hæfi þar sem þeir höfðu hreiðrað um sig á Gamla Garði.) Þetta þættu tíðindi nú. Mér hefur reynst Ólafur einkar traustur maður og sanngjarn, bæði í viðskiptadeild og háskóla- ráði. Hann gegndi reyndar rekt- orsstörfum um hríð árið 1973, þeg- ar prófessor Magnús Már Lárus- son baðst lausnar. Um manninn sjálfan og hin margvíslegustu störf Ólafs önnur en í Háskóla íslands og á fræða- sviðinu er fjallað ítarlega af öðr- um hér í blaðinu í dag. Fyrir hönd viðskiptadeildar og Háskóla íslands alls sendi ég heillaóskir í tilefni sjötugsafmæl- isins til prófessors Ölafs Björns- sonar, konu hans, frú Guðrúnar Aradóttur og fjölskyldu þeirra. Við hjónin sendum þeim einnig innilegar afmælisóskir og erum þakklát fyrir alla þá hlýju sem þau hafa veitt okkur. Guðmundur Magnússon Sjá grein Hannesar H. Gissurar sonar, „Kinstaklingsfrelsi og hag- skipulag ", á bls 34. SÆVAR Bjarnason hefur forustu á Skákþingi Reykjavíkur þegar ein umferð er eftir, hefur hlotið 8'/2 vinn- ing að loknum 10 umferðum. Sævar vann Benedikt Jónasson í 10. um- ferð á meðan helsti andstæðingur hans, Margeir Pétursson, gerði jafn- tefli við Ililmar Karlsson, en áður hafði Margeir unnið sex skákir í röð. SÁTTASEMJARI ríkisins, Guðlaug- ur Þorvaldsson, hélt í gær fund á ísafirði með fulltrúum Alþýðusam- bands Vestfjarða og Félagi vinnu- veitenda. Á fundinum var faiið yfir drög að samkomulagi aðila og mið- aði nokkuð, en annar fundur verður Margeir hefur hlotið 8 vinninga, en Róbert Harðarson, sem veru- lega hefur komið á óvart, er í þrið- ja sæti með 7Vfe vinning; vann Dan Hansson í 10. umferð. Síðasta um- ferð verður tefld á morgun. Þá teflir Sævar við Ingimar Hall- dórsson og Margeir við Benedikt Jónasson. haldinn í dag. Vinnuveitendur á Vestfjörðum hafa undanfarið greitt samkvæmt þeim samningi, sem ASÍ gerði við VSÍ og Vinnumálasam- handið í haust. ASV er ekki aðili að þeim samningi og hefur neitað slík- um samningi. r, ___^-1982- GÓÐU MYNDIRNAR ÞÍNAR EIGA STÆKKUN SKILIÐ, KOMDU MEÐ KODAK FILMUNAl FRAMKÖLLUN OG NÝTTU ÞÉR STÆKKUNARTILBOÐIÐ HfíNS PETERSEN HF TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KODAK KNUD MUMKHOIM ApS 7M Bflamálarar - Bflaeigendur Höfum opnaö verzlun aö Funahöföa 8. Seljum hin þekktu vestur-þýzku bíla- lökk og undirefni frá Spies Heeker. Frá KM í Álaborg, bón 7 — 9 — 13 á vinyl, tjöruhreinsir, lásaolía, bletta- vatn, í rúöupiss, vaxleysir fyrir nýja bíla, afrafmögnunarefni. Nýkomnar sendingar. Bílamálun Funahöfða 8, umboös- og heildverzlun, sími 85930. Drög að samningi rædd á ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.