Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 37 Minning: Jónas Jónsson frá Brekknakoti kennarana, sem í gær voru með henni í leik og starfi, en sjá hana ekki framar. íris Sigmarsdóttir var ljúf stúlka og góð, geðþekk bæði nem- endum og kennurum og hvers manns hugljúfi. Foreldrum henn- ar og öðrum aðstandendum sendi ég innilegustu samúðarkveðjur frá okkur öllum í Menntaskólanum í Reykjavík. Guðni Guðmundsson Kveðja frá vinkonum „Knginn tími, enginn stadur enginn hlutur dauda ver. Bú þig hédan burt, ó, madur, hraularlengd þú eigi sér. Vera má, að vegferð sú verði skemmri en ætlar þú. Kskan jafnt sem ellin skundar eina leið til banastundar.*' (Björn llalldórsson) Iris er dáin. Sá hörmulegi at- burður átti sér stað aðfaranótt 26. janúar að ein úr okkar vinahópi lést í bílslysi. Við höfum þekkt írisi í nokkur ár bæði í Skólahljómsveit Kópa- vogs og í gegnum skóla. Iris var alltaf sérstök á sinn hátt. Það sýndi sig ætíð hversu mikils hún mat réttlæti og hafði alltaf ástæðu til að gleðjast eða hryggj- ast með þeim sem ástæðu höfðu til. Tónlistin skipaði vissan sess í lífi hennar. Mjög lengi hafði hún starfað með Skólahljómsveit Kópavogs og í gagnfræðaskóla var hún í hljómsveit skólans og spilaði hún á þverflautu. Okkur er það mjög minnisstætt eitt sinn er kór og hljómsveit skól- ans voru á æfingu, þá uppgötvaði stjórnandinn okkar að hún gat éinnig sungið vel. Það sem var helst einkennandi í fari írisar, var hversu snýrtileg hún var alltaf og bar umhyggju fyrir útliti sínu og klæðaburði. Fyrir tæpum tveimur árum kynntist hún Guðmundi Rafni Guðmundssyni, og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan. Þau áttu margt sameiginlegt þar sem hann er í þann veginn að ljúka námi í píanóleik, og hefur einnig verið fé- lagi í Skólahljómsveit Kópavogs. Þau voru eins og sköpuð fyrir hvort annað. Það er því ekki hægt að gera sér í hugarlund hversu mikill missir þetta hefur verið fyrir hann eins og hennar nán- ustu. Okkar vinkona og skólasystir Iris, er horfin yfir móðuna miklu langt fyrir aldur fram. „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir." Með þakklæti í huga kveðjum við kæra vinkonu. Við biðjum unnusta hennar og fjölskyldu styrks í þungum raun- um og blessunar Guðs alla ókomna daga. Blessuð sé minning hennar. Mrafnhildur, Elfa I)ís og Erla. Hún kom eins og sólargeisli inn í líf okkar. Falleg, kát og fínleg með kastaníubrúnt hár, blá augu og heillandi bros. Stundum svolít- ið hlédræg og feimin en umfram allt kvenleg, gædd fjöri og yndis- þokka æskunnar. Öllum leið vel í návist hennar. Hún var yngsta barn og auga- steinn foreldra sinna, Sigmars Grétars Jónssonar og Gróu Sig- fúsdóttur, og var ein eftir heima enda aðeins sautján ára og enn í skóla. Systur hennar, Halla og Brynhildur, sem hún var í miklu dálæti hjá, höfðu stofnað eigið heimili. Framtíðin blasti við henni björt og fögur, en ástina hafði hún fundið með syni okkar Guðmundi Rafni. Með honum gerði hún glæstar áætlanir í nútíð og fram- tíð, en þau voru mjög samhent og lík að eðlisfari. Bæði stunduðu hljómlistarnám auk hefðbundins skólanáms, spiluðu í hljómsveit- um og iðkuðu íþróttir. Öllum stundum voru þau saman, þegar skólinn eða önnur störf kölluðu ekki. Náin vinátta þróaðist milli þeirra og Oskars, yngir sonar okkar. Mánudagskvöldið var eins og mörg önnur. Þau íris og Guð- mundur Rafn litu inn til okkar áð- ur en þau færu heim til hennar að sofa. Rætt var um daginn og veg- inn, brosað og hlegið. En þá um nóttina hvarf sólargeislinn okkar allra, að minnsta kosti um sinn. Án þess að gera boð á undan sér. Hörmulegt slys varð á leiðinni heim. Okkur vanmáttugum mönn- unum sýnist röð tilviljana hafa ráðið ferðinni. Ung stúlka í blóma lífsins er að því er virðist í algjöru tilgangsleysi hrifinn burt frá þeim sem elska hana og hún vissulega elskaði líka. Vegir drottins eru órannsakan- legir og lífið er ráðgáta, sem seint eða aldrei verður skilin. Það eina sem varir er trúin. Við trúum að Guð hafi kallað hana til sín veitt henni elsku sína og ætli henni hlutverk á æðri vegum. Hjá hon- um munum við hitta hana, þegar kall sérhvers okkar kemur. Á skilnaðarstundu ástvinanna Irisar og Guðmundar Rafns, áður en yfir lauk, hijómaði af tilviljun lag og ljóð, sem henni var kærara en flest önnur. Það er fjallað um hverfulleik og tilgangsleysi efnis- legra gæða og hins vegar mikil- vægi vináttunar, ástarinnar. Síð- asta erindið er þannig: ,.1‘aú er komin vetrartíð meó veður köld ojj slríð ég stend við gluj;gann, myrkið streymir inn í huj»a minn þá Hnn ég hlýja hönd, sál mína lifnar við eins og jurt sem stóð í skugga en hefur aftur litið Ijós í vetrarsól/* Slýsið varð, það dimmdi yfir, en hlýja höndin kom og leiddi hana inn í ljósið sem við öll leitum. Megi almáttugur Guð styrkja foreldra, unnusta og systur henn- ar og annað venslafólk og ástvini í þeirra miklu sorg. Guð blessi minningu góðrar stúlku, írisar Sigmarsdóttur. Svava og Guðmundur Orð frá engu lýst þeim mikla harmi, sem nú grúfir yfir þeim stóra ástvinahópi, er að baki henni stóð. Hún er horfin sjónum okkar elskuleg íris og hefur kvatt okkur um sinn, því Guð, hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar, hefur kallað hana á sinn fund. En því er svo yndisleg stúlka, sem alltaf hafði hug og hjarta fyrir allt og alla, kölluð svo skyndilega með svo sviplegum hætti á braut? Sagt er; að þeir deyi ungir, sem guðirnir elski. Við leitum alltaf að skýringum, það er okkar eðli. Það er nú svo, að þeir, sem kveðja þennan heim ungir, eru oftast búnir öllum þeim kost- um, sem annars tekur nær alla ævi að þroska með sér. Þannig var því farið með mágkonu mína og vin, írisi. Hún hafði mikinn þroska til að bera og stafaði jafn- an af henni þessi undursamlega gleði og hlýja, sem svo mjög ein- kenndi hana. Allir sem nutu sam- neytis við hana, þann stutta tíma, sem hún dvaldi meðal okkar, öðl- uðust vináttu hennar. Alltaf, þar sem hún var nærri, fann maður til ólýsanlegs öryggis Hún var sem hugur manns. Já, hún var hvers manns hugljúfi og allir viidu eiga eitthvað í henni. Því er það svo stingandi sárt að vita öll þau áform og áætlanir um lífið og framtíðina, sem hún og unnusti hennar höfðu gert með sér, verða ekki að veruleika. Draumarnir um líf hennar og framtíð meðal okkar hafa breyst. En allir ástvinir hennar, sem voru ófáir, munu varðveita minningu hennar og lífsgleði. Góður Guð gefðu foreldrum hennar, unnusta og systrum allan þann styrk og þann kraft, sem fyrirfinnst í almætti þínu, til að axla þá byrði, sem lögð hefur verið á herðar og hugi þeirra. „IK*yr fé, dt vja frændr, dt*yr sjalfr i*( sama. Kn oróstírr deyr aldrigi, hveims sér góóan gt*lr.‘‘ Og nú þegar hún íris mín er horfin yfir hina miklu móðu, þar sem hún mun bíða og u’ndirbúa samfundi okkar, bið ég góðan Guð, að gæta hennar og geyma. Einlægur vinur Guðmundur. Elsku íris mín er farin. Ég skil ekki nú, en kannski geri ég það seinna, hvers vegna hún er farin frá mér. Mamma og pabbi segja mér, að hún sé flutt til Guðs og eigi heima hjá Honum núna. Þau hjálpa mér í bænum mínum, að biðja Jesú að varðveita hana og geyma. Guð blessi og geymi elsku bestu frænku mína. Litli frændi Grétar Örn. Í dag, 2. febrúar, kveðjum við hinstu kveðju vinkonu okkar írisi, en hún var ein af okkur í Horna- flokki Kópavogs. Fyrstu kynni okkar af írisi voru þau að hljómsveitin fór í Hljóm- leikaferð til Norðurlanda sumarið 1973. Var íris fánaberi í þeirri ferð. Móðir hennar, Gróa Sigfús- dóttir, hjúkrunarkona, var farar- stjóri hjá okkur þá, sem og í fleiri ferðum. Ári síðar byrjaði íris að spila á flautu, þá 10 ára gömul, og var einnig tambúrmær síðastliðin ár. Félagslíf hefur ætíð verið mikið og gott í hljómsveitinni og má það meðal annars rekja til þeirra ferða sem við höfum farið, bæði innan lands og utan. Hafa því skapast náin tengsl milli okkar. Slysin gera aldrei boð á undan sér. Það er því mikið áfall þegar ein okkar er hrifin burt í blóma lífsins. Það er erfitt að sætta sig við að Iris mæti ekki aftur á æfingu, þessi hýra og káta stúlka sem átti hug og hjörtu okkar allra. Aldrei sáum við hana skipta skapi, en alltaf lék bros á vörum hennar. Sumarið 1980 fórum við í hljómleikaferð til Svíþjóðar og Finnlands. Þar hófst vinskapur með Irisi og einum hljómsveitar- félaga, Guðmundi Rafni Guð- mundssyni, og varð sá vinskapur innilegri eftir að heim kom. Voru þau mjög samrýnt og glæsilegt par sem átti framtíðina fyrir sér. Minningin um fallegu og kátu stúlkun munum við ætíð geyma í hjörtum okkar. Við berum Guðmundi, foreldr- um Irisar, systrum og öðrum að- standendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hornaflokkur Kópavogs Mig langar nokkrum orðum að minnast kynningar minnar við Jónas, því hann varð mér bæði góður vinur og fyrirmynd og alltaf þegar við hittumst fór ég hlýrri af hans fundi. Hann var kennari hér í Hólminum þegar ég kom hingað, og hann var meira, hann var leið- togi unglinganna og var með þeim í leik og starfi og taldi aldrei þær stundir eftir sem hann veitti til góðra mála hér. Hann hvatti unga sem aldna til fjallgöngu og náttúruskoðana og marga göng- una fór ég með honum hvernig sem veður var, því Jónas lét aldrei smámuni aftra sér. Hann kom hér á dansæfingum, bæði voru æfðir nýju og þó sérstaklega gömlu dansarnir, var með í leiksýning- um, taflklúbbi stýrði hann og málfunda efndi hann til. Það voru alltaf næg verkefni og kringum Jónas var aldrei neinn doði eða ládeyða. Ég var oft undrandi hve miklu hann kom í framgang. Jón- as var einlægur bindindismaður og fyrirmynd. Hann vissi sem er að svo er tekið mark á þeim sem vísa veginn og þeir fari hann sjálf- ir. Allt starf Jónasar hér mótaðist af því að beina æskunni leið ha- mingjunnar og hann fékk oft að sjá góðan árangur og hvað ekki síst þakklæti heimilanna sem mátu starf hans og muna það enn í dag. Marga ferðina man ég og stundum var kappið ekki með for- sjá svo sem þegar við í súld og vondu veðri klifum Bjarnarhafn- arfjall og þá til lítils því útsýni var brostið þegar upp var komið, en þá var að komast niður og oft er það svo að hægara er að fara upp en komast niður og ennþá dá- ist ég að forystu hans í þokunni á leið niður þótt hann væri lítt kunnugri en við. I skólanum var hann með börnunum og félagi þeirra. Þessvegna var honum vel ágengt í kennslunni. Og nú þegar FÖSTUDAGINN 14. febrúar næst- komandi boða Reykingavarnanefnd og Vinnueftirlit ríkisins til umræðu- og kynningarfundar um reykinga- varnir á vinnustöðum. Fundurinn verður haldinn í Kristalsal Hótels Loftleiða og hefst kl. 14.00 og stend- ur til 18.00. Til fundarins er sérstaklega boðið fulltrúum aðila vinnumark- aðarins, opinberra stofnana, ým- issa samtaka og fjölmiðla en öll- um er heimill aðgangur að fundin- um. Á fundinum mun Þorkell Jó- hannesson prófessor og formaður eiturefnanefndar flytja erindi um efnasamsetningu tóbaksreyks, Sigurgeir Kjartansson læknir um helstu sjúkdóma tengda reyking- um og áhrif óbeinna reykinga og dr. med. Hrafn V. Friðriksson um reykingar og atvinnu. Ingimar Jónas er horfinn af hérvistarsviði heyri ég marga minnast hans ágætu daga hér. Hann var aðeins 3 ár, en markaði meiri og sterkari spor en margir sem hafa verið í tugi ára. Ég sá mikið eftir Jónasi héðan úr bæjarlífinu, enda sást það strax á. Hverju bæjarfélagi er það mikils virði að njóta þeirra sem hafa áhuga og hugsa ekki um hvað kemur í aðra hönd. Þeim fækkar nú, því miður, og ef þessi hugsunarháttur snýr ekki til baka er voðinn vís. Jónas var Þingeyingur. Hann var rúmlega 80 ára er hann lést. Andlegri reisn og gleði og hugar- fari leiðbeininga og kærleika fékk hann að halda. Seinast þegar ég hitti hann var hann hinn sami. Hafði ekkert breyst. Lífshugsjónir hans eins. Barátta fyrir góðum málum í fullu fjöri. Landið er ríkt meðan það á marga slíka. Ég vil að seinustu þakka góða samfvlgd. Hún var mér mikils virði. Og þó að hríði í heila öld harðsporarnir sjást í snjónum. Guð blessi minn- ingu góðs samferðarmanns. Árni Helgason Sigurðsson deildarlögfræðingur heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, sem jafnframt er formaður reykingavarnanefndar, mun fjalla um lög og reglur um takmörkun reykinga og skýra frá undirbúningi nýs lagafrumvarps um reykingavarnir sem unnið er að um þessar mundir. Fjallað verður um reykingavarnir á vinnustöðum og mun Þorvarður Örnólfsson framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur flytja erindi um helstu úrræði í þessum efnum en síðan verða kynnt sjónarmið atvinnurekenda, launþega og Vinnueftirlits ríkis- ins. Ix)ks munu fara fram umræð- ur í hópum og almennar umræður. Fundarstjóri verður Haraldur Steinþórsson varaformaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Umræðufundur um reykingavarn- ir á vinnustöðum Utsala* Útsala hjá verksmiðju ★ Utsala Kvenbuxur — Pils — Blússur — Karlmanna- og barnabuxur o.fl. o.fl. opiö 9-18. Geriö góö kauP. Verksm.salan Skeifunni 13, suðurdyr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.