Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 Svæðamótið í Randers: Guðmundur Sigur- jónsson í fjórða sæti GUÐMUNDUR Sigurjónsson er í fjórða sæti þegar ein umferð er eftir í 8 manna úrslitakeppni svæóamóts- ins í Randers í Danmörku. Guð- mundur hefur hlotið 3 vinninga að ioknum 6 umferðum. Fimmta umferð var tefld á laugardag. Þá vann Guðmundur Svíann Lars Karlsson í 28 leikjum, eftir að Svíinn hafði boðið jafn- tefli eftir 19 leiki. Guðmundur tefldi stíft til vinnings og tókst að binda endi á sigurgöngu Karls- sons, sem hafði unnið þrjár skákir Fjölmenni við útför Bjartmars Guðmundssonar llúsavík, I. ft hrúar. JARDARFÖR Bjartmars Guð- mundssonar, fyrrverandi alþing- ismanns á Sandi, fór fram frá Nes- kirkju sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni þrátt fyrir erfiða færð. Veður var þó bjart og fagurt. Séra Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup að Grenjaðarstað, flutti útfararræðuna og jarðsöng og las ljóð eftir Valtý, bróður hins látna, en Guðrún, dóttir Bjart- mars, flutti ljóð eftir Hólmfríði systur sína. Aðaldælahreppur heiðraði minningu hins látna með því að bjóða öllum viðstöddum til erfidrykkju að Ýdölum. Fréttaritari. í röð. Raunar vann Guðmundur Lars Karlsson í undankeppninni. Karlsson hefur á undanförnum misserum átt mikilli velgengni að fagna við skákborðið; vann síð- astliðið sumar fjögur alþjóðleg skákmót og hefur 2500 Elo-stig. Hins vegar hefur Guðmundur tak á Karlsson, hefur unnið þrjár skákir gegn honum, en fjórðu við- ureigninni lyktaði með jafntefli. Öðrum skákum í 6. umferð lyktaði með jafntefli, Murey-Lobron, Grunfeld-Tiller og Borik og Kag- an. I 7. umferð tefldi Guðmundur við Murey, Israel, og sömdu þeir um jafntefli eftir 30 leiki. Karls- son vann Borik eftir að skákin hafði farið í bið, Grunfeld vann Ijobron og Kagan og Tiller gerðu jafntefli. Staðan er því; 1. Murey 4'k 2. Karlsson 4 3. Grunfeld Vk 4. Guðmundur 3 5-7. Lobron, Borik og Tiller 2'k 8. Kagan 2. „Eg tefli á morgun við Grunfeld og Karlsson við Murey. Enn á ég fræðilega möguleika á að komast áfram og mun tefla stíft til vinn- ings, þó mér hafi alltaf gengið af- leitlega gegn Grunfeld. Hann hef- ur unnið mig þrisvar, en tveimur skákum okkar hefur lyktað með jafntefli," sagði Guðmundur í spjalli við Mbl. í gærkvöldi. I.josm. Mbl. Kmilía. Hinir umdeildu Ikarus-strætisvagnar eru nú komnir á götur höfuðborgarinnar og var þessi mynd tekin af Breiðholtsvagninum í gær. Litlu togararnir: 8 öfluðu fyrir en 18 millj. í Aflaverðmæti Páls Pálssonar 19,3 milljónir ÁTTA togarar af minni gerð öfluðu fyrir meira en 18 milljónir króna á síðastliðnu ári, samkvæmt því sem kemur fram í togaraskýrslu Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna. Fjórir þcssara togara eru frá Vest- fjörðum, einn frá Norðurlandi vestra, einn af Austfjörðum, einn frá Norðurlandi eystra og einn af þá kemur Dagrún frá Bolungavík með aflaverðmæti upp á 18.504,4 millj. kr., Arnar frá Skagaströnd aflaði 4.826 tonn að verðmæti 18.336,1 millj. kr., Bjartur frá Neskaupstað, afli 4.569 tonn að verðmæti 18.313,5 millj. kr., Guð- björg frá ísafirði aflaði 4.994 tonn að verðmæti 18.302,0 millj. meira fyrra kr., Sigurbjörg frá Ólafsfirði fékk 4.833 tonn á árinu að verð- mæti 18.070,9 millj. kr. og Júlíus Geirmundsson á ísafirði aflaði 5.075 tonn að verðmæti 18.004,0 millj. kr. Af umræddum togurum var Páll Pálsson með mestan afla á úthaldsdag, 16,3 tonn, Guðbjörg var með 15,5 tonn á úthaldsdag og Dagrún 15,4 tonn. Nýja „síðdegisblaðið“: Útgáfa morgunblaðs á mánudögum í athugun NU ER komin upp sú hugmynd meðal þeirra, sem íhugað hafa út- gáfu nýs síðdegisblaðs, að gefa út blað, sem komi út vikulega á mánudagsmorgnum. Samkvæmt þeim heimildum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, telja aðstandendur útgáf- unnar fyrirhuguðu sig hafa nægilegt fjármagn til slíkrar út- gáfu og er þá reiknað með 40 síðna blaði. Þá hafa komið fram ýmsar aðrar hugmyndir og eru nokkuð skiptar skoðanir um fyrirkomulag útgáfunnar. Þá er einnig enn unnið að söfnun hlutafjár. Breytingum á Viðey lokið ÁHÖFNIN á skuttogaranum Viðey mun halda til Póllands á fóstudag til að sækja skipið eftir þær breyt- ingar, sem á því hafa verið gerðar. Síðastliðinn föstudag kom skeyti frá Póllandi, þar sem beðið var um, að áhöfn skipsins kæmi út þann 4. febrúar. Eigendur skipsins telja því, að lokið sé við breytingar á skipinu og ef allt er með felldu ætti Viðey að geta haldið heimleiðis í næstu viku. I skeyti því sem sent var frá Póllandi var sagt að vel gengi með breytingarnar á Engey, en í upphafi var gert ráð fyrir að breytingum á skipunum myndi ljúka með mánaðar millibili. Fyrsti og þriðji vélstjóri Við- eyjar héldu til Póllands í dag, en sjö menn fara utan á föstudag. Snæfellsnesi. Sá togari, sem var með mest aflaverðmæti, er Páll Pálsson frá Hnífsdal, sem aflaði fyrir 19.365,1 millj. kr. og Páll Pálsson var um leið aflahæsti togarinn af minni gerð með 5.712 tonn. Næst- ur í röðinni er Már frá Ólafsvík, heildarafli Más er 4.598 tonn og aflaverðmæti 18.575,0 millj. kr., Skeiðará vex jafnt og þétt SKEIÐARÁRHLAUP vex jafnt og þétt, en talið er að hlaupið verði í hámarki eftir næstu helgi. Flest bendir til að hlaupið verði svipað og síðasta Skeiðarárhlaup, sem varð árið 1976. Menn frá Orku- stofnun og Vegagerðinni fylgjast grannt með gangi mála eystra. INNLENT Sáttatillagan var sam- þykkt og verkfalli aflétt Flest börn og unglingar bólusett gegn mislingum LANGFLEST börn og unglingar á grunnskólaaldri hafa verið bólusett gegn mislingum að und- anfórnu. Þessi ráðstöfun var gerð vegna hættu á að mislingafarald ur, sem geisað hefur í Noregi, stingi sér niður hér á landi. Að sögn Skúla Johnsen borg- arlæknis hefur þessi faraldur ekki gert vart við sig hér enn. Líkurnar á því að hann gæti breiðst hér út eru hverfandi. 3 sækja um stöðu borgardómara ÞRIR hafa sótt um stöðu borgar- dómara í Reykjavík, en umsóknar- frestur rann út á föstudag. Magn- ús Thoroddsen, sem gegnt hefur embættinu, var fyrir skömmu skipaður hæstaréttardómari. Þeir sem sóttu um stöðuna eru: Allan V. Magnússon, fulltrúi sýslu- mannsins í Árnessýslu, Eggert Óskarsson, fulltrúi sýslumannsins í Rangárvallasýslu, og Sigríður Ólafsdóttir, aðalfulltrúi yfirborg- ardómara. Ástæðan fyrir því er sú, að í síðasta mislingafaraldri, sem gekk yfir hér á landi, þá voru öll börn á aldrinum 2—4 ára bólusett og því orðin ónæm fyrir þessum sjúkdómi. I hóp- inn hafa svo bæst þau börn og unglingar, sem bólusett hafa verið í vetur. Tvær erlendar í lukkupottinn TVÆR erlendar stúlkur, sem búa í (Irundarfirði og starfa þar líkast til við fisk- vinnslu, kræktu í samein- ingu í 11 rétta í (ietraunum um helgina. Hlutu þær rúml- ega 42.000 krónur í sinn hlut. í fyrsta sinn í 5 vikur þurfti ekki að grípa til ten- ingsins hjá Getraunum þar eð vetur konungur linaði takið á óveðurskrumlunni, sem legið hefur yfir Bret- landseyjum. Þrír seðlar komu fram með 11 rétta en með 10 rétta voru 85 raðir. Sjálfstæðisflokkurinn: Borgarstjórnarlistinn ákveðinn 9. febrúar nk. FLENTIK stóru skuttogaranna héldu til veiða á sunnudagskvöld og að- faranótt mánudags eftir að sjómenn og útgerðarmenn höfðu samþykkt sáttatillöguna. Verkfall hafði verið á stóru togurunum í Reykjavík, Hafn- arfirði og Grindavík frá 26. desem- ber. Sjómenn á stóru togurunum fá 14% hækkun á fastakaupi, en í samningi þeim, sem felldur var í atkvæðagreiðslu sjómanna á dög- unum, var kveðið á um 10% hækk- un. Samningstími er til 31. ágúst eða sama tíma og samningarnir um bátakjörin. Þá verður* vænt- anlega skipuð 5 — 7 manna nefnd á næstunni til að fjalla um fækk- un á stóru togurunum. Sáttanefnd hefur ritað forsætisráðherra bréf þar sem farið er fram á, að stjórn- völd hlutist til um skipan þeirrar nefndar. 97 sjómenn tóku þátt í atkvæða- greiðslunni um sáttatillöguna á laugardag og sunnudag, en 211 voru á kjörskrá. 55 sögðu já en 42 sögðu nei. Þátttaka í atkvæða- greiðslunni verður að teljast góð ef tillit er tekið til þess, að margir skipverjar á stóru togurunum höfðu leitað sér að vinnu við önnur störf þrátt fyrir verkfall og verk- bann. Á fundi útgerðarmanna á sunnudag var sáttatillagan einnig samþykkt. TILLÖGUR kjörnefndar um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Keykjavík fyrir komandi borgar- stjórnarkosningar verða lagðar fyrir fund fulltrúaráðsins í Keykjavík til samþykktar þriðjudagskvöldið 9. febrúar nk. Kjörnefndin er að ljúka störfum þessa dagana. Fundur fulltrúa- ráðsins verður haldinn í Súlnasal, Hótel Sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.