Morgunblaðið - 18.05.1985, Side 19

Morgunblaðið - 18.05.1985, Side 19
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1985 19 Útvarpslögin og afgreiðsla Alþingis — eftirEið Guðnason í Morgunblaðinu miðvikudaginn 15. maí eru þau ummæli höfð eftir Halldóri Blöndal, alþingismanni og formanni menntamálanefndar neöri deildar Alþingis, að hann hafi boðið upp á það, að mennta- málanefndir beggja deilda ynnu saman að útvarpslagafrumvarp- inu. Hann segir síðan: „En Eiður Guðnason hafnaði því algjörlega fyrir hönd Alþýðuflokksins." Þessi fullyrðing Halldórs Blöndals er al- röng og á sér enga stoð í veruleik- anum. Þegar samkynja nefndir beggja deilda starfa saman að málum heitir það i þingsköpum sam- vinnunefnd. Það er ákvörðun nefndanna sameiginlega að starfa saman. Einstakir nefndarmenn hafa ekkert neitunarvald í þeim efnum. Ég hefði síður en svo haft neitt á móti því, að nefndirnar störfuðu saman. Það var hinsveg- ar ekki á mínu valdi, og um það var ég aldrei spurður. Til hefði þurft að koma samþykki mennta- málanefndar efri deildar, þar sem ég er aðeins einn af sjö nefndar- mönnum. Samvinnu nefndanna bar aldrei á góma í menntamála- nefnd efri deildar, af þeirri ein- földu ástæðu, að boð um það barst aldrei frá Halldóri Blöndal, for- Fermingar Ferming í Innra-Hólmskirkju sunnudaginn 19. maf kl. 14.00. Prestur: Séra ión Einarsson. Þessi börn verða fermd: Sæunn Ingibjörg Sigurðardóttir, Ásfelli III. Gunnar Freyr Hafsteinsson, Krókatúni 13, Akranesi. Fermingarbörn í Hólskirkju í Bol- ungarvík sunnudaginn 19. maí. Elísabet Árný Árnadóttir, Holtabrún 16. Eysteinn Magnús Guðmundsson, Skólastíg 15. Gestur Þór Arnarsson, Höfðastíg 8. Guðmundur Jón Markússon, Holtabrún 6. Guörún Skúladóttir, Heiðarbrún 3. Halldór Svavar Ólafsson, Skólastíg 13. Hannes Már Sigurðsson, Hlíðarstræti 13. Hannibal Þorsteinn ólafsson, Holtabrún 7. Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, Hjallastræti 22. Hildur Elísabet Pétursdóttir, Holtastig 13. Ingibjörg Sólveig Guðmundsd., Vitastíg 25. Ingibjörg Halldórsdóttir, Miðstræti 1. Jóhann Þórarinn Bjarnason, Traðarlandi 12. Jónas Harðarson, Hlíðarstræti 5. Klara Eiríka Finnbogadóttir, Holtabrún 5. Kristín Þóra Halldórsdóttir, Hjallastræti 37. María Friðgerður Lárusdóttir, Holtabrún 17. Ragnar Heimir Sigurðsson, Hjaltastræti 35. Sigurður Árni Reynisson, Traðarlandi 2. Steinunn Þorbergsdóttir, Völusteinsstræti 9. Svanlaug Arnardóttir, Traðarstíg 1. Valdimar Sæberg Valdimarsson, Hlíðarstræti 10. .WlsöhtHa) <i hmrjum degi.' manni neðrideildarnefndarinnar. Fullyrðing hans um að ég hafi komið í veg fyrir samvinnu nefnd- anna stenst þvi hvergi, þar sem það var alls ekki á mínu valdi að taka slíka ákvörðun. Halldór Blöndal segir ennfrem- ur í viðtalinu við Morgunblaðið, að Alþýðuflokkurinn hafi viljað tefja þetta mál og bregða fæti fyrir það. Þetta er líka alrangt. Við vildum, og viljum, breyta frumvarpinu og fluttum tillögur um það efni. Við atkvæðagreiðslu eftir aðra um- ræðu málsins drógum við breyt- ingartillögur okkar til baka, til að greiða fyrir afgreiðslu málsins og gera atkvæðagreiðsluna auöveld- ari í framkvæmd. Það liggur fyrir í þingtiðindum. órökstuddum dylgjum Halldórs Blöndal um þetta efni er þvi vfsað á bug. Ef það að flytja breytingartillögur við mál, sem menn hafa aðra skoð- un á en flutningsmenn málsins, er að „tefja málið og bregða fæti Kiöur Guðnason fyrir það“ eins og hann segir, — til hvers er þá Alþingi háð? Menntamálanefnd neðri deildar undir forystu Halldórs Blöndal hefur haft útvarpslagafrumvarpið til meðferðar frá þvf snemma á síðastliðnu hausti, þar til 13. maf, að málið var sent til efri deildar. Efri deild eru nú ætlaðar 2—3 vik- ur til að fjalla um þetta þýð- ingarmikla mál. Það er naumur tími. En vonandi berum við í efri deild Alþingis gæfu til þess að ná meiri samstöðu um málið en tókst í neðri deild, þar sem aðeins 16 af 40 þingdeildarmönnum treystust til að gjalda þvf jáyrði. Ég mun beita mér fyrir því að slík sam- vinna geti tekist, sé þess nokkur kostur. Það væri slæmt, ef veiga- miklar breytingar yrðu gerðar á útvarpslögum, sem ekki nytu stuðnings meirihluta Alþingis, af þeirri ástæðu einni hve klaufalega hefur verið á málinu haldið f allan vetur. Höfuadur er þingmaður Alþýóu- flokksins fyrir Vestur- landskjördæmi. TERŒL Toyota Tercel 4WD er framúrskarandi stationvagn sem sannar að fjórhjóladrifnir bílar geta verið þægilegir. Hvort heldur á hann er litið eða í honum eins og aðrir stationbílar - hann fer þar sem aðrir sitja fastir. Tercel 4WD er sparneytinn og ör- uggur svo sem við er að búastfráToyota. Þægindi fólksbifreiðarinnar, seigla og styrkur bíls með drifi á öllum hjólum sameinast í Tercel station. Harðger 1,5 lítra bensínvél sinnir af sama öryggi 2 og4 hjóladrifunum. TOYOTA 'SS&múeáó&n cf' Nybýlavegi 8 200 Kópavogi S. 91-44144 essemm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.