Morgunblaðið - 18.05.1985, Page 54

Morgunblaðið - 18.05.1985, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. MAÍ1986 Tvö lið eiga möguleika á titlinum: Verður lið Jóhanns Þýskalandsmeistari? Frá Þórami flrgnmayni biatemanni Morgunbiaóaina, Kiai 17. mai. ÞAD verður mikill viðbúnaður hér á morgun laugardag, þegar handknattleikslið Kiel leikur sinn síðasta leik í 1. deildar keppninni. Lðngu er uppselt á leikinn en íþróttahöllin tekur rúmlega sjð þúsund áhorfend- ur. Hasgt hefði verið að selja mun fteíri miöa á leikinn sem hugsanlega raaður úrslitum um hvort lið Kiel verði Þýska- landsmeistari í handknattleik. Liöið leikur gegn Massenhem og verður að sigra í leiknum með tveggja marka mun til aö eiga möguleika á meistaratitli. En þó svo Kiel sigri er óvist hvort liðið nái að hreppa hinn eftirsótta meistaratitil. Á sama tíma, kl. 20.00, leikur liö Gumm- ersbach gegn DUsseldorf á úti- velli. Hið mjög svo sterka lið Gummersbach veröur að sigra til að hreppa titilinn. Geri liðið jafntefli eða tapi veröur lið Kiel meistari. Maöurinn á bak viö frábæran árangur Kiel er ungur íslenskur handknattleiksþjálfari sem þó er án efa flestum íþróttaunnendum á Islandi kunnur. Jóhann Ingi Gunnarsson fyrrum landsliös- þjálfari Islands hefur gert liö Kiel • Jóhann Ingi Gunnarsson aö stórveldi í þýskum hand- knattleik. Liöiö hefur á undanförnum ár- um veriö í mótun hjá Jóhanni og í vetur náöi betri árangri en nokkru sinni fyrr. Þaö yröi svo sannarlega rós í hnappagat þessa unga þjálfara ef liö hans yröi meistari. Og þó svo aö liöið hreppi ekki titilinn þá er árangur liösins undir stjórn Jóhanns mjög góöur. Liöiö hefur þegar tryggt sér þátttökurétt í Evrópukeppn- inni á næsta ári. Það þykir nokkrum tíöindum sæta hér aö íslenskur þjálfari hafi náö svona langt og Jóhann er oröin vel þekktur hér um slóðir enda nota fjölmiölar hvert tæki- færi til aö fá viö hann spjall og segja frá hinum góöa árangri sem hann hefur náö. Staöan fyrir síöustu umferöina er sú aö Gummersbach hefur eins stigs forskot hefur hlotiö 39 stig en Kiel 38. Markatalan er svipuö, Gummersbach hefur 549 mörk skoruð en fengiö á sig 474. Kel hefur 547 skoruöu en fengiö á sig 470. Liö Essen er í þriöja sæti hefur 35 stig. En hvaö skyldi nú Jóhann Ingi segja um stööuna: — Þaö er ekkert launungar- mál aö viö gerum okkur vonir. Liö Dusseldorf hefur leikiö vel á heimavelli í vetur og geur komiö á óvart. En í liði Gummersbach eru gifurlega reynslumiklir leik- menn og liöiö hefur besta mark- vörö heims í dag, Thiel. Þeir eru því sigurstranglegir. Ég geri mér vonir um aö viö sigrum Massen- heim. Og þó svo aö við veröum ekki meistarar þá getum viö mjög vel viö unaö eftir frábær- lega gott en erfitt keppnistímabil. Vissulega yröi þaö meira en lítiö ánægjulegt ef svo færi aö viö yrðum meistarar. Ég þori ekki aö hugsa þaö til enda. Þaö veröur fullt hús hér á morgun. Og mikiö tilstand. Til dæmis fá allir áhorf- endur frían bjór í klukkustund áður en leikurinn hefst. Og ýmis- legt veröur gert til skemmtunar. Þetta er mikill handboltabær og áhorfendur hér eru engu líkir. Hinn góöi árangur okkar í vet- ur hefur gert þaö aö verkum aö þaö er uppselt á alla heimaleiki okkar, 13 aö tölu, næsta keppn- istímabil. Jú, löngu áöur en þaö hefst. Og þaö er meira en lítiö gaman aö leika alltaf fyrir fullu húsi áhorfenda. Þaö hjáipar mik- iö í hinni erfiöu baráttu. Deildin hér er mjög sterk og allir leikir eru í raun úrslitaleikir. Keppnin í ár hefur veriö jafnari en oftast áöur. Og þaö er langt síöan aö úrslitin hafa raöist í síöustu um- ferö í leikjum sem fara fram á sama tíma, sagöi Jóhann. Viö veröum meö ýtarlegar fréttir af leiknum hjá Kiel og Gummersbach í blaöinu á þriöju- dag. Og lokastööuna í 1. deild- inni. Þess má aö lokum geta aö Siguröur Sveinsson sem skoraö hefur 180 mörk í 1. deildinni í vetur er langmarkahæstur og veröur án nokkurs efa marka- kóngur deildarinnar í ár þrátt fyrir aö hann sé undantekninga- laust tekinn úr umferö í hverjum leik. • Sigurður Pétursaon Sigurður með einn í forgjöf SIGURÐUR Pétursson, GR, lék é 72 höggum í keppninni um Arne- son-skjöldinn í fyrradag og nægir það honum til lækkunar í forgjöf, úr 2 í 1. Siguröur er þar meö annar ís- lendingurinn sem nú er meö 1 í forgjöf — hinn er Ragnar félagi hans Ólafsson, einnig úr GR, sem fékk 1 í fyrrasumar. Tveir fóru holu í höggi Á MIÐVIKUDAG fór Viggó Vigg- ósson, GR, holu í höggi é 6. braut golfvallarins í Grafarholti. í fyrra- dag fór svo Björgvin Björgvins- son holu í höggi á Korpúlfsstaða- velli. Guðbjörn lagði upp tvö mörk — er Start vann Brann 4:1 í fyrrakvöld „íslendingaliöin“ léku saman ( norsku 1. deildarkeppninni ( knattspyrnu á fimmtudagskvöld. Guðbjörn Tryggvason lagði upp tvö mörk í sigri, 4—1, Start á > Bjarna Sigurðssyni og félögum hjá Brann. Lilleström er nú (efsta sæti deildarinnar með 7 stig, þeir unnu stórsigur á Eik, 8—0, á heimavelli. Guöbjörn lék sinn fyrsta heila leik meö Start í fyrrakvöld og stóö sig vel. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og höföu Brann 1:0 yfir í hálfleik. f síöari hálfleik brotnaöi liöiö og Start gekk á lagiö og skor- aöi fjögur mörk og Guöbjörn lagöi upp tvö þeirra. Þetta var ekki dag- ur Bjarna í markinu, þó svo aö ekki sé hægt aö kenna honum um mörkin. Vörn liösins var mjög slök í síöari hálfleik og heföu mörkin getaö oröiö fleiri. Stsðan er nú þessi í Noregi: Lilleström 4 3 1 0 14:2 7 Rosenborg 3 3 0 0 10:2 6 Viking 4 2 1 1 8:5 5 Moss 4 1 3 0 4:3 5 Start 4 2 0 2 7:8 4 Bryne 4 1 2 1 5:6 4 Kongsvinger 4 1 2 1 3:5 4 Molde 4 1 1 2 4:5 3 Brann 4 1 1 2 4:8 3 Mjöndalen 4 1 0 3 5:6 2 Eik 4 0 2 2 0:9 2 Vaalerengen 3 0 1 2 1:8 1 I I Mbl.-lið 1. umferðar Lið 1. umferðar 1. deildar í knattspyrnu er aókndjarft, enda mikið skorað af mörkum. Við stillum udð I liði með leikaðferóinni 4 — 2 — 4. Baldvín Guðmundsson, Þór. Siguróli Kristjánsson, Þóröur Marelsson, Þór. Víkingi. Óskar Gunnarsson, Jóhannes Bárðarson, Þór. Víkingi. Ómar Torfason, Pétur Arnþórsson, Fram. Þrótti. Ragnar Margeirsson, Björn Rafnsson, ÍBK. KR. Bjarni Sveinbjörnsson, Guðmundur Steinsson, Þór. Fram. MALL’ Brottför 27. maí-sérkjör! \ V Aðrir brottfarardagar: * 17 júní, 8. júlí, 29. júlí, 19 ágúst, 9. september, 30. september, 21. október Komið og kynnist Maliorka á myndböndunum okkar mdiVTIL FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarsíigl.Simai 28388 og28580

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.