Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1986 Ferj ubakkamálið: Framburði ber ekkisaman Eiginmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald EIGINMAÐUR konunnar, sem fannst látin á heimili sínu í Feijubakka 10 á mánudags- morgun,hefur verið úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til 21. maí að kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins. Að sögn Þóris Odds- sonar, vararannsóknarlög- reglustjóra, er enn óljóst um dánarorsökina og á þvi byggist INNLENT gæsluvarðhaldskrafan, en með- al annars hefur framburði þeirra er yfirheyrðir hafa verið í málinu ekki borið sarnan. Eiginmaður konunnar og þrír aðrir menn, sem voru gestkomandi í íbúðinni er dauða konunnar bar að höndunij voru yfírheyrðir á mánudag. I framhaldi af yfír- heyrslunum gerði RLR kröfu um gæsluvarðhald yfír eiginmannin- um, en hinir þrír voru látnir lausir aðfaranótt miðvikudagsins. Áverk- ar fundust á hálsi og höfði konunn- ar en að sögn Þóris Oddssonar er óvíst hvort þeir hafa valdið dauða konunnar. Endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir og er málið til áframhaldandi rannsókn- ar hjá RLR. Konan enn með- vitundarlaus KONAN, sem flutt var í sjúkrahús í Reykjavík eftir átök við sambýlis- mann sinn á sunnudagsmorgun,var enn meðvitundarlaus er Morgun- blaðið leitaði upplýsinga um líðan hennar í gærkvöldi. Eins og greint var frá f frétt Morgunblaðsins í gær var sambýlismaður hennar, 38 ára gamall Reykvíkingur, úrskurðaður í gæsluvarðhaid til 15. maí vegna rannsóknar málsins. Þórir Oddsson, vararannsóknarlögreglustjóri, sagði, að tildrög þessa atburðar væru enn óljós og rannsókn málsins haldið áfram. Málverk Picassos: Fermetrinn á tvær milljónir „Nei, ég hef ekki hugmynd um hve mikil verðmæti eru hér í kringum mig,“ sagði Richard Hördal frá Morkinskinnu þar sem hann var að setja þau málverk Picassos sem komu óinnrömmuð í blindramma í listaverka- geymslu Seðlabankans í gær. Sumir hafa þó sagt að fermetrinn af Pic- asso kostaði tvær milljónir og Richard væri því með um milljón í höndun- um í hvert sinn sem hann neglir strigann á rammann. Þetta er talsverð vinna, málverkin eru 23, og sagðist Richard gera ráð fyrir að það tæki fjóra daga að koma verkunum í ramma. Þessi málverk eru flest máluð í kringum 1970 hingað koma þau beint frá ekkju Picassos í Frakklandi. Þau hafa ekki verið á sýningu frá því ’73 og koma því í fyrsta sinn á þrettán árum fyrir almenningssjónir á veggjum Kjarvalsstaða, en sýningin þar opnar í maílok. Ljósmynd: Ari Lieberman Frá slökkvistarfi við trésmiðjuna Hamar i Grundarfirði í gær. Mikinn reyk lagði upp af húsunum. Bruni í Grundarfirði: Verð á olíu helmingi hærra á Islandi en í Evrópulöndum Nauðsynlegt að endurskoða það kerfi sem hér ríkir í olíuvið- skiptum, segir Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍÚ „MÉR þykir sem verðlækkun á gasoliu og svartoliu ætli að koma einkennilega seint til framkvæmda hér á landi, mið- að við það sem gerist og gengur erlendis. I Grimsby og Hull er verð á gasolíulítranum nú 5,86 krónur, en á sama tíma kostar lítrinn hérlendis 10,70 krónur og hefur ekki lækkað nema um eina krónu frá því sem hann komst hæst í,“ sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, i samtali við Morgunblaðið í gær. Kristján sagði að nýlega hefði skip greitt 3.900 krónur fyrir tonnið af svartolíu í Þýskalandi, en á íslandi kostar það 8.700 krónur. „í ársbyijun, þegar verð- lækkunin á olíu hófst, var verð á gasolíu í Rotterdam 240-250 doll- arar tonnið, en er nú á bilinu 150-160 dollarar tonnið, og fór lægst í 136 dollara 2. apríl síðast- liðinn. Svartolíutonnið kostaði í ársbyijun um 135 dollara, en er nú komið niður í 54 dollara. Með hliðsjón af þessari þróun erlendis og hve langt er sfðan verðið hefur lækkað fínnst mér ólíkindum sæta hve seint lækkunin kemur fram hér,“ sagði Kristján. Kristján sagði að hann sætti sig ekki við þá skýringu að í árs- byijun hefðu miklar birgðir verið til í landinu af gasolíu og svart- olíu. „Sú skýring er að vísu rétt svo langt sem hún nær, en hún bendir okkur á meinlega galla í því opinbera umsýslukerfí sem hér ríkir í olíuviðskiptum. Það getur ekki verið gott kerfí sem hvetur ekki til hagstæðra innkaupa, en eins og málum er nú háttað skipt- ir það olíufélögin nánast engu máli hvemig innkaup þau gera. Það verður að endurskoða þetta kerfí með það í huga að skapa svigrúm til samkeppni milli olíufé- laganna, svo þau þurfti sjálf að taka á sig skellinn af óhagstæðum innkaupum og auðvitað líka njóta góðs af því þegar vel tekst til,“ sagði Kristján Ragnarsson að lokum. Milljónatjón í tré- smíðaverkstæði Grundarfirði. MILLJÓNATJÓN varð á Grund- arfirði í gær er eldur kom upp í trésmíðaverkstæðinu Hamri. Þótt greiðlega hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins urðu miklar skemmdir á húsakynnum, vélakosti og vörubirgðum verk- stæðisins. Eldsupptök eru ókunn. Það var um hádegi á miðvikudag að brunalúðrar gullu við hér á Grundarfirði. Rétt í þann mund sást hvar geysimikinn reyk lagði upp frá húsakynnum trésmiðjunnar Hamrars hf. Allhvasst var og lagði reyk yfír þorpið. Ljóst var þegar að um verulegan eld var að ræða enda eldsneytið mikið. Slökkvilið staðarins kom fljótt á vettvang og síðan var kvatt til aðstoðar slökkvi- lið frá Ólafsvík og Heilissandi. Þrátt fyrir erfíðar aðstæður tókst furðu fljótt að ráða niðurlögum eldsins og veija nálæg mannvirki. Ljóst er að tjónið af þessum elds- voða er mjög mikið og raunar mildi að ekki fór verr. Segja má, að hús- ið, sem er um það bil 300 fermetra steinhús, þar af á tveimur hæðum að hluta til, sé nánast ónýtt nema veggir. Byggingarefni, vélar og vörubirgðir er trúlega allt ónýtt, þar með talin skrifstofuáhöld, en skrifstofa fyrirtækisins var á ann- arri hæð. Eldri hluti verkstæðisins, þar sem m.a. var byggingarvöru- verslun, skemmdist verulega af vatni og reyk. Rannsóknarlögregla ríkisins og fulltrúar Brunabótafélagsins komu á staðinn síðdegis í gær. Upptök eldsins eru ókunn en menn höfðu nýlega yfírgefið verkstæðið er elds- ins varð vart og urðu þeir einskis varir er þeir fóru út úr húsinu. - Emil. Suðurvör fær 25 milljónir til kaupa á raðsmíðaskipi Aukþess skuldbreytingu 17 milljóna, með skilyrðum STJÓRN Byggðastofnunar hefur ákveðið að veita fyrirtækinu Suðurvör í Þorlákshöfn lán að upphæð 25 milljónir króna til kaupa á raðsmíðaskipi sem er í smiðum hjá Stálvík. Verður þessi lánafyrirgreiðsla einungis veitt gegn þvl skilyrði að Suðurvör kaupi eignir Hraðfrystistöðvar- innar á Eyrarbakka hf. og haldi áfram rekstri þess húss, en Suð- urvör hefur undanfarið ár verið með fyrirtækið á leigu. Nýja skipið, ef það kæmist í eigu Suðurvarar, yrði því gert út frá Eyrarbakka. Auk þess var sam- þykkt heimild til þess að breyta vanskilum á lánuni sem eru áhvíl- andi á stöðinni á Eyrarbakka í langtímalán, og nemur sú upp- hæð um 17 milljónum króna. „Öll þessi fyrirgreiðsla er í raun- inni bundin við atvinnulífíð á Eyrar- bakka og til þess að tryggja að atvinna geti haldist þar í sæmilegu horfí," sagði Guðmundur Malm- quist, forstjóri Byggðastofnunar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að mál þetta væri tal- svert flókið, því það væri við fleiri að semja en stjóm Byggðastofnun- ar um þær 70 milljónir sem sagðar væru söluverðið á eignunum á Eyrarbakka. Nefndi hann fyrst og fremst Fiskveiðasjóð, en einnig Landsbankann. Skip þetta sem er raðsmíðaskip í smíðum hjá Stálvík er Qármagnað eins og önnur raðsmíðaskip að 85% hluta af opinberri hálfu: Fiskveiða- sjóður og Ríkisábyrgðasjóður sjá sameiginlega um 80% og Byggða- stofnun sér um 5%. Þeir sem kaupa skipin sjá svo um flármögnun 15% kaupverðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.