Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1986 3 Alþýðuflokkurinn býður ekki fram á Seltjarnarnesi AliÞÝÐUFLOKKURINN mun ekki bjóða fram við bæjaratjómarkosn- ingamar á Seltjarnamesi í vor. Aðeins höfðu þrír flokkar tilkynnt um framboð er frestur tíl að tilkynna framboð rann út á miðnætti á þriðjudag, en það em Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkur- inn og Alþýðubandalagið. Alþýðuflokkurinn bauð fram á Seltjamamesi bæjarstjómarkosn- ingar 1982, en fékk engan mann kjörinn í bæjarstjóm. Að sögn Sig- urðar Haraldssonar formanns kjör- Hafskip: 670 kröfur hafa borist BORIST hafa 670 kröfur í þrotabú Hafskips, en frestur til að lýsa kröfum í búið rennur út eftir rúma viku. Að sögn Markús- ar Sigurbjörassonar skiptaráð- anda hefur heildarapphæð krafnanna ekki verið tekin sam- an og taldi hann ógjörlegt að slá á einhveija lágmarkstölu. Kröfuraar eru að veralegu leyti frá erlendum aðilum. Markús sagði að fyrirhugaður væri skiptafundur 20. júní næst- komandi. Þá verður lögð fram kröfuskrá og munu bústjórar Haf- skips gera grein fyrir afstöðu sinni til krafnanna. Ljóst er að veðhafar munu fá stóran hluta af eignum þrotabúsins, en þó sagði Markús að Hafskip ætti tölvert fé útistand- andi í ógreiddum farmgjöldum og myndi það, og aðrar óveðsettar eignir, ganga upp í forgangskröfur. Það sem þá er eftir gengur svo til almennra kröfuhafa. Skaftá liggur en við bryggju í Antwerpen, þar sem hún var kyrr- sett í haust. Að sögn Viðars Más Matthíassonar bústjóra herma síð- ustu fregnir að hún verði boðin upp í iúní. nefndar á Seltjamamesi var Al- þýðuflokkurinn fyrir þann tíma þátttakandi í sameiginlegu fram- boði vinstri manna. Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins var spurður að því hvers vegna Alþýðuflokkur- inn byði ekki fram á Seltjamamesi. Jón Baldvin sagði að Alþýðuflokk- urinn væri mjög valddreifður flokk- ur sem þýddi að það væru heima- menn á hveijum stað sem tækju ákvarðanir um framboð og mið- stjóm beitti þá ekki ströngum aga. „Auðvitað hefði ég kosið að sjá framboðslista Alþýðuflokksins á Seltjamamesi eins og víðast hvar annars staðar. Ég veit reyndar með vissu að það hefði verið eftir þó nokkru fylgi að slægjast. En ég geri ráð fyrir því að afstaða heima- manna hafl verið sú að þeir hafa ekki viljað dreifa kröftunum gegn ríkjandi meirihiuta frekar en orðið er og það hafí ráðið úrslitum," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. „Það mætti ætla að þeir kratar sem búsetu eiga í Seltjamamesbæ séu orðnir svo sáttir við stjóm bæjarmála að þeir séu upp til hópa orðnir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins" sagði Magnús Erlends- son forseti bæjarstjómar á Seltjam- amesi í samtali við Morgunblaðið. „En gamanlaust ber það vott um ótrúlega manneklu og málefnafá- tækt að í níunda stærsta bæjarfé- lagi landsins skuli Alþýðuflokkurinn ekki treysta sér til að bjóða fram til bæjarstjómar. Og það er vissu- lega alvarlegt umhugsunarefni fyrir forystu Alþýðuflokksins að rauða kratarósin skuli nú fölnuð á Sel- tjamamesi." Morgunblaðið/EBB Fegurðardrottning íslands 1986: Tíu þokkadísir keppa um titilinn í Broadway 23. maí FEGURÐARDROTTNING íslands 1986 verður kjörin og krýnd á skemmtun í veitingahúsinu Broadway í Reykjavík föstudagskvöldið 23. maí næstkomandi. Þá verður jafnframt kosin Ljósmyndafyrir- sæta ársins ’86 úr hópi þeirra tíu stúlkna, sem keppa til úrslita um titilinn Fegurðardrottning íslands og þær velja sjálfar vinsæi- ustu stúlkuna úr sínum hópi. Mánudaginn 19. mai, á annan í hvíta- sunnu, verður Fegurðardrottning Reykjavíkur valin i Broadway, þar sem fram fer kynning á stúlkunum tíu. Heiðursgestir á krýningarkvöld- inu 23. maí verða Halla Bryndís Jónsdóttir, Fegurðardrottning ís- lands 1985, Sif Sigfúsdóttir, Ung- frú Skandinavía 1985, sem varð í þriðja sæti keppninnar hér heima í fyira, og Hólmfríður Karlsdóttir, Ungfrú Heimur 1985, sem varð í öðru sæti í fyrra. Þessa dagana er verið að leggja sfðustu hönd á samsetningu fjöl- breyttrar skemmtidagskrár, sem flutt verður í Broadway á krýning- arkvöldinu. Það kvöld verður „svart/hvítt" að sögn Kristjönu Geirsdóttur, framkvæmdastjóra keppninnar, þ.e. að salurinn verður skreyttur með svörtu og hvítu, gert er ráð fyrir að gestir verði einkum svart- og hvítklæddir, dansarar verða þannig klæddir, tískusýningarhópur sýnir svart/ hvitan klæðnað og svo framvegis. Sérstakir gestir auk heiðurs- gestanna verða ljósmyndarinn Gunnar Larsen, einn fremsti tísku- ljósmjmdari heims (sem búsettur er f París og gefúr þar út víðfrægt tískublað) og enski veitingamaður- inn Peter Stringfellow, sem rekur vinsæla skemmtistaði í London og New York. Á Stringfellow’s, skemmtistað hans í London, hafa verið haidnar íslandskynningar og þar hefur Hólmfríður Karlsdóttir, Miss World, verið heiðursgestur á slíkri kynningu. Gunnar Larsen hefur áhuga á að taka myndir af íslensku fegurðardísunum og at- huga möguleika á að taka tísku- myndir hér fyrir blað sitt. Dómnefnd keppninnar um titil- inn Fegurðardrottning íslands 1986 skipa Berglind Johansen, Fegurðardrottning íslands 1984, María Guðmundsdóttir, Fegurðar- drottning íslands 1961, Brynja Nordquist tískusýningarstúlka, Friðþjófur Helgason ljósmyndari, Ólaflir Laufdal veitingamaður, Már Gunnarsson starfsmannastjóri og Grímur Sæmundsen læknir. Þ»ÐFRAKKA a’gð^it^ð margt margt fleira Austursíræti „Lauqaveqi 30^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.