Morgunblaðið - 08.05.1986, Side 24

Morgunblaðið - 08.05.1986, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1986 Meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjavík: Kosningaloforðin efnd eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson I öllu stjómmálastarfí skiptir miklu máli að vera traustsins verð- ur, hafa trúnað fólksins. Kjósendur eru gagnrýnir og vel upplýstir og þeir láta ekki lengur blekkjast af fagurgala og málæði stjómmála- manna. Kjósendur vilja að stjóm- málamenn tali hreint út, hafí skýra stefnu og að þeir fylgi henni. Reykvískir kjósendur hafa auð- vitað langa reynslu af samskiptum sínum við stjómmálamenn, ýmist borgarfulltrúa eða alþingismenn Reykjavíkur. Nú líður senn að borg- arstjómarkosningum og því er ekki óeðlilegt að litið sé yfír farinn veg og kannað lítillega, á hvem hátt borgarfulltrúar hafa staðið við kosningaloforð sín. Svikin loforð Á undanfomum átta árum hafa borgarbúar haft tvo ólíka stjómend- ur borgarinnar. Frá 1978—1982 stjómuðu þrír vinstri flokkar höfuð- borginni en frá 1982—1986 hefur meirihluti sjálfstæðismanna borið i ábyrgð á stjóm borgarinnar. Vinstri menn lofuðu að lækka opinber gjöld — þau hækkuðu um „Reykvískir kjósendur hafa auðvitað langa reynslu af viðskiptum sínum við sljórnmála- menn, ýmist borgarfull- trúa eða alþingismenn Reykjavíkur. Nú líður senn að borgarsljórnar- kosningnm og því er ekki óeðlilegt að litið sé yfir farinn veg og kannað lítillega, á hvern hátt borgarfull- trúar hafa staðið við kosningaloforð sín.“ 17,8% umfram verðlag frá 1978-1982. Vinstri menn lofuðu að íjölga dagvistunarrýmum um 600 árlega — þeim íjölgaði um 150 árlega á þeirra valdatíma. Vinstri menn lofuðu stórátaki í byggingu leiguíbúða — á valdatíma þeirra var engin leiguíbúð byggð. í heildina fækkaði þeim um 25. Vinstri menn lofuðu nægilegu framboði íbúðarlóða — reyndin varð hinsvegar sú, að einungis */s þeirra sem um sóttu fengu lóð. Vinstri menn lofuðu skautahöll í Laugardal — engin skautahöll var byggð. Vinstri menn boðuðu að fundur meirihluta borgarstjómar, nefnda og ráða skyldu vera opnir öllum — á þeirra valdatfma var þetta ekki gert og lokaðir fundir voru fleiri en nokkura tíma áður. Vinstri menn lofuðu auknu sam- starfí við fbúa vegna einstakra framkvæmda í hverfum borgarinn- ar — samstarfíð var í lágmarki og óskir og ábendingar íbúanna oftast virtar að vettugi. Mörg önnur dæmi um kosninga- loforð og vanefndir vinstri manna mætti nefna en hér verður látið staðar numið. Ofangreind upptaln- ing sýnir hinsvegar á hvem hátt stjómmálamenn geta misboðið kjósendum sínum harkalega, líklega í trausti þess að þeir séu fljótir að gleyma. Efnd loforð Fyrir borgarstjómarkosningam- ar 1982 kynntu sjálfstæðismenn kjósendum sínum ákveðin kosn- ingaloforð. Þeir lofuðu að lækka fasteigna- gjöldin — fasteignagjöld voru lækk- uð um rúmlega 15%. Þeir lofuðu að lækka útsvarið — útsvarið var lækkað úr 11,88% í 11%, síðan úr 11% í 10,8% og nú nýlegaúr 10,8% í 10,2%. Þeir lofuðu að hætta við Rauða- vatnsbyggð og byggja í Grafarvogi — við þetta var staðið. Þeir lofuðu að leggja niður punktakerfíð og fullnægja lóðaeftir- spum — við þetta var staðið. Þeir lofuðu að hætta við íbúðar- byggð í Laugardal og Sogamýri, sem vinstri meirihlutinn stefndi að — við þetta var staðið. ÚTIVIST ÚTIVIST Útivistar-dagar 8.—11. maí Ferðir — Ferðakynning - Ferðaútbúnaður Dagskrá: Fimmtudagur 8. maí kl. 10.30: Bjargfuglaskoðun á Krísuvíkurberg. Leiðbeinandi: Árni Waag. Gönguskíðaferð á Lönguhlíð. Föstudagur 9. maí kl. 14—19 og laugardagur 10. maíkl. 9—12: Ferðakynning og kynning á ferðaút- búnaði í verslunini Geysi, Vesturgötu 1. Fararstjór- ar o.fl. verða á staðnum og veita upplýsingar. Ýmislegt til skemmtunar. Komið og kynnist fjöl- breyttri ferðastarfsemi Útivistar. Félagaskráning. Heitt á bláu könnunni. Laugardagur 10. maí kl. 10.30: Fuglar — selir — fjörulíf á Suðurnesjum. Kjörin fjölskylduferð. Leiðbeinendur: Árni Waag, Jón Bogason o.fl. Sunnudagur 11. maf kl. 13: Reykjavíkurganga Útivistar. Viðburður á afmaelisári Reykjavíkur. Kynnist fjölbreyttri gönguleið um höfuðborgina, mikið til í náttúrulegu umhverfi. Brottför f ferðirnar úr Grófinni (bílastæði milli Vesturgötu 2 og Vesturgötu 4). Komið verður við á BSÍ, bensínsölu. Nánar auglýst í félagslífi. ALLIR VELKOMNiR. SJÁUMST. Ferðafélagið Útivist Nýtt heimilisfang: Grófin 1,101 Rvk. Símar: 14606 og 23732. Símsvari: 14606. sér um akstur í ferðunum. Sumardvöl í Skála Útivistar í Básum, Þórsmörk, er ódýrt og skemmti- legt sumarleyfi fBrf Dansk Eternit VIDHALDSFRlTT DAKEFNI SILSEM og CEMBONIT þakpiötur frá DANSK ETERNIT eru viðhaldsfríar. Fáanlegar í mörgum litum og auðvelt að setja þær á þakið. QE4GPEKNÍ Lágmúla 7, 108 Reykjavík 0 688595 Þeir lofuðu að fækka borgarfull- trúum úr 21 í 15 — við þetta var staðið. Þeir lofuðu að beita sér fyrir endurreisn miðbæjarins — við þetta var staðið. Fleiri mál mætti nefna, sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins lýstu yfír að þeir hyggðust hrinda í framkvæmd. Þess gerist tæplega þörf, því borgarbúar hafa fylgst með því, að á öllum sviðum borgar- lífsins ríkir sóknarhugur og grósku- mikið uppbyggingarstarf á sér nú stað á nær öllum sviðum. Kröftugt uppbygging- arstarf Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins ætla að halda áfram kröft- ugu uppbyggingarstarfi, fái þeir umboð kjósenda til þess. Sjálfstæðismenn munu leggja sérstaklega áherslu á eftirtalin mál næsta kjörtímabil: — áframhaldandi trausta fjármála- stjóm. Tekjustofnar borgarsjóðs verði ekki hækkaðir. — byggingu vistheimila fyrir aldr- aða, m.a. við Vesturgötu/Garð- arstræti, og Skúlagötu og bygg- ingu þjónusturýmis í áfram- haldandi framkvæmdum við söluíbúðir fyrir aldraða. — ijölgun dagvistunarrýma, en 1983-1986 var varið 35,8% meira fjármagni til þessara mála helduren 1978-1982. — treysta Kvosina í sessi, sem þjónustu- og viðskiptamiðstöð Reykjavíkur og bæta margvís- lega aðstöðu í eldri hverfum borgarinnar. — skapa góða aðstöðu í Laugar- dalnum til útivistar og tóm- stundariðju, m.a. með því að koma þar á fót skemmtigarði (tívolí og dýragarði). — stóraukið átak í holræsamál höfuðborgarinnar. Lokið veiði á næstu 5 árum því átaki sem hafið er við að samtengja hol- ræsi borgarinnar og fjörumar þannig gerðar hæfar til útivist- ar. — gerð göngu- og hjólreiðastíga og leiksvæða í eldri og nýrri hverfum borgarinnar. — aukin afskipti borgaryfírvalda af fyrirbyggjandi starfi vegna vaxandi fíkniefnaneyslu ungl- inga. Auðvitað þurfa borgaryfírvöld að sinna fleiri málaflokkum á næstu ámm, en að framan hafa þau mál verið nefnd, sem að öllum líkindum verða efst á baugi á næsta kjörtíma- bili. Vinstri flokkamir hafa enn ekki upplýst kjósendur um þau mál, sem þeir ætla að leggja áherslu á, nái þeir meirihluta á komandi kosning- um. Frambjóðendur þeirra hafa einkum ástundað persónulegar dylgjur og svívirðingar í garð sjálf- stæðismanna, þá sérstaklega í garð borgarstjóra, Ijallað um minnihátt- ar mál á forsíðum málgagna sinna með stríðsfyrirsagnaletri og meira og minna baðað sig f ósannindavaðli og ómerkilegum útúrsnúningum. Segja má að litlu verði Vöggur feginn. Vinstri flokkamir fjórir hafa enn ekki komið sér saman um sameigin- lega stefnuskrá og er næsta víst að slíkt tekst þeim aldrei. Gerðist það ólíklega, að þeir næðu meiri- hluta í stjóm borgarinnar, yrði hvem höndin upþ á móti annarri, eins og rejmdin var 1978—1982. Hrossakaupin, stjómleysið og stöðnunin héldu þá á nýjan leik innreið sína í stjóm borgarinnar. í komandi borgarstjómarkosn- ingum stendur valið annarsvegar á milli samhents meirihluta sjálfstæð- ismanna og hinsvegar fjögurra vinstri flokka, sem eiga það eitt sameiginlegt, að vera í andstöðu við meirihluta sjálfstæðismanna. Þeir reykvískir kjósendur, sem láta sér annt um hagsmuni borgar- innar og borgarbúa, eiga þvi von- andi ekki í erfiðleikum með að gera upp hug sinn í komandi kosningum. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.