Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1986 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1986 35 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakið. Endurskipulagning bankakerfisins egar minnst var 25 ára afmælis Seðlabanka íslands á þriðjudag, lögðu Matthías Bjamason, viðskiptaráðherra, og dr. Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, báðir áherslu á nauðsyn þess, að bankakerfið yrði endur- skipulagt. Viðskiptaráðherra sagði, að aldrei hafi „verið biýnna en einmitt nú að gera viðamiklar skipulagsbreytingar innan bankakerfísins með fækkun og sameiningu viðskiptabanka". Jó- hannes Nordal vísaði til vand- ræða Útvegsbankans vegna gjaldþrots Hafskips hf. og sagði, að í reynd hefði bankinn síðan verið rekinn „á ábyrgð Seðla- bankans fyrir hönd ríkisins" og væri ljóst, að við slfkt bráða- birgðaástand yrði ekki unnt að búa nema um skamman tíma. Jóhannes Nordal sagði einnig: „Eftir þennan atburð er enn brýnna en áður, að hafíst verði handa um endurskipulagningu á viðskiptabankakerfínu, er feli í sér fækkun banka með samruna í ekki fleiri en þrjá alhliða við- skiptabanka. Jafnframt væri æskilegt að efla þann hluta bankakerfísins, sem rekinn er í hlutafélagsformi án ábyrgðar rík- isins og að gefa erlendum bönk- um tækifæri til að keppa um viðskipti hér á landi.“ I ræðu sinni sagði Matthías Bjamason, að allir, sem hags- muna hafa að gæta, hafí nú haft tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri um fækkun og sameiningu viðskiptabanka; um- ræðan hafí staðið lengi án árang- urs „og nú er mál til komið að hefjast handa", sagði ráðherrann. Hann lýsti yfír því, að stjómar- flokkamir væru sammála um að ríkisviðskiptabönkunum, sem nú eru þrír, Landsbanki, Búnaðar- banki og Útvegsbanki, yrði fækk- að. Skýrði viðskiptaráðherra síð- an frá þeirri skoðun sinni, að rík- isviðskiptabönkum skuli fækkað með stofnun hlutafélagsbanka, þar sem ríkið ætti minnihluta. Taldi ráðherrann, að skipulags- breytingar af þessu tagi hefðu í för rneð sér „gífurlegt hagræði og spamað í rekstri bankakerfís- ins“. Hér á þessum stað hefur oftar en einu sinni verið lýst undrun yfír því, hve langan tíma það tekur stjómmálamenn og emb- ættismenn að hrinda breytingum og endurskipulagningu á banka- kerfínu í framkvæmd. Svo oft hafa verið gefnar yfírlýsingar um nauðsyn breytinga, að fyrir löngu hefði átt að liggja fyrir, hvaða pólitíska leið væri fær. Yfírlýs- ingar Matthíasar Bjamasonar og Jóhannesar Nordal staðfesta enn nauðsyn breytinga en því miður er ekki að fullu ljóst, hvemig að þeim skuli staðið. Báðir gefa þeir til kynna, að naumur tími sé til stefnu, en á hinn bóginn er blasir við, að ekkert verður endanlega gert í þessum málum nema með samþykki Alþingis, sem ekki kemur saman að nýju fyrr en næsta haust. Bankamálanefnd ríkisstjómar- innar undir forystu dr. Gylfa Þ. Gíslasonar skilaði áliti skömmu fyrir jólaleyfi þingmanna og sagði, að þörf væri á „tafarlaus- um“ ákvörðunum um skipulag bankakerfísins í framtíðinni. Engar slíkar tillögur voru lagðar fyrir vorþingið. Við því má búast eftir yfírlýsingar á 25 ára afmæli Seðlabanka Islands, að nú verði hendur látnar standa fram úr ermum í þessu máli. Mikilvægar breytingar ótt hægt miði að endurskipu- leggja bankakerfið, er frá- leitt að álykta sem svo, að stöðn- un ríki í bankastarfsemi. Þvert á móti er óhætt að fullyrða, að á fáum sviðum opinbers rekstrar og einkarekstrar hafí breytingar verið jafn miklar á undanfömum ámm og einmitt þessu. Breyting- arnar hafa allar stefnt til aukins fijálsræðis, þar sem framboð og eftirspurn ræður mun meiru en áður. Áhrif sjást alls staðar. Til skamms tíma var það t.d. helsta keppikefli banka að fá að reisa sem flest útibú; einungis á því sviði gátu þeir stundað sam- keppni; leyfísveitingar vom í höndum ríkisins og umsóknir hlóðust upp. Eftir að bankar gátu farið að keppa um viðskiptavini með því að bjóða þeim mismun- andi ávöxtunarkjör, hafa þeir hætt að reisa útibú, og þó hefur skömmtunarstjóm ríkisins verið afnumin. Jóhannes Nordal benti á, að engin fjölgun útibúa hefði verið á síðasta ári. Til umhugsun- ar skal því varpað fram, hvort svipuð þróun yrði ekki hjá olíufé- lögunum, ef leyfð yrði samkeppni í bensínverði; skrauthýsi yfir bensíntanka myndu hverfa og höfuðkapp yrði lagt á að ná í sem flesta viðskiptavini með hagstæð- um kjömm á helstu söluvömnni, bensíni. Samkvæmt nýjum lögum um Seðlabankann skulu vextir fram- vegis ráðast af markaðsaðstæð- um í stað þess að vera ákveðnir af stjómvöldum. Þessi breyting tekur gildi 1. nóvember næst- komandi. Eftir það ákveða inn- lánsstofnanir sjálfar þá vexti, sem þær vilja bjóða viðskiptavin- um sínum. Með þessari megin- reglu hefur Alþingi staðfest, að betra sé að láta markaðinn ráða vöxtum en stjómmálamenn. Það er ekki lítið skref. Dagbækur Paasikivis og „hættuárin“ í Finnlandi eftir Anders Huldén Bækur um pólitísk efni ná sjaldnast metsölu. Það gerðist þó í fyrrahaust í Finnlandi þegar dagbækur Juho Kusti Paasikivis, sem var forsætisráðherra Finn- lands á árunum 1944—1946 og forseti landsins frá 1946—1956, voru gefnar út á finnsku og sænsku. Finnski frumtextinn var gefinn út í 65.000 eintökum en sænska þýðingin í 5.500 eintök- um. Þessi bindi ná aðeins til fyrstu áranna sem Paasikivi hélt dagbók. Finnska útgáfan nær fram til apríl- mánaðar árið 1949. Hún er 718 síðna rit og þar er að finna hvert orð sem Paasikivi ritaði í dagbók sína fram að þeim tíma. Sænska útgáfan er 424 síður að lengd og nær fram til 10. febrúar 1947, þegar friðarsamningamir voru undirritaðir í París. Sænska út- gáfan er sem sé nokkuð stytt en í henni er að finna skýringar og nafnaskrá þannig að lesendur, eink- um annars staðar á Norðurlöndum, geta betur áttað sig á hinni flóknu og afdrifaríku refskák stjómmál- anna, sem Paasikivi fjallar um í dagbókum sínum. Tímabilið, sem dagbækumar ná yfír, nefna Finnar „hættuárin“. Þetta vom geysilegir spennutímar sem líða ekki úr minni þeirra sem þá lifðu. Það er fyrst nú þegar dagbækur Paasikivis hafa verið birtar að menn fá skýringar á ýms- um óljósum atburðum, sem ekki mátti gera opinbera á sínum tima. Paasikivi rekur póiitíska framvindu þessara ára frá fyrstu hendi, dag frá degi og stundum klukkustund fyrir klukkustund. í raun em dag- bækur Paasikivis pólitísk spennu- saga og því er ekki að undra, að þær skuli hafa náð jafn miklum vinsældum og raun ber vitni. Glæsilegnr ferill Islendingar þekkja vafalaust nokkuð til Paasikivis en samt er ekki úr vegi að segja stuttlega frá hans löngu og annasömu ævi. Hann fæddist árið 1870, sonur kaup- manns sem rak litla sveitaverslun. Foreldra sína missti hann ungur en sökum dugnaðar og óvenjulegra gáfna tókst honum að bijótast til mennta, sem fyrir 100 ámm var svo sannarlega ekki auðvelt fyrir fátækan dreng. Hann lauk háskóla- prófí í tungumálum og sagnfræði og doktorsprófi í lögfræði og auk þessa stundaði hann nám í rússn- esku og rússneskri sögu í Moskvu um eins árs skeið, það átti eftir að koma honum til góða síðar. Þar sem hann talaði rússnesku reiprennandi gátu samningaviðræður hans við Stalín, Molotov og Krúschev farið fram á því máli. Og ekki var síður mikilvægt að hann kunni skil á sögu Rússlands og skildi rússn- eskan hugsunarhátt. Starfsferill Paasikivis var glæsi- legur. 33 ára varð hann forstöðu- maður fyrir þeirri skrifstofu fjár- málaráðuneytisins, sem annast eignaumsýslu. Fimm ámm síðar tók hann sæti í öldungadeild hins sjálf- stæða stórfurstadæmis Finnlands, eins og ríkisstjómin var nefnd j þá daga, og fór með fjármál. Árið 1917 var Finnland lýst sjálfstætt ríki og ári síðar varð Paasikivi fyrsti forsætisráðherra landsins. Úm tuttugu ára skeið, frá 1914—1934, var hann áhrifamikill bankastjóri stærsta viðskiptabanka Finnlands. Á ámnum fyrir seinni heimsstyijöldina þegar Paasikivi hafði náð eftirlaunaaldri var hann sendiherra Finna í Stokkhólmi. Hann var eirinig sendiherra í Moskvu 1940—1941 en þann tíma ríkti friður með Finnum og Sovét- mönnum. Samningaviðræður Haustið 1939 stýrði Paasikivi, fyrir hönd finnsku þjóðarinnar, erfiðum samningaviðræðum við þá Stalín og Molotov í Moskvu. Hann taldi að með samningum og mála- miðlunum hefði mátt afstýra tveim- ur styijöldum Finna og Sovétmanna á ámm seinni heimsstyijaldarinnar. En þáverandi stjómir vildu ekki samþykkja stefnu hans í samninga- málum. Við tóku fímm ára átök þjóðanna, styijaldarátök, og þann tíma starfaði Paasikivi ekki á veg- um hins opinbera. Þegar Finnum tókst loks að semja um frið haustið 1944 þurfti þjóðin á ný á óvenjuleg- um hæfíleikum Paasikivis að halda. Dagbækurnar, sem ég ætla að fjalla um, hefjast um þetta leyti. Paasikivi hélt ekki aðeins dagbók þessi ár ævi sinnar. Minnisbækur hans, sem varðveittar em í þjóð- skjalasafni Finna, þekja hvorki meira né minna en 42 hillumetra. Þær spanna tæp 60 ár og em ómet- anlegar sagnfræðilegar heimildir vegna þess hversu mikilvægum áhrifastöðum Paasikivi gegndi bæði á sviði stjómmála og atvinnulífs. Óvenjulegar dagbækur Þar sem ég hef sjálfur fengist við sagnfræðiiegar rannsóknir á ferli Paasikivis sem forsætisráð- herra, sem hófst árið 1918, og lesið dagbók hans frá því ári, get ég ekki látið hjá líða að fara nokkmm orðum um þá sérstöku aðferð sem Paasikivi beitti við dagbókarritun sína og hvaða mynd hún birtir af honum. Paasikivi kemur lesandanum fyrir sjónir sem gáfaður, órólegur og einstaklega vinnusamur maður, sílesandi, hugsandi og skrifandi. Þegar hann hafði lokið við að lesa bók skrifaði hann útdrátt úr henni ásamt athugasemdum. Ef hann tók þátt í athyglisverðum umræðum, greip hann þann pappír, sem hendi var næst, og skrifaði hjá sér þau atriði, sem hann taldi mikilvæg. Yfirleitt skrifaði hann sínar eigin fundargerðir, þegar hann sat ráðstefnur. Á einveru- stundum braut hann sífellt heilann um gmndvallarviðfangsefni, sem og vandamál líðandi stundar. Þá var hann vanur að skrifa hjá sér minnisatriði og greip þá stundum þá pappírssnepla sem hendi vom næst t.d. snifsi af klósettpappír. ÖIlu var haldið til haga fyrir kom- andi kynslóðir. Ég sagði, að Paasikivi hefði verið mikill námsmaður. Einhvem tíma á ámnum 1880—1890 lærði hann hraðritun upp á eigin spýtur. Hann studdist við eldra kerfí Gabelsbergs sem mjög erfítt er að þýða. Stuttu áður en hann lést sagði Paasikivi í viðtali að hraðritun sín væri „hrafnaspark og alveg sérstakt kerfi". Sem betur fer notaðist hann þó mest við hefðbundið letur. En það er þetta hrafnaspark sem em hinar merkilegu dagbækur hans. Árið 1984 var fræðimönnum fyrst heimilaður aðgangur að dag- bókum Paasikivis. Þær verða áreið- anlega tilefni margra doktorsrit- gerða. Viðurkenning- á staðreyndum Á gmndvelli þessara dagbókar- slitra ætlaði Paasikivi sér að skrifa endurminningar sínar frá forsætis- ráðherra- og forsetaámm sínum. Hann lauk við ritun æviminninga sinna frá ófarnaðarámnum 1898 til 1914 þegar reynt var að tengja Anders Huldén sendiherra. „Tímabilið, sem dag- bækurnar ná yfir, nefna Finnar „hættuár- in“. Þetta voru geysi- legir spennutímar, sem líða ekki úr minni þeirra, sem þá lifðu ...- Paasikivi rekur póli- tíska framvindu þess- ara ára frá fyrstu hendi, dag frá degi og stundum klukkustund fyrir klukkustund. I raun eru dagbækur Paasikivis pólitísk spennusaga og því ekki að undra, að þær skuli hafa náð jafn miklum vinsældum og raun ber vitni.“ Finnland sem fastast við Rússland auk þess skamma tíma sem hann var sendiherra í Moskvu 1940—41. En honum entist ekki aldur til að ljúka ævisögu sinni. Ég tel, að líta beri á dagbækumar sem efnivið í hinn óskráða hluta æviminning- anna. Á minnisvarða um Paasikivi í miðborg Helsinki, em þessi orð letruð: „Viðurkenning á staðreynd- um er upphaf allrar visku.“ Segja má að sama hugsun einkenni dag- bækumar. Allt það tímabil, sem Finr.ar nefna „hættuárin", leitaðist Paasikivi við að fá fínnsku þjóðina til að skilja þann mikla sannleika sem felst í þessum orðum. Hættuárin „Hættuárin" nefnum við tímabil- ið frá því að samið var um vopna- hlé í september 1944 og þar til í apríl 1948, þegar Finnar og Sovét- menn gerðu með sér vináttusam- vinnu- og aðstoðarsáttmála þann, sem enn er í gildi. Tímabil þetta einkenndist af algerri óvissu um framtíð þjóðarinnar. Hinir svart- sýnu þorðu tæpast að vona að Finnland ætti sér nokkra framtíð sem sjálfstæð þjóð og óttuðust að hún hlyti fyrr eða síðar sömu örlög og Eystrasaltsríkin þijú. Við gerð- um okkur enga gyllivonir um utan- aðkomandi hjálp og stóðum jafn einir og yfirgefnir og í vetrarstríð- inu árið 1939—1940. Við höfum misst næstum 100.000 hermenn og tíunda hluta landsvæðis okkar. Þetta limlesta ríki varð að taka við 450.000 manns frá hinum töpuðu Kiijalasvæðum. Við urðum að sjá af strandlengjunni Porkala 30 kíló- metra vestur af Helsinki undir sovéska herstöð. í sex ár eftir að friður var saminn þurfum við að greiða stríðsskaðabætur í formi iðnvarnings, sem jafngiltu 300 milljónum gulldala. Þá fylgdu vopnahléssamningunum sú harða krafa, að við hrektum á brott þá 200.000 hermenn Þjóðveija, sem enn voru í Lapplandi. Eftirlitsnefnd frá Bretlandi og Sovétríkjunum fylgdist um tveggja ára skeið með því að við uppfylltum skilyrði vopnahlésins. (Það kann að vekja athygli að Bretar skuli hafa átt hlut að máli, en þar sem Bretar voru bandamenn Sovétmanna sögðu þeir Finnum stríð á hendur árið 1941. I þessu „stríði" þjóðanna tveggja var ekki hleypt af einu einasta skoti.) Breytt utanríkísstefna Svo hörmulega var komið fyrir finnsku þjóðinni, þegar Manner- heim forseti, sem þá var farinn að heilsu og kröftum, fór þess á leit við Paasikivi 74 ára að aldri að hann myndaði ríkisstjóm. Fleiri áhrifamenn þrýstu á. Sjálfur segir hann svo frá: „Þeir telja, að ég einn geti myndað ríkisstjóm. Ég tel það skyldu mína að víkjast ekki undan, þegar þörf er fyrir starfskrafta mína.“ í tólf ár stýrði hann örlögum Finnlands af festu og óyggjandi pólitískri dómgreind. Sjaldan hafa orðin „réttur maður á réttum stað og á réttum tíma“ átt betur við. Paasikivi taldi fyrsta verkefni sitt vera að fá finnsku þjóðina til að horfast í augu við staðreyndir þ.e.a.s. að fallast á alveg nýja stefnu í utanríkismálum. í hverri ræðunni af annarri beindi hann orðum sínum beint til þjóðarinnar og talaði líkt og strangur skóla- stjóri. Í ræðum sínum vísaði hann gjaman til sögu og landafræði. Boðskapur hans var í stuttu máli á þessa leið: Lítið á landakortið. Finn- land er þar sem það er. Við getum ekki breytt landafræðinni. Stórveld- ið Sovétríkin er og verður grannríki okkar. Sagan kennir okkur, að ætíð hefur farið illa fyrir okkur í þau á að giska fjörutíu skipti sem komið hefur til styijalda milli þjóðanna. Við getum ekki átt áfram í illdeilum við þetta grannríki sem er mun öflugra en við. Við verðum að láta af hatri og átökum og taka upp stefnu sem byggir á gagnkvæmu trausti og grundvallast á friði og vináttu. Einungis með hreinskilnum samningum og samvinnu er unnt að ná árangri. Þessi skoðun gengur eins og rauður þráður í gegnum dagbækur Paasikivis. Gjarnan er vitnað til hinna fleygu orða hans: „Nú er undir pennanum komið að sameina það sem sverðið hefur höggvið í sundur." Biturleiki og bölsýni Paasikivi sagði oft, að einungis væri talin þörf á ráðum hans og störfum þegar allt væri komið í óefni. Í dagbókunum dregur hann enga dul á beiskju sína vegna þess að ekki var farið að ráðum hans áður en átökin við Sovétríkin hófust og þegar hann lagði til að friðarvið- ræður yrðu hafnar. Þegar ljóst var hvílíkum afarkostum Finnar neydd- ust til að sæta, þegar vopnahlé var samið 19. september 1944, skrifaði Paasikivi, sem þá var utan ríkis- stjómar, í dagbók sína: „Við höfum gert hver mistökin af iiðrum. Það voru mikil mistök að semja ekki frið í apríl 1944. En þá töldu bæði herforingjar og al- menningur allur, að Þýskaland myndi halda velli. Okkur skorti nauðsynlegan siðferðisstyrk. Nú fyrst sjá menn hve alvarlegt ástand- ið er.“ Aftur vísa ég til orða Paasikivis sem sýna hversu alvarlegt hann taldi ástandið vera, þegar honum var falið að mynda ríkisstjórn. „Orlög þjóðarinnar em uggvæn- leg. Allt orsakast þetta af okkar eigin heimsku. Hvemig endar þetta? Okkur skortir stjómmálavit og þess þurfum við öðmm löndum fremur sem aðstæður okkar em hörmulegar. En í stjómmálalegu tilliti emm við illa á vegi staddir. Rétt eins og Þjóðveijarnir." Þegar erfíðleikamir virtust óyfír- stíganlegir og samningaviðræðurn- ar við sovésku eftirlitsnefndina, sem Sjdanov hershöfðingi, einn nánasti samstarfsmaður Stalíns veitti for- stöðu, virtust vera að sigla í strand, ritaði Paasikivi hvað eftir annað sama orðið: „Hræðilegt, hræðilegt," í dagbók sína. Því er við að bæta, að Paasikivi hætti til að fyllast nánast tak- markalausri bölsýni þegar mál þró- uðust á annan veg en hann hefði kosið. Og þá var stutt í illræmd, ofsaleg reiðiköst hans. Þá skulfu bæði ráðherrar og hershöfðingjar á beinunum. Þrautgóöur stjórnmálamaður Það var yfirleitt að áliðnu kveldi að vinnu lokinni sem Paasikivi ritaði dagbók sína, stundum löngu eftir miðnætti. Þá getur vonleysi og þreyta ásótt hvem sem er en enginn skyldi ætla að vonleysi einkenni dagleg störf Paasikivis því hann var einbeittur og þrautseigur stjórn- málamaður. Hann krafðist ákaflega mikils af samstarfsmönnum sínum. Ef þeir stóðu sig ekki í stykkinu fengu þeir það óþvegið beint framan í sig og í dagbókunum. Það em svíðandi ummæli í umsögnum hans um þá ráðherra og stjómarerind- reka, sem stóðu sig ekki. Hann segir þá duglausu, heimska, bama- lega, óáreiðanlega, drykkfellda, lata og fleira. Þessir óvægu dómar em trúlega ástæðan fyrir því að fyrst nú eftir 30 ár em dagbækur hans gerðar opinberar. Á hinn bóginn gat hann ausið þá samstarfsmenn sína lofi, sem hann taldi skynsama og greinda. En hann var fljótur að skipta um skoðun. Einn daginn segir hann einn ákveðinn ráðherra vera klókan en næsta dag lýsir hann honum sem einfeldningi. Passikivi var ör í skapi en fastur fyrir í gmndvallarskoðun- um sínum. Þeir tveir stjórnmálamenn sem fá næstum ævinlega góðan vitnis- burð síns stranga húsbónda em vel þekktir á íslandi. Þeir em Urho Kekkonen og Karl-Agust Fager- holm. Paasikivi átti náið samstarf við þá báða og virðist hafa treyst glöggri þekkingu þeirra og skýrri pólitískri dómgreind. Hann fékk þeim gjarnan mjög erfið verkefni i hendur og ætlaðist til að þeir skil- uðu fljótt afdráttarlausum niður- stöðum. Hann hlustaði á ráðlegg- ingar annarra en tók einn allar veigamiklar ákvarðanir. Kekkonen og Fagerholm vom í hópi þeirra stjórnmálamanna sem frá upphafi studdu hina nýju utan- ríkisstefnu Paasikivis. Eins og margir munu vafalaust minnast stóð baráttan fyrst og fremst á milli þeirra tveggja í forsetakosn- ingunum árið 1956, þegar kosið var um eftirmann Paasikivis. Dag- bækurnar sýna að hann vildi helst frá Kekkonen fyrir eftirmann. Sagt hefur verið um dagbækur Paasikivis, að þær hafí að geyma leiðsögn handa komandi kynslóðum Paasikivi, Finnlandsforseti, með Sjadnov, hershöfðingja, formanni í sovésk-bresku eftirlitsnefndinni. í þau tvö ár sem nefndin starfaði í Helsinki í samræmi við ákvæði vopnahléssamningsins frá 1944, hitt- ust þeir á óteljandi fundum. Nefndin lét af störfum og fór frá Helsinki eftir Parisarráðstefnuna, sem leiddi til friðarsamninga við Finna snemma árs 1947. um það hvemig skuli tiyggja hags- muni Finna. Friðarsamleg sambúð og fullveldi Á „hættuárunum" voru það eink- um tvö atriði sem Paasikivi taldi að skiptu höfuðmáli — friðsamleg sambúð Finna og Sovétmanna og fullveldi finnsku þjóðarinnar. I dagbókinni frá árinu 1946 segir: „Einlæg og hreinskilin vinátta Finna og Sovétmanna. Stefna Finna í utanríkismálum má ekki leiða til átaka við Sovétmenn. Af þessu leið- ir að Finnar og Sovétmenn munu aldrei framar beijast." Ennfremur ritar Paasikivi: „Áfskipti af innan- ríkismálum Finna verða ekki liðin.“ Tveimur ámm eftir að þetta var ritað, eða 1948, átti Paasikivi fund með Mannerheim marskálki. Þetta var skömmu eftir valdatöku komm- únista í Tékkóslóvakíu og mar- skáikurinn gamli var mjög uggandi um framtíð fínnsku þjóðarinnar. Þá var það Paasikivi sem sá fram á bjarta framtíð, þrátt fyrir alvarlegt ástand. í dagbókina skýrir hann frá því hvernig hann svaraði Mann- erheim: „Ég endurtók að frá slíku sjónarmiði væri ekki hægt að lifa. Það hlytu að vera til einhver lausn, einhver stefna. Ég sagði einnig, að sá sem hugsaði líkt og hann gæti allt eins farið út í skóg og skotið sig.“ Þetta er eitt af mörgum dæmum sem sýna að innst inni var Paasikivi vongóður um framtíð Finnlands. Ein af ástæðum þess að dagbækur Paasikivis eru svo heillandi aflestrar er sá fjöldi sögulegra hliðstæðna, sem hann dregur fram. Hann bjó yfir mikilli sagnfræðiþekkingu og taldi, að stjórnmálamenn yrðu að hafa gott vald á sagnfræði til að geta mótað sögu eigin samtíðar. Hann sá lífíð í ljósi sögunnar og taldi hana merkilegasta læriföður stjórnmálamanna. I dagbókunum úir og grúir af sláandi og litríkum sögulegum dæmum og tilvitnunum. Vitaskuld eru dagbækur Paasi- kivis fyrst og fremst pólitísk sam- tíðarsaga. En þær varpa einnig ljósi á manninn, sem ritaði þær. Paas- ikivi birtist lesendanum sem hugs- andi og tilfinningamikill maður, sem átti í stöðugri glímu við sjálfan sig og þann vanda sem hann þurfti að leysa fyrir hönd þjóðar sinnar. Lesandinn kynnist sterkum en jafn- framt óvenjulega flóknum persónu- leika. Greinilegast er þó hugarstríð- ið og umhyggjan fyrir finnsku þjóð- inni, og skyldurækni hans og vilji til að gera ávallt sitt besta. Hann unni þjóðinni og ámælti henni af sama tilfinningahita. Stríðsskaðabætur Á „hættuárunum" gerðust ýmsar afdrifaríkir atburðir. Þýsku her- deildimar vom hraktar frá Norður- Finnlandi yfir til Noregs, sem enn var á valdi þeirra. Stríðsþreyttir Finnar urðu að heyja nýja styijöld eftir að hafa samið um vopnahlé við Sovétmenn og að þessu sinni gegn Þýskalandi Hitlers. Hún stóð í hálft ár og var nánast öll byggð í Lapplandi lögð í rúst. Finnar greiddu Sovétmönnum fyrstu greiðslur stríðsskaðabótanna eingöngu með iðnvarningi aðallega vélum og skipum. Dagbækur Paas- ikivis bera vitni um hversu þungur baggi skaðabætumar vom. Sovét- menn kröfðust fyrsta fíokks vam- ings á umsömdum tíma. Samningaviðrajðumar vom erf- iðar en án undirferla. Þótt einkenni- legt sé höfðu stríðsskaðabætumar einnig á sér jákvæða hlið. Finnar neyddust til að stórefla málm- og skipasmíðaiðnað sinn, sem hafði verið óverulegur fram að þessum tíma. Sovétmenn fengu álit á fínnskri framleiðslu og virtu Finna fyrir orðheldni þeirra. Þetta varð til þess að þjóðimar gerðu með sér gagn- kvæma viðskiptasamninga, þegar Finnar höfðu goldið skaðabæturn- ar. Finnska kommúnistaflokknum hafði verið bannað að starfa í tíu ár þegar Finnar og Sovétmenn gerðu vopnahlé árið 1944. Að afloknum kosningum eftir stríðið var flokkurinn stærsti stjómmála- flokkur Finnlands. Paasikivi, sem var hægrimaður, sagði að nú yrðu menn að sætta sig við kommúnista sem hluta af hinu fínnska sam- félagi. Kommúnistaflokkurinn er nú §órði stærsti flokkur Finnlands. Vissulega em félagar í honum kommúnistar, eins og Paasikivi sagði, en þeir em fyrst og fremst Finnar. Við verðum öll að sýna að við séum góðir Finnar, þramaði Paasikivi. Hann var bæði gáfu- menni og raunsær þjóðernissinni, en það er harla sjaldgæft að þetta tvennt fari saman. Réttarhöld Dagbækumar sýna, að Paasikivi átti í mestu sálarstríði vegna þess sem nefnt var stríðsábyrgð. Sigur- vegaramir Sovétmenn og Bretar kröfðust þess í vopnahléssamningn- um að Finnar refsuðu þeim stjóm- málamönnum sem væru „ábyrgir fyrir styijöldinni". Setja þurfti á stofn sérstakan dómstól, því að í fínnskum lögum er hvergi gert ráð fyrir því, að menn séu kallaðir til ábyrgðar fyrir stríð. „Þetta er hráeðilegt," ritaði Paasikivi hvað eftir annað í dagbók sína. En þar sem hann var raunsæismaður vissi hann, að „stjómmál og siðfræði em sitthvað“ eins og hann segir víða í dagbókunum. Nú reið á að ljúka réttarhöldunum, þar sem kveðið var á um þau í vopnahléssamkomulag- inu. Almenningur í Finnlandi gerði sér grein fyrir þessu. Hinir dæmdu, Ryti forseti og sex ráðherrar, átt- uðu sig einnig á því að Finnar urðu að standa við gerða samninga. „Það er einnig unnt að verða þjóð sinni að liði innan fangelsismúra," sagði Ryti, sem var dæmdur í tíu ára fangelsi (finnska ríkisstjómin gaf hinum dæmdu upp sakir, þegar þeir höfðu setið af sér hálfan dóm- inn). Stefnu Paasikivis fylgt „Hættuárin" liðu hjá. Bresk- , sovéska eftirlitsnefndin fór frá Helsinki árið 1947 eins og um var samið. Friðarsamningar vom loks undirritaðir í París sama ár. 1948 gerðu Finnland og Sovétríkin með sér vináttusáttmála. Aftur komst á jafnvægi. Paasikivi mótaði núverandi utan- ríkisstefnu Finna. Almenningur í Finnlandi gerði sér e.t.v. ekki grein fyrir, að stefna Paasikivis var skyn- samleg og rétt, fyrr en Sovétmenn afhentu Finnum aftur Porkala árið 1955, þegar Paasikivi fór í síðustu opinbem heimsókn sína til Moskvu. Frá árinu 1920 hafði hann stýrt nánast öllum samningaviðræðum Finna og Sovétmanna. Við heim- komuna frá Moskvu sagði hann, að þetta væri í fyrsta skipti sem hann kæmi hæstánægður þaðan. Eftir að Sovétmenn höfðu afhent Finnum aftur Porkala, gerðust Finnar aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna og Norðurlandaráðs. Éftir- menn Paasikivis á forsetastóli, þeir Urho Kekkonen og Mauno Koivisto, hafa fylgt þeirri stefnu sem hann mótaði. Allir þeir, sem einhver afskipti hafa af stjómmálum, ættu að kynna sér dagbækur Paasikivis. Þær sýna hvaða árangri má ná jafnvel við erfiðustu aðstæður, ef menn hafa þroska til að viðurkenna staðreyndir — „upphaf allrar visku" — og breyta samkvæmt því án þess að afsala því sem mestu skiptir, fullveldi þjóð- arinnar. Höfundur er sendiherra Finnlands á Islandi. Greinin eraðstofni til fyrirlestur, sem varflutturí Norræna húsinu ogíRotary- klúbbi Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.