Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1986 Heimurimi að verða einn fj ármagnsmarkaður — sem byggir á samtengdu fjarskiptaneti — sagði Brynjólfur Bjarnason á aðalfundi VSÍ Hér fer á eftir erindi sem Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf., flutti á aðalfundi Vinnuveitendasambands Islands hinn 29. apríl sl. Með heiti þeirra erinda er hér verða flutt, það er framleiðni og lífskjör er farið fram á umfjöllun um afar víðtækt efni. Það er því ekki úr vegi í upphafi, að gefa sér nokkrar forsendur og spytja nokk- urra spuminga. Til að framleiðni geti aukist þurfa að vera til staðar nokkrir þættir: Efnahagslegt umhverfí verður að vera jákvætt atvinnulífi, auðlind þarf að vera til staðar í hvaða formi sem hún síðan er, möguleikar á arðsemi og aðgangur að fjármagni. Gott vinnuafl þarf að vera til staðar og fram þurfa að fara rannsóknir og þróun. En hver á framleiðni- aukningin að vera? Sem mest? Eða er ekki algengsti mæilkvarðinn að bera sig saman við aðrar þjóðir? Við vitum í dag, að framleiðniaukn- ing hefur á síðustu áratugum verið á hæsta stigi í Bandaríkjunum. Á síðari árum hefur hins vegar mesta aukning á framleiðni verið í Japan og ekki þarf að fara mörgum orðum um þá breytingu sem átt hefur sér stað í Evrópu nú á allra síðustu árum, einfaldlega vegna þess að framleiðniaukning þar hefur verið mun minni en í tveimur áður nefnd- um löndum. Lífskjör hljóta líka að mælast að hluta af þeirri fram- leiðniaukningu og hvemig henni er ráðstafað áfram í arðsarna atvinnu- starfsemi og því efnahagslega og félagslega umhverfí sem starfað er í. En hvað eru lífskjör? Hver er mælikvarði á lífskjör? Það eru að sjálfsögðu til margskonar alþjóða mælikvarðar á lífskjör til að mynda þjóðartekjur á mann í Bandaríkjun- um, fjöldi bifreiða, fjöldi síma, fjöldi sjónvarpstækja, fjöldi lækna á hverja þúsund íbúa. En hljóta lífs- kjör hverrar þjóðar ekki ávallt að vera þau, sem þjóðin á möguleika á og beint og óbeint velur sér. En hvemig fer þá það mat fram? í heimi með auknum samgöngum og á upplýsingaöld bera einstaklingar sig saman innbyrðis og við aðrar þjóðir, fólk öðlast þekkingu á og metur hvað séu bætt' lífskjör auk heldur það mat sem það leggur til gmndvallar vegna búsetu sinnar, menningar og fleira. Í þessu erindi verður aðallega fjallað um sjávarútveg og reynt að gera sér grein fyrir því umhverfí sem atvinnugreinin starfar í bæði efnahagslegu og félagslegu, svo og þeim breytingum, sem atvinnu- starfsemin er að fara í gegnum. Líta verður svo á að enn sé sjávarút- vegur það mikilvægur hluti lífskjara þessarar þjóðar, að nokkuð megi íjallaum. Stjórnvöld hafa ráðið heildarafkomu Nokkur atriði koma í huga ef farið er yfír þróun sjávarútvegs. í þessari atvinnugrein hafa orðið miklar framfarir. Hér á landi hefur tekist með fjárfestingum og rann- sóknum að byggja upp öflugan sjáv- arútveg, sem stendur jafnfætis ef ekki framar helstu samkeppnislönd- um okkar, hvað viðvíkur fram- leiðsluaðferðir og gæði afurða. Miklar tækniframfarir hefur at- vinnugreinin nýtt sér ,og reyndar þróað sína eigin eins og sést af útflutningi ýmissa sjávarútvegs- tækja undanfarin ár. Hinu er ekki að leyna að sjávarútvegur hefur í áratugi verið bundinn í viðjar opin- berra stjómvaldsaðgerða og svo rík- ur þáttur í þjóðarframleiðslu er þessi atvinnugrein, að stjórnvöld hafa haft tilhneigingu til að ráða, ekki aðeins efnahagslegu umhverfi hennar, heldur einnig með beinum og óbeinum hætti stjórnað heildar- afkomu. Hér nægir að sjálfsögðu að nefna skráningu gengis og íhlut- un í ákvörðun fiskverðs. Margar af aðgerðum stjórnvalda eiga sér skýringar og þá oft á tíðum þegar í þessari sveiflukenndu at- vinnugrein eru erfiðleikatímar. Það er því einnig skiljanlegt, að þeir sem í atvinnugreininni starfa, hafa haft tilhneigingu til, að kalla eftir að- gerðum stjórnvalda þegar á bjátar. Áfdrifarík ákvörðun í þessa veru var tekin um Verðlagsráð sjávarút- vegsins, frá 1964 þegar við fisk- verðsákvörðun skyldi taka tillit til heildarafkomu greinarinnar. Ekki fer á milli mála að þó nokkuð hefur verið framkvæmt til að auka fram- leiðni, en sú framleiðniaukning jafnharðan af atvinnugreininni tek- in, með áðumefndum stjómvalds- ákvörðunum. Smám saman hefur því framkvæði verið sljóvgað og þeir sem í fyrirsvari hafa verið fyrir atvinnurekstrinum af eðlilegum ástæðum sviptir hluta ákvörðunar- réttar síns. Fullviss um, að úr þessum viðjum komist atvinnugreinin og fmm- kvæði og áræðni fái notið sín, mun sjávarútvegur nú sem endranær gegna því mikla hlutverki, sem hann hefur verið í þjóðlífi okkar. Ýmis teikn eru á lofti í þessa vem og mun aukið frelsi til ákvörðunar, auk ábyrgðar stuðla að því. Má þar nefna aukinn ákvörðunarrétt yfir þeim gjaldeyri sem aflast fyrir sölu afurða og ákvörðun fiskverðs, svo tvö megin atriði séu tiltekin. Aðalat- riðið hlýtur að vera, að koma á jafnvægi í okkar búskap og skapa það efnahagslega umhverfi, sem öll atvinnustarfsemi getur dafnað í. Úr mannfrekum iðnaði í vélvæddan En það er önnur þróun, sem á sér stað hér á landi og kemur mikið við sögu í sjávarútvegi. Okkar þjóð- félag er að fara í gegnum sömu breytingar á uppbyggingu og aðrar þjóðir í hinum vestræna heimi, þó með nokkurri tímatöf sé. Ástæða þessarar tímatafar er meðal annars ýmsar efnahagslegar ákvarðanir stjómvalda, sem hafa komið í veg fyrir, að eðlileg breyting verði á efnahagslífi okkar þjóðar. Ákvarð- anir um að viðhalda atvinnustarf- semi svonefnd dulið atvinnuleysi, svo og ákvarðanir um fjárfestingar hafa oft verið teknar út frá skammtímasjónarmiðum án þess að eygja hvaða afleiðingar slíkar ákvarðanir geta haft á nauðsynleg- ar breytingar á uppbyggingu efna- hagslífsins. Nægir í þessum efnum að nefna landbúnað og virkjanir, þó föng séu víðar. Umræða um þessa efnahagsstjóm er einmitt nú að taka á sig mynd, meðal annars í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Sú breyting á uppbyggingu sem nágrannaþjóðir okkar hafa verið að fara í gegnum, má meðal annars rekja til þeirra framfara og hag- sældar er orðið hefur, allt frá stríðs- lokum. Aukin velmegun, aukin menntun hefur mótað okkar þjóð- félag. Það gerist æ algengara, að fólk gangi menntaveginn og reynd- ar hafa í árabil foreldrar hvatt sín böm til langskólanáms. Allt skóla- kerfið og aðstæður allar hafa mið- ast við að gera sem flestum kleift að ganga menntaveginn, enda hlýt- „Þegar horft er til næstu ára er óhugsandi annað en létt verði af höftum í gjaldeyrisvið- skiptum og rýmri heim- ildir veittar til fjár- magnsf lutninga — bæði til öflunar framtaksfjár í útlöndum fyrir íslensk fyrirtæki og til kaupa á erlendum eignum fyrir íslenskar krónur“. ur það að vera homsteinn allra þjóða. Mennter jú máttur. En við þessa þjóðfélagsbreytingu hafa þær atvinnugreinar er byggja á miklum mannafla, lent í nokkrum vanda. Er í því sambandi hægt að nefna fiskvinnslu og ýmis önnur störf við iðnað, til að mynda fata- framleiðslu. í samkeppni við aðrar þjóðir og þá helst Ásíuþjóðir, þar sem vinnuaflskostnaður hefur verið hlutfallslega lægri, hafa lönd á vesturhluta jarðar þurft að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Sumar nágrannaþjóðir okkar hafa leyst sín tímabundnu vandamál, meðan að- lögun hefur farið fram, með því að flytja inn vinnuafl og brúa þannig bil breytingartímans. Margar þess- ara þjóða búa nú við mikið atvinnu- leysi. Okkar fámenna þjóð mun ekki leysa sín vandamál, nema að óverulegum hluta, með innfluttu vinnuafli. Það er því ljóst, að eitt mikilvægasta verkefni okkar er að breyta slíkri atvinnustarfsemi úr mannfrekum iðnaði (labour in- tensive) yfir í vélvæddan iðnað (eapital intensive) og tíminn er naumur. Mun nú verða vikið nokkr- um orðum að þessum atriðum. Betri menntun — atvinnuöryggi Hvað viðvíkur sérstaklega vinnslu sjávarafurða, er mikill vinnuaflsskortur staðreynd, sem horfast verður í augu við. Þessi staðreynd er í dag eitt brýnasta mál sem þessi atvinnugrein á við að etja og getur reyndar staðið í vegi fyrir eðlilegri þróun hennar. Á margan hátt má betrumbæta að- stæður þannig að eftirsótt verði að vinna við fiskvinnslu. En það eitt sér dugir ekki af áðumefndum ástæðum. Hér er um að ræða tak- markaðan framleiðsluþátt að óbreyttum aðstæðum og kemur mikið til að reyna á hugvit til að auðvelda nauðsynlegar umbreyt- ingar. Það vinnuafl, sem í framtíðinni vinnur við fiskvinnslustörf mun meðal annars ákvarðast af þeim tímamótasamningum, sem gerðir voru nýlega. Þar var tekin stefna um betri menntun og aukið atvinnu- öryggi. Einmitt þessir tveir þættir eru mikilvægir ásamt kaupgjaldi. Þannig mun í framtíðinni vinna faglært fólk við fiskvinnslu, með sama atvinnuöryggi og almennt gerist, en þar hefur um langa tíð verið munur á, þó nokkrum breyt- ingum hafi tekið. En það er jafn augljóst, að til verður að koma gífurleg aukning á sjálfvirkni við vinnslu þessara af- urða. Sjálfvirkni má auka með margs konar hjálpartækjum og ber að leggja mun meira fjármagn og rannsóknir í þann þátt. Hins vegar er nauðsynleg forsenda sjálfvirkni aukin sérhæfing, þar sem nást fram lengri framleiðslurunur. Með því er átt við, að afla skipa sé skipt upp t.d. eftir fisktegundum, þannig að sama framleiðslulína geti til lengri tíma unnið sömu vöru. Slík sér- hæfinggerirsjálfvirkni mögulega. Aðlögnn að breytingnm I ljósi þessara atriða er afar mikilvægt, að hraðar hendur verði hafðar um að gera þessari atvinnu- grein kleift að fara í gegnum aug- Ijósar brcytingar, ef hún á að stand- ast samkeppni og skila því í þjóðar- búið, sem okkar landi er nauðsyn. Við það verk fara saman þrír höfuð- þættir, en þeir eru arðsemi, mennt- un og rannsóknir. Öll þessi atriði eru innbyrðis tengd, hvert öðru háð. Hverju fyrirtæki er mikilvægt að hafa fjármagn, gott og vel menntað starfsfólk og að fram fari vöruþró- un. Stöðugt ber að vinna að fram- leiðniaukandi aðgerðum og að í fyrirtækjunum sjálfum fari fram rannsóknir auk heldur með öðrum. Aðeins þannig er hægt að koma við þeirri sérhæfíngu og sjálfvirkni sem nauðsynleg er. Áratuga rannsóknir í sjávarút- vegi hafa gert okkur hér á landi að einum færustu aðilum á því sviði. Þannig ber því einnig að vera. Við eigum tækifæri til að sérhæfa okkur á þessu sviði og hagnýta, auk möguleika á að selja þá þekkingu öðrum er vilja af okkur kaupa. Sú þróun er nú á sér stað, með þeim hætti að eyrnamerkja ekki allt rannsóknarfé ákveðnum stofnun- um, heldur láta þau verkefni sem sótt er um, með þátttöku og ábyrgð fyrirtækja keppa um fjármagnið, er tvímælalaust rétt stefna. Þar skiptir miklu máli að hluti rann- sóknanna fari saman við áhuga og væntingar um arðsemi og tengist þannig beint atvinnulifinu. Ef til vill hefur sú rannsóknar- starfsemi, sem sjávarútvegurinn hefur tengst, einkennst mikið af uppbyggingu hans sjálfs. Átt er þar við, að vegna smæðar fyrirtækja og að aðstandendur þessarar grein- ar hafa kosið að virkja afl sitt sameiginlega í gegnum, annars vegar félagasamtök og hins vegar sölusamtök. Hefur frumkvæði aðal- lega átt sér stað í gegnum þessi samtök með rannsóknaraðilum. Gott eitt er um það að segja. Hins vegar er afar mikilvægt, að í hverju fyrirtæki fari fram rannsóknir og þróun. Reyndar vill samanburður við aðrar þjóðir um hversu miklu fjármagni er eytt í því um líkt, oft vera illmögulegur, þar sem nokkuð skortir á að fyrirtæki hér á landi, sem á sinn hátt stunda rannsóknir og þróun, skilgreini þá starfsemi og sérgreini til kostnaðar. Þeir kostnaðarliðir koma ekki fram í samanburðartölum þeirra er áfram er um að sýna fram á, hve langt við erum á eftir öðrum. Brýna nauðsyn ber til að rannsóknir og þróun er tengist markaði fari fram í hverju fyrirtæki og þar þarf að verða aukning á. Reyndar verða fyrirtæki að gera ráð fyrir kostnaði til rannsókna í áætlunum sínum, að öðrum kosti er hætt við stöðnun. Að hluta til getur þetta átt sér stað í samstarfi við sölusamtök og rann- sóknaraðila, en heillavænlegast er og reyndar hlýtur hvatinn ávallt að liggja í því að viðkomandi fyrirtæki sjái ávinning fyrir sig og taki þannig einnig ábyrgð á sinni þátttöku. Frelsi í verðlagningfu áfiski Ekki má skilja við umræður um sjávarútveginn án þess að nokkrum orðum sé farið um verðmyndun í atvinnugreininni og ákvörðun um gengi gjaldmiðla. Aðstæður í fiskveiðum og fisk- vinnslu eru um margt ólíkar vaið- andi verðmyndun. Tekjur vinnsl- unnar ráðast fyrst og fremst af verði á erlendum mörkuðum og gengi viðkomandi mynta í íslensk- um krónum. Tekjur veiðanna ráðast hins vegar áf fiskverðsákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins, en þar hafa verðákvarðanir nú um langt skeið ekki eingöngu miðast við verð á erlendum mörkuðum, heldur og við fjölmarga aðra þætti. í öllum umræðum um fiskverðs- ákvörðun, fiskmat og gæði afla, hljóta því að vera ofarlega í huga möguleikar á frelsi í verðlagningu fisktegunda, með öðrum orðum að komið verði á uppboðsmarkaði hér á landi með svipuðum hætti og fiskiskip okkar eru að selja á erlend- is. Mörg rök hníga að því, að með þeim hætti skapist meira samræmi milli afurðaverðs vinnslunnar og til lengri tíma séð, skapi sjómönnum og útgerð þá hlutdeild, sem eftir er sóst í gegnum fískverðsákvörðun Verðlagsráðsins. Mikilvægt atriði, sem hafa verður í huga vegna breytinga á aðstæðum er að heimurinn er að verða einn markaður, þegar fjármagn er ann- ars vegar. Állt bendir til, að samruni verði á fjármagnsmarkaði og að fyrr en varir verði samtengt fjar- skiptanet, þannig að þjóðlönd fái ekki miklu ráðið um þróunina innan eigin landamæra. Léttum höftum af gjaldeyrisviðskiptum I allri umræðu um efnahagsmál Islendinga er það grundvallaratriði hvemrg gengismálum er háttað. Um helmingur þjóðarframleiðslu er seldur til útlanda og helmingi þjóð- artekna er varið til kaupa á ýmsum vörum og þjónustu í öðrum löndum. Um áratuga skeið hefur verið litið á gengi íslensku krónunnar sem eins konar afgangsstærð. { fáum orðum sagt, þá hafa fyrst verið teknar ákvarðanir um fjárfestingar- mál, launamál, byggðamál og pen- ingamál, sem iðulega hafa skapað eftirspurnarþrýsting og slök af- komuskilyrði fyrir útflutningsgrein- ar og samkeppnisiðnað. Til þess að láta afleiðingar ekki bitna á þeim atvinnurekstri sem á í erlendri samkeppni, hefur gengi verið fellt eða látið síga. Sama hefur verið gert, þegar dregur úr sjávarafla eða markaðsskilyrði ytra eru erfið. Afleiðingin er hins vegar alltaf sú sama. Innlendri eftirspurn er haldið uppi og vítahringur verðbólgu og gengislækkana helst við. Þegar horft er til næstu ára er óhugsandi annað en létt verði af höftum í gjaldeyrisviðskiptum og rýmri heimildir veittar til fjár- magnsflutninga — bæði til öflunar framtaksfjár í útlöndum fyrir ís- lensk fyrirtæki og til kaupa á er- lendum eignum fyrir íslenskar krón- ur. Langflest nágrannaríkjanna ef ekki öll hafa síðustu árin rýmkað heimildir til fjármagnsflutninga milli landa en litið er á slíka strauma fjármagns m.a. sem nauðsynlegan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.