Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1986 19 Gjaldþrota- máli Þör- ungavinnsl- unnar verð- ur hraðað — segir Stefán Skarphéð- insson sýslumaður Reykhólum, Frá Helga Bjarnasyni, blaða- manni Morgunbladsins. „ÉG LEGG áherslu á, að hraða meðferð málsins þannig að sem minnst rösk- un verði á starfsemi Þör- ungavinnslunnar. Málið verður tekið fyrir í skipta- rétti strax og bréf stjómar fyrirtækisins berst,“ sagði Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður á Patreksfirði, um málefni þrotabús Þör- ungavinnslunnar hf. á Reyk- hólum. Ekki var flogið frá Reykjavík til Patreksfjarðar í gærdag og hafði sýslumaður því ekki fengið í hendur bréf stjómar Þörunga- vinnslunnar með beiðni um gjald- þrotaskipti. Hann sagði að strax yrði skipaður bússtjóri til að hafa umsjón með rekstri fyrirtækisins. Sagðist sýslumaður ætla að beita sér fyrir því, að verksmiðjan stöðvaðist ekki eftir því sem hann hefði tök á og lög leyfðu þannig að sem minnst tjón hlytist af. Starfsemi Þörungavinnslunnar hefur enn ekki stöðvast og var í gær unnið í verksmiðjunni við þurrkun á þara með eðlilegum hætti. Þangöflun getur hins vegar ekki hafist fyrr en framtíð fyrir- tækisins hefur verið ráðin. Heima- menn gera sér vonir um að geta tekið verksmiðjuna á leigu og rekið hana hallalaust. Framhalds- aðalfundur áhugamannafélags heimamanna verður haldinn ein- hvem næstu daga og skýrast málin þá betur. í samtölum við íbúa á Reyk- hólum kom fram, að mikið er í húfí fyrir íbúa byggðarlagsins að rekstur verksmiðjunnar geti hald- ið áfram. Á Reykhólum er um hundrað manna þéttbýliskjami, með mörgum nýlegum íbúðar- húsum, sem byggist svo til ein- göngu á starfsemi Þömngavinnsl- unnar. Lítið er um aðra atvinnu og ef verksmiðjan stöðvast mun fólkið þurfa að flytja í burtu frá illseljanlegum eða jafnvel verð- iausum húsum sínum. ÍSLENSKT SEMENT HÆFIP ÍSLENSKUM ADSTÆDUM Alltfrá upphafi hefur Sementsverksmiðja ríkisins kappkostað að íslenskt sement hæfi sem best íslenskum aðstæðum. FRAMLEIÐSLA SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS framleiðir: Portlandsement í venjulega steinsteypu. Hraðsement í steypu sem verður að harðna hratt. Pozzolansement í steypu sem má harðna hægt en verður að vera þétt og endingargóð. (Sérstaklega ætlað í stíflur, brýr og hafnarmannvirki). STYRKLEIKI Portlandsementið er framleitt í samræmi við íslenskan sementsstaðal IST 9. Styrkleiki sements er aðaleiginieiki þess. Styrkleiki íslensks Portlandsements: Styrkleiki kg/smJ eftir 3daga 7daga 28daga Portlandsement 250 350 500 Lágmarkskrafa IST 9 175 250 350 GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR HÚSBYGGJENDUR • Það er ekki alltaf hægt að treysta því að steinsteypa só gallalaus. Látið því kunnáttumenn framleiða og með- höndlasteypuna. • (slenska sementið er blandað varnarefnum gegn alkalí- hvörfum, sölt steypuefni eða salt steypuvatn getur ónýtt þessa vöm. Hvers konar önnur óhreinindi, svo sem sýrur og fínefni í steypuefnum, geta valdið skemmdum í steinsteypunni. • Sparið vatnið í steypuna. Hver lítri vatns f ram yfir það, sem nauðsynlegt er, rýrir endingu hennar. • Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist vel í mótin. Varist þó að auka þjálina með íblöndun vatns f ram yfir það sem steypuframleiðandinn gefur upp. • Hlífið nýrri steypu við örri kólnun. Einangrið lárótta fleti og sláið ekki frá mótum of snemma. Annars getur steypan enst verr vegna spmngumyndana. • Leitiðávalltráðgjafarhjásórfræðingum efþiðætliðað byggja hús eða önnur mannvirki úr steinsteypu. Betri ending bætirfljótt þann kostnað. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS ÞRIGGJA DAGA fyrir alla fjölskylduna Hvítasunnuferd Við hjá Útsýn bjóðum þægilega og áhyggjulausa skemmtiferð um Suðurland dagana 16.—19. maí. Gist verður í viðkunnanlegum sumar- húsum og gistiherbergjum Mosfells á Hellu. Þaðan verður farið í daglegar kynn- Leitið upplýsinga. SÍMAR 26611 OG 23638. AUSTURSTRÆT117 isferðir, meðal annars inn í Þórsmörk, og næsta dag um Eyjafjallasveit austur til Víkur, með viðkomu í Skógum undir Reyn- isfjalli, og víðar. Síðasta daginn verður ekið til Reykjavíkur um Þjórsárdal með viðkomu á Stöng, þjóðveldisbænum, og við Hjálparfoss. Fjölbreytt dagskrá með þátttöku farþega — grillveisla — leikir á kvöldin. Verðið er ótrúlega hagstætt, frá kr. 5.820,- á mann. Innifalið er gisting í 3 nætur, kvöldkaffi við komu, allar ferðir, 2 kvöld- verðir og rúmföt. Börn 7 ára og yngri fá frítt ef þau eru með 4 fullorðnum í húsi, 1 eða 2 í herbergi á hótelinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.