Morgunblaðið - 08.05.1986, Síða 18

Morgunblaðið - 08.05.1986, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8: MAÍ1986 ~\r Islenska Operan: Nýr stjórnandi og gestasöngvari Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá íslensku óperunni: „Nýr „Majestro" og Manrico í íslensku óperunni. 4. maí sl. tók nýr stjómandi við sprotanum í gryQu íslensku óperunnar. Hann heitir Athnony Hose og kemur frá Þjóðaróperunni í Wales, þar sem hann hefur stjómað öllum helstu óperum tónbókmenntanna. Þá mun Reynir Guðmundsson tenór syngja sem gestur hlutverk Manricos II. og 19. maí nk. Lítið hefur heyrst í Reyni hér heima en allur hans söngferill hefur verið í Ameríku, þar sem hann m.a. söng hlutverk Manricos í II Trovatore í nóvember og hlutverk Rudolfo í La Boheme í desember sl. Við bjóðum þessa tvo listamenn velkomna en kveðjum á sama tíma Gerhard Deckert hljómsveitar- stjóra með trega í bili.“ Sigrún Eðvaldsdóttir Sigríður Gröndal Sinf óníuhlj óms veitin: Síðustu helgartónleikarnir LAUGARDAGINN 10. maí mun Sinfónfuhljómsveit íslands halda síðustu Helgartónleika sína þennan starfsvetur f Háskólabíói kl. 17.00. Á efnisskrá er ein- göngu norræn tónlist eftir ýmsa höfunda. Stjórnandi er Páll P. Pálsson, einleikari á fiðlu Sigrún Eðvaldsdóttir, einsöngvarar Sig- rfður Gröndal og Kristinn Halls- Landsþing S VFÍ: Starfsfólk Gufuness heiðrað Á 21. landsþingi Slysavarnafé- lags Islands, sem fram fór i fé- iagsheimilinu á Seltjarnarnesi dagana 2.-4. maí sl. voru starfs- fólki Fjarskiptastöðvarinnar f Gufunesi færðar sérstakar þakk- ir fyrir frábær störf og afhent skrautritað heiðurs- og viður- kenningarskjal, þar sem segir: „Slysavamafélag íslands færir starfsfólki Fjarskiptastöðvarinnar í Gufunesi hugheilar þakkir fyrir mikilvæga öryggisþjónustu í þágu innlendra og erlendra aðila á sjó, á landi og í lofti og margháttaðan stuðning við störf SVFÍ að slysa- vamamálum, leitar- og björgunar- störfum." Frá afhendingu heiðursskjalsins frá vinstri, deildarstjóra Fjarskiptastöðvarinnar í Gufunesi, Kormák Kjartansson og Hákon Bjarnason, en Stefán Arndal, stöðvarstjóri, var fjarverandi. Þá forseti SVFÍ, Haraldur Henrysson, og Hannes Þ. Hafstein, forstjóri. son og Karlakór Reykjavikur og Karlakór Fóstbræðra syngja. Fyrsta verkið á efnisskránni verður Midsommarvaka, sænsk rapsódía nr. 1 eftir Hugo Alfvén, sem er eitt þekktasta verk hans og var skrifað 1903. Verkið er létt og mjög aðgengilegt og er byggt á þjóðlögum sem mörg em alkunn. Sigrún Eðvaldsdóttir er einleikari í Svítu eftir norska tónskáldið Christ- ian Sinding. Hún stundar nú fram- haldsnám í Juilliard-skólanum í New York. Síðasta verk fyrir hlé er Pourquoi Pas?, kantata fyrir sópran, karlakór og hljómsveit við texta eftir Vilhjálm frá Skálholti. Þetta verk var samið árið 1960 og lýsir hörmulegu slysi þegar franska rannsóknarskipið Pourquoi pas? fórst hér við land 1936. Einsöngvari er Sigríður Gröndal. Hún stundar nú framhaldsnám í Hollandi. Þjóðvísa eftir Jón Ásgeirsson var fyrst flutt af Sinfóníuhljómsveit ís- lands árið 1967. í verkinu má heyra ýmis einkenni íslenskra þjóðlaga án þess að beint sé til þeirra vitnað. Karlakóramir tveir flytja Land- kjending eftir Grieg og Brennið þið, vitar eftir Pál ísólfsson, Kristinn Hallsson verður einsöngvari í Land- kjending. Síðasta verkið á efnis- skránni er hið alkunna verk Sibel- iusar, Finlandia, fyrir hljómsveit og karlakór. (Fréttatilkynning.) Þetta eru frabaer tæki 09 á fínu verði Aðeins kr. 35.980,- stgr. EIRÍKUR HAUKSS0N SÖN6VARI GoIdStar hefur aila möguleikana: * 83 rásir. * 12 forvalsstillingar. * 14 daga upptökuminni með 4 mismunandi tímum. * Föst dagleg upptaka. * Allt að 4 tima samfelld upptaka. * Létt rofar. * Þráðlaus fjarstýring með 13 stjórnaðgerðum. * Truflanalaus samsetning á mynd í upptöku. * 5-föId hraðleitun fram og til baka. * Kyrrmynd. * Sjálfvirk spólun til baka. * Rafeindateljari. * Teljaraminni. * Skýrt ljósaborð sem sýnir allar aðgerðir tækisins. * Þú getur horft á eina rás, meðan þú ert að taka upp af annari. * Með E.T.R. rofanum geturðu tekið upp i ákveðinn tíma, l/2—4 klst., að þvi loknu slekkur tækið sjálft á upptökunni. Síðasta sending seldist upp á 2 dögum. Næsta sending væntanleg eftir örfáa daga. Tökum á móti pöntunum. euRonaiojj/ SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 „Ég fékk mér GoldStcir myndbandstmki til dé missð ekki ðf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.