Morgunblaðið - 08.05.1986, Síða 63

Morgunblaðið - 08.05.1986, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1986 63 F! I*JJ , JJ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ,Ekki komumst við burt af þessu landi nema nota flugVélar," segir „Ferðamaður" i bréfi sínu. Reima, eitt af leiðandi fyrirtækjum í fataframleiðslu á Norðurlöndum, sérhæft í hlýjum ytri fatnaði, vinnu- og sportfatnaði og ýmsu öðru, óskar að komast í samband við innflytjanda/fulltrúa á ís- landi. Varðandi nánari upplýsingar hafið samband viðfyrirtækið: Prolil-Trading ApS. Bodkeruej 1. Postbox 3086. DK-6710 Esbjerg V. Tell. 05 15 58 68 Terelynebuxur nýkomnar Mittismál80-120sm kr. 1.195,00 Flauelsbuxur kr. 745,00 Gallabuxur kr. 825,00 Skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt Andr és, Sk'olavörÖust'ig 22, s'imi 1825 0. Hækka flugfargjöld 15. maí eða 15. júní? Velvakandi. í baksíðufrétt í Morgunblaðinu hinn 1. maí sl. er yfirskrift einnar fréttarinnar: New York — Lúxem- borg: Flugleiðir bjóða ferðir á rúmar átta þúsund krónur. En því miður á þetta víst aðeins við um fargjöld fyrir þá sem fljúga milli þessara staða eingöngu, en ekki fyrir okkur íslendinga, fremur en endranær. Það væri ekki amalegt ef við gætum nú loksins komist í flugi til Bandaríkjanna og til baka aftur fyrir 298 dali eða rúmar tólf þúsund krónur eins og þarna er tilkynnt. Nú greiðum við um það bil 460 dali fyrir þessa ferð með dagsettum fargjöldum fram í tímann, eins og segir einnig í fréttinni. En það sem mest stingur í augu í frétt þessari er það, að - í lok hennar segir talsmaður Flugleiða, að öll fargjöld Flugleiða muni hækka hinn 15. maí nk. í flestum bæklingum sem maður hefur fengið frá ferðaskrifstofum, þ. á m. frá þeim er tengdar eru félaginu sjálfu segir, að fargjöld breytisthinn 15. júní nk. Nákvæmlega er þetta gefið upp þannig: Fyrir 15.6. ’86 kosti far- gjald fram og til baka til New York kr. 17.560.- og eftir 15.6. kr. 21.100.- Til Chicago kosti farið fram til til baka kr. 19.300.- fyrir 15.6. og kr. 23.730,- eftir 15.6. - Er hér átt við fargjöld dagsett með lengri fyrirvara, eins og það er kallað og reiknað með ákveðinni dvöl vestra eins og tilskilið er. Þetta með hækkunina frá 15. maí nk. kom því dálítið spánskt fyrir sjónir. Eða eru fargjöldin hækkuð tvisvar á þessu tímabili? Annars er það dálítið eftirtektar- vert, hvað fjölmiðlar virðast hafa fáa aðila á sínum snærum sem eru gjörkunnugir fargjaldamálum og er þó full þörf á, því ekki komumst við burt af þessu Iandi nema nota flugvélar og höfum aðeins um eitt flugfélga að velja til Ameríku. A mörgum sviðum eru fjölmiðlar, þ. á m. dagblöðin, með blaðamenn sem virðast sérhæfa sig í hinum ýmsu málum, t.d. fréttum úr sjávar- útvegi, peningamarkaði hér á landi og erlendis, stjórnmálum o.fl., o.fl. Er nokkuð úr vegi að fjölmiðlar kynni landsmönnum og leyfa þeim að fylgjast með þróun í fargjalda- uppbyggingu hjá flugfélögunum, og byiji kannski á því að kanna, hvers vegna við hér getum ekki orðið aðnjótandi sömu gjalda og útlendingar, t.d. þegar ný fargjöld eru boðin? Ferðamaður. Ættingja leitað Ef einhver gæti gefið upplýsing- ar um Guðmund Jóhannesson frá Björgum í Húnavatnssýslu og Sig- ríði Ólafsdóttur frá Miðhúsum í Reykjavík (fædd 1860), sem fóru með dóttur sína, Guðrúnu, til Kan- ada um aldamótin, eða einhveija afkomendur þerra, þá er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hringja í Magneu Ólafsdóttur í síma 54723 milli kl. 20 og 22 á kvöldin. Hjól í óskilum Blátt kvenreiðhjól fannst nýlega við Lundabrekku 10 í Kópavogi. Eigandinn er beðinn að hringja í síma 43642 og sanna eignarrétt sinn á hjólinu. Þessir hringdu . „Það veitir afbragðsgóða þjónustu og hreinlætinu er við brugðið. Sundlaugarverðimir eru sífellt að hreinsa bakkana, og þeir gæta þess mjög vel, að enginn vaði þama um á skítugum skónum. Ég tel þetta vera bestu sundlaugina á Reykjavíkursvæðinu og vil sér- staklega nefna heita pottinn." Fékk svarbréf án þess að senda sýni Kristín Hermannsdóttir, Víf- ilsgötu 4, hringdi og hafði eftir- farandi að segja: „Ég fékk senda í pósti beiðni frá Krabbameinsfélaginu um rannsókn á ristli og fylgdi skrá yfír öll sýni sem ég átti að senda. Það dróst af ýmsum ástæðum að ég léti verða af því. En viku seinna fékk ég svo annað bréf, þar sem segir, að ekki hafi fundist blóð í sýnunum, en ráðlegt væri að endurtaka rannsóknina að ári liðnu. Og þetta seinna bréf fékk g án þess að hafa sent nokkur sýni. Það vill hins vegar svo til, að ég er með krabbamein í ristli, sem auðvitað fundust engin merki um í sýnum sem aldrei voru send. Ég get ekki séð, að hægt sé að treysta Krabbameinsfélaginu, þegar það hefur ekki betri yfirsýn yfir bréfaskriftir sínar en þetta." H.T. hringdi og vildi koma á framfæri þökkum til starfsfólks sundlaugarinnar á Seltjamarnesi. Erfitt að lesa textann Gömul kona hringdi og kvart- aði yfír því, að erfítt væri að lesa textann á sjónvarpsskerminum, vegna þess hve bakgrunnurinn væri ljós oft og tíðum. „Þegar sjónin er farin að daprast, er svo vont að sjá hvíta stafí á svona ljósum gmnni. Maðurinn minn hefur góða sjón, en hann segist bara ekki þekkja stafina á sjón- varpsskerminum. Mikið vildi ég óska að sjónvarpsráðendur löguðu þetta. Það hlýtur fleirum en mér að ganga illa að lesa sjónvarps- textann." Grillsteikur 275 kr./kg Bógsteikur 275 kr./kg Nautasnitchel 590 kr./kg Nautainnanlæri 599 kr./kg Nautaroastbeef 545 kr./kg Nautagullasch 465 kr./kg Nautafillet 760 kr./kg Nautalundir 765 kr./kg Nautahamborgari 27 kr. stk. 100 gr. Nautahakk 258 kr./kg 10 kg pk. Nautap.st. „fillet“ 760 kr./kg Nautahn.fillet 368 kr./kg 1 /2 Nautaskrokkar úrb. pakkaðir, merktir i frystinn, 240kr./kg W 1 E f KJÖTMIÐSTOÐIN ■ juigalæk 2. s. 686511

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.