Morgunblaðið - 08.05.1986, Síða 26

Morgunblaðið - 08.05.1986, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1986 Davíð Oddsson borgarstjóri svarar spurningum lesenda Spurt og svarað um borgarmál LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista sjálfstæðisfólks í borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 31. maí næstkom- andi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál í tilefni kosninganna. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðsins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyrir borgarstjóra, sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, rit- stjórn Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsynlegt er, að nafn og heimilisfang spyrjenda komi fram. Fossvogsdalur Baldur Garðarsson, Daltúni 28, Kópavogi, spyr: A. Ætlar Reykjavíkurborg að halda áætlun um hraðbraut til streitu? B. Er einhver þrýstingur á hæstvirtan félagsmálaráð- herra frá Reykjavíkurborg að staðfesta ekki nýlegt aðal- skipulag Kópavogskaupstað- ar, þar sem hugmyndinni um Fossvogsbraut er alfarið hafn- að? C. Er meirihluti borgarstjómar Reykjavíkur reiðubúinn að standa og falla máli þessu í komandi borgarstjómarkosn- ingum? Svar: Umferðarsérfræðingar Reykja- víkurborgar telja, að ekki þurfi að taka ákvörðun um það, hvort Fossvogsbraut verður lögð eða ekki fyrr en 1992—1994. Hins vegar eru menn jafn sammála um það, að ekkert megi gera í skipu- lagsmálum, sem komið geti í veg fýrir, að hægt sé að leggja þessa braut, verði það talið óhjákvæmi- legt. Slíkt gæti skapað öngþveiti í umferðarmálum höfuðborgar- svæðisins. Varðandi B: Bæjarstjórn Kópavogs hefur óskað eftir, að félagsmálaráð- herra nemi úr gildi hluta af aðal- skipulagi Reykjavíkurborgar. Fé- lagsmálaráðherra brestur vald til þess að nema skipulagið úr gildi. Því er ósk þessi algjörlega óraun- hæf og Reykjavíkurborg hefur hvorki gert að letja eða hvetja félagsmálaráðherrann til afskipta af þessu máli. Rétt er að vekja athygli á, að í samningum milli Reykjavíkur- borgar óg Kópavogskaupstaðar segir, að ekki megi falla frá Foss- vogsbraut, nema báðir aðilar verði um það sammála. Það er því misskilningur hjá Kópavogskaup- stað um það, að hann hafi neitun- arvald gagnvart því, að brautin verði lögð. Neitunarvaldið gengur þvert á móti á hinn veginn. Báðir aðilar þurfa að vera sammála um að hverfa frá Fossvogsbraut samkvæmt samningi, sem báðir hafa undirgengist, ef slíkt á að gerast. Eins og fram kom í svari við lið 1 liggur ekki á að taka endanlega ákvörðun í þeim efn- um. Það má bíða í nokkur ár enn. Þegar menn hafa fyllri upplýsing- ar og gleggri gögn til að styðjast við. Með hliðsjón af svörum við A og B er svar við lið C óþarft. Agangnr sauðfjár Valur Valdimarsson, Jakaseli 12,spyr: í tilefni afmælisárs borgarinn- ar, árs trésins og þeirrar viðleitni fjölmargra borgarbúa á þessum árstíma að koma upp margvísleg- um gróðri við hús sín er óhjá- kvæmilegt að bera fram spum- ingu um ágang sauðfjár á gróður- reiti fólks innan borgarmarkanna. Hvað hyggjast borgaryfírvöld gera til að bægja þessum hvim- leiða skaðvaldi frá lóðum og lend- um, sem fólk hefur lagt æma fyrirhöfn og kostnað í að gera sem best úr garði? Svar: Sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu, allt frá Hafnarfirði að Kjalamesi, hafa á sl. summm unnið að girðingarframkvæmdum um höfuðborgarsvæðið. Tilgangur girðingarinnar er að halda sauðfé utan svæðisins. Samfelld girðing er nú komin frá Straumsvík upp í Mosfellssveit. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa nú til meðferðar reglur, sem skylda sauðfláreigendur að hafa fé sitt utan þessarar girðingar, eða í einstaka tilvikum á sérstökum afgirtum svæðum innan hennar, t.d. í fjárborg á Hólmsheiði. Ætlunin er að framfylgja þessum reglum af fullri hörku. Agangur sauðfjár á liðnum ámm hefur einkum verið í Seljahverfi og kemur féð frá Vatnsenda í Kópa- vogi. Borgaryfirvöld hafa í sam- ráði við lögreglu unnið að tillögum er miða að því að bægja þessu sauðfé frá görðum borgarbúa og er þess vænst, að allt eftirlit verði hert til muna á næstunni. Snjóþyngsli í Hraunbæ Jón Hassing spyr: A. Hvers vegna gætir tregðu til að sinna, svo vel sé, snjó- mokstri í Hraunbæ, götu með hátt á 3. þúsund íbúa, sem lokast vegna snjóþyngsla mun fyrr en aðrar götur í borginni, fýrst og fremst vegna skaf- rennings frá óbyggðum og ófrágengnum svæðum? B. Hvað hyggjast borgaiyfírvöld gera til að fyrirbyggja aur- rennsli úr bæjarlandi inn á bílastæði við Hraunbæ og Rofabæ? C. Hve lengi ætla bæjaryfirvöld að líða lóðarhafa undir raðhús á austurhomi Brúaráss og Rofabæjar að hafa plötur væntanlegra húsa ófrágengn- ar? Óbreytt ástand felur í sér slysahættu, moldfok og önnur óþægindi. Þessar plötur hafa staðið óhreyfðar í 8 ár. Svæðið var girt af í fyrra, en girðingin er ekki bamheld. íbúar hverf- isins hafa margkvartað, en án árangurs. D. Fyrirspytjandi spyr, hvort er- indi um lóðir undir 30 bílskúra, sem sætt hafi synjun bæði hjá fyrrverandi og núverandi meirihluta borgarstjórnar og fyrst var fram sett árið 1983 og sé mikið áhugamál viðkom- andi, sé tímabært nú. Ýjað hafi verið að því, að það mál mætti skoða betur síðar. Að lokum óskar fyrirspyijandi borgarstjóra velfamaðar í orra- hríðinni framundan. Svör: Hér er ekki um strætisvagna- leið að ræða, en slíkar leiðir hafa forgang í snjómokstri. í ráði er að setja upp snjógirðingu til að draga úr snjófoki inn á götuna. Það ætti að draga úr þessu vanda- máli nokkuð. Má geta þess, að gatan hefur verið hreinsuð strax og lokið er við að hreinsa helstu strætisvagnaleiðir. Varðandi lið 2: I ráði er að minnka vatnsrennsl- ið með því að malbika upphækkun í innkeyrsluna. Varðandi lið 3: Við það er kannast, að hér sé um leiðinlegt og langvarandi vandamál að ræða. Byggingar- fulltrúi hefur margoft haft af- skipti af þessu máli og vegna þeirra afskipta var svæðið loks girt. Enn verður ýtt við þessum aðila, sem hefur með þessar eign- arlóðir að gera, að hann láti ekki dragast frekar en orðið er að koma þeim í viðunandi horf. Varðandi lið 4: Rétt er að geta þess, að ákveðið hefur verið að setja háspennulín- una meðfram Hraunbæ í sumar og hefur verið gerður samningur við Landsvirkjun um helmings- greiðslu kostnaðar á móti borginni vegna þeirrar aðgerðar. Sú aðgerð getur skapað möguleika á að leysa óskir íbúðareigenda við Hraunbæ um bílskúra á þessum slóðum, sem vel gætu farið í umhverfinu. V atnsendavegur klæddur Jónas Marteinsson spyr: „Þrátt fyrir þá meginreglu, að götur séu malbikaðar ekki síðar en við úthlutun lóða, hefur Vatns- endavegur gleymst með þeim af- leiðingum, að ekki er hægt að opna glugga hér sumarlangt vegna rykmökks. Hvenær verður Vat.nsendavegur klæddur slit- lagi?“ I öðru lagi er spurt: „Er ekki hægt að koma í veg fyrir, að skiðabrekkan í Breiðholti sé nýtt af mótorhjólafólki og jeppaeigendum sem torfæruleið allt sumarið?" Svar: Gert er ráð fyrir að setja klæðn- ingu á Vatnsendaveginn nú í sumar. Vegna spurningar í öðrum lið, þá verður því beint til lögreglunn- ar í Reykjavík, að haldið verði uppi löggæslu til þess að koma í veg fyrir það framferði, sem þarna er lýst. Bjarnaborg og Vitatorg Jón Sigfús Sigurjónsson, Hringbraut 46, spyr: „Hvað liður hugmyndum um að gera upp Bjamaborg og færa Vitatorg í nýjan búning? Hafa þessar hugmyndir hlotið sam- þykki borgaryfirvalda og ef svo er, hver er þá tímasetning verks og verkloka?" Svar: Fyrirtækið Dögun sf. sendi til- boð í Bjarnaborg í framhaldi af útboði, sem gert var um sölu á byggingunni. Því tilboði var tekið, en það var með fyrirvörum. Fyrir- tækið hyggst gera upp húsið í núverandi mynd, en jafnframt gerði fyrirtækið tillögu um breyt- ingu á Vitatorgi, og hefur sú breytingartillaga verið í athugun og hafa skipulagshöfundar Skúla- götuhverfísins lagt til lítið eitt breytta legu gatna í kringum Vitatorg, en stefnt er að bíla- geymslu undir Vitatorgi. Þá hefur fyrirtækið Dögun sf. látið vinna sínar eigin hugmyndir áfram í samræmi við þessar skipulagstil- lögur, en ekki hefur enn verið gengið frá kaupsamningi við fyr- irtækið né hafa því verið veittar viðbótarlóðir, sem það fer fram á í tilboði sínu. Undirbúningsvinna er hins vegar á lokastigi og því ekki annað vitað en að viðgerðir á Bjamaborg geti hafist tiltölulega fljótlega. -f Gabríella í Portúgal eftir Svein Einarsson Besta frumsamda barnabókm ’85: Jóakim eftir Törmod Haugen í þýðingu Njarðar P. Njarðvík besta þýdda bókin Morgunbla4ið/ÓI.K.M. Sveinn Einarsson, Njörður P. Njarðvfk og Baltazar taka við viður- kenningum Fræðsluráðs og Reykjavíkurborgar varðandi barnabækur úr höndum Davíðs Oddssonar borgarstjóra. „ÉG ER fullur af fögnuði;“ sagði Sveinn Einarsson er hann tók við viðurkenningu Fræðsluráðs og Reykjavíkur- borgar fyrir bestu frumsömdu barnabókina 1985 úr höndum Davíðs Oddssonar borgar- stjóra í Höfða í gær. Bók Sveins heitir „Gabríelia I Port- úgal“ og hlaut myndlistarmað- urinn Baltazar jafnframt við- urkenningu fyrir myndskreyt- ingu bókarinnar. Verðlaun fyrir bestu þýddu barnabókina hlaut Njörður P. Njarðvík, fyrir bókina „Jóakim“ eftir norska barnabókahöfundinn Törmod Haugen. Sigríður Ragna Sigurðardóttir ritari skólasafnanefndar flutti ávarp við þetta tækifæri og sagðist vona að lesendur bamabóka ættu eftir að sjá fleiri bamabækur eftir Svein Einarsson, en þetta er fyrsta bók hans fyrir þennan lesendahóp. Auk Sigríðar eiga þau Bragi Jós- epsson og Jenna Jensdóttir sæti f nefndinni, en Jenna er formaður hennar. Sveinn Einarsson er kunnari fyrir störf sín í leikhúsinu og að- spurður sagðist hann ekki vita hvers vegna hann hefði farið út á þessa braut. „Bókin er í léttum dúr, ferðasaga um íslenska fjölskyldu sem fer til Portúgal. Gabríella er aðalsöguhetjan, hún er forvitin og með sjálfstæðar skoðanir á lífinu og tilverunni." Sveinn sagðist vona að bókin væri lesin af allri fjöl- skyldunni, „þetta er bamabók sem janframt er fyrir þá sem varðveita bamið í sjálfum sér. Þetta er bók uin hversdagslega hluti sem ættu að koma fólki kunnuglega fyrir sjónir." Törmod Haugen er kunnur norskur bamabókahöfundur og hefur hann m.a. hlotið norsk og þýsk bamabókaverðlaun. Áður hefur komið út á íslensku bókin „Náttfuglamir" í þýðingu Önnu Valdimarsdóttur, og er bókin Jóa- kim sjálfstætt framhald hennar. „Bókin fjallar um 8 ára dreng, en faðir hans er illa taugaveiklaður kennari og getur því ekki sinnt starfi sínu. Drengurinn þarf að þola háð og spott félaganna, faðir- inn verður að leggjast inn á stofn- un, og fjallar bókin um hvemig Jóakim verður að horfast í augu við breyttar aðstæður og aðlagast þeirn." Njörður sagði að mestur vandinn við þýðinguna hefði verið að koma sérkennilegum stíl höf- undar til skila, en hann skrifar stuttar og knappar setningar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.