Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1986 49 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Dóri var í mat hjá ömmu: — Hvernig geturðu talað með svona fullan munninn, Dóri minn? Þetta er æfing amma, ekkert nema æfíng, svaraði stráksi. Næsti réttur ætti ekki að standa í neinum, þvert á móti — hann dillar bragðlaukunum og rennur síðan ljúf- lega niður. Hér er átt við Lifur að hætti Creola 500 gr lifur, lamba- eða kálfalifur hveiti 3 matsk. matarolía 1 meðalstór laukur, fínt sneiddur eða saxaður 1 græn paprika, fínt sneidd eða skorin í bita 1 dós niðursoðnir tómatar (400 gr-) V2 -1 tsk. salt 1. Lifrin er hreinsuð og himnur allar fjarlægðar. Hún er síðan sneidd niður. Hveitið er sett í plastpoka og lifrasneiðamar hristar með hveitinu svo þær fái jafna hveitihúð. 2. Matarolían er hituð á pönnu og lifrin brúnuð og síðan tekin af pönn- unni. Matarolíu, 1 matsk., er bætt á pönnuna ásamt lauknum og hann látinn krauma nokkrar mínútur. Því næst er paprikan, niðursoðnir tómatar með soði, (hitið í potti fyrst) og steikt lifrin sett með lauknum. Lok er sett yfír pönnuna og látið krauma í 10 mínútur. Saltið ogjafnið með hveiti ef þarf. Rétt að benda þeim á, sem ekki hafa lært að meta lifur, að græn- metið bragðbætir. Hið megna bragð lifrarinnar hverfur fyrir sætu mildu bragði grænmetisins. Berið fram með soðnum gijónum eða núðlum. Verð á hráefni: 1 lifur (500 gr) kr. 76.30 ldóstómatar 43,70 1 paprika 40,00 1 laukur 4,00 Kr. 164,00 Clostridium botulinium veldur sjaldgæfri en lífshættulegri matar- eitrun sem nefnist botulismus. Ger- illinn fínnst í náttúrunni, á landi, f vatni og í sjó. Við ákveðnar aðstæður getur gerillinn spírað og myndað eitur, botulin. Það þarf mjög lítið af þvi til að valda sýkingu. Eitrunin orsakast af taugaeitri sem sýkillinn getur myndað í matvælum. Botulismus eitranir hafa oftast verið raktar til illa niðursoðinna matvæla (kjöts og grænmetis) aðal- lega í heimahúsum. Botulinium eitr- anir eru ekki algengar hér á landi og er lítið vitað um útbreiðslu gerils- ins hér, þó er vitað um 2 tilfelli á árunum 1981-83 og voru þau rakin til sýrðs blóðmörs. Það eru fæðutegundir með lágt sýrustig — og ekki hafa verið rétt niðursoðnar, sem geta verið gróðr- arstía þessara gerla. Má þar nefna auk kjöts, grænmetistegundir eins og belgbaunir, rauðrófur og mais. Erlendis hafa komið upp eitrun- artilfelli sem rakin hafa verið til fiskafurða úr dósum og úr lofttæmd- um umbúðum. Einkenni botulismus eitrunar koma fram 12—36 klst. eftir neysiu. Þau koma fram í meltingartruflun- um; ógleði, uppköstum, þreytu og höfúðverk. Því næst fylgir harðlífí, sjóntruflanir, erfíðleikar við að tala og lömun vöðva. Eitrunin nær há- marki á 1—'7 dögum, en bati getur tekið nokkra mánuði. Dauði orsakast af lömun í öndunarkerfinu. Fyrirbyggja máeitramr 1. Ætlið nægan tíma við niður- suðu matvæla. 2. Neytið ekki matvæla úr grun- samlegum niðursuðudósum — bólgnum, beygluðum, ryðguð- um eða með sködduðum brún- um, né úr sprungnum eða brotnum glösum. 3. Forðist matvæli sem hafa verið upphituð og geymd og síðan lauslega hituð upp að nýju. 4. Neytið alls ekki grunsamle- grar fæðu. 5. Eitrið er ekki hitaþolið og eyðist fljótt við suðu, því er góð upphitun matvæla nokkuð örugg varúðarráðstöf un. FRUM- SÝNING Stjörnubíó frumsýnir í dag myndina Harðjaxlar í hasarleik Sjá nánar augl. annars stafiarí blaðinu. Þökkum af alhug hlýjar kveÖjur og heimsóknir áafmœli mínu 5. maí. Sérstakar þakkir fcerum viÖ félögum minum á Hreyfli, börnum, tengdabörn- um, öllum vinum og skyldfólki fyrir ógleyman- legan dag. Kœr kveÖja. Karl Sveinsson ogAnna Bjarnadóttir Njörvasundi 9 Reykjavik. SJÁVARRÉTTIR SÆLKERANS Gómsætir sjávarréttir með lystilega fáum hitaeiningum Það er engin tilviljun að fyrsta sendingin af Sjávarréttum Sælker- ans hvarf nánast samdægurs úr verslunum höfuðborgarsvæðis- ins. Samdóma álit neytenda var einfaldlega að réttimir væm al- veg sérdeilis gómsætir. þeim em líka lystilega fáar hitaeiningar og mikið af náttúr- legum fjörefnum. En það var bragðið sem gerði útslagið. Rétt- imir smakkast nefnilega eins og ekta heimatilbúnir sjávar- réttir þótt þeir séu til- búnir beint í ofninn. Það kunna sælkerar að meta. Þú getur valið um sjávarréttaböku og rækjurúllur - best er auðvitað að prófa þá báða. En þú verður að flýta þér, því það er bók- staflega slegist um hvern pakka. MARSKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.