Morgunblaðið - 08.05.1986, Page 31

Morgunblaðið - 08.05.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1986 31 „Stefnt í rétta átt“ — segir talsmaður EB um leiðtogafundinn í Japan Frá leiðtogafundinum í Japan. Þeir George Shuitz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Reagan forseti hlýða á Yashuiro Nakasone, for- sætisráðherra Japans, lesa upp yfirlýsingu fundarins. Tókýó, AP. WILLY de Clercq, talsmaður Evrópubandalagsins í utanríkis- málum, iýsti í gær yf ir vonbrigð- um sínum með, að þátttökuríkin í leiðtogafundinum i Tókýó hefðu ekki fallizt á að taka Evrópubandalagið inn í samtök sin um aukna samvinnu til lausn- ar þeim vandamálum, sem steðja að alþjóða peningakerfinu. Á fundinum var samþykkt að taka Ítalíu og Kanada inn í samtök- in, sem stofnuð voru 1982. Eftir fundinn í Tókýó eru 7 helztu iðnríki heims aðilar að samtökunum. De Clercq kvaðst að öðru leyti mjög ánægður með árangur leið- togafundarins og þá sérstaklega með þann áhuga, sem fram hefði komið hjá þátttökuríkjunum um aukna samvinnu við að koma á betri samræmingu milli mismun- andi gjaldmiðla í heiminum. „Viðhorfíð gagnvart samræmd- ari gjaldmiðlaskráningu var talsvert á annan veg nú en á fundinum í Bonn í fyrra,“ sagði de Clercq. Kvaðst hann vera sannfærður um, að stuðningur leiðtogafundarins við sameiginlegar aðgerðir á gjaldeyr- ismörkuðum heims væri „trygging fyrir því, að nú er stefnt í rétta átt til þess að styrkja efnahagsmál heimsins". De Clercq kvaðst vona, að jap- anska jenið ætti eftir að hækka í framtíðinni gagnvart gjaldmiðlum Vestur-Evrópu, þar sem slíkt yrði til þess að draga úr viðskiptahalla Evrópubandalagsins gagnvart Jap- an. Hærra jen myndi gera japansk- ar vörur dýrari í Evrópu og vörur frá Evrópubandalaginu ódýrari í Japan. Frá því í september í fyrra hefur jenið hækkað meira en 40% gagnvart Bandaríkjadollar en að- eins um 12% gagnvart gjaldmiðlum Vestur-Evrópu. Viðskiptajöfnuður Japans við ríki Evrópubandalagsins var hagstæður um 12 milljarða dollara í fyrra og hafa gagnrýnisraddir innan EB því áfram verið háværar í garð Japana og þess krafizt, að eitthvað yrði gert til þess að draga úr þessum viðskiptahalla gagnvart Japan. Veður víða um heim L»flst Hœst Akureyrl 2 alskýjað Amsterdam 10 17 skýjað Aþena 1* 22 skýjað Barcelona 18 mistur Barlfn 13 26 hefðskfrt Briissei 6 20 heiðskfrt Chicago 20 29 rigning Dublin 7 13 skýjað Feneyjar 21 þokum. Frankfurt 11 22 rigning Genf 9 21 heiðskfrt Helsinki 12 19 heiðskfrt Hong Kong 22 27 skýjað Jerúsalem 16 27 skýjað Kaupmannah. 10 19 heiðskfrt Las Palmas vantar Lissabon 10 17 skýjað London 8 13 skýjað Los Angeles 16 20 heiðskfrt Lúxemborg 12 skýjað Malaga 22 heiðskfrt Mallorca 21 léttskýjað Mlami 24 27 skýjað Montreal 0 11 skýjað Moskva 1 13 heiðskírt NewYork 18 34 slcýjað Osló 9 15 heiðskfrt Parfs 7 19 heiðskfrt Peking 12 25 heiðskfrt Reykjavík 8 iéttskýjað Rfóde Janeiro 17 34 skýjað Rómaborg 16 22 heiðskfrt Stokkhólmur 16 20 heiðskfrt Sydney 14 25 heiðskfrt Tókýó 14 26 heiðskfrt Vínarborg 12 24 heiðskfrt Pórshöfn 7 þokum. Bandarísk sjónvarpsstöð sendi út viðtal við hryðjuverkamann: Slíkur frétta- flutningur kyndir undir hryðjuverk Washington. AP. BANDARÍSKA utanríkisráðuneytið hefur sakað sjónvarpsstöðina NBC uin að kynda undir hryðjuverk með því að sjónvarpa viðtali við Abul Abbas. Abbas er grunaður um að hafa lagt á ráðin um ránið á skemmtiferðaskipinu Achille Lauro síðasta sumar. Abbas sagði í þættinum að Ron- ald Reagan væri nú orðinn helsti óvinurinn og aðgerðir í Bandaríkj- unum stæðu fyrir dyrum. „Hryðjuverk þrífast á því að komast í fréttir. Það er augljóst," sagði Charles E. Redman, talsmað- ur utanríkisráðuneytisins, um við- talið við Abbas. Viðtalið var sent út í fréttatíma bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar á mánudagskvöld. „Hryðjuverkamenn sækjast eftir að komast í viðtöl af þessu tagi til að vekja á sér athygli. Og slík athygli ýtir í raun undir hryðjuverk, fremur en hitt,“ bætti talsmaðurinn við. Robert Oakley, yfirmaður and- hryðjuverkadeildar utanríkisráðu- neytisins, sagði í Tókýó að þeir fjölmiðlar, sem gerðu samninga um viðtöl við eftirlýsta hryðjuverka- menn, gerðu sig samseka þeim. Mary Lou Callaghan, talsmaður fréttadeildar NBC-sjónvarpsstöðv- arinnar, sagði, að þessar ásakanir hefðu valdið miklum vonbrigðum. „Við iðrumst þess ekki að hafa sjón- varpað viðtalinu. Við erum ekki hér til að sækja eða verja mál nokkurs manns. Okkar hlutverk er að greina fólki frá öllum hliðum mála — í þessu tilviki hryðjuverkastarfsemi. Til allrar hamingju er prentfrelsi í þessu landi," sagði Callaghan. Hún kvaðst efins um að menn tækju mark á frásögn Abbas af atburðum á Achille Lauro, en þeir ættu rétt á að heyra um málið frá öllum hlið- um. NBC samdi um að greina ekki frá því í hvaða arabalandi viðtalið hefði verið tekið. „Þegar fréttamið- ill semur um það við hryðjuverka- mann að greina ekki frá því hvar hann sé niður kominn þá er hann í raun í vitorði með honum til að vekja á honum athygli," sagði Oakley. „En fjölmiðlamir eru frjálsir," bætti hann við. „Okkur finnst þetta ámælisvert, en þeim er frjálst að gera þetta.“ Truflar mengunin lyktarskyn laxins? TILRAUNIR við háskólann í New Hampshire benda til þess, að Atlantshafslaxinum kunni að stafa hætta af súru regni, þar sem það dragi úr hæfni hans til að finna heimaá sína til að hrygna þar. Færri og færri laxar snúa nú til heimkynna sinna í ám í suður- hluta Nova Scotia, sem orðnar eru óeðlilega mengaðar í þessu tilliti en þó ekki svo að banvænt sé fyrir fiskinn. Rannsóknimar gefa til kynna, að aðeins tiltölulega lítið magn af súm vatni geti orðið til þess að tmfla lyktarskyn laxins. Af- leiðingin sé sú, að laxinn hrygni á röngum stöðum, þar sem upp- vaxtarskilyrði em verri en í heimaá hans. Fram kom, að þegar mengun nær vissu marki, þá verður hrygn- ingarlaxinn ónæmur fyrir lykt, sem áður vakti áhuga hans, en þess í stað synti hann eftir ann- arri lykt, sem hann hafði áður virt að vettugi. Annað hvort hefur mengunin í vatninu „breytt sam- eindum lyktarefnisins sjálfs eða þá því, með hvaða hætti fískurinn skynjar lyktina", er haft eftir Winzor H. Watson, sem staðið hefur fyrir þessum rannsóknum. .Super tilboð Ef þú skiptir yfir í ESSO SUPER olíuna um ieið og þú lætur smyrja bílinn, færðu einn lítra af ESSO SUPER með þér án endur- gjalds. Þetta kynningartilboð gildir út allan maímánuð á eftirtöldum smur- stöðvum ESSO: Smurstöft ESSO Hafnarstræti 23 Reykjavlk Vörublla- og tækjaverkst. Hölðabakka 9 Reykjavík Daihatsu umboðið þjönustuverkstæðið Ármúla 23 Reykjavlk Smurstöð ESSO Stúrahjaila 2 Kópavogi Smurstöð ESSO Reykjavlkurvegi 54 Hatnarfirði Aðalstöðin hf. Smurstöð Kellavlk Smurstöðin Smiðjuvöilum 2 Akranesi Bifreiðaþj. Borgamess Borgamesi Smurstöð ESSO Fjarðarstræti 20A Isafiröi Bifreiðaverkst. Nonni Purföarbraut 11 Bolungarvlk Vélsmiðja Húnvetninga Smurstöð Blönduösi Smurstöð K.S. Sauðárkróki Bifreiða- og vélaverkst. Naust hf. Varmahllð Smurstöð ESSO Þórshamar hf. Akureyri Bflaverkstæði KEA Datvfk Bifreiðaverkst. Foss hf. Húsavlk Bifreiðaverkstæði B.K. Húsavik Bflaverkstæöi Kf. Langnesinga Pórshöfn Vélaverkst. Hraðfrystihúss Fáskrúðsfirðinga Fáskrúðsfirði Bllaverkstæði Bjama Björnssonar Fáskrúðsfirði Vélsmiðja Homafjaröar, smurstöð > Höfn Bllaverkstæöi Kf, V-Skaltfellinga Vlk Smurstöð Kf. Rangæinga Hvolsvelli Vélaverkstæði G.G. Flötum 21 Vestmannaeyjum Smutstöð Kf. Ámesinga Selfossi Björgvin Garöarsson Austurmörk 11 Hveragerði Skiptu yfir í rekstraröryggi og sparnað með nýju SUPER olíunni. Skiptu yfir í ESSO SUPER!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.