Morgunblaðið - 08.05.1986, Page 15

Morgunblaðið - 08.05.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ198G 15 öryggisventil í innlendri Jjármála- stjóm. Hafa viðskiptaþjóðir okkar hver af annarri horfið frá hefð- bundinni stjóm á heildareftirspum en leggja þess í stað megináherslu á almennt aðhald í ríkisfjármálum og peningamálum og leggja meiri áherslu á heilbrigðan gmndvöll atvinnurekstrar. Með þessu móti hefur tekist að draga verulega úr verðbólgu á ámnum 1980 til 1986 og stöðugleiki í efnahagslífinu hef- ur aukist. Á síðustu missemm hafa mörg ríki verið að hverfa frá því að nota bein markmið um aukningu pen- ingamagns sem mælikvarða á árangur í fjárhagsstjóm. Við hefur tekið einhvers konar viðnám við gengi og gjaldeyrismarkað og bein- ist nú peninga- og fjármálastjóm margra ríkja í Evrópu að því að halda gengi gjaldmiðla sinna sem stöðugustu gagnvart öðmm Evr- ópumyntum. Sem dæmi um ríki sem hafa tekið upp fjárhagsstjórn af þessu tagi í meiri eða minna mæli, má nefna þjóðimar átta, sem aðild eiga að Evrópska gjaldeyriskerfinu, EMS, auk Breta, Svisslendinga og jafnvel Norðmanna og Svía. Aukning peningamagns hérlend- is stafar einkum af hallarekstri rík- issjóðs, erlendum lánum sem skipt er i krónur, mikilli útlánaaukningu bankaerfísins eða skyndilegri aukn- ingu á útflutningstekjum. Hvort sem um er að ræða fijálst markaðs- gengi eða núverandi ástand er ótrú- legt, að menn sætti sig til frambúð- ar við þá óvissu og þann óstöðug- leika í fjármagnsstjóm og peninga- málum sem ríkt hefur undanfama áratugi. Með fijálsri markaðsskrán- ingu og skiptanleika krónunnar, t.d. með rýmri heimildum um innlenda gjaldeyrisreikninga eða kaup á er- lendum verðbréfum, fengist mun betra aðhald í peninga- og fjármál- um en nú er. Með tengingu krónunnar við annað gjaldmiðilssvæði næðist hins vegar meiri stöðugleiki en ef gengi krónunnar ræðst á fijálsum mark- aði. Sé gengi krónunnar tengt öðm gjaldmiðilssvæði verður peninga- magnsaukning ekki lengur í hönd- um íslenskra stjómvalda, heldur rajðst hún af peningamálastjóm seðlabankanna á því gjaldmiðils- svæði, sem krónan ertengd. Það getur því ekki leikið mikill vafí á því, að á næstu árum verður ör þróun í gjaldeyrismálum á ís- landi. Kemur þá einna helst til greina fijáls markaðsskráning á gengi krónunnar um leið og heim- ildir til fjármagnsviðskipta yrðu auknar eða tenging krónunnar við annað gjaldmiðilssvæði, til að mynda Evrópubandalagslöndin, Norðurlönd eða Ameríku. Aðhald í peningamálum Það sem mestu skiptir í þessu sambandi er að með fijálsari gjald- eyrisviðskiptum reynir miklu meira á, að aðhalds sé gætt í peningamál- um þjóðarinnar, en við núverandi aðstæður. Þar sem gjaldeyrisviðskipti eru fijáls beinast sjónir manna strax að peningaaukningunni sé talið að misvægi sé á ferðinni. Aukning peningamagns án þess að fram- lciðsluaukning sé að baki, er jafnan til að rýra verðgildi þeirra króna sem fyrir eru. Þar sem gengi ræðst af markaðsaðstæðum kemur því aukning peningmagns fram í lækk- un á gengi mun fyrr en með öðru fyrirkomulagi á gengisskráningu. Hvor kosturinn um sig, markaðs- skráning gengis með ströngu fjár- hagslegu aðhaldi eða tenging við annað gjaldmiðilssvæði, leiðir vissu- lega til skerðingar á sjálfræði þjóð- arinnar í efnahagsmálum. Aðrar þjóðir hafa þó hver af annarri valið þann kostinn, að aðlagast um- heiminum og haga aukningu pen- ingamagns líkt og viðskiptaþjóðim- ar til að halda gengi gjaldmiðla sinna sem stöðugustu. Þannig hafa ríki í raun orðið efnahagslega ör- uggari, þar sem fjárhagurinn hefur batnað, þótt nokkm sjálfræði í hagstjóm hafí verið fórnað. I þessu erindi hefur verið farið nokkmm orðum um það umhverfi og þær breytingar sem orðið hafa eða em að eiga sér stað annars vegar og hins vegar þær nauðsyn- legu breytingar, sem þurfa að vera til staðar þegar rætt er um framtíð íslensks atvinnulífs, þó aðallega hafí verið talað út frá sjávarútvegi. Byggt á þeirri vissu, að frelsi muni aukast í viðskiptum hér á landi og að aukið frelsi verði til ákvarð- ana og þar af leiðandi einnig til ábyrgðar, em möguleikar á aukinni framleiðni og bættum lifskjömm miklirhérálandi. Nýtt merki fyrir Skútustaðahrepp Á SUMARDAGINN fyrsta sam- þykkti hreppsnefnd Skútustaða- hrepps nýtt merki fyrir sveitar- félagið. Merkið er sporöskjulagað með mynd af tveimur fuglum, físki og hraunmyndunum á tvískiptum fleti. Þar er leitast við að ná fram sam- spili milli vatnsins og himinsins, þar sem dýralíf Mývatnssvæðisins hefur fulltrúa sína í forgmnni, tvær endur og hinn fræga Mývatnssilung. í bakgmnni speglast í vatninu hinir sérkennilegu hraundrangar sem em eitt helsta einkenni svæðisins, ógleymanlegir öllum þeim sem þangað koma og þess vegna sjálf- sagður þyngdarpunktur merkis fyrir Mývatnssveit. Þær þjóna einn- ig því hlutverki að mynda sterkan sjóndeildarhring, þar sem mætast himinn og vatnsflötur. MÝVATN SKÚTUSTAÐAHREPPUR Auglýsingastofan Tímabær hannaði merkið. (Fréttatilkynnin?) Þú svalar lestrarþörf dagsins áBjðum Moggans! Morgunblaðið/Albert Nemendur 8. bekkjar grunnskólans á Fáskrúðsfirði ásamt skólastjóra, Páli Ágústssyni, áður en lagt var upp í hjólreiðaferðina. Fáskrúðsfirði: Hjóluðu 210 km í fjáröflunarskyni Fáskrúðsfirði. SUNNNNUDAGINN 4. maí efndi áttundi bekkur grunn- skóla Fáskrúðsfjarðar til sér- stæðrar fjáröflunar með því að hjóla frá Fáskrúðsfirði upp Breiðdal, yfir Breiðdalsheiði til Egilsstaða og þaðan um Fagradal til Fáskrúðsfjarðar 210 km leið. Hjólin, sem krakkarnir notuðu vom, DBS, reiðhjól sem Fálkinn hf. í Reykjavík hafði lánað til verkefnisins. Ferðin gekk í alla staði mjög vel og tók um 10 klukkustundir. Áður en ferðin hófst höfðu krakkamir gengið í hús í bænum og safnað áheitum. Söfnuðust um 46 þúsund krónur, sem krakkamir í 8. bekk ætla að nota í skólaferðalag í sumar. Með í ferðinni var skólastjórinn Páll Ágústsson og bflstjóri sem fór með krökkunum var Bjöm Þor- steinsson. — AJbert FLUTNINGA- TÆKNI^ Loqistics - vörustvrinq „Logistics" er samheiti yfir verkefni við stjórnun flutninga, birgðahalds og meðhöndiunar á vöru. Logistic sem fræðigrein bendir á aðferðir til hagræðingar og kostnað- aráætlunar við ofangreind verkefni. Þessar aðferðir fel- ast aðallega í samræmingu á áætlunum, stýringu og eftirliti með vöruflæði í fyrirtækjum allt frá innkaup- um yfir framleiðslu og til dreifingar á fullunni vöru. Til að geta unniðslík hagræðingarverkefni þarf að hafatil hliðsjónarýmiss atriði úr logistic, kunnáttu og þekkingu á nýjustu tækni í þessari grein. Markmið: Markmið þessa námskeiðs er að gera þátttakendum grein fyrir grundvallaratriðum í logistic, að ná tökum á nýjustu flutningatækni. Að undir- búa þátttakendur við að setja í gang átak til hagræðingar í logistic-málum í fyrir- tækjum þeirra, undirbúa verkefnið, gera tillögur að stjórnun slíks verkefnis, framkvæmd, áætlun, tímasetningu og einstökum verkþáttum. Efni: — Ágrip af flutningahagfræðl, flutningakeðja, logistics: uppruni og markmið. — Helldarflutningskostnaður, greinlng hans og möguleikar tll kostnaðarlækkunar. — Flutningaþjónusta á íslandi, umfang hennar og þjónustuþættir. — Flutningatækni, þróun og nýjungar, flutnlngastaðlar og umbúðatækni. — Aðferðir við skipulagningu á vörumóttöku, ínnanhúsflutnlngum og blrgðastýringu. — Sklpulag og tæknl I dreifingarkerfum. — Val á lyfturum, hlllukerfl og önnur flutningatækni. — Birgðastýring, nýjar aðferðlr. — Athugun á vöruflæði I þelm fyrlrtækjum sem þátttakendur starfa I og gerð áætlunar um hagræðingu I logistic. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað öllum sem starfa að skipulagningu eða framkvæmd á innkaupum, birgðahaldi, vörudreifingu og vörumeðferð hjá fyrir- tækjum og stofnunum. Einnig ætlað öllum þeim, sem vilja tileinka sér þekkingu áfræðigrein sem skilar arði; Flutningatækni-Logistic. Leiðbeinandi: Thomas Möller, hagverkfræðingur. Lauk prófi í hagverkfræði frá tækniskólanum í Vestur-Berlín. Er forstöðumaður vöruafgreiðslu Eimskips í Sundahöfn. Timi: 12.-14. mai kl. 13.30-17.30. Stiórnunarfélaa íslands Ánanaustum 15 Sími: 6210 66

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.