Morgunblaðið - 08.05.1986, Page 36

Morgunblaðið - 08.05.1986, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1986 <r Götuhlaup Lions á Akureyri: Gagnfræðaskóli og Lundarskóli unnu Akureyri. GÖTUHLAUP Lions fór fram hér á Akureyri á laugardag. Hér var um boðhlaup milli skóla að ræða og var keppt í fjórum flokk- um. Gagnfræðaskóli Akureyrar sigr- aði í báðum eldri flokkunum og Lundarskóli í báðum yngri flokkun- um. Krakkamir hlupu samtals 4 kílómetra hver sveit. Úrslit urðu þessi: Eldri flokkur pilta (7.-9. bekkur grunnskóla) 1. Gagnfræðaskóli Akureyrar 11,26 mín. 2. Oddeyrarskóli 12,06 mín. 3. Hrafnagilsskóli 12,38 mín. 4. Hríseyjar- Árskógs- og Hjalteyr- arskólar 13,34 mín. 4. Hríseyjar- og Árskógsskólar 16,30 mín. Yngri flokkur pilta (4.-6. bekkur grunnskóla) 1. Lundarskóli 13,21 mín. 2. Bamaskóli Akureyrar 13,56 mín. 3. Oddeyrarskóli 14,27 mín. 4. Síðuskóli 14,38 mín. 5. Dalvíkurskóli 14,46 mín. 6. Hríseyjar- og Árskógsskólar 15,18 mín. Yngri flokkur stúlkna 1. Lundarskóli 14,15 mín. 2. Barnaskóli Akureyrar 14,53 mín. 3. Dalvíkurskóli 15,19 mín. 4. Oddeyrarskóli 16,15 mín. 5. Síðuskóli 16,39 mín. Morgunblaðið/Skapti Fyrstu krakkamir fara af stað í Lionshlaupið á laugardaginn. Hlaupið hófst nyrst í göngugötunni og þar var markið lika. Eldri flokkur stúlkna (7.-9. bekk- ur grunnskóla) 1. Gagnfræðaskóli Akureyrar 13,27 mín. 2. Dalvíkurskóli 14,21 mín. 3. Oddeyrarskóli 16,21 mín. Gallerí Borg: Jón Reyk- dal opnar sýningn JÓN Reykdal opnar sýningu á um 30 vatnslitamyndum i Gallerí Borg við Austurvöil í dag, upp- stigningardag, kl. 17.00. Flestar myndanna em unnar i ár, en nokkrar þeirra era frá árinu 1984. Jón fæddist í Reykjavík árið 1945 og lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Islands 1966. Hann nam síðan við „Gerrit Rietveld Akademie" og Konunglega listahá- skólann í Stokkhólmi árin 1968- 1971. Síðan þá hefur Jón verið kennari við MHÍ. Sýningin er opin frá kl. 10.00 til 18.00 virka daga og á milli kl. 14.00 og 18.00 um helgar. Henni lýkur 21. maí. Djass á Hrafninum Kjallarakvartettinn leikur djass á Hrafninum í Skiphoiti í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefstþað kl. 21.00. Kvartettinn skipa þeir Friðrik Karlsson gítarleikari, Birgir Braga- son bassaleikari, Matthías Davíðs- son trommuleikari og Stefán S. Stefánsson saxófónleikari. Zontakonur hafa í áratugi styrkt alþjóðaverkefni í þróunarlöndum NÝLEGA var á íslandi haldinn fulltrúafundur 13. svæðis alþjóðasam- takanna Zonta og komu af því tiiefni til landsins 5 fulltrúar frá Norðurlöndum. Karen Dam Johansen frá Danmörku, Maja Rautasja og Sinikka Heiskanen frá Finniandi, Bente Cappelen Dahl frá Noregi og Bodil Follin Johansson frá Svíþjóð. Var fundurinn haldinn á Akureyri, þar sem em starfandi tveir Zontaklúbbar, en Zonta- klúbburinn í Reykjavík og á Selfossi tóku á móti þeim fyrir sunnan. í alþjóðasamtökum Zonta eru nú einbeittu Zontakonur sér að því að um 900 klúbbar víðs vegar um heim og telja 32 þúsund félaga. Þar sem Norðurlandasvæðið er orðið svo Qölmennt verður því nú skipt á aðalfundi alþjóðasamtakanna í Toronto í ár þannig að Finnland verði sérstakt svæði með sína 40 klúbba, Svíþjóð annað með svipaða tölu klúbba og þúsund meðlimi, en saman verða svo Noregur, Dan- mörk og ísland með 22 klúbba. Zontaklúbbamir vinna sameigin- lega að ýmsum verkeftium, auk þess sem hver þeirra hefur sín sér- verkefni. Eftir að flugkonan fræga Amalía Ehrart fórst í hnattflugi sínu yfir Atlantshafi 1937 hafa Zontakonur veitt úr sérstökum sjóði til minningar um hana til rannsókna og verkfræðináms. Nú síðast hefur íslensk kona, Áslaug Haraldsdóttir, hlotið námstyrk úr sjóðnum árin 1984—1985. Þá eru alltaf í gangi alþjóðleg hjálparverkefni, sem greitt er til. Lengi hafa Zontakonur lagt fé til útvegunar á drykkjarvatni og brunnum í Sri Lanka, sem nú var að Ijúka. 1958 var gert átak til aðstoðar við flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, 1962—74 styrkja konur til skólagöngu og til bygginga skóla, næst komu kaup á hreyfanlegum heilsugæslustöðvum í Ghana, síðan þjálfun kvenkennara í Afríkulöndum, og einnig aðstoð við eolumbískar konur, og nú eru áform um sérstakan sjóð sem SÞ eru með til að styrkja konur í þróun- arlöndunum svo þær geti komist í gang með smáiðnað og einnig styrkja átak til útrýmingar ólæsi, þjálfunar kvenna í heilsugæslu, þjálfun fólks í 5 þorpum í meðferð sjávarfangs o.s.frv. Verða m.a. teknar ýmsar ákvarðanir um þetta á Torontofundinum og voru nor- rænu fulltrúamir m.a. að bera sig saman um það hér. Norrænir svæðisfulltrúar Zontaklúbbanna á Norðurlöndum á fundi á Islandi. Sitjandi f.v.: Karen Dam Johansen frá Danmörku, Sinikka Heishanern og Maja Rautasja frá Finnlandi. Aftari röð frá vinstri: Guðrún Jónsdóttir svæðisfuiitrúi íslands, Áslaug Cassada formaður Reykjavíkurklúbbsins, Bente Cappelen Dahl frá Noregi og Bodil Follin Johnsson frá Svíþjóð. Ragnar Björnsson Tónlistarfélag- Kristskirkju: Ragnar Björns- son leikur verk eftir Liszt Tónlistarfélag Kristskirkju efnir til tónleika í kirkjunni annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Þar flytur Ragnar Björas- son, orgelleikari, þijú orgelverk eftir Franz Liszt. Verkin eru fantasía og fúga sem Liszt samdi árið 1850 um þema eftir Mayerbeer, prelúdía og fúga sem samið var árið 1855 og loks flytur Ragnar tilbrigði, sem Liszt samdi árið 1863. Pólitískt myndband um Alþýðuflokkinn Myndbönd Guðmundur Magnússon Alþýðuflokkurinn hefur látið gera kvikmynd á myndbandi í tilefni af 70 ára afmæli sínu í mars sl. Bryndís Schram, sem stjórnaði gerð myndarinnar, sagði á kynningarfundi fyrir nokkru, að tilgangurinn væri að réttlæta flokkinn og sýna af hverju hann varð til. Myndin er 38 minútna löng og kostaði 220 þúsund í framleiðslu. Ætl- I unin er, að senda myndbandið Alþýðuflokksfélögum um land allt og líka mun hægt að nálgast það á skrifstofu flokksins í Reykjavík. Kvikmyndin um Alþýðuflokk- inn nefnist „Að breyta þjóðfélag- inu“ og er ringöngu í viðtalsformi, ef undan er skilin ljósmynd af fyrstu kröfugöngunni í Reykjavík sem sýnd er í upphafi kvikmynd- arinnar, þegar leikinn er baráttu- söngur verkamanna. Rætt er við tvær óbreyttar kempur úr verka- lýðsbaráttunni, Elías Sigfússon og Guðmund Jónsson, og hefur trú þeirra á forystuhlutverk Al- þýðuflokksins ekki haggast frá því þeir stóðu í eldlínunni á kreppuárunum og árunum þar á undan. Þá er rætt við Hannibal Valdimarsson, Helga Sæmunds- son, Björgvin Guðmundsson, Eggert G. Þorsteinsson, Benedikt Gröndal og loks núverandi flokks- formann, Jón Baldvin Hannibals- son. Tekið er sérstaklega fram, að ekki hafí verið unnt að ræða við Gylfa Þ. Gíslason, þar eð hann dvelji í Bandaríkjunum. Viðtölin eru tekin af Helga Skúla Kjart- anssyni, sagnfræðingi. Allir viðmælendurnir í mynd- inni minna á, að Alþýðuflokkurinn hafí orðið til sem andsvar við fá- tækt og ranglæti. Það hafí verið eymdin, sem gerði þá að jafnaðar- mönnum. Og þeir leggja áherslu á, að það þjóðfélag hér á landi, sem við höfum kennt við almenna velmegun, sé árangur af pólitísku Morgunblaóið/EmiKa Frá framsýningu kvikmyndarinnar um Alþýðuflokkinn 70 ára: Bryndís Schram, stjórnandi myndarinnar og flokkskempurnar Hannibal Valdimarsson, Björgvin Guðmundsson og Eggert G. Þorsteinsson. starfí Alþýðuflokksins og verka- lýðshreyfíngarinnar, sem voru eitt og hið sama um árabil. Þessi söguskoðun er auðvitað umdeilan- leg, en líklega er hún mjög út- breidd. Það er ágæt hugmynd að gera kvikmynd um stjómmálaflokk og ætti svo sem ekki að þurfa afmæli til. Myndin um Alþýðuflokkinn er vel þess virði að horfa á hana, en heldur ekkert meira. Það hefur lítil vinna verið lögð í hana og litlum fjármunum kostað til. Kannski var ekki stefnt að neinu öðru, en mikið væri samt gaman að eignast alvöru kvikmynd um Alþýðuflokkinn — og aðra ís- lenska stjómmálaflokka — þar sem möguleikar kvikmyndalistar væru nýttir. Er hér ekki ónumið land fyrir flokkana á tíma mynd- bandanna? J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.