Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1986 67 Dudacam hetja Bukarest Símamynd/AP • Já, hann hafði svo sannarlega efni á því aft brosa sínu blíftasta I gœr, markvörður Steua Bukarest. Dudacam varði fjórar vítaspyrnur þegar lift hans varð fyrst Austurevrópuliða til að verða Evrópumeistari félagsliða (knattspyrnu. MARKVÖRÐUR rúmenska liðs- ins, Helmut Ducadem, Steaua Bukarest, var svo sannarlega hetja liðs síns er liðið varð Ev- rópumeistari félagsliða f knatt- spyrnu í gœrkvöldi. Steaua sigr- aði lið Barcelona nokkuð óvœnt f vftaspyrnukeppni eftir að ieikið hafði verið í 120 mínútur án þess að leikmönnum tœkist að skora mark. Ducadem gerði sér Iftið fyrir og varði fjórar fyrstu vfta- spyrnurnar frá leikmönnum Barc- elona á meðan markvörður þeirra varði „aðeins“ tvœr. Þetta er f fyrsta sinn sem liði frá Austur- Evrópu tekst að vinna þennan eftirsótta titil. Leikurinn var frekar leiðinlegur á að horfa, lítið um opin marktæki- færi og róleg knattspyrna, sem á boðstólum var. Leikið var i Sevilla á Spáni, nokkurs konar heimavelli Barcelona, en það virtist ekki há Steaua-liðinu mikið. Barcelona sótti þó mun meira en sárasjaldan varð verulegt hættuástand við mark Búlgara. Það vakti helst athygli í leiknum að Bernt Schuster var tekinn útaf í síðari hálfleik eftir frekar dapra frammistöðu og var þetta trúlega siðasti leikurinn sem hann tekur þátt í fyrir spænska liðið því hann hefur í hyggju að leika annars staðar næsta keppnistímabil. Þegar flautað var til leiksloka eftir framlengingu töldu sumir að nú næði Barcelona að vinna Evr- ópukeppnina á vítaspyrnukeppni en þeir slógu einmitt Gautaborg út úr keppninni í undanúrslitunum í vítaspyrnukeppni. Markvörður Steaua var greinilega á öðru máli og varði fjórar fyrstu spyrnurnar hverja annarri betur. Það voru leikmenn Steaua, sem tóku fyrstu spyrnuna, en mark- vörður Barcelona, Javier Urruti, varði. Næstur spyrnti Alexanco fyrir Spánverja en Ducadem varði glæsilega. Boloni lét spænska markvörðin verja frá sér í annarri spyrnunni en aftur varði sá búlg- arski. Næst skoraði Lacatus fyrir Steaua en búlgarski markvörður- inn varði enn og að þessu sinni frá Radu. Balint skoraði úr fjórðu spyrnunni fyrir Steaua en Marcos Teitur skoraði TEITUR Þórðarson lék vel með liði sínu, Oster, í gærkvöldi er liðið gerði jafntefli við Örgryte f sænsku 1. deildinni. Teitur gerði eina mark liðsins og skoraði annað mark í síðari hálfleik, sem var dæmt af vegna vafasamrar rangstöðu. FH-ÍA ídag SÍÐASTI leikurinn í Litlu bikar- keppninni fer fram á Kaplakrika- velli í dag klukkan 14.00. FH og Akranes eigast þá við. mistókst að skora fyrir Barcelona og þar með var óþarfi að halda áfram því aðeins var ein spyrna eftir og sigur Steaua í höfn. PETUR Guðmundsson stóð fyrir sínu að vanda þegar hann kom tvisvar inná f leik Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks í úr- slitakeppni bandaríska körfubolt- ans á þriðjudagskvöld. Pétur skoraði tvö stig og tók tvö fráköst í naumum sigri Lakers. Ég horfði á þennan leik í sjón- varpi og bandarísku sjónvarps- þulirnir fóru lofsamlegum orðum um Pétur þegar hann kom inná. í þessum leik hvíldi hann Kareem Abdul Jabbar, og virtist hlutverk hans í sókninni fyrst og fremst vera að mynda tálma fyrir aðra leikmenn. Fyrir vikið er hann lítið áberandi í leiknum, er lítið með knöttinn og skýtur sjaldan, en hann leysir sitt hlutverk vel af hendi og er sterkur í vörn. Hann fékk mjög gott klapp frá áhorfend- um þegar hann fór útaf eftir nokk- urra mínútna leik bæði í fyrri og síðari hálfleik. En það var ekki Pétur Guð- mundsson sem lék aðalhlutverkið í þessum spennandi leik, heldur gamla kempan, Jabbar, sem gerði 34 stig í ieiknum og þeirra á meðal Mjög góður dómari leiksins, Michel Vautrot frá Frakklandi, hafði í nógu að snúast í þessum leik. Hann byrjaði á því að gefa tvö með sveifluskoti þegar níu sekúndur voru eftir. Leikurinn var í járnum allan tímann en með sveifluskotinu náði Jabbar 5 stiga forystu, 115:110, fyrir Lakers og tryggði liði sínu sigurinn. Leiknum lauk 116:113, og hefur nú Lakers 3:2 yfir í leikjunum gegn Dallas. Það lið kemst í úrslit vesturdeildar- innar sem fyrr sigrar í fjórum leikj- um. Flestir sérfræðingar spá Lakers sigri í viðureigninni, og líklegir mótherjar þeirra í úrslitunum eru Houston sem eru einnig 3:2 yfir í leikjum sínum við Denver. Boston Celtics hafa þegar fimm leikmönnum gul spjöld í fyrri hálfleik og það dugði til þess að leikurinn var tiltölulega kurteisis- lega leikinn það sem eftir var. tryggt sér sæti í úrslitum austur- deildarinnar, og leika gegn annað hvort Philadelphia eða Milwaukee en í þeirra viðureign er staðan jöfn, 2:2. Boston vann hinsvegar Atl- anta 4:1 og í síðasta leiknum, sem var á þriðjudagskvöldiö setti liðið nýtt varnarmet í úrslitakeppni, með þvi að vinna þriðju hrinuna 36:6. Það var hreinlega eins og þeir hefðu sett lok á körfuna - að fá aðeins á sig þrjár körfur í 12 mínútur í úrslitakeppninni segir heilmikið um það hversvegna Boston er almennt spáð sigri í NBA-körfuknattleiknum í ár. Leikn- um lauk með 132:99-sigri Boston. Eric Black til Metz Pétur fékk gott klapp Frá Gunnari Valgeirssyni, fróttamanni Morgunblaðsins í Bandarfkjunum. Reykjavíkurmótið: Fram — KR í kvöld Valur — Fram í kvennaflokki ÚRSLITALEIKUR f Reykjavfkur- mótinu á milli Fram og KR fer fram á gervigrasvellinum f Laug- ardal í kvöld og hefst klukkan 20.30. Liðin mættust einnig í undan- keppninni og þá sigraði Fram naumlega með einu marki gegn engu. Bæði liðin hafa leikið vel að undanförnu. KR vann Víking í undarúrslitunum og Fram vann Val í sögulegum leik með marki á síð- ustu mínútu. Klukkan 14 í dag leika Valur og Fram úrslitaleik Reykjavíkurmóts- ins í kvennaflokki. Hann er einnig á gervigrasinu. Sóknarmaðurinn sterki hjá Aberdeen, Eric Black, hefur gert samning við Franska liðið Metz. Samningur þessi er nokkuð óvenjulegur að því leytinu til að Black samdi með milligöngu umboðsmanns en ekki f gegnum félag sitt eins og venja er til og eru forráðamenn Aberdeen að vonum óánægðir með þetta. Alex Ferguson hefur þegar ákveðið að Black ieiki ekki með í bikarúrslitaleiknum gegn Heart sem fram fer á laugardaginn og í gær lýsti Ferguson yfir óánægju sinni með hvernig að þessu var staðið. „Þetta er stórfurðuleg ákvörðun hjá Black. Við vorum búnir að vara hann við því aö semja á þennan hátt án þess að við viss- um af en hann verður að fá að ráða þessu sjálfur." Black sagðist vera óánægður með ákvörðun Ferguson en „ég verði víst bara að horfa á leikinn úr áhorfendastúkunni. Ég samdi vegna þess að ég fékk gott tilboð og einnig vegna þess að ég verð að tryggja framtíö mína sem knatt- spyrnumanns," sagði Black í gær. Þess má geta að Eric Black er aðeins 22 ára gamall og samningur hans við Aberdeen rennur ekki út fyrr en í lok júní og liðið hefur til- kynnt honum að hann verði að greiða félaginu laun, sem sam- svara launum hans, þann tíma sem eftir er af samningstímabilinu. nm pTecision hjöruliðs- krossar ,(i(iNG Revi ns^ pjoN US^ PeK' FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 kOH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.