Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 1
72 SIÐUR OG LESBOK STOFNAÐ 1913 270. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Bandaríkin: Vissi Donald Regan um vopnasölumálið? Washington, AP, Reuter. RANNSÓKNARNEFNDIR Bandaríkjaþings reyna nú að komast að þvi hvort Oliver North, fyrrum starfsmaður þjóðaröryggisráðsins, hafi eyði- lagt leynileg skjöl um vopnasend- ingarnar til írans. Haft er eftir háttsettum en ónefndum emb- ættismanni, að Donald Regan, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi reglulega fengið skýrslu um vopnasendingarnar og vitað um þær alla tið. Utanríkismálanefnd fulltrúa- deildarinnar hefur sent Reagan, forseta, bréf og beðið um nákvæma skýrslu um vopnasendingarnar til írans en nefndin er ein nokkurra, Kínveijar: Kastið frá ykkur komm- únismanum París, Reuter. NORODOM Sihanouk, prins og leiðtogi einnar skæruliðahreyf- ingarinnar í Kambódíu, segir, að Kínverjar stefni að því að koma andkommúniskri stjórn til valda í landinu og leggi þvi hart að Rauðum khmerum að afneita Marx og Lenin. í viðtali við Sihanouk, sem birtist í dag í franska tímaritinu Figaro, hefur hann það eftir Deng Xiaop- ing, leiðtoga Kínverja, að kommún- ismi eigi ekki við í Kambódíu. „Hann sagði við mig, að hann vissi, að Kambódíumenn kærðu sig ekk- ert um kommúnisma og að því yrðu skæruliðar Rauðra khmera ekki aðeins að afneita kommúnismanum tafarlaust, heldur einnig sósíalism- anum,“ sagði Sihanouk. Rauðir khmerar, sem Kínveijar styðja, stjómuðu Kambódíu í fjögur ár í skjóli morða og mannvíga. Nú beijast þeir gegn 140.000 manna innrásarliði Víetnama ásamt skæruliðum Sihanouks og Hvítum khmerum. sem rannsaka þetta mál. Formaður nefndarinnar, Dante Fascell, segir í bréfinu, að málið sé „verulegt áfall fyrir bandaríska utanríkisstefnu, traust þjóðarinnar og baráttuna gegn hryðjuverkum". Haft er eftir ónefndum embættis- manni, að John Poindexter, fyrrum öryggisráðgjafi, hafi gefið Donald Regan, starfsmannastjóra, reglu- legar skýrslur um vopnasendingar og að hann hafi því vitað um þær frá upphafi. í fyrradag sagði Regan hins vegar, að hann hefði ekkert um málið vitað fyrr en fréttimar bámst út. Verið er nú að kanna hvort rétt- ar séu fréttir um, að Oliver North hafi eyðilagt skjöl, sem sýndu, að greiðslum fyrir vopnin hefði verið komið til skæruliða í Nicaragua, en embættismenn staðfestu í gær, að hann hefði haft aðgang að skrif- stofu sinni í nokkrar klukkustundir eftir að honum var vikið frá. Þá er bandaríska dómsmálaráðuneytið að rannsaka hvaða hlut CIA, banda- ríska lejmiþjónustan, átti að vopnasendingunum. AP/Símamynd. Stúdentaóeirðir í París Stúdentar í París efndu í gær til mikilla mótmæla vegna fyrirhugaðra breytinga á háskólalögunum. Segja þeir, að nýju lögin muni takmarka aðgang að mörgum deildum auk þess, sem námið verði miklu dýrara en það er nú. Þótti ókyrrðin í París í gær minna nokkuð á stúdentaóeirðimar árið 1968. Síðustu fréttir herma, að stjómin hyggist draga nokkuð í land með lögin til að sefa óánægju náms- manna. Myndin er frá mótmælunum og eins og sjá má eru margir stúdentanna við öllu búnir, vopnaðir knattleikskylfum og með hjálma á höfði. SALT-II-samkomulagið: Ákvörðunin mælist afar misjafnlega fyrir Ýmist gagnrýnd eða vitnað til samningsbrota Sovétmanna Waahington, Moskvu, London, Bonn, AP, Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN tók í gær í notkun 131. B-52-sprengju- flugvélina, sem búin er stýri- flaugum. Með þvf er brotið í bága við ákvæði SALT-II-samningsins frá 1979 um fjölda þeirra tækja, Grænland: Spá mjög auk- inni þorskgengd Kaupmannahðfn, frá N. J. Bruun, Grænlandsfréttaritara Morgunblaðsins. VÆNLEGAR horfir nú fyrir þorskstofninum við Grænland en um margra ára skeið en fiskifræðingar vara þó við auknum veiðum alveg á næstunni. Samkomulag hefur orðið með lands- stjórninni og samtökum sjómanna um fiskverðið á næsta ári. í skýrslu frá fískifræðingum að sinni. og haffræðingum á vestur-þýska rannsóknaskipinu Walther Her- wig segir, að óvenjulega lítill sjávarhiti við Grænland á fyrstu árum þessa áratugar hafi verið meginástæðan fyrir hruni þorsk- stofnsins. Nú hafi hins vegar hlýnað aftur og eru árgangamir frá 1984 og ’85 mjög sterkir og langt yfir meðallagi. Vara þeir hins vegar við auknum veiðum Samningar hafa nú tekist með landsstjóminni og sjómönnum um fískverðið á næsta ári. Verða mestar breytingar á rækjuverðinu en fyrir hvert kíló munu sjómenn fá 10,20 kr. danskar eða um 55 kr. fsl. Er það 42% hækkun frá því, sem nú er. Lúða og grálúða hækka álíka en laxverðið lækkar hins vegar mikið, milli 37-48% eftir gæðum og stærð. er flytja langdræg kjarnorku- vopn. Bandaríkjastjóm heldur því fram, að langt sé sfðan Sovét- menn hættu að fara eftir samningnum en ákvörðun henn- ar nú licfur mælst misjafnlega fyrir. Margir hafa gagnrýnt hana en aðrir vitnað til samn- ingsbrota Sovétmanna. Mikhail Gorbachev, sem í gær kom heim til Moskvu frá Indlandi, sagði um ákvörðun Bandaríkja- stjómar, að hún væri „meiriháttar mistök", sem gerðu það erfiðara en ella að komast að samningum um afvopnunarmál. SALT-II-samning- urinn hefur raunar aldrei verið staðfestur formlega þótt honum hafi verið fylgt, í orði kveðnu a.m.k. Les Aspin, sem er demókrati og formaður vamarmálanefndar full- trúadeildarinnar, sagði, að stjóm- inni hefðu orðið á „mikil mistök" og hélt því fram, að Reagan hefði framkvæmt þetta nú til að „blíðka hægriarminn" í Repúblikanaflokkn- um eftir ófarimar í fran-málinu. Talsmaður vestur-þýsku stjóm- arinnar sagði í gær, að stjómin teldi, að stórveldin ættu að standa við samninginn en Todenhöfer, tals- maður kristilegra demókrata í vamarmálum, kvað ákvörðun Bandaríkjamanna „skiljanlega". „Hvers vegna skyldu Bandaríkja- menn binda sig við samning, sem Sovétmenn hafa ekki fylgt í langan tírna?" spurði hann. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins sagði stjómina hafa „samúð" með Banda- ríkjamönnum í þessu máli vegna ítrekaðra brota Sovétmanna á samningnum. Lengi hefur verið búist við, að Bandaríkjastjóm tæki ákvörðun um að hætta að fara eftir SALT-II- samkomulaginu enda var það boðað fyrst í maí á sl. vori og þá réttlætt með því, að Sovétstjómin hefði í mörg ár brotið ýmis ákvæði þess. Sjá ennfremur „Samningur sem ...“ á bls. 33. Finnland: Banönum beitt gegn verðbólgu Hekinki, Reuter. FINNSKA ríkisstjómin hefur ákveðið að stórlækka tolla á banönum í þeirri von, að það verði til að halda aftur af hækkun framfærslu- vísitölunnar og þar með verðbólgunni. Kostar bananakilóið nú aðeins um sjö kr. ísl. Á ríkisstjómarfundi í gær var ákveðið, að hér eftir skyldi eitt lát- ið ganga yfir banana og aðra ávexti eins og t.d. epli, pemr og sítrónur, sem hingað til hafa verið tollaðir minna og lítið sem ekkert um jóla- leytið. Auk þess var áfengisverslun- inni og happdrættisfyrirtækjum í Finnlandi skipað að bíða með ráð- gerðar hækkanir. Á síðasta vori samdi stjómin um það við verka- lýðsfélögin, að frá því í febrúar og fram í desember á þessu ári yrðu verðhækkanir ekki meiri en 2,1% en það samsvarar nokkum veginn verðbólgunni. í tilkynningu stjóm- arinnar sagði, að vonandi dygðu þessar ráðstafanir til að vísitalan færi ekki yfír rauða strikið en breyt- ingin á bananaverðinu lækkaði hana um 0,005 stig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.