Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 Fjármálaráðherra: Aukin valddreifing á vinnumarkaði dregur úr sveiflum í efnahagslífinu ÞORSTEINN Pálsson fjármála- ráðherra, telur tímabært að stefna að meiri valddreifingu á vinnumarkaðinum og draga úr miðstýringu við samningsgerð. Með þeim hætti telur hann að koma megi í veg fyrir þau miklu sveifluáhrif á efnahagslífið sem óhjákvæmilega verði þegar öll launþegafélög í landinu geri samninga á einum og sama tíma. Þorsteinn Pálsson sagði að það hlyti að hafa veruleg áhrif á framvindu íslensks efnahagslífs hvernig kjara- samningar þróuðust á næstu árum. „Við höfum búið við heildaruppgjör á vinnumarkaðinum lengi," sagði Þorsteinn. „Ég er þeirrar skoðunar að sú aðferð hafi að vísu borið mjög góðan árangur í vetur sem leið og að þær pólitísku aðstæður kunni að vera í þjóðfélaginu alltaf öðru hvoru að hjá slíku verði ekki kom- ist. Mín skoðun er eigi að síður sú að það væri mjög æskilegt að dreifa valdinu meir í þessu efni og draga úr miðstýringu við samningsgerð um kaup og kjör, m.a. í þeim til- gangi að koma í veg fyrir þær miklu sveiflur sem óhjákvæmilega verða þegar öll launþegafélög í landinu gera samninga á einum og sama tíma. Það bendir margt til þess að með því að dreifa samningum þá sé unnt að framkalla þær breyting- ar sem verða á launum með jafnari hætti, þannig að þær hafí ekki sömu sveifluáhrif á efnahagslífíð. Enn- fremur hygg ég að með því móti muni þau fyrirtæki sem raunveru- lega hafa mest áhrif á þróun kjaramálanna, ýta meira á eftir þeim fyrirtækjum sem lakar standa og minni framleiðni hafa — í sumum tilfellum ýta þeim út af markaðinum en í öðrum tilfellum knýja þau til að standa sig betur og ná þannig áfram í samkeppninni um vinnuaf- lið.“ Sauðárkrókur: Viðræður við landeigendur og sýslunefnd um flugvailarmálið Sauðárkróki. Á FUNDI bæjarstjómar Sauðár- króks sl. mánudag urðu miklar umræður um flugvallarmál, en eins og kunnugt er liggur fýrir stjóm- völdum að taka ákvörðun um staðsetningu varaflugvallar fyrir millilandaflug. Mun það vera álit flestra er til þekkja, að Sauðárkrók- ur sé vænlegasti kosturinn í þeim efnum. í umræður um þetta mál undanfarið hafa fléttast vangavelt- ur um áhuga Atlantshafsbanda- lagsins á stækkun Sauðárkróks- flugvallar og því jafnvel haldið fram, að það sé reiðubúið til að §ár- magna framkvæmdir að einhveiju eða öllu leyti. Einkum virðast Al- þýðubandalagsmenn sitja uppi með þá vitneskju, enda gerðu þeir þetta að kosningamáli í bæjarstjómar- kosningunum í vor, en höfðu þó ekki erindi sem erfiði. Á nýafstöðnu kirkjuþingi höfðu sumir fulltrúar þungar áhyggjur af auknum hem- aðarumsvifum, sem peningar frá NATO myndu valda. Er illt til þess að vita, ef gerð varaflugvallar við Sauðárkrók eikur kvíða kirkjunnar manna, æmar eru peningaáhyggjur þeirra fyrir. Fyrir áðumefndum fundi bæjar- stjómar lá svohljóðandi samþykkt bæjarráðs: „Bæjarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við landeigendur á Sjávarborg um flugvallarmálið. Einnig samþykkti bæjarráð að óska eftir samvinnu í þessu máli við sýslunefnd Skagafjarðar." í um- ræðum á fundinum óskuðu þrír bæjarfulltrúar sérstakrar bókunar. Bjöm Sigurbjömsson fulltrúi Al- þýðuflokksins lagði fram svofellda bókun: „Þar sem Alþýðuflokkurinn átti ekki fulltrúa í síðustu bæjarstjóm tel ég undirritaður rétt að fram komi: Alþýðuflokkurinn á Sauðárkróki lýsir því yfír að vinna beri að því að hér á Sauðárkróki verði byggður alþjóðlegur varaflugvöllur og mun gera sitt til þess að hugmyndin geti orðið að veruleika. — Hvet ég alla bæjarfulltrúa til að vinna sam- an að þessu hagsmunamáli bæjarins hér eftir sem hingað til.“ Hörður Ingimarsson fulltrúi óháðra óskaði eftirfarandi bókunar: „Vegna fréttar í Þjóðviljanum 13. nóv. sl. sem ber yfírskriftina „Málið þagað í hel“ og byggir á viðtali við Ónnu Kristínu Gunnarsdóttur vil ég undirritaður taka eftirfarandi fram: Algjör samstaða hefur verið inn- an bæjarstjómar um fyrirhugaða uppbyggingu Sauðárkróksflugvall- ar. Naégir í því sambandi að benda á samþykkt bæjarráðs frá 8. febr. 1985 og sem staðfest var og samþ. af öllum bæjarfulltrúum á bæjar- stjómarfundi 19. febr. 1985 þ.m.t. fulltrúa Alþýðubandalagsins, Stef- áni Guðmundssyni. Það hefur því farið fram mikil og opin umræða um flugvallarmálið innan bæjar- stjómar. Aldrei hefur verið gerð nein til- raun til þess að þegja þetta mál í hel á vegum bæjarstjómar. Ég hvet því fulltrúa Alþýðubandalagsins til þess að kynna sér gang mála ítar- lega áður en yfirlýsingar eru settar fram í fjölmiðlum, sem auðveldlega geta haft stórskaðleg áhrif á gang sjálfsagðra framfaramála, sem flugvallarmálsins.“ Anna Kristín Gunnarsdóttir bæj- arfulltrúi Alþýðubandalagsins sagði að ekki væri að öllu leyti rétt eftir sér haft í Þjóðviljanum. Hún lagði fram eftirfarandi bókun: „Fulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjarstjóm lýsir því yfír að hann getur haft samstöðu með öðmm bæjarfulltrúum um að varaflugvöll- ur við Sauðárkrók sé bænum mikið hagsmunamál. Hinsvegar lýsir full- trúi Alþýðubandalagsins yfír mikilli andstöðu við þær hugmyndir sem komið hafa fram, að NATO fjár- magni gerð flugvallarins að hluta eða öllu.“ Síðan var tillaga bæjarráðs sam- þykkt með 9 samhljóða atkvæðum. Verður því ekki annað séð en ein- hugur ríki um flugvallarmálið og þess að vænta að það fái farsælan endi. Kári Hugmyndir fjármálaráðherra féllu í misjafnan jarðveg meðal þátt- takenda í hringborðsumræðum á spástefnunni. Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, benti t.d. á að heildarsamflot verkalýðshreyfíng- arinnar í heildarkjarasamningunum .fyrr á árinu hefði verið forsenda þess að sá árangur náðist sem nú blasir við. Hann sagði hins vegar að til lengri tíma litið væri hins vegar sú þróun sem fjármálaráð- herra lýsti vafalaust æskileg. Undir þetta sjónarmið tóku fleiri - sem sagt að eins og nú háttaði væri þessi valddreifing tæpast tímabær enda þótt lítill vafi væri á því að þetta væri það er koma skyldi. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, hélt því einnig fram að öll teikn bentu til þess að menn ættu eftir að sjá mun faglegri verkalýðshreyfíngu en nú væri. Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags ísl. iðnrekenda, lýsti þeirri skoðun sinni að núverandi fyrir- komulag kjarasamninga, þar sem aðilar vinnumarkaðarins væru m.a. að semja um röðun einstakra starfs- manna í launastiga og um starfsald- urshækkanir, hefði gengið sér til húðar. Nærtækara væri að aðilar vinnumarkaðarins semdu einungis um heildarlaunabreytinguna á hveijum tíma miðað við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu. í framhaldi af því ættu síðan fyrirtækin og starfsmenn þeirra að hafa tiltölu- lega fijálsar hendur um tekjuskipt- inguna út frá sjónarhóli frammi- stöðu og afkasta. Michael S. Voslensky. Hádegisfundur í dag: Voslensky talar um leið- togafundinn DR. MICHAEL S. Voslensky, prófessor í MUnchen, flytur er- indi á ensku og svarar fyrir- spurnum á hádegisfundi, sem Samtök um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg lialda sameig- inlega í Átthagasalnum í Hótel Sögu í dag, 29. nóvember. Salar- kynni verða opnuð kl. 12.00. Fundurinn er aðeins opinn fé- lagsmönnum og gestum þeirra. Umræðuefni dr. Voslenskys er: Leiðtogafundurinn í Reykjavík. 1. Hver voru hin raunverulegu ágreiningsefni? 2. Hin tvö kerfi: Hið opna, banda- ríska þjóðfélag og hið lokaða, sovéska þjóðfélag. Er hægt að bera þau saman? Sé svo, þá hvemig? Dr. phil. Amór Hannibalsson, dósent við Háskóla íslands, kjmnir ræðumann í upphafí fundar. Annað bindi minninga Huldu A. Stefánsdóttur BÓKAÚTGÁFAN Öm og Örlyg- ur hefur gefið út annað bindi endurminninga Huldu Á. Stef- ánsdóttur sem ber undirtitilinn Æska. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.: „I þessu bindi minninga sinna tekur Hulda upp þráðinn þar sem frá var horfíð í fyrsta bindi og segir frá æskuárum sínum á fyrsta ijórðungi aldarinnar — frá því að hún fluttist frá Möðruvöllum til Akureyrar og þangað til hún kvaddi Eyjafjörð tuttugu og sex ára gömul. Hulda kemur víða við eins og að líkum lætur. Á Akureyri mótast bæjarbragurinn í byijun aldar af dugnaði og skapfestu íslensks al- þýðufólks og erlendri verkkunnáttu og menningaráhrifum sem þangað bárust með danskættuðum kaup- mönnum, konsúlum og, iðnaðar- mönnum sem settust að á íslandi og tóku að rækta garðinn sinn í friðsældinni við Pollinn. Þar bregður þeim ljóslifandi fyr- ir, etasráðinu á Oddeyri, Önnunum með ættamöfnin Schiöth og Step- hensen, Maríu á Barði og séra Matthíasi. Inn í bemskuleiki krakkanna berst andblær hins ókunna með ferðamönnum utan úr heimi sem koma og fara. Gangar Gagnfræða- skólans bergmála af söng og æskugleði og skólastúlkan sem þar á heimili um skeið verður þar kenn- ari áður en lýkur. Hún kynnir fyrir okkur jafn geðrík og ólík skáld og Ólöfu á Hlöðum og Tryggva Svörf- uð. Hún er „hestasveinn" í Mý- vatnsferð og kastar blómum á veg Friðriks áttunda í Reykjavík 1907. Við fylgjum henni fram og aftur um Atlantshaf í skugga heimsstyij- aldar og inn á heimili dr. Valtýs Guðmundssonar í Kaupmannahöfti, dveljumst með henni sumarlangt á kvennaskóla í Vodingborg og verð- um þátttakendur í lífí og örlögum íslenskra ungmeyjar, lista- og menntamanna á Hafnarslóð. Loks rifjar Hulda upp gömul kynni af æskuvini sínum, Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi, og bregður upp myndum frá samveru- stundum þeirra uns leiðir skiljast. í bókinni eru rúmlega 80 gamlar ljósmyndir sem varpa lífí og lit á horfinn tíma og umhverfi þeirrar ævi- og menningarsögu sem þar er sögð.“ Minningar Huldu Á. Stefáns- dóttur eru settar og prentaðar í Prentstofu G. Benediktssonar og bundnar hjá Amarfelli hf. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson en kápumyndin er af málverki af Huldu frá Hafnarárunum sem Kristín Jónsdóttir málaði. Hans Christiansen listmálari IV Morgunblaðið/Einar Falur Málverkasýn- ing í Asmundarsal HANS Christiansen listmálari opnar málverkasýningu í Ás- mundarsal við Freyjugötu í dag laugardaginn 30. nóvember. Á sýningunni eru um 30 myndir, mest vatnslitamyndir en einnig nokkrar pastel myndir auk teikn- inga. Sýningin er opin milli kl. 14 og 20 dag hvem. Henni lýkur 7. desember. Þetta er ellefta sýning Hans sem sýnt hefur víða um land á undanf- ömum ám, þó mest í Reykjavík. Framan af var málaralistin ein- vörðungu áhugamál hans en á síðustu tveim til þrem árum hefur hann sinnt henni nær eingöngu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.