Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 VIRÐISAUKASKATTUR Róttæk breytíng á tekjuöfliin ríkísíns FRUMVARP til lag-a um virðisaukaskatt verður væntanlega lagt fram á Alþingi á þriðjudaginn. Ríkisstjórnin stefnir að því, að það verði afgreitt sem lög fyrir jól og taki gildi rúmu ári síðar, í árs- byrjun 1988. Óvist er, hvort þetta tekst, enda er frumvarpið viðamikið og felur í sér róttæka breytingu á tekjuöflunarkerfi ríkisins. Þing- menn kunna að þurfa dtjúgan túna til að taka afstöðu til frum- varpsins og einstakra þátta þess. Á móti vegur að frumvarpið hefur tvisvar áður komið fram á þingi og er efnislega lítið breytt í núver- andi búningi. Þá mun vera samstaða um það innan stjórnarflokkanna að hraða afgreiðslu frumvarpsins. Meginhugmyndin í frumvarpinu er sú, að virðisaukaskattur leysi núverandi söluskatt af hólmi. Tekjuöflun ríkisins, sem öll þjónusta þess og önnur útgjöld grundvallast á, byggir í dag að mestu leyti á óbeinum sköttum. Af þeim vegur söluskatturinn langþyngst. Hann er því mikilvægasti tekjustofn ríkis- Áætlað er að innheimta sölu- ms. skatts á árinu 1986 muni nema um 15,5 milljörðum króna. Þessi eini skattur aflar því um 40% af öllum tekjum ríkisins. Það er ekki algengt meðal þjóða heims, að einn einstak- ur skattur vegi svo þungt, en þeim mun mikilvægara þykir að skatt- kerfi, sem slík tekjuöflun er byggð á, sé rökrétt og örugg og valdi ekki mismunun. Söluskattur þykir hafa ýmsa veigamikla annmarka, bæði hvað varðar álagningu hans og inn- heimtu, og því hefur hann verið aflagður í flestum viðskiptalöndum okkar í Vestur-Evrópu, síðast á Spáni og Portúgal 1986 og fyrir- hugað er að taka hann upp í Grikklandi um næstu áramót. Gall- ar núverandi söluskattskerfisins eru einkum af tvennu tagi. í fyrsta lagi felur það í sér uppsöfnun skatts, þ.e. skattur leggst ofan á skatt á mismunandi framleiðslu- og sölu- stigum og „safnast upp“ í vöruverð- inu, sem fyrir vikið verður hærra en ella. Uppsöfnunin hefur að auki í för með sér verri samkeppnisstöðu útflutningsgreina og hamlar gegn eðlilegri þróun og verkaskiptingu í Afleiðingar virðisaukaskatts og hugsanlegar ráðstafanir NIAurgr. búwörur Hækkun 24% Auknar niöur- greiðslur 950 milli. kr. <Vb-br. varðs o% önnur matvara Hækkun 24% Lækkun tolla og vörugjalds 950 milli. kr. %-br. verðm 14% Matvæli hœkka að meðaltali um 10,5% Önnur einkaneysla I»kkarum1f2% Einkaneysla eða framfærsluvísitalan hækkar um 1,2% vegna álagningar virðiaukaskattsins. Húshltunar- kostnaAur Hækkun 24% Hækkun gr. niður aö fullu 450 milli. kr. %-br. vsrAs o% Bygglngar- kostnaAur Hækkun 24% Endurgr. 1 500 kr. á fm %-br. vsrAs o% Endurgr. fyrlr allt aA 200 fm Einkanoysla M.v.26% M.v.26% í miilj.kr. sðlusk. virAlsaukask. 1. Matvæli 18.623 22.344 2. Drykkjarvörur og tóbak 6.796 6.742 3. Fatnaöurog einkamunir 9.709 9.631 4. Húsnæði, Ijós og hiti 14.617 14.915 5. Húsgögn, húsbúnaðuro.fl. 11.824 11.737 6. Heilsuvernd og snyrting 2.423 2.407 7. Samgöngur 13.951 13.943 8. Skemmtanirogtómstundaiðja 8.227 8.419 9. Önnurneysla 2.641 2.641 lO. Elnksnsysls alls 88.811 82.778 KJúkllngar Hækkun 24% Aögeröir ? %-br. vsrAs 7% SvlnakJAt Hækkun 24% Aögeröir ? %-br. vsrAs 7 Barnabaetur verða hækkaðar um 525 milljónir króna. Sérfræðingar fjármálaráðuneytisins segja að heildarf ramfærslukostnaður eigi því ekki að hækka nema um 0,5% að meðaltali og hjá þorra hjóna með tvö börn ekkert. Elli og örorkubætur hækkaðar um 4% eða sam- tals um 175 milljónir króna. Þessi hækkun er talin vega upp kostnaðarauka þeirra sem þessara bóta njóta, vegna virðisaukaskattsins. atvinnulífínu. í annan stað eru und- anþágur frá greiðslu skattsins gífurlega margar og veldur það erfiðleikum við innheimtu hans og mismunar atvinnugreinum og fram- leiðsluaðferðum. Kostimir við virðisaukaskattinn eru þeir, að hann eyðir sjálfkrafa fyrmefndum uppsöfnunaráhrifun- um, undanþágur em fáar og innheimta ætti að vera öruggari. Þetta hefur m.a. í för með sér, að mismununin milli framleiðslugreina hverfur og samkeppnisstaða islenskra fyrirtækja gagnvart er- lendum samkeppnisaðilum, sem búa við virðisaukaskatt, batnar. Menn finna virðisaukaskatti það hins veg- ar einkum til foráttu, að hann leggst á ýmsar neysluvörur almennings, sem nú eru undanþegnar sölu- skatti, og veldur t.d. hækkun matvæla um 10,5% að meðaltali. Fyrirhugað er að mæta þessu með lækkun tolla og gjalda, niður- greiðslum úr ríkissjóði og hækkun bamabóta og ellilífeyris, en ná- kvæm útfærsla liggur ekki fyrir. Er hugmyndin sú, að unnið verði að þessu verkefni á næsta ári og komi þær til framkvæmda um leið og virðisaukaskattur verður tekinn upp - ef hann verður þá að vem- leika - í ársbyijun 1988. Breytingin úr söluskattskerfí yfir í virðisaukaskattskerfi mun hafa talsverðan kostnað í för með sér fyrir ríkið og innheimtumenn skattsins, en ekki liggur fyrir um hvaða upphæð er að ræða. Þegar kerfið hefur verið tekið upp þarf einnig að fjolga starfsmönnum á Skattstofunni enda gætu framtelj- endur til virðisaukaskatts orðið allt að 22.500. Fjöldi framteljenda til söluskatts er nú um 10.000. Þessi flölgun verður einkum í landbún- aði, byggingarstarfsemi og sjávar- útvegi. Fjölgun framteljenda Landbúnaður 5.000 Fiskveiðar 1.365 Fiskiðnaöur 500 Byggingarstarfsemi 1.850 Samgöngur 1.500 Lögfræöi-, bókhalds-, tækniþjónusta o.fl 1.800 Annað, oftaliö og skekkjur 485 SAMTALS 12.500 Bændur greiða ll%skatt Hefur ekki áhrif á verð til neytenda VIRÐISAUKASKATTUR mis- munar ekki atvinnugreinum eða framleiðsluháttum. Hins vegar er Ijóst að skatturinn á eftir að hafa verulega áhrif á stöðu at- vinnulffsins. í greinargerð með frumvarpi fjármálaráðherra er bent á að hægt sé að auka niðurgreiðslur á þeim landbúnaðarvörum, sem þegar eru greiddar niður, um 950 milljónir króna til að koma í veg fyrir að þær hækki. Þetta getur komið sér illa við framleiðendur svína- og kjúklingakjöts. Framleiðsla svína- og kjúklinga- bænda er ekki niðurgreidd, því er bent á að nauðsynlegt sé að bæta þeim upp t.d. með því að breyta innheimtu á fóðurbætisskatti. Ann- ars hækkar framleiðsla þessara bænda um 24% í verði og sam- keppnisstaða þeirra gagnvart öðrum kjötframleiðendum versnar sem því nemur. Þess ber að geta að bændur eru ekki söluskattsskyldir. í frumvarpi fjármálaráherra er gert ráð fyrir að sérstakar reglur gildi um land- búnað. Þrátt fyrir ákvæði um að skatthlutfallið sé 24% segir í 31. gr. að virðisaukaskattur (útskattur) skuli hjá aðilum sem stunda land- búnað vera 11% af andvirði land- búnaðarafurða sem seldar eru eða lagðar inn hjá vinnslustöðvum eða samtökum sem hafa með höndum vinnslu, dreifingu og sölu þeirra. Á móti þessu kemur að áætlað er að upphæð innskattsins sé 11% af verðmæti landbúnaðarvara. Lægra skatthlutfall hefur ekki áhrif á end- anlegt verð. Þá þurfa bændur ekki að skila skýrslu um virðisaukaskatt nema einu sinni á ári, en öðrum inn- heimtuaðilum er gert skylt að gera upp á tveggja mánaða fresti. Þeir sem selja árlega 50% eða meira af verðmæti afurða til annarra en vinnslustöðva eða samtaka er hafa undir höndum dreifinu, skila virðis- aukaskattsskýrslu á tveggja mánaða fresti. Sama gildir um þá bændur sem hafa 60% eða meira tekna sinna af annarri vinnu en framleiðslu búvara. Söluskattur ínnheimtur frá 1945 SÖLUSKATTUR hefur verið inn- heimtur hér á landi í einhverri mynd allt frá árinu 1945 að und- anskildum árunum 1946 og 1947. Fram til 1960 var innheimtur fjölstigasöluskattur með nokkuð mismunandi hætti og var hann nefndur ýmsum nöfnum svo sem veltuskattur, söluskattur, inn- flutningssöluskattur, fram- leiðslusjóðsgjald, útflutnings- sjóðsgjald, farmiðagjald og iðngjaldaskattur. Þegar sagt er að söluskattur hafi verið flölstigaskattur er átt við, að hann var lagður á sölu á hinum ýmsu stigum framleiðslu og dreifingar. Þetta kerfi reyndist mjög þungt í vöfum og erfítt var að hafa raunhæft eftirlit með því m.a. vegna fjölda takmarkatilvika og vanda við að draga skýr mörk milli skattskyldrar og skattfijálsrar sölu. Árið 1960 voru sett ný lög um söluskatt og þá varð til það kerfí, sem álagning og innheimta sölu- skatts byggist enn á, þótt lítils háttar breytingar hafi verið gerðar á lögunum á þessu tímabili. Sölu- skattur er lagður á andvirði seldra vara og þjónustu í innlendum við- skiptum og á innfluttar vörur til eigin nota eða neyslu innflytjanda. Skatturinn er almennt bundinn við síðasta stig viðskipta eða sölu til neytenda og er því einstigssölu- skattur, þótt frá þeirri meginreglu séu nokkrar undantekningar. Sölu- skattur leggst einnig á Qölmörg aðföng fyrirtækja, s.s. Qárfestingu, orku og ýmsar óvaranlegar rekstr- arvörur og fæst í slíkum tilvikum hvorki endurgreiddur né frádreginn innheimtum skatti af sölu. Ein meginforsenda þess að sölu- skattskerfi, eins og hér hefur tíðkast, geti orðið þjált og skil sölu- skatts örugg er, að söluskattsskyld- an sé almenn og undanþágum sé haldið í algjöru lágmarki. Hér á landi eru undanþágur frá sölu- skattsskyldu hins vegar orðnar svo margar að þær hafa þegar veruleg áhrif á alla framkvæmd kerfisins og öryggi þess. Undanþágum fer sífellt Qölgandi en ásóknin í undan- þágur hefur vaxið mjög með hækkun skatthlutfallsins. Hugmyndir um virðisaukaskatt- ur leysi söluskatt af hólmi eru ekki nýjar af nálinni. Frakkar voru fyrst- ir Evrópuþjóða til að koma á slíku skattkerfi árið 1955 og árið 1967 samþykkti Evrópubandalagið að samræma neysluskattkerfí aðild- arríkjanna á þann hátt að virðis- aukaskattur yrði tekinn upp. Ætlunin var að hrinda breytingunni í framkvæmd fyrir 1. janúar 1970, en af ýmsum framkvæmdaástæðum dróst það fram til ársins 1973 að hin sex stofnríki bandalagsins gætu tekið kerfíð upp. Nú eru flest við- skiptalönd íslendinga í Vestur- Evrópu búin að koma á þessu kerfi. Hér á landi hefur virðisauka- skattur verið til umræðu í meira en áratug. Margvíslegar athuganir hafa farið fram á þessu skattformi og tvær skýrslur verið sendar um málið að tilhlutan fjármálaráðu- neytisins, sú fyrri á árinu 1971 og hin síðari á árinu 1975. Haustið 1983 lagði flármálaráðherra fram frumvarp til laga um virðisauka- skatt, sem samið var af starfshópi á vegum ráðuneytisins. Frumvarpið var fyrst og fremst til kynningar á eðli virðisaukaskatts auk þess sem því var ætiað að vekja upp umræð- ur um breytt fyrirkomulag neyslu- skattlagningar hérlendis. Frumvarp þetta var lagt fram á ný nær óbreytt haustið 1984 og mælt fyrir því þá. Frumvarpið fékk allnokkra um- Ijöllun í flárhags- og viðskiptanefnd efri deildar Alþingis, sem einnig aflaði umsagnar frá nokkrum hags- munasamtökum. í samhljóða áliti nefndarinnar sagði, að yfirleitt væru umsagnir þessar neikvæðar. Þá benti nefndin á, að ekki lægi fyrir í hveiju víðtækar hliðarráð- stafanir yrðu fólgnar, er nauðsjm- legar væru f kjölfar þess að hár virðisaukaskattur yrði lagður á ýmsar lífsnauðsynjar sem undan- þegnar hafa verið söluskatti. Jafnframt var í áliti nefndarinnar vikið að því, að fleiri en eitt skatt- hlutfall tíðkaðist víða þar sem virðisaukaskattur væri við lýði. Nefndin taldi því, að frumvarpið þyrfti frekari athugunar við og lagði til að því yrði vísað til rikisstjómar- innar. Að tilhlutan Qármálaráðherra hefur frumvarpið verið endurskoðað auk þess sem allrækilega hefur verið hugað að þeim hliðarráðstöf- unum sem grípa verður til verði það að lögum. Á því stigi er málið nú á Alþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.