Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 Barnabóka- dagskráí Gerðubergi BARNABÓKADAGSKRÁ ís- landsdeildar IBBY og Gerðu- bergs verður sunnudaginn 30. nóvember kl. 16.00 í Gerðubergi. Sigrún Eldjám les upp úr bók sinni „Bétveir (B2)“, Þorvaldur Þorsteinsson les upp úr bók sinni „Skilaboðaskjóðan" og Iðunn Steinsdóttir les upp úr bók sinni „Jólasveinarnir". Einnig munu leik- arar Alþýðuleikhússins flytja söngva úr leikritinu „Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir", eftir ævintýri Kiplings í leikgerð Ólafs Hauks Símonarsonar. (Fr éttatilkynning). Viðskiptin við útlönd: Vöruskiptajöfnuður í október hag- stæður um 230 milljónir króna Hagstæður um 4,6 milljarða það sem af er árinu I októbermánuði voru fluttar út vörur fyrir rúmlega 4 millj- arða króna en inn fyrir rúmlega 3.8 milljarða miðað við fob-verð. Vöruskiptajöfnuðurinn í október ' var því hagstæður um 230 millj- ónir króna, en í októbermánuði í fyrra var halli á vöruskiptajöfn- uðinum sem nam 725 milljónum króna á sama gengi. Fyrstu 10 mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir rúmlega 37 milljarða króna en inn fyrir tæpa 32,5 milljarða á fob-verði. Vöru- skiptajöfnuðurinn fyrstu 10 mánuði ársins var því hagstæður um rúma 4,6 milljarða, en á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 553 millj- ónir króna á sama gengi. Ifyrstu 10 mánuði ársins var verðmæti vöruútflutningsins 17% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru röskir þrír fjórðu hlutar alls útflutningsins og voru 20% meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli var 8% meiri en í fyrra, útflutningur kísil- jáms var 4% minni og útflutnings- verðmæti annarrar vöru var 6%’ meira en á sama tíma í fyrra, reikn- að á föstu gengi. Verðmæti vöruinnflutningsins fyrstu 10 mánuði ársins var svipað og á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu meðalgengi á viðskiptavog. Hér skiptir miklu, að rekstrarvöm- innflutningur álverksmiðjunnar var mun minni en í fyrra á sama tíma. Verðmæti til stóriðju, innflutnings skipa og flugvéla svo og olíuinn- flutnings fyrstu 10 mánuði ársins var samtals 31% minna en í fyrra, reiknað á föstu gengi. Niðjatal og niðjamót Knudsenættarinnar KNUDSENÆTTIN kemur sam- an á niðjamóti í Broadway sunnudaginn 30. nóvember kl. 14.30. Tilefnið er útgáfa tveggja binda veglegs verks um ættina, sem prýtt er ljósmyndum af á fimmta þúsund einstaklingum. Það sem gerir þetta niðjatal frá- bmgðið áður útgefnum verkum af þessu tagi, er að nú er í fyrsta sinn rakin sannkölluð „Reykjavíkurætt", með upphaf sitt í Kvosinni. Það er því vel við hæfi að slíkt rit komi út á afmælisári borgarinnar. Niðjatal Knudsenættar er talið frá þeim hjónum Lauritz Michael Knudsen, kaupmanni í Reykjavík, og konu hans, Margrethe Andreu f. Hölter, en niðjar þeirra í dag, sem vitað er um, em 3850 og em dreifð- ir víða hér á landi og erlendis. L.M. Knudsen fæddist 30: janúar 1779 í Rejsby á Jótlandi og kom hingað til lands um 1800 sem að- stoðarmaður við verslun bróður síns Adsers Knudsen. Síðar gerðist hann umsvifamikill kaupmaður í Reykjavík og „má telja hann einn merkasta borgara bæjarins fyrstu þijá áratugina". Margrethe Andrea Hölter var einnig af dönskum ætt- um, fædd í Kaupmannahöfn 4. janúar 1781. Þau eignuðust tíu böm og komust níu þeirra til full- orðinsára. Það gefur auga leið, svo fjölmenn og dreifð sem Knudsenættin er, að ekki „þekkja allir alla", og á niðja- mótinu í Broadway á sunnudaginn gefst afkomendum Knudsenshjón- anna einmitt tækifæri til að kynnast Lauritz Michael Knudsen. betur innbyrðis, uppgötva t.d. að maðurinn í næsta húsi, eða einhver þekkt persóna úr þjóðlífinu, er kannski náinn ættingi. Niðjatalið, sem er fjórða verkið í ritröðinni íslenskt ættfræðisafn, er gefíð út af bókaforlaginu Sögu- steini. (Fréttatilkynning). Þverhnípi eftirSvein Guðmundsson Að hveiju stefnir? Þegar bænda- stéttin fékk kvótann þá tóku bændur þegjandi við honum vegna þess að þeir töldu hann illa nauðsyn. Næst kemur svo búmarkið og nú trúðu bændur því að loksins væri kominn grunnur sem hægt væri að byggja á. Nú yrði hægt að reikna út verðmæti jarðanna í hlut- falli við búmarkið. En Adam var ekki lengi í Paradís og ef til vill var það að þeir, sem áttu að úthluta búmarkinu, létu suma fá of ríflegan skammt. Hins vegar var minna á rétt bænda þar gengið en með nýju- reglugerðinni sem hefur hlotið nafnið fullvirðisréttur. í upphafl göngunnar að þver- hnípinu var hvatt til þess að bændur fækkuðu búfé sínu, og gerðu það allir sem einhvem samstarfsvilja höfðu og samstöðu með dreifbýlinu. Hins vegar gerði ríkisvaldið þessa bændur að kjánum, því að hinir sem ekki tóku mark á áróðrinum um fækkun búfjár eru nú verðlaunaðir. Þar með er kominn trúnaðar- brestur milli bænda annarsvegar og landbúnaðarráðuneytisins hins vegar. Fullvirðisrétturinn er búinn til eftir vitlausum forsendum og er útkoman í samræmi við það. For- ustumenn bænda létu landbúnaðar- ráðuneytið flækja sér í málið og það lítur út þannig að þeir séu gerendur í augum almennings. Fullvirðisréttur er miðaður við framleiðstu áranna 1984 og 1985 og hærra árið tekið sem viðmiðun- armark. Þetta kemur svo sem vel út á blaði. En viðhorfíð breytist ef skyggnst er undir yflrborðið. Þeir sem juku famleiðslu sína á þessum árum fá besta útkomu. Segjum að tveir bændur hafí árið 1983 átt 400 ærgilda búmark og köllum annan A og hinn B. Bóndi A eykur fram- leiðslu sfna jafnt og þétt þrátt fyrir áskoranir Stéttarsambandsins um hið gagnstæða og 1985, sem sé hærra viðmiðunarárið, hafí hann 600 ærgildi. Skerðing hans er hér reiknuð 10% og hefur hann nú í fullvirðisrétt 540 ærgildi og hefur bætt útkomu sína um 140 ærgildi. Bóndi B hefur hlýtt kallinu og fækkað ofan í 250 ærgildi og lengra telur hann sig ekki geta farið. Hann fær skerðingu eins og hinn og hef- ur hann fullvirðisrétt fyrir 225 ærgildi. Segjum nú að bændumir A og B kanni sölu á fullvirðisrétti sínum hjá Framleiðnisjóði. A-kaupverð er 4.200 kr. x 540 = 2,268.000,00 kr. Þá fær bóndi B 945.000 kr. Bóndi A græðir 1.744.000,00 kr. á því að óhlýðnast kalli bændasamtak- anna. Reyndar mætti segja að bóndi A sæti uppi með verðlausa jörð, en bóndi B fengi eitthvað fyrir sína jörð þó að fullvirðisrétturinn sé allt- of lítill til þess að vaxta nokkuð fjármagn. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að bændasamtökin eða réttara sagt ríkisvaldið refsi bændum fyrir að trúa orðum þeirra. Nú mun einhver segja að skakkt sé reiknað, vegna þess að Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins kaupi ekki nema 500 ærgildi og því megi ekki setja dæmi svona upp, en það bannar enginn bændum að láta af- ganginn á kaupleigusamningi, sem er enn hagstæðari en sölusamning- urinn. Annað dæmi um hvernig ekki á að haga sér. A svæði Búnaðar- sambands VestQarða var ónýttur fullvirðisréttur hjá Vestur-Barð- strendingum, vegna niðurskurðar á riðufé. Þessi fullvirðisréttur var um 3.000 ærgildi. Búnaðarsambandið óskaði eftir því að fá að nýta þenn- an fullvirðisrétt, en þeirri málaleit- an var hafnað af hálfti landbúnaðar- ráðuneytisins. Bændur á þessu svæði standa mjög illa og má til dæmis nefna að hér eru bændur með fjölskyldur sem ætlað er að Sveinn Guðmundsson „Ég þykist vita að þeir sem standa að því að reka bændur í áttina að þverhnípinu telji sig vinna þjóðþrifastörf og eflaust má finna allgóð rök fyrir því starfi eftir því sjónarhorni sem val- ið er.“ lifa af innan við 100 ærgildum. Þennan fullvirðisrétt sem Vest- ur-Barðstrendingar áttu var farið með á önnur mið. Þetta er ekkert annað en siðleysi. Við þá verðskerðingu sem nú er sett á bændur má halda því fram að verðgildi jarða hafi rýmað um að minnsta kosti um eina milljón króna hver meðaljörð. Þetta er ekki svo lítil eignaupptaka. Jafnvel Hafskipsmálið hverfur í skugg- ann við þennan samanburð. Ég þykist vita að þeir sem standa að því að reka bændur í áttina að þverhnípinu telji sig vinna þjóð- þrifastörf og eflaust má finna allgóð rök fyrir því starfi eftir því sjónar- homi sem valið er. Byggðaröskun er fyrirsjáanleg, því að bændum með fullvirðisrétt undir 400 ærgild- um er gert ómögulegt að draga fram lífið og þeim hent út á gadd- inn. Vitað er að íbúafjöldi í sumum byggðarlögum er í lágmarki, ef skriðan fer af stað verður erfitt að stöðva hana. Einnig er vitað að erfítt verður að fá fólk til þess að flytja til baka. Fólk vill eiga sem fæst skipbrot á æviferli sínum. Það má teljast furðuleg refsing fyrir þá bændur sem hafa fylgt stjóm- arherrunum í gegnum árin að þola þessa niðurlægingu. Að sjálfsögðu er undirritaður sér fyllilega meðvitandi þess, að vandi þjóðfélagsins í heild er mikill og þar er íslenskur landbúnaður einn þátt- ur. Hins vegar má deila á ríkisvaldið og aðra sem að fræðslumálum starfa að afhenda DV alla upp- fræðslu um ónytjungshátt bænda og dreifbýlið sé dragbítur á þétt- býlið á Reykjavíkursvæðinu. Fyrir nokkm hitti ég ungan mann, vel greindan Reykvíking, í hópi reykvískra ungmenna sem hafði nýlega komið í Reykhóla. Eg var spurður hvaðan ég væri og ég sagði að ég væri úr Reykhólasveit og kannaðist enginn í hópnum við þá sveit. Ég bað unga manninn að íýsa leiðinni þangað og staðháttum. I stuttu máli var leiðin ógnarlöng og helst mátti skilja að Reykhólar væri vin í eyðimörk. Jafnvel urðu ungmennin undrandi á því að Þör- ungavinnslan væri þar. Eg hygg að hér eigi skólamir nokkra sök á. Ég er nærri viss um að fólk hér úr byggð gæti gert Reykjavík miklu betri skil, en hinn ungi maður gerði um leiðina frá Reykjavík í gegnum blómlegar byggðir. Nú er það ekki ætlun mín að setja svo mjög ofan í við starfsmenn okkar bænda, en til þess að myndin verði heil verður að taka þá með. Búnaðarfélag íslands er ríkis- stofnun og breytir það engu þó að starfsmenn séu bændum velviljaðir. Flestar stofnanir sem vinna fyrir landbúnaðinn eru ríkisstofnanir og bændur hafa enga tryggingu fyrir þvi að þeir ráði nokkru um stefnu þeirra. Bændur eru orðnir að minni- hlutahópi í sínu eigi landi, sem ríkisvaldið getur ráðskast með að vild sinni. Einu sinni voru þeir taldir vinir sem til vamms sögðu, en er það svo í dag? í dag eru þeir gerðir tor- tryggilegir jafnvel þó þeir geti sýnt með rökum að þeir fari með rétt mál. Nú er ekki óeðlilegt að lesandi spyiji sem svo: „Hvað hefur þú til málanna að leggja?" og koma svör mín hér á eftir. 1. Farið verði yfír kvótann og búmarkið og það leiðrétt og fullvirðisréttur miðaður við 400 ærgildi. Annað er skrifstofu- vinna fólks sem verður að vinna fyrir kaupinu sínu. Allar gerðir landbúnaðarráðuneytisins verður að endurskoða. Ríkis- stjómin í heild ber ábyrgð á þessari aðför sem nú er stefnt gegn íslensku dreifbýli. 2. Skipuleggja þarf allt landið með tilliti til búsetu og leggja aðeins þær jarðir í eyði sem eru með mjög lélegar bygging- ar eða ræktun óeðlilega lítil. Þetta verður að gera með reisn. Aldrei má henda neinum út á gaddinn. Hús og jarðir sem ekku yrðu nýttar af íslending- um gætu komið sér vel fyrir hina heitt trúuðu íslensku þjóð til þess að taka á móti flótta- fólki sem hvergi á höfði sínu að halla. 3. Nú vilja margir, sem kannski er ekki óeðlilegt, að búmark sé minna þar sem hlunnindi eru. Hlunnindi er á mörgum bæjum sem aukabúgrein og bændur geta ekki lifað á þeim eingöngu. Þessir bændur eiga einna auðveldast með að yfír- gefa jarðir sínar og koma á vorin og vera yfír sumartímann og nytja hlunnindin. Enginn gróði yrði fyrir þá sem eftir eru að þessari þróun. Sannleikur- inn er sá að hinn hefðbundni búskapur er undirstaðan og kjölfestan, enda hefur íjár- magn frá hlunnindum oftast gengið í það að byggja þessar jarðir sæmilega upp. 4. Nú vita allir sem eitthvað vita um landbúnað að bú geta ekki dregist saman að neinu ráði vegna þess að fjármagnskostn- aður er mikill og sérstaklega hjá þeim sem nýlega eru búnir að byggja eða hefja búskap. Bóndinn getur ekki staðið und- ir skuldum og fer á hausinn sem kaliað er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.