Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 áhrifum shítanna í íran, því að í mörgum þeirra býr fjölmennur minnihluti shíta en súnnítar fara með völd. Einnig hefur átt sér stað trúarvakning í löndum múhameðs- trúarmanna, svo að þau eru mörg hver mjög viðkvæm fyrir trúarleg- um áhrifum. Þannig er nú ástatt til dæmis í Egyptalandi. En frá upphafí hafa klerkamir í íran rekið ódulda útþenslustefnu og þótt þeir hafi ekki hafið stríðið við írak, var það yfirlýst markmið þeirra að koma Hussein, forseta Iraks, frá völdum. Til að ná því markmiði hugðust þeir beita trúar- legum áhrifum sínum. En Hussein varð fyrri til og síðan hefur geisað stríð. Það virðist meðal annars hafa verið sú staðreynd, að íranir hafi haldið sínum hlut í stríðinu við ír- aka, sem olli því, að Bandaríkjafor- setar og ráðgjafar hans ákváðu að reyna að koma á samskiptum við íran. Það var alveg ljóst, að klerka- veldinu yrði ekki hnekkt. Khomeini er 86 ára gamall og orðinn hrumur. Það má því búast við því, að hann geti horfið af sjón- arsviðinu hvenær sem er. Það er ekki ljóst, hver tekur við af honum, ef það verður nokkur. Það gat því verið mjög mikilvægt fyrir Vestur- veldin og Bandaríkin sérstaklega að hafa eitthvert samband við ráða- menn innan íransstjómar, sem gætu hugsanlega reynzt henni hlið- hollir eða að minnsta kosti ekki eins andsnúnir og aðrir klerkar. Þeim hefur verið lýst sem hófsömum. Fremstur þeirra er Rafsanjani. Yfir- lýsing Khomeinis á dögunum, þar sem hann fordæmdi afskipti Svarta hússins og ávítti þá stjómmálamenn í Iran, sem kröfðust þess að fá að vita, hveijir hefðu átt samskipti við Bandaríkjastjóm, hefur verið skilin svo, að Khomeini legði blessum sína yfir viðleitni hófsemdarmannanna. En hvað sem frekar gerist í Wsahington er ljóst, að áfram verð- ur það mikilvægt, að Bandaríkja- menn hafí áhrif á Persaflóasvæðinu og að íranir þurfa vopn og vara- hluti frá Bandaríkjunum. Ekki ný bóla En samskiptin við íran eiga sér lengri sögu. 1982 flúði Sovétmaður að nafni Vladimir Andreyevich Kuzichkin frá íran til Bretlands. Hvemig hann komst út úr Iran, er ekki ljóst. En hann var yfirmaður KGB í íran og færði brezku leyni- þjónustunni lista yfir alla njósnara Sovétmanna í íran, sem voru marg- ir meðlimir í íranska kommúnista- flokknum, Tudeh. Bandaríska leyniþjónustan yfirheyrði Kuzichkin einnig. Það var síðan sameiginleg ákvörðun Breta og Bandaríkja- manna að afhenda yfirvöldum í íran lista Kuzichkin. Þau vom ekki sein á sér og talið er að um 200 njósnar- ar og samstarfsmenn Sovétmanna í íran hafí verið teknir af lífi og 18 sendiráðsstarfsmenn vom reknir frá íran. Starfsemi sovézku leyni- þjónustunnar var iömuð í landinu. Þessa atviks var lítið getið á sínum tíma. En nú er það notað til að sýna, að samstarf Vesturlanda og klerkanna í íran er því ekki nein ný bóla. íran o g Bandaríkin eftir Guðmund Heið- ar Frímannsson Fátt hefur vakið meira umrót í alþjóðastjómmálum að undanfömu en uppljóstranir í Washington, að stjómvöld þar hafa sent vopn til íran og þrír gíslar hafa verið leyst- ir úr haldi. Forsetinn heldur því fram, að ákvörðun sín um að senda vopn hafi verið réttlætanleg og sé á engan hátt mistök og hann hafi ekki verið að selja vopn í skiptum fyrir gísla. Á hinn bóginn játar for- setinn að meðferð fjármuna vegna vopnasölunnar hafi verið mistök. Hefur hann gripið til ráðstafana í samræmi við það. Það má búast við því, að þetta mál verði mikið rætt á næstu vikum og um það verði mjög skiptar skoðanir. Og það er ljóst, að það hefur dregið úr vin- sældum forsetans og trúverðugleik. MacFarlane í Teheran Fyrir nokkm birtist frásögn af því í íslömsku blaði í Beirút, að fyrmm öryggismálaráðgjafí Reag- ans Bandaríkjaforseta, Robert MacFarlane, hefði verið tekinn fast- ur á flugvellinum í Teheran þar sem hann var með falsað vegabréf og klæddur eins og vélamaður. í frá- sögninni var sagt, að MacFarlane hefði verið með tertu, áritaða Biblíu af forsetanum og skilaboð til Khom- einis. MacFarlane var umsvifalaust vísað úr landi og með fylgdu yfirlýs- ingar um djöfulskap Bandaríkja- manna og Svarta hússins, eins og opinber yfirvöld í íran kalla Hvíta húsið. Það er alveg ljóst nú, að MacFar- lane fór til Iran, hvað sem hann hafði með sér í farangrinum. Þessi för hans var lokaþáttur í viðskiptum Bandaríkjastjómar og klerkaveldis- ins í íran, sem átt höfðu sér stað í meira en hálft ár. Á þeim tíma sendu Bandaríkjamenn vemlegt magn af vopnum til írans, eldflaug- um gegn skriðdrekum, varahlutum I F-5-omstuþotur flughersins í íran og fleira. Allar þær vopnasendingar fóm í gegnum milliliði í ísrael, á Spáni, í Brasilíu og fleiri löndum. Það var síðan hugmynd MacFarlan- es, að kominn væri tími til að sýna yfirvöldum í íran, að Bandaríkja- stjóm væri full alvara með þessum viðskiptum og senda vopn milliliða- laust til Teheran. En þá fór allt úr böndunum. Embættismaður í því ráðuneyti, sem á að sjá um út- breiðslu hinnar íslömsku byltingar, tók til sinna ráða, þegar honum barst vitneskja um málið og lak því til blaðsins í Beirút. Pólitískt sprengiefni Það þarf engum að koma á óvart, að þessar upplýsingar hafi orðið pólitískt sprengiefni I Was- hington. Mjög fáum var kunnugt um málið, þótt Schultz, utanríkis- ráðherra, hafi verið betur kunnugt um það en hann vildi vera láta í fyrstu. Nú er ljóst, að hann sat tvo fundi, þar sem rætt var um málið í smáatriðum. Menn þurfa heldur ekki annað en minnast umsátursins um sendiráð Bandaríkjanna í Teher- an, þegar klerkastjómin tók völdin, til að skilja, að Bandaríkjamönnum er ekki mjög gefið um viðskipti við hana. Þar geisar stríð milli Iran og Irak og sljómir vilhallar Banda- ríkjunum hafa staðið með írak gegn íran, flestar til að koma í veg fyrir útbreiðslu hinnar íslömsku bylting- ar. Að síðustu ber forsetanum að upplýsa þingið með hæfílegum fyr- irvara um vopnasendingar til átakasvæða. Ágreiningur um það, hvort forsetinn getur skýlt sér á bak við sérréttindi framkvæmda- valdsins eða hvort hann hefur brotið lög, eins og ýmsir demókratar í þinginu hafa haldið fram. Eins og við var að búast, hefur komið í ljós ágreiningur meðal að- stoðarmanna forsetans. Sumir starfsmanna Hvíta hússins hafa reynt að koma sökinni á aðra, aðr- ir varið forsetann með ráðum og dáð með þeim rökum til dæmis að ákvörðun hans hafi sýnt óvenjulega framsýni. En MacFarlane hefur sagt, að það hafi verið röng ákvörð- un að senda vopn til íran. Að öllum líkindum mun einhver segja af sér vegna þessa máls, þótt það sé ekki ljóst ennþá. En það er tvennt við þetta mál, sem ástæða er til að vekja athygli á. í fyrsta lagi mikilvægi íran í Mið-Austurlöndum. í öðru lagi að samskiptin við íranstjórn eiga sér lengri sögu. Mikilvægi írans íran er stórt land og liggur á þeim stað á hnettinum, sem skiptir hvað mestu máli um þessar mund- ir. Það á löng landamæri að Sovétríkjunum og ræður allri norð- urströnd Persaflóa. Um hann fer mest af þeirri olíu, sem arabaríkin flytja út. Það eru Sovétríkin og olí- an, sem valda því, að íran er mjög mikilvægt land. Auk þess eru Mið- Austurlönd einhver viðkvæmasti bletturinn á jarðarkringlunni og þar má stöðugt búast við átökum. Keis- arinn í Iran, meðan hann ríkti, leit á sig sem máttarstólpa stöðugleik- ans á þessu svæði og mikilvægasta hlekkinn í öryggisneti Vesturveld- anna. í krafti vináttu keisarans höfðu Bandaríkin mjög mikil áhrif á þessu svæði, meðan hann ríkti. Þegar hann féll varð gjörbreyting á áhrifavaldi Bandaríkjanna á þessu svæði. Klerkaveldið leit á Banda- ríkin sem sérstakan útsendara myrkrahöfðingjans og neitaði að eiga nokkur samskipti við þau og hélt starfsmönnum sendiráðs þeirra í gíslingu svo mánuðum skipti. Sömuleiðis lýstu klerkamir and- stöðu við guðleysi kommúnismans og meðlimir íranska kommúnista- flokksins voru hnepptir I fangelsi. Einnig vildu klerkamir flytja út byltinguna og löndin í kringum þá em mjög viðkvæm fyrir trúarlegum _________Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag V-Húnvetning’a Sunnudaginn 23. nóvember var spiluð bæjarkeppni milli Hvamms- tanga og Skagastrandar. Hvamms- tangamenn sigruðu með 78 stigum gegn 42. 0g sl. þriðjudag var eins kvölds tvfmenningur hjá félaginu. Úrslit urðu: Karl Sigurðsson — Kristján Bjömsson 124 Guðjón Pálsson — Steingrímur Jónsson 114 Eggert Pálsson — Flemming Jessen 113 Sigurður ívarsson — Unnar A. Guðmundsson 113 Eggert Levý — Sigurður Þorvaldsson 111 Meistarastigaskrá Bridssambandið minnir á að meistarastigaskrá 1987 mun koma út í janúar. Öll félög sem vilja hafa nýja „stöðu" félaga sinna I þeirri skrá eru minnt á að senda áunnin stig inn fyrir næstu helgi (6.-7. desember). Eftir þann tíma verða stig ekki tekin til skráningar fyrr en að vori. Þau svæðasambönd sem enn liggja með stig fyrir svæðamót I haust (eða síðasta vor) eru eindreg- ið beðin um að gera skil hið fyrsta. Með stigunum fylgi silfurstiga- greiðsla, en gjalddagi félaganna innan BSÍ, er ekki fyrr en 15. jan- úar ’87. Bridssamband íslands minnir enn á ný á, að það em hagsmunir spilar- anna sem eru I húfi fyrir félögin. Láti eitthvert félag undir höfuð leggjast að senda inn stig er það alfarið á þeirra ábyrgð. Eins og fyrr sagði kemur meist- arastigaskráin út I janúar 1987 og verður henni dreift til allra félag- anna, að venju. Skráin verður I líku formi og 1986, með tölulegum upp- lýsingum og öðrum þeim fróðleik sem bridsáhugafólk hefur áhuga á. Skránni er dreift frítt. Hreyfill — Bæjarleiðir Nú er aðeins einni umferð ólokið í tvímenningskeppni bílstjóranna en spilað er I tveimur 14 para riðlum. Staðan: Kristinn Sölvason — Stefán Gunnarsson 727 Ámi Halldórsson — Þorsteinn Sigurðsson 706 Cyms Hjartarson — Vignir Aðalsteinsson 687 Jón Sigtryggsson — Skafti Bjömsson 685 Úrslit í A-riðli sl. mánudag: Kristinn Sölvason — Stefán Gunnarsson 205 Ámi Halldórsson — Þorsteinn Sigurðsson 188 Úrslit I B-riðli: Bemharð Linn — Anton Guðjónsson 182 Gunnar Oddsson — Páll Vilhjálmsson 179 Síðasta umferðin verður spiluð á mánudaginn kemur í Hreyfilshús- inu kl. 19.30. Bridsdeild Rangæingafélagsins Staðan I sveitakeppninni eftir 3 umferðir: Gunnar Helgason 202 Sigurleifur Guðjónsson 180 Loftur Pétursson 172 Lilja Halldórsdóttir 168 Gunnar Guðmundsson 160 Næsta umferð verður spiluð 3. desember nk. I Armúla 40. Bridsdeild Húnvetn- ingafélagsins Fjómm kvöldum af fimm er lokið í hraðsveitakeppninni og er hörku- keppni um efsta sætið. Staðan: Sigrún Straumland 2374 Halldóra Kolka 2351 Guðni Skúlason 2333 Kári Siguijónsson 2329 Cyrus Hjartarson 2309 Hæstu skor fengu eftirtaldar sveitir á síðasta spilakvöldi: Sigrún Straumland 661 Lovísa Eyþórsdóttir 645 Bjöm Ámason 629 Spilað er í Félagsheimili Hún- vetningafélagsins í Skeifunni á miðvikudagskvöldum kl. 19.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.