Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 71 PWS* *rr- Éppw éMW| ip» Morgunblaðið/Þorkell • Guðríður Guðjónsdóttir stóð sig vel í gœr og skoraði 8 mörk. Hún fókk ekki alltaf blíðar móttökur í vörninni eins og myndin sýnir. Kvennalandsliðið: Bandaríska liðið jafnaði 6 sekúndum fyrir leiksloka ÍSLENSKA kvennalandsliðið f handknattleik gerði jafntefli 18:18 við það bandarfska f skemmtilegum leik f íþróttahúsi Seljaskóla f gœrkvöldi. Staðan í hálfleik var jöfn 11:11. íslenska liðið náði þriggja marka forystu um miðjan seinni hálfleik en besti leikmaður bandarfska liðiðsins, Sam Jones, náði að jafna á loka- sekúndunum. íslenska liðið byrjaði illa og skor- aði ekki fyrr en eftir 5 mínútur og þá höfðu andstæðingarnir gert tvö mörk. Liðið náði síðan að saxa á forskotið og jafnaði í fyrsta sinn 6:6 þegar fyrri hálfleikur var hálfn- aður. Eftir það var jafnt á öllum tölum fram í leikhlé. íslensku stúlkurnar byrjuðu vel í seinni hálfleik og náðu þriggja marka forskoti eftir 13 mínútur, 16:13. Síðan kom mjög slakur kafli þar sem allt fór í handaskolum og bandarísku stúlkurnar skoruðu næstu þrjú mörk og jöfnuðu þegar 4 mínútur voru til leiksloka. Guðríður Guðjónsdóttir skoraðir 17. markið úr vítakasti, en þær bandarísku jöfnuðu aftur þegar rúm ein mínúta var til leiksloka. Erla Rafnsdóttir fiskaði vítakast sem Guðríður skoraröi úr þegar 30 sekúndur voru eftir og sigurinn virtist í höfn, en Sam Jones jafnaði þegar sex sekúndur voru eftir eins og áður segir. íslenska liðið lék mjög vel í vörn en gerði oft of mörg mistök í sókn- inni. Sigur íslands hefði verið sanngjarn miðið við gang leiksins en það var eins og þreytu gætti í liðinu eftir erfiða leiki í íslandsmót- inu og landsleikinn á föstudags- kvöldið. Liðið í heild stóð sig vel og er Hilmar, landsliðsþjálfari, greinilega á réttri leið með liðið. Ingunn Bernódusdóttir og Svava Baldursdóttir voru mjög góðar í vörninni og héldu uppi sóknar- leiknum. Guðríður Guðjónsdóttir var sterk framan af en var tekin föstum tökum er líða tók á. Katrín Fredriksen var góð í hægra horn- inu og skoraði falleg mörk. Guðný Gunnsteinsdóttir komst vel frá þeim stutta tíma sem hún fékk að leika með. Markverðirnir, Kolbrún Jóhannsdóttir og Halla Geirsdóttir, stóðu fyrir sínu. Sam Jones var besti leikmaður bandaríska liðsins, mjög leikin með knöttinn og matar samherja sína með fallegum sendingum. Cindy Stinger og Dandra de le Rive stóðu sig einnig vel og markvörðurinn varði vel á lokakaflanum. Mörk fslands: Guðríður Guðjóns- dóttir 8/4, Katrín Friðriksdóttir 4, Guðný Gunnsteinsdóttir 3, Ingunn Bernótus dóttir 2 og Svava Ýr Baldursdóttir 1. Mörk Bandarfkjana: Stinger 5/5, Jo- nes 4, Palgut 3, Gamble 2, Lack 2 og Gallagher 1. Vajo Úrvalsdeildin: Yfirburðir hjá UMFN „ÞEIR voru einfaldlega betri en við,“ sagði Gunnar Þorvarðarson, þjálfari IBK eftir að UMFN hafði gjörsigrað lið hans 72:55 í úrvals- deiidinni í körfubolta í Njarðvík f gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 41:20. Það kom fljótlega í Ijós að heimamenn voru komnir til að sigra. Leikur þeirra var ákaflega öflugur, bæði í sókn og vörn, á meðan klaufaskapur og óöryggi einkenndi leik ÍBK. Njarðvíkingar juku forskotið jafnt og þétt og í hálfleik var mun- urinn 21 stig. Það var því aðeins formsatriði fyrir þá að Ijúka leikn- um. „Ég er ánægður með leik minna manna og vörnin hjá okkur var gæðaflokki betri," sagði Valur Ingimundarson, þjálfari og leik- maður UMFN, að leik loknum. Hjá UMFN kom ungur leikmaður skemmtilega á óvart í leiknum. Það var Teitur Örlygsson, sem hefur sýnt miklar framfarir að undanf- örnu, en hann skoraði 19 stig. Hreiðar Hreiðarsson og Helgi Rafnsson sýndu einnig mjög góð- an leik. Valur Ingimundarson hafði sig ekki mikið í frammi, en virtist geta skorað, þegar honum hent- aði. Þetta var ekki dagur ÍBK og leik- mennirnir náðu sér ekki á strik. Dómararnir, Sigurður Valur Halldórsson og Jóhann Dagur Björnsson, komust þokkalega frá leiknum. Stig UMFN: Teitur örlygsson 19, Helgi Rafnsson 15, Hreiöar Hreiöarsson 14, Jóhannes Kristbjömsson 10, Valur Ingi- mundarson 10, Isak Tómasson 3, Kristinn Einarsson 1. Stig ÍBK: Guöjón Skúlason 11, Siguröur Ingimundarson 8, Jón Kr. Gíslason 7, Ólaf- ur Gottskálksson 7, Hreinn Þorkelsson 7, Matti Ó. Stefánsson 6, Gylfi Þorkelsson 5, Ingólfur Haraldsson 4. Bb' 1. deild karla íkörfu: UBKvann UMFT í spennandi leik BREIÐABLIK vann Tindastól 56:51 í 1. deild karla í körfubolta í Kópavogi í gærkvöldi. Tindastóll hafði eitt stig yfir f hálfleik, 30:29, en heimamenn gerðu út um leik- inn i fyrri hluta seinni hálfleiks. Leikurinn var spennandi en ekki vel leikinn. Tindastóll hafði frum- kvæðið í fyrri hálfleik og þegar 13 mínútur voru liðnar var staðan 20:13 gestunum í vil. Breiðablik sótti í sig veðrið síðustu mínútur hálfleiksins og náðu nær að jafna leikinn. Leikmenn UBK gerðu út um leik- inn á fyrstu 7 mínútum seinni 21-árs liðið: Viggó velur landsliðshóp LANDSLIÐSHÓPUR 21 árs og yngri f handknattleik karlahefur Skíði: Krizaj og Stenmark enn í fullu fjöri „GÖMLU mennimir," Bojan Krizaj, Júgóslavfu og Ingemar Stenmark, Svfþjóð, sýndu þeim yngri að þeir verða ekki auð- veldir viðureignar f skfðabrekk- unum f vetur. Þeir gerðu sór Iftið fyrir og urðu f tveimur efstu sætunum á alþjóðlegu svigmóti sem fram fór f Sestriere á ítalfu f gær. Mótið var upphitun fyrir heimsbikarkeppnina í alpagrein- um sem hefst meö stórsvigi á sama stað í dag. Allir fremstu skíðamenn heims voru á meðal keppenda. Ingemar Stenmark hafði besta brautartímann í fyrri umferð og Krizaj í þeirri seinni og náði að sigra Stenmark með 9 hundruðustu hlutum úr sek- úndu. „Þeir gömlu góðu er enn í fremstu röð,“ sagði Ingemar Stenmark brosandi eftir keppn- ina. „Úrslitin sýna að ég á góða möguleik á að vinna keppni í heimsbikarnum í vetur og álagið verður ekki eins mikið," sagði Stenmark sem getur státað af 83 sigrum í heimsbikarmótum. Úrslit í sviginu í gær voru þessi: Bojan KrizaJ, Júgóai. 1:47.24 Ingemar Stenmark, Svfþjóð 1:47.33 Joel Gaspoz, Sviss 1 -.47.71 Oswald Totsch, ftalfu 1:48.03 Florían Beck, V-Þýskal. 1 .-48.08 AlbertoTomba, (talfu 1:48.13 Christlan Oríalnsky, Austurrfki 1:48.23 Grega Benedikt, Júgósl. 1:48.28 Frsnk Vömdl, V-Þýskal. 1:48.30 Paul Frommelt, Uchtensteln 1:48.50 verið valinn. Athyglisvert er að sjö leikmenn frá FH eru f hópnum. Eftirtaldir aðilar hafa verið valdir til þátttöku í æfingum með 21 árs landsiiðinu í handknattleik. MARKVERÐIR: Hrafn Margeirsson ÍR Bergsveinn Bergsveinsson FH Guömundur A. Jónsson Fram Ólafur Einarsson Umf. Selfoss AÐRIR LEIKMENN: Ámi Friðleifsson Víkingur Bjarki Sigurösson Vikingur Jón Kristjánsson KA Halldór Ingólfsson Grótta Hafsteinn Bragason Stjarnan Skúli Gunnsteinsson Stjarnan Páll Ólafsson KR Konráð Ólafsson KR Þóröur Sigurösson Valur Jón Þórir Jónsson UBK Júlíus Gunnarsson Fram Frosti Guölaugsson ÍR Stefán Kristjánsson FH Hálfdán Þórðarson FH Gunnar Beinteinsson FH Pétur Petersen FH Háðinn Gilsson FH Óskar Helgason FH Sigurjón Sigurðsson Haukar Þjálfari liöslns: Viggó Sigurðsson Landsliðsnefnd: Ingvar Viktorsson og Egill Bjarnason. Þetta lið mun m.a. taka þátt í móti sem haldið verður hér á landi um miðjan desember nk. Þar munu spila A-lið íslands, Finnlands og Bandaríkjanna. Einnig er það ætl- unin að þetta lið taki þátt f Reykjavíkurleikunum 1987. Undan- keppni fyrir heimsmeistarakeppn- ina verður í vor, en á þessari stundu er ekki vitað við hvaða lið ísland þarf að spila, heimsmeist- arakeppnin verður haldin f Júgó- slavíu seinni hluta ársins 1987. hálfleiks. Þá skoruðu þeir 15 stig gegn þremur og breyttu stöðunni úr 29:30 í 44:33. UMFT minnkaði muninn jafnt og þétt, en tapaði engu að síður með fimm stiga mun. Ómar Guðmundsson var bestur hjá UBK og skoraði 9 stig. Kristján Rafnsson átti einnig ágætan leik, var stigahæstur með 19 stig, en Kristinn Albertsson skoraði 10 stig. Kári Maríusson, þjálfari og leik- maður UMFT, stjórnaði spili sinna manna og skoraöi sjálfur 9 stig. Unglingalandsliösmaðurinn Kristj- án Rafnsson var stigahæstur að vanda með 26 stig. Öruggt hjá Bremen ÞRÍR leikir fóru fram f vestur- þýsku knattspymunnl f gær- kvöldi. Kaiserslautern vann Niirnberg, 2:1, Werder Bremen sigraði DUsseldorf, 5:2 og Boc- hum og Dortmund geröu marka- laust jafntefli. Souness vill fá Roberts hjá Spurs Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgunblaösins á Englandi. GRAEME Souness, fram- kvæmdastjóri Giasgow Rangers, bauö Tottenham 250 þúsund pund fyrir Graham Roberts, en David Pleat, framkvæmdastjóri Spurs, hafnaði tilboðinu. Sou- ness gefst ekki upp og er tilbúinn til að greiða 400 þúsund pund fyrir enska landsiiðsmanninn. Souness er ekki ánægöur með varnarleik sinna manna. Hann seg- ir að liöið þurfi á sterkum varnar- manni að halda við hliðina á Butcher og Roberts sé rétti mað- urinn. Joe Jordan er einn 50 umsækj- enda um starf framkvæmdastjóra Hibernian í Skotlandi og er talið mjög líklegt að hann fái starfið. Jordan, sem verður 35 ára í næsta mánuði, gerði garðinn frægan með Leeds og lék samtals 52 landsleiki fyrir Skotland. Stórliðin Liverpool, Everton, Tottenham og West Ham eru öll é eftir lan Snodin, fyrirliða Leeds. Snodin er 23 ára miðvallarleikmað- ur og var keyptur frá Doncaster í fyrra fyrir 200 þúsund pund. Fyrr- nefnd félög eru tilbúin að greiða 700 þúsund pund fyrir kappann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.