Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 41 Veiðimálastofnun: Tilraunir með eldi stórseiða og kyn- bætur á hafbeitarlaxi Aukinn kraftur í fiskeldisrannsóknir með styrkjum Rannsóknaráðs TILRAUNASTARF Veiðimála- stofnunar í fiskeldi er orðið fjölbreyttara en áður var þegar megináherslan var lögð á haf- beit og seiðaeldi tilheyrandi því. Þáttaskil urðu í tilrauna- starfinu þegar Rannsóknaráð ríkisins hóf að veita styrki til fiskeldisrannsókna. Veiðimála- stofnun hefur ýmist ein sér eða i samvinnu við aðra fengið nokkra af þessum styrkjum og er stór hluti tilraunanna gerður í Laxeldisstöð rikisins í Kolla- firði. Meðal verkefna má nefna tilraunir með útrýmingu á nýmaveiki, stórseiðaeldi og undirbúning fjölskyldukynbóta á hafbeitarlaxi. Blaðamaður ræddi á dögunum við Árna Helgason deildarstjóra fiskeld- isdeildar Veiðimálastofnunar og Jónas Jónasson fiskeldis- fræðing um tilraunastarf stofnunarinnar í fiskeldi. Fiskeldisrannsóknirn- ar orðnar fjölbreyttari Ámi Helgason sagði almennt um tilraunastarfið: „Lengi vel var þessu starfí mjög þröngur stakkur skorinn. Rekstri Kollafjarðar- stöðvarinnar er ætlað að standa undir sér og ákveðinni tilrauna- starfsemi einnig. Þetta hefur takmarkað mjög svigrúmið enda hefur við val og framkvæmd rann- sóknaverkefna orðið að gæta þess að þrengja ekki um of að tekjuöfl- un stöðvarinnar. Síðan gerist það að veitt er ijármagni til tilrauna, meðal annars í fiskeldi, sem Rann- sóknaráð ríkisins úthlutar og sköpuðust þá möguleikar til að vinna meira og skipulegar. Þessi starfsemi sveiflast líka með áhug- anúm í atvinnugreininni sjálfri. Laxeldisstöð ríkisins er sjálf- stæð stofnun undir sérstakri stjóm en ávallt hefur verið góð samvinna á milli hennar og Veiði- málastofnunar. Ámi ísaksson núverandi veiðimálastjóri er reyndar framkvæmdastjóri Kolla- fjarðarstöðvarinnar og því stjórn- andi beggja stofnananna. Veiðimálastofnun hefur nú tvo sérfræðinga sem vinna við fískeld- ið. Vorið 1985 var allur fískur í Laxeldisstöð ríkisins skorinn niður vegna nýrnaveiki sem þar kom upp og hefur síðan verið unnið að ýmsum breytingum og end- umýjun á stöðinni. Starfsemin er aftur komin í fullan gang og er nú full af físki. Það tilraunastarf sem unnið er á Veiðimálastofnun í fískeldi er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða tilraunir sem við erum með hér í Kollafirði. Hins vegar em ýmsar hagnýtar tilraunir sem við eigum þátt í að gera úti í fískeldis- fyrirtækjunum um land allt. Þama em mörkin á milli tilrauna og leiðbeininga oft óglögg." Prófaðar leiðir til út- rýmingar nýrnaveiki Eftir að nýmaveikin kom upp í Kollafjarðarstöðinni hefur verið unnið að því að prófa leiðir til að útrýma veikinni úr stöðinni. Er unnið að þessu verkefni í sam- vinnu við físksjúkdómayfírvöld. „Það kom af sjálfu sér að farið var út í þetta verkefni," sagði Ámi. Hann lýsir málinu þannig: „Þessi leið byggir á því að stöð- inni er skipt í þijár sjálfstæðar einingar, sem era einangraðar hver frá annarri. Það er fiskmót- taka, klakhús og eldiseiningar. Við vitum að það kemur nýma- veikisjúkur fiskur inn í stöðina úr hafbeit. Með þessari skiptingu hennar em hver árgangur ein- angraður frá öðmm og þannig reynt að girða fyrir smit. Sérstak- ir starfsmenn vinna við hveija einingu og fara þar ekki á milli. Allur klakfiskur er rannsakaður og hrognum frá sýktum fískum eytt. Með þessum aðferðum er vonast til að sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi, og verður að gönguseiðum næsta vor, verði algerlega laus við nýmaveikina. Seiðunum verður sleppt í hafbeit í vor og árin 1988—89, þegar lax- inn skilar sér fullvaxinn til baka, kemur í ljós hvort þetta hefur tekist," sagði Ámi. Vonir bundnar við árangnr af stórseiðaeldi Frá því á árinu 1984 hefur Veiðimálastofnun verið með at- hyglisverðar tilraunir með eldi stórseiða og framhaldseldi þeirra í sjókvíum úti á firðinum. Árni Helgason: „Ástæðan fyrir þessari tilraun em erfíðleikar á eldi í sjókvíum hér við land yfír vetrar- tímann. Menn hafa lent í erfíðleik- um með fískinn í kvíunum vegna veðurs og kulda. Við emm að leita að leiðum til að sneiða hjá þessum vandamálum. Með kerfísbundnu vali á laxa- seiðum í eldi, nákvæmri fóðmn og umönnum og hækkuðum hita á vatni eldiskeranna má ná gönguseiðum á 18 mánuðum sem em allt að 20 sinnum stærri en venjuleg gönguseiði. í fyrsta áfanga tókst að ná þeim upp í 650 grömm á þeim tíma sem venjulega tekur að ala göngu- seiði. Seiði sem alin vom á hefðbundinn hátt vom 35—50 gr. á sama tíma og stórseiðin vom 650 grömm að þyngd. Markmiðið með þeim tilraunum sem nú em í gangi er að ná seið- unum upp í 800 grömm í maí á næsta ári þannig að mögulegt verði að ljúka eldinu með því að ná þeim upp í 2 kg. næsta sumar og haust og slátra úr kvíunum fyrir veturinn. Eldistími í sjó verð- ur því 6—8 mánuðir í stað 14—18 mánaða í hefðbundnu kvíaeldi. Takist að nýta landaðstöðu til stórseiðaeldis og sjókvíar á sumr- in til að framleiða markaðsvöm skapast nýir möguleikar fyrir okk- ur Islendinga í fískeldinu. Málið snýst um að nýta heita vatnið til að halda háum hita allan seiðatím- ann og nota síðan hið tiltölulega hagstæða hitastig sjávar hér við land yfir sumarið til að framleiða markaðsvöra á sem skemmstum tíma. Helstu vandamálin við þessa framkvæmd em þau að það er ekki sjálfgefíð að þeir laxar sem sýna hraðasta vöxtinn á seiðastigi standi sig betur þegar í sjó kemur og með svona hröðum vexti er hætta á að fiskurinn verði kyn- þroska strax á fyrsta ári og hætti þar með að vaxa. Með tilrauninni er ætlunin að leita leiða til að leysa þessi vandamál, þannig að sem best heildamiðurstaða fáist, það er að sem flest kíló af laxi fáist á sem skemmstum tíma með lág- markstilkostnaði. Núna emm við að bera saman mismunandi hrað- vaxta seiði innan sama stofns og einnig ólíka laxastofna. Vonumst við til að fá einhver svör við því hvort okkar stofnar henti misvel í þessa gerð af eldi og almennt hvemig eigi að bera sig að við framkvæmdina svo góður heildar- árangur náist. Enn er of snemmt að segja til um árangur af þessu starfi. Við emm ennþá á áætlun en það kem- ur ekki í ljós fyrr en næsta sumar þegar fiskurinn fer í sjókvíamar hvort þetta tekst eða ekki,“ sagði Ámi. Kynbætt með áherslur á endurheimtur Veiðimálastofnun hefur nú haf- ið tilraunir með kynbætur á hafbeitarlaxi. Jónas Jónasson fískeldisfræðingur sagði frá henni í samtali við Morgunblaðið: „Þess- ar tilraunir em í raun fyrsta skrefið í kynbótum á hafbeitar- laxi. Þar sem Kollafjarðarstofninn hefur sýnt að hann hentar mjög vel til hafbeitar þar sem endur- heimtumar era góðar (um 10% í sumar) og vegna þess hvað hann er auðveldur í eldi á seiðastigi, var ákveðið að kanna betur hvaða möguleikar felast í kynbótum á honum með tilliti til hafbeitar. Þetta er framkvæmt þannig að Morgunblaðið/Þorkell 1 Kollafjarðarstöðinni, f.v.: Jón- as Jónasson fiskeldisfræðing- ur, Ólafur Ásmundsson stöðvarstjóri í Laxeldisstöð ríkisins og Árni Helgason deild- arstjóri S fiskeldisdeild Veiði- málastofnunar. Árni heldur á tveimur seiðum, sem sjást betur á innfelldu myndinni. Þessi seiði eru jafn gömul, eða 10 mánaða. Það minna er venju- legt gönguseiði en það stærra er valið úr stórseiðahópnum sem Veiðimálastofnun gerir nú tilraunir með. búnir em til systkinahópar. Komi fram munur á endurheimtum milli þeirra má ætla að endurheimtur séu að einhveiju leiti erfðabundn- ar og hægt verði að gera kyn- bótaáætlun þar sem aðalmark- miðið verður að auka endurheimtur og ef til vill einnig meðalþyngd úr sjó. Árangurs af þessum tilraunum er að vænta eftir 3—4 ár. Menn binda miklar vonir við að hægt sé að ná árangri á þessum sviðum með kynbótum og er þetta forverkefni fyrir slíkt starf. Sjálfar kynbætumar em miklu umfangsmeiri. Hafbeitin er óhagkvæm um þessar mundir vegna lækkandi verðs á laxi og dýrra seiða og verðum við að bregðast við því með aukinni hagkvæmni. Miðað við aðstæður nú þarf yfír 10% endurheimtur til að hafbeitin borgi sig. Seiðastöðvamar em því aðallega í því að ala seiði til út- flutnings. Þegar seiðaverð lækkar aftur má hins vegar búast við að hafbeitin geri sig meira gildandi og þá mun undirbúningur kyn- bótanna koma að góðu gagni," sagði Jónas. Jónas bætti því við að Norð- menn hefðu stundað kynbætur á laxi og regnbogasilungi um all langt skeið, með það að aðalmark- miði að auka vaxtarhraða. Hefði þeim tekist að auka vaxtarhrað- ann um 36% og sagði hann að það sýndi glöggt hvað kynbætur í fiskeldi gætu verið mikilvægar. —HBj. Nýr Eymundsson EYMUNDSSON hefur hafið rekstur verslunar í Nýjabæ, Eið- istorgi. í nýju versluninni, eins og þeirri gömlu í Austurstræti, verður lögð áhersla á að vera með sem best úrval af erlendum blöðum og metsölubækur. Þá er hlutur íslenskra bóka að sjálf- sögðu góður. Eymundsson kappkostar að vera alltaf með það nýjasta. Þessa dag- ana býður verslunin til dæmis í vasabroti allar bækur af síðasta metsölulista New York Times. í nýju búðinni er einnig boðið upp á þijú hundmð af þeim fímm hundr- uð blaðatitlum sem Eymundsson í Austurstræti hefur á boðstólum, þar á meðal sunnudagsútgáfu New York Times, sem Eymundsson sei- ur ein íslenskra bókaverslana. í framtíðinni er ætlunin að auka enn úrval dagblaðanna. Eymundsson verslunin í Austur- stræti hefur verið starfrækt í 114 ár. Opnun nýju verslunarinnar til viðbótar er viðleitni til að auka þjónustu og fylgja þeirri byggðar- þróun sem orðið hefur í Reykjavík. (Fréttatilkynning). Úr nýju bókaverslun Eymunds- sonar í Nýjabæ á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi. Á myndinni eru frá vinstri Berglind Jónasdóttir, Einar Óskarsson framkvæmda- stjóri og Ólöf Bóasdóttir. Skógrækt í Laugardal Grein Einars Gunnarssonar skógtæknifræðings, „Nytja- skógur í Laugardal", í blaðinu 27. nóv. er rituð vegna greinar, sem bar yfírskriftina „Mikil skógræktaráætlun í Laugardal" og birtist 16. nóv.. Að mati Ein- ars komu fram í þeirri grein ýmsar rangfærslur og taldi hann rétt að gera nánari grein fyrir atburðarás og stöðu málsins nú, en Einar hefur ahnast skipu- lagningu þeirrar áætlunar, sem þar er rætt um og hefur haft faglega umsjón með gangi þess máls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.