Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 33 SALT 2; Samningur sem ekki var staðfestur BANDARÍKJASTJÓRN lýsti þvi yfir á fimmtudag, að hún segði skilið við svonefndan SALT-2 samning við Sovétríkin. Samningur þessi á rót sína að rekja meira en 7 ár aftur I tímann. Hann var undirritaður af Jimmy Carter, Bandarikjaforseta, og Leonid Brezh- nev, leiðtoga Sovétílqanna, í júlí 1979. Samkvæmt ákvæðum í samn- mgnum gilti hann til ársloka 1985. SALT-2 samningurinn var aldrei staðfestur af Bandaríkjaþingi. Mjög var tvísýnt um það í upphafi, hvort samningurinn hlyti tiiskilinn meiri hluta í öldungadeild Bandaríkja- þings. Þegar Sovétmenn gerðu innrás í Afganistan í lok desember 1979, ákvað Carter forseti að leggja samninginn ekki fyrir þingið. Þá var einnig útséð um, að hann hlyti samþykki. Samningurinn tók því ekki gildi formlega, enda þótt bæði ríkin hafi fram að þessu farið eftir ákvæðum hans. Helztu ákvæði SALT-2 voru þessi: Heildarþak var sett á saman- lagðan fjölda skotkerfa fyrir langdrægar eldflaugar, þau máttu ekki verða fleiri en 2.250 á gildistí- manum. Af þeim áttu ekki færri en 930 að vera aðeins með einum kjamaoddi. Þau 1320 skotkerfi, sem falla ekki innan þessa ramma, eru kaf- bátar og langdrægar sprengjuflug- vélar búnar stýriflaugum, sem unnt er að skjóta lengra en 600 km. Það eru þessi síðastnefndu takmörk, sem Bandaríkjamenn hafa farið fram úr með því að gera tilbúna til notkunar 131. sprengjuflugvélina af gerðinni B-52. Þá var í samningum mælt fyrir um það í hve mörgum þessara 1320 skotkerfa mætti hafa svonefnda MIRV-kjamaodda. Það em sprengjuoddar, sem þannig em úr garði gerðir, að sprengjumar dreif- ast á mörg skotmörk á jörðu niðri. Takmörk vom sett við því, að búnar yrðu til fleiri kjamorku- sprengjur en þær, sem framleiðslu væri lokið á og komið hefði verið fyrir í eldflaugum af þeirri gerð, sem nú væm til. Bann var sett við framleiðslu á og tilraunum með stórar langdræg- ar landeldflaugar og mátti hvomg- ur aðili þróa aðeins eina tegund af landeldflaugum. Öry ggisráðstefnan í Vínarborg: Deilt á Sovétmenn vegna Afganistan Vín, Reuter. FULLTRÚAR stórveldanna á ráðstefnu um öryggi og samvinnu i Evrópu, sem nú stendur yfir í Vinarborg, deildu hart í gær er rætt var um meint mannréttindabrot Sovétmanna í Afganistan. Samuel Wise, einn fulltrúa Bandaríkjastjómar, gagnrýndi Sovétstjórnina harðlega og sagði hana hafa brotið gegn ákvæðtun Helsinki-sam- þykktarinnar. Yuri Kashlev, aðalsamningamað- ur Sovétríkjanna, brást hinn versti við og sagði ástandið í Afganistan tilkomið vegna vopnasendinga Bandaríkjamanna til skæmliða. Samuel Wise sagði ástand mann- réttindamála í Afganistan vera dapurlegan vitnisburð um virðing- arleysi Sovétstjómarinnar fyrir þeim gmndvallarmannréttindum sem tryggð væm samkvæmt Hels- inki-samþykktinni. Sagði hann Sovétmenn ekki hafa svo mikið sem svarað ásökunum um mannrétt- indabrot Laurence O’Keefe, fulltrúi Breta, flutti ræðu í nafni Evrópubanda- lagsins og kvartaði yfir starfshátt- um sovésku fulltrúanna í hinum ýmsu vinnuhópum, sem myndaðir hafa verið á ráðstefnunni. Sagði hann að lítið bæri á hinni „opnu stefnu" sem Mikhail S. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, boðaði í sífellu. Tyrkland: Tyrkir fá ekki frjálsan búseturétt í ríkjum EB Ankara, Tyrklandi; Reuter. EVRÓPUBANDALAGIÐ (EB) hefur tilkynnt ríkisstjórn Tyrk- lands, að tyrkneskir verkamenn fái ekki að setjast að, hvar sem er í ríkjum bandalagsins frá og með næsta mánudegi, eins og stjómin hafði gert ráð fyrir. Ríkisstjóm Tyrklands teiur að er landið gerðist aukaaðili að því sem þá hét Efnahagsbandalagið árið 1963, hafi verið ákveðið að eftir 1. desember 1986 gætu Tyrkir sest að hvar sem er í löndum bandalags- ins. í bréfi er stjóminni barst sl. fimrrtudag frá utanrikisráðherrum bandalagsrflqanna kom fram, að þeir eru ekki sammála túlkun tyrk- nesku ríkisstjómarinnar, en bjóða upp á viðræður um málið. Gwyn Morgan, fulltrúi EB í Ank- ara, hefur að sögn heilmildarmanna Reuters, ráðlagt tyrkneskum stjómvöldum að taka tilboðinu um viðræður sem ættu að geta hafist seint í janúar á næsta ári. Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI Bandaríkjadollars lækk- aði gagnvart öllum helstu gjald- miðlum. GuU hækkaði i verði. í London kostaði sterlingspundið 1,4355 dollara (1,4295). Dollarinn kostaði 162,20 jen í Tókýó (162,80) en gengi dollarans var annars þann- ig að fyrir hann fengust: 1,970 (1,9895). vestur-þýsk mörk 1,64375 (1,6595). svissneskir frankar 6,4725 (6,5150). franskir frankar 2,2335 hollensk gyllini (2,2485). 1.371,15 ítalskar límr (1.3378,37). 1,3845 kanadískir dollarar (1,3848). í London kostaði gullúnsan 389,75 dollara (383,50). ATHYGLISVERÐ BÓK UM DULRÆN MÁLEFNI DRAUMAR OG ÆÐRI HANDLEIÐSLA Ingvar Agnarsson skráir í þessa bók af hógvœrð og vandvirkni frásagnir Aðalheiðar Tómasdóttur, eiginkonu sinnar. Helgi Vigfússon skrifar formála. Aðalheiöut Tómasdóttir DRAUMAR OG ÆÐRI HANDLEIÐStA Staásmt ai tngvan Agnarssyre Dyngja bókaútgáfa, Borgartúni 23 105 Reykjavík, S 91-36638, 91-28177 og 91-30913. Auglýsing um innlausn happdrættísskuldabréfa rfldssjóðs I.flokkurl976 Hinn 1. desember nk. hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs í I. flokki 1976, (litur: bleikur). Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 2.000,00, nú kr. 20,00, verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á lánskjaravísitölu frá útgáfudegi á árinu 1976 til gjalddaga í ár. Innlausnarverð hvers skuldabréfs í greindum flokki er kr. 715,40 Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á, að bréfin eru eingöngu innlevst í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10. Revkiavfk. Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu Seðlabankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans. Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar lánskjaravísitölu Skuldabréfin fyrnast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 30. nóvember 1986. Reykjavík, nóvember 1986 SEÐLABANKI ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.