Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDAGUR 29i NÓVEMBER 1986 13 Þorrablót Bókmenntir Sigurjón Björnsson Árni Björnsson: Þorrablót á ís- landi. Bókaklúbbur Arnar og Örlygs. Reykjavík 1986.256 bls. í formálsorðum höfundar er þess getið að bókinni sé ætlað að vera e.k. hjálpargagn fyrir forstöðumenn eða veislustjóra þorrablóta. Hér fá þeir úr ýmsu að moða, sem hægt er að notast við í slíkum mannfagn- aði. Hins vegar má það teljast góð þjónustulund að leggja á sig að taka saman allvæna bók af ekki meira tilefni. Og efunarmál er það ekki að dijúgmikla fræðslu er að hafa á þessum hálft þriðja hundrað blaðsíðum. Bókin skiptist í fjóra þætti. Er sá fyrsti, Þorrablót, sýnu stærstur eða næstum því helmingur bókar- innar. Þar er um marga hluti rætt: Þorrablót í heiðni, merkingu og upprunaskýringar orðsins þorri. Síðan er vikið að þorra á síðari öld- um. Prentaður er hluti þorrakvæða frá eldri tímum. Alllöngu máli er varið í að ræða þorravenjur á síðari hluta 19. aldar, enda er þá hægt að styðjast við spumingaskrár þjóð- háttadeildar Þjóðminjasafns ís- lands. Þá er alllöng greinargerð um endurvakningu þorrablóta. En sú endurvakning hófst seint á síðustu öld. Þorrablót hafa þó einkum orðið algengur mannfagnaður á síðustu áratugum. Annar þáttur bókarinnar nefnist Þorrablótsvísur. Þar eru birt „26 Þorrablótskvæði frá síðasta þriðj- ungi 19. aldar, og eru þó hin yngstu þeirra ort rétt eftir aldamótin". Nótur til söngs fylgja öllum kvæð- unum nema einu, „þó að ekki hafi tekist svo öruggt sé að fínna upp- hafleg lög að nema tæpum helmingi kvæðanna". Bókarhöfundur hefur valdið lög að hinum eftir því sem hann taldi best henta hveiju sinni. I þriðja þætti eru sjö þorrakvæði frá 17., 18. og 19. öld. Einungis eitt þeirra hefur áður birst á prenti. Síðasti þáttur nefnist „Formálár Ragnar Lár ásamt einu verka sinna. Ragiiar Lár sýnir í MIR salnum í DAG kl. 16.00 opnar Ragnar Lár málverkasýningu í MIR saln- um að Vatnsstig 10 (fyrir neðan Hverfisgötuna). Sýningin verður opin virka daga kl. 15.00-20.00 og helgidaga kl. 14.00-21.00. Sýningunni lýkur sunnudaginn 7. desember. Á sýningunni em 32 verk, olíu- málverk, vatnslitamyndir og gvass- myndir málaðar á síðustu þremur árum. Ragnar Lár hélt sína fyrstu sýn- ingu í Ásmundarsal fyrir réttum 30 árum að loknu námi í Handíða- og myndlistarskólanum. Ragnar Lár naut handleiðslu Gunnars heit- ins Gunnarssonar, listmálara, um margra ára skeið. Hann sýndi síðast í Reykjavík haustið 1984 í Gallerí Lækjartorg. og minni". Ekki eru þetta þó þorra- blótsformálar, heldur er um að ræða eins konar „staðlaðar tækifæris- ræður“, sem fluttar voru í veislum af ýmsu öðru tilefni, t.a.m. brúð- kaupsveislum, fyrr á öldum. Höftmdur hefur talið að þær gætu hentað á þorrablótum með smá- breytingum, sem hann hefur gert. Mjög ítarleg tilvísanaskrá er að loknum texta. Sérstakar skrár eru um persónunöfn, staðanöfn, valin atriðisorð. Myndaskrá er þar einnig. Og á síðustu blaðsíðu er efnisút- dráttur ritsins á þýsku. Allmikið myndefni prýðir bókina. Þar eru myndir af mönnum og stöð- um, myndir frá þorrablótum, Árni Björnsson heilmikið af þorrablótsauglýsing- um, svo og nokkur íslandskort, þar sem sýnd er dreifíng þorrasiðvenja samkvæmt svörum við spuminga- skrám þjóðháttadeildar. Þá eru allmargar skemmtilegar teikningar í bókinni. Af framangreindu má þannig glöggt merkja að mikil vinna hefur verið lögð í að gera þessa bók sem best úr garði. Mikill sægur heimilda hefur verið kannaður og sjálfstæð rannsókn hefur verið gerð. Hún ber því vissulega á sér yfírbragð vísindarits. En einhvem veginn er hún samt sem áður eins og klofvega á milli alþýðlegs fræðslu- og skemmtirits og strangvísindalegs fræðirits. Yfírlýstur tilgangur rits- ins, eins og frá er skýrt í áður tilvitnuðum formálsorðum, fylgir fyrmefnda sjónarmiðinu. Hitt sjón- armiðið á sjálfsagt rætur að rekja til þess sem höfundur segir einnig í formálanum, að „meginkaflinn er væntanlega ekki nema hluti af miklu stærra verki“, sem skilja má að eigi að vera vísindalegt rit. megingallar bókarinnar em að mínu viti fólgnir í þessum tvískinn- ungi. Umfjöllun verður ýmist undarlega yfírborðskennd eða óþarflega smásmuguleg. Vitnað er til geysimikils §ölda rita, en óskyld- um heimildum er svo oft saftiað saman í slumpa undir sama tilvís- unamúmeri, án þess að lesandinn geti alltaf áttað sig á við hvað tiltek- in heimild á. Og ekki fæ ég séð að hvaða gagni „Zusammenfassung" á þýsku kemur veislustjórum þorra- blóta, þó að heima eigi í vísindariti. En burtséð frá þessum formgöll- um er bókin skemmtilega og fjör- lega rituð og engum vafa er undirorpið að margir geta tekið hana sér í hönd til gagns og skemmtunar. IpS jftfflllll Ittllliiil ' líT **•♦ - eymlindsson m rw 1 *r'P NUFAST , LFKA INÝJABÆ Við höfum opmtð nýja bókaverslun í Nýja Bce xnð Eiðistovy Hundruö erlendra og innlendra tímurita og bóka. Og auðmtaÖ höfum við allar jólabcekumar. Gjajavam í miklu úrvali. Jólakort -jólapappír- Htfóng. Verið veUwmin í nýju bókaverslunina okkar. fylgist meö timanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.