Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 GERÐU VERD- SAMANBURÐ Valsa súkkulíkið er aldeilis tilvalið í baksturinn. bað fæst bæði Ijóst og dökkt í 400 gramma hagkvæmum sparnaðarpakkningum. Kynntu þér verðið! Virkisvetur eftir Halldór Jónsson Margt hefur-verið sagt um mál- efni Útvegsbankans á undanfömum vikum og mánuðum. Er það að vonum misjafnlega spaklegt og sýn- ist sitt hveijum. Er nú mjög sótt að virkisbúum við Lækjartorg og veijendur að verða aðþrengdir. Eiga ekki einu sinni mörsiður til að henda út, að því að sögur herma. . Úr Seðlabanka koma tillögur um að sameina Iðnaðarbanka, Verzlun- arbanka og Útvegsbanka í einn banka með myndarlegu hlutafjár- framlagi ríkisins. Hafa sjálfstæðis- menn tekið undir þetta. Ekki var haft fyrir því að spyija til dæmis núverandi eigendur Iðnaðarbank- ans um það hvað þeim fyndist um þessar áætlanir. Vom þeir þó ný- búnir að leggja að sér við að kaupa ríkið út. Þó hef ég heyrt að til dæmis þingeyzkir bændur telji það ráðlegra að vera búnir að semja við þær konur sem þeir ætla að sofa hjá, áður en að því kemur. En íslenzkir stjómmálamenn hafa nú yfirleitt haft meiri trú á nauðgun en riddaramennsku til flestra hluta. Framsóknarmenn vilja hins veg- ar enga skerðingu á ríkisbankakerf- inu og leggja tii að Útvegsbankinn verði sameinaður Búnaðarbanka. Liggur í eðli málsins að slíkt verður ekki gert án myndarlegs ríkis- framlags, vart minna en í fyrra tilfellinu. Enginn vill því taka við Útvegsbankanum án myndarlegrar meðgjafar frá ríkinu. Þegar útvarpað var frá Alþingi frá umræðum um Útvegsbankamál- ið, þá sýndist manni sumir brosa út í annað þegar hæstvirtir þingmenn, sumir hveijir kröflugir, grasköggl- aðir, þörangaðir, útflutningsbættir, niðurgreiddir og byggðalínaðir upp fyrir axlir, býsnuðust yfir þeim fim- um, að búið skyldi vera að tapa þessum ofsa íjárhæðum, 600—800 milljónum í Útvegsbankanum. Sýn- ir þetta hversu allt er afstætt og að jafnvel smáupphæðir geta orðið stórar ef þær era slitnar úr sam- hengi við annað. Eftir stendur að Útvegsbankinn er eins og fiskur á þurra landi, ágætis banki með afbragðs starfs- lið, allavega talið frá bankastjóram og niður, en barasta vita peninga- laus. Að vísu minnist ég þess að hafa komið í Útvegsbankann nokkr- um sinnum hér á áram áður til þess að biéja um lán. Þá var mér yfirleitt tjáð, að því miður væra engir peningar til, þannig að fyrir mér er þetta engin ný staða hjá blessuðum bankanum. En hvað um það, Útvegsbankinn er sómabanki og hefur verið látinn standa undir miklu meira en honum bar af því pólitíska verkefni, að halda útgerðinni á floti. Því án út- gerðarinnar á íslandi verður ekkert. Þannig getur útgerðin aldrei í sjálfu sér tapað á íslandi. Ef það gerist, þá era það aðrir sem era of dýrir á sitt framlag. Bankastjómin virtist hins vegar ekki átta sig á muninum á fiskiskipaútgerð annars vegar og útgerð kaupskipa hins vegar og því fór sem fór. Alþingi stjómaði þessum banka alfarið beint með því að setja honum bankaráð og bankastjóra. Ef ein- hver skuldar bankanum eitthvað vegna stjómunarmistaka, þá á að rakka það niðri við Austurvöll. En það er staðreynd sem við komumst ekki hjá: Hvað sem verður gert við bankann, þá verðum við að borga — litlu mennimir — þú og ég. Og okkur er svo sem sama í hvaða formi það verður, þó að í umræð- unni sé þetta orðið að aðalmálinu. Við verðum alltaf látnir borga Haf- skipstjónið, eins og önnur ríkisrekin ævintýri. Það verður yfirleitt alltaf tjón af því fyrir samfélagið þegar gömul og gróin viðskiptaheild sundrast. Ijónið af því, þegar hæfir starfs- menn hverfa sinn í hveija áttina er ekki mælanlegt i tölum. Enn deila menn um skynsemi þeirrar ráðstöfunar að íslandsbanki var látinn fara á hausinn. Deilum um gjaldþrot Hafskips og ráðstöfun Utvegsbankans í dag er ekki lokið þó eitthvað verði gert í málunum strax, eins og hver heimtar nú í kapp við annan. Má mikið vera ef einhver segir ekki einhvem tímann á næstu öld, að rétti leikurinn í stöðunni hefði verið að endurreisa Útvegsbankann og setja honum al- vörabankastjóm. Með verðtrygg- ingu útlána almennt hefði þörfin á pólitískum bankastjóram horfið að mestu en þörfin á atvinnumennsku í bankarekstri orðið að nauðsyn. Stjórnmálin framundan Nýlegar skoðanakannanir Fé- lagsvísindadeildar hafa leitt f ljós miklar sveiflur á fylgi flokkanna. Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn era í sókn, en Alþýðu- bandalag stendur í stað og Sjálfstæðisflokkurinn er á hröðu undanhaldi. Líklega era hinum almenna sjálf- stæðismanni orsakimar ljósari en Halldór Jónsson „Og flokkur, eins og Sjálf stæðisf lokkurinn, sem nú berst helst fyrir uppsetningu stórkost- legasta niðurgreiðslu- kerfi Islandssögunnar, í sambandi við virðis- aukaskattsfrumvarpið, hann höfðar tæplega til ungs fólks með nútíma- hugsunarhátt. Enda virðist flokkurinn vera tiltölulega einangraður í þessari niðurgreiðslu- dýrkun.“ forystunni. Það era yfirleitt litlir fagnaðarfundir með sjálfstæðis- mönnum þessa dagana og svartsýni og uppgjafartónn einkenna umræð- una. Menn tala um sambandsleysi við þingflokkinn og forystuna, og að flokkurinn hafi færst í skrifræð- isátt og til aukinnar ríkisdýrkunar. En þetta getur svo sem allt verið bara nöldur, sem ekkert er að marka. Um það verður forystan að dæma. Ég var á fundi þar sem formaður flokksins lýsti fyrir fundarmönnum nauðsyn þess, að þingflokkurinn kæmi fram sem ein heild. Hjáróma raddir ættu þar ekki að heyrast. Meirihlutinn skyldi ráða ferðinni og minnihlutinn skyldi ekki viðra aðrar skoðanir en þær réttu. Þetta hafí þingmenn skrifað undir við framboð og við þetta skuli þeir standa. Enda virðist manni, að fólk hafi nú orðið heldur lítið álit á staðfestu ýmissa þingmanna flokksins til þess að Ljósamessa í Neskirkju Eins og venja hefur verið á síðastliðnum áram er mikið um að vera á fyrsta sunnudegi í aðventu. Fermingarbömin væntanlegu ann- ast ljósamessu með ritningarlestri við kertaljós kl. 2, flytja ávarp og lesin verður saga á milli þess sem sungnir verða gamalkunnir sálmar sem ætlast er til að allir kirlqugest- ir taki undir. Klukkan 5 síðdegis hefst svo aðventustundin. Baldur Jónsson form. sóknamefndar flytur ávarp. Sveit ungmenna leikur á blokkflautur, kór Melaskóla syngur undir stjóm Helgu Gunnarsdóttur. Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra flytur hugleiðingu. Ung- menni leika á klarinettu og Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur ein- söng við undirleik Jóns Stefánsson- ar. Þá mun kirlqukórinn syngja nokkur jólalög undir stjóm Reynis Jónassonar organista. Frank M. Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.