Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 GESTUR Bragi Sigurjónsson útilegumannasögur um grösuga dali, feita sauði og friðsæld fjall- anna. Þessi önnur útgáfa mun nú hitta fyrir annars konar lesendur en forð- um; fólk sem fætt er og uppalið í þéttbýli og þekkir sveitalífið ein- ungis af lestri og frásögnum annarra — ef það þá þekkir yfír- höfuð nokkuð til þess. Gerbreytt samgöngutækni hefur svipt öræfín sinni gömlu dul. Munu lesendur þessarar nýju útgáfu skilja hrif- næmi þeirra sem skráðu rit þetta fyrir fjórum áratugum og voru þá miðaldra menn eða eldri? Fróðlegt væri að fá svar við þvílíkum spum- ingum. En hvað sem allri sveitarómantík líður verður að viðurkennast að á ritunartíma Gangna og rétta voru í sveitunum margir prýðisvel rit- færir menn, sjálfmenntaðir svo til allir, menn sem reynt höfðu á sjálf- um sér það sem þeir tóku sér fyrir hendur að lýsa. Það skapaði bænda- stéttinni sjálfstraust að eiga slíkum mönnum á að skipa. Gyorgy Pauk skapstyrk og ákveðni, þann annan af blíðu þar sem fínleg stefín voru mjög vel mótuð og þann síðasta af fjöri og glettni í ágætri sam- vinnu við hljómsveitina, enda vel tekið af áheyrendum og þakkaði fyrir sig með Saraböndu eftir gamla Baeh. Að loknu hléi heyrðum við svo „Svo mælti Zaraþústra" eftir Ric- hard Strauss, magnað og áhri- faríkt tónaljóð með hinu fræga grípandi upphafsstefi og myndríka tónamáli, sem skilar sér ekki til fulls nema með stórri hljómsveit, stærri en við höfum í dag. Við þurfum fleiri strengi til að ráða við verk sem Zaraþústra svo vel sé. Ekki þar fyrir að hér var margt laglega gert. Miltiades Caridis var vel heima í Strauss og stjómaði þessu langa verki blaðalaust og tókst að mana okk- ar menn til umtalsverðra átaka. Richard Strauss var vissulega snillingur í að skrifa áhrifarík hljómsveitarverk. Békmenntir Sigurjón Björnsson Gestur. íslenskur fróðleikur gamall og nýr. III. bindi. Gils Guðmundsson safnaði efninu. Iðunn. Reykjavík 1986. 234 bls. Þá er kominn Gestur þriðja árið í röð. Hann flytur í þetta sinn tutt- ugu efnisþætti eftir 17 höfunda. Eru það ýmist langar ritgerðir, stuttir frásagnaþættir eða sendi- bréf. Sjö þáttanna virðast ekki hafa verið prentaðir áður. Hinir eru tíndir saman úr ýmsum blöðum og tíma- ritum, sumum hvetjum all torgæt- um. ' Nokkrir höfundanna eru kunnir úr fyrri bindunum tveim, öðru þeirra eða báðum, s.s. Ólafur Ketils- son, Klemenz Jónsson og Þórður Jónsson á Eyrarbakka að ógleymd- um Gils Guðmundssyni. Efni er mjög fjölbreytilegt að vanda. Spannar það yfír alla nítjándu öldina og fram undir mið- bik þessarar aldar. Allnokkuð er hér af snjöilum mannlýsingum að fínna. Frásagnir eru af minnisverð- um atburðum og athyglisverðri lífsreynslu. Vikið er að verkalýðs- málum snemma á öldinni og sitt hvað fleira mætti raunar til taka. Flestir eiga þættimir það sammerkt að vera prýðilega vel ritaðir og efni og form eru yfirhöfuð þess eðlis að þetta efni er vel þess virði að geym- ast með þessum hætti. Safnandinn hefur reynst fundvís á feita bita eins og fyrri daginn. Sjálfur ritar hann hér prýðisgóða ritgerð um Gísla Magnússon, Hólabiskup. Fær sá sómamaður, sem býsna hljótt hefur verið um og naumast metinn að verðleikum, þar góð eftirmæli, jafnframt því sem frásögnin af því hörmungarástandi sem var á síðari hluta 18. aldar er eftirminnileg lesning. Skemmtileg og hressileg er frá- sögn Steingríms Sigurðssonar af ferðalagi hans og Benedikts sýslu- manns Sveinssonar í Héðinshöfða. Lýsingin á Benedikt er bráðiifandi. Grímur M. Helgason á hér liómandi vel gerða ritgerð um Bjöm Ólafsson á Hrollaugsstöðum og í Ytrihlíð. Sú ritgerð hafði áður birst í Árbók Landsbókasafns íslands (1979). Tveir prýðisvel ritaðir þættir eru hér eftir þann merka mann, Svein prófast Níelsson. þá fannst mér mikið til um „Reynslusögu" Þuríðar Guðmundsdóttur frá Bæ. Þættir þeirra Klemenzar Jónssonar og Ól- afs Ketilssonar eru og ágætleg áhugaverðir sem og hinir fyrri. Fleiri nefni ég ekki af efni þessa ágæta rits. Það er og líklegt að skoðanir manna og smekkur sé mismunandi um það hvers helst beri að geta. Að öllu samanlögðu er þetta III. bindi síst eftirbátur þeirra sem á undan voru komin. Eiga því Iðunn og Gils Guðmundsson allan heiður skilinn fyrir útgáfu- og söfnunar- starf sitt. „Raunir Barböru“ - ný skáldsaga eftir I.H. Cavling ENN ein bók danska rithöfund- arins I.H. Cavling er komin út hjá Bókaútgáfunni Hildi. Nefnist hún „Raunir Barböru". Sagan fjallar um unga og sak- lausa stúlku, sem kynnist glæsileg- um og auðugum, ungum manni og giftist honum. Þau fara í brúðkaupsferð til Spánar, en henni fínnst undarlegt, að hann forðast landa sína og því fer hana að gruna að eitthvað sé öðru vísi en vera á. Maður hennar deyr af slysförum og þá lendir hún í miklum hörmungum, en með dyggri aðstoð vina sinna bjargast hún að lokum frá því öllu. Bókin er 188 blaðsíður að stærð. ABEEVS DREtlIB URSELDUMIH III
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.