Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 Tungan o g þjóðernið eftir Einar Heimisson i. Islensk tunga hefur þolað marg- víslegar þrautir. Vogrek erlendra máláhrifa hefur stundum gengið svo nærri henni að tvfsýnt hefur verið um að hún lifði af. Hún hefur verið lítilsvirt og smáð og talin óvirðulegt mál sem aðeins hæfði ómögum og húsgangsliði en ekki viiðulegu fólki. Vesöld þjóðarinnar var líka eitt sinn svo mikil að elju- verk ýmissa mestu ritsnillinga hennar voru tuggin til að seðja hungur eða sniðin í skó. Samt hefur tungan lifað. Hún er eitt elsta lifandi menntamál í Evrópu. Auðunar þáttur og Egils saga eru okkur nánast jafnauðskilin og það sem nú er ritað á íslensku. Fáar þjóðir aðrar skilja svo gamlar bókmenntir sem ritaðar voru á tungu þeirra. Norðmaður, sem hygðist lesa svo gamlan, norskan texta, yrði til dæmis að leggja á sig langt nám til að lesturinn kæmi að nokkru gagni. II. Einhver mikilvægasta ástæða þess að tungan hefur lifað jafn- hrein og óspillt og raun ber vitni er sú að þeir hlutir, sem fólki eru nánastir í daglegu lífi, hafa hér ein- att verið íslenskir. Biblían var fyrr þýdd á íslensku en margar þjóð- tungur aðrar, svo sem norsku. Lög voru frá fyrstu tíð á íslensku og lagasafn þjóðarinnar, Jónsbók, var víðlesið og flestum kunnugt. Síðast en ekki síst var skemmtun manna íslensk. Rímumar, langvinsælasta dægradvöl íslendinga um aldir, áttu sér rætur í innlendum jarðvegi. Rímnaskáldin voru arfþegar hinna fomu hirðskálda og sóttu efnivið og orðalag í verk þeirra. Það átti eflaust ríkan þátt í að þjóðin geymdi tungu feðranna en glataði ekki. III. Enn steðja miklir erfiðleikar að íslenskri tungu. Bylting í sam- göngum og fjarskiptum veldur því að erlend áhrif af öllu tagi eiga greiðari leið til íslands en áður. Af þessum sökum hefur þjóðin fjar- lægst tungu sína í daglegri önn. Myndbönd og dægurlög, sem flest em erlend, em rímur samtímans. Fólk sameinast við að horfa á bönd- in og hlusta á tónlistina líkt og forfeðumir söfnuðust fyrmrn sam- an á baðstofuloftum til að heyra rímnaþuli kveða. Augljós er hin geigvænlega hætta sem tungunni stafar af því að skemmtun manna hætti að vera íslensk. Þegar erlendir dægurlaga- textar em sá kveðskapur, sem íslenskum bömum er kærastur, og útlend tölvuleikföng þau gull, sem þau mega síst án vera, þá er illa komið fyrir tungunni. Þess vegna mega vökumenn hennar ekki lítilsvirða þá list sem hefur skemmtigildi þótt hún teljist ekki nauðsynlega til æðstu við- fangsefiia. Rímumar verða vart taldar til hins fegursta og merkasta sem tungan geymir, en samt er Einar Heimisson „Augljós er hin geig- vænlega hætta sem tungunni stafar af þvi að skemmtun manna hætti að vera íslensk. Þegar erlendir dægur- lagatextar eru sá kveðskapur, sem íslenskum börnum er kærastur, og útlend tölvuleikföng þau gull, sem þau mega síst án vera, þá er illa komið fyrir tungunni.“ gildi þeirra ómælt. Þær færðu þjóð- inni tunguna hreina og óspillta í þeim búningi sem hún best kunni að meta. IV. Ég skildi, að orð er á fslandi til um allt sem er hugsað á jörðu, segir Einar Benediktsson. Meiri nauðsyn ber nú til en áður að smiða tungunni ný orð sem svo þjál em og meðfærileg að fáir eða engir telji sig þurfa að beita erlendum orðum. Agætt dæmi um snjaila orðsmíð, sem mtt hefur orðskrípi af erlendum stofni til hliðar, er orð- ið tölva en áður höfðu menn stundum talað um kompútara. Dæmi sem þetta sýna að orð Einars Benediktssonar em ekki skáldadraumur. Tungan getur nefnt allar þær nýjungar, sem nöfn eiga skilið, en til þess þarf hún tíma og á meðan laumast erlend orð inn óboðin. Hæpið bjargráð væri þó „að vilja gera landið að þjóðlegu fjósi þar sem enginn erlendur ljósgeisli skín inn en japlað er og tönnlast á Edd- um og fomsögum", svo að vitnað sé til orða Sigurðar Nordals. Lif- andi tungumál hlýtur að breytast í tímans rás. V. Tungan gefur Islendingum þjóð- emi, ftjálsri þjóð í fijálsu landi. örlög hennar eru samofin örlögurp þjóðarinnar. Sá íslendingur, sem unir því að tungunni sé gert eitt- hvað til miska, er lítt verðugur arftaki Einars Þveræings og ætti ____________________________21 aldrei að taka sér í munn tungu Jónasar, Hallgríms og Snorra. Tungan er Ijöregg þjóðarinnar. En slík lífsegg em brothætt og því ber að meðhöndla þau af varfæmi. Þvf er á líkan hátt farið um tung- una og landið. Foksandar og bmnahraun myndast skjótt ef eyð- ingaröflin leika lausum hala. Reisum því tungunni styrkan vamargarð. Vemdum Qöreggið sem skilað hefur verið til okkar heilu og óbrotnu. Höfundur stundar háskólanám i Þýskalandi. Bók um líf- ið á barna- heimili RAGNA Steinunn Eyjólfsdóttir er höfundur bókarinnar Barna- heimilið sem Skjaldborg hf. Akureyri gefur út. I fréttatilkynningu frá bókaút- gáfunni segir m.a.: „Höfundur segir frá Jonna, litlum strák úr Reykjavík, sem þarf að vera utan- bæjar á barnaheimili eitt sumar. Á bamaheimilinu kynnist hann Kalla, sem verður besti vinur hans. Sumir krakkamir era alltaf á bamaheimil- inu, en aðrir aðeins stuttan tíma eins og Jonni. Þessi saga segir frá uppátækjum Jonna, Kalla og allra hinna krakkanna á bamaheimilinu." Káputeikningu og myndir gerði Hanna Kr. Hallgrímsdóttir. Rjómakanna og sykurkar Verðkr. 2.150.- settið. Matta rósín í míklu úrvali... Tékkneskur kristall, fagurlega skorinn. '\ % —£$!*£&*** Karafla og sherryglas. Wf'sk. •- - V' \ : Borðbjalla. Verð kr. 1.390.- Póstsendttm um landaUt. Vatnskanna og ölglas á stétt. Opíð í dag frá kl. 9-16 Síjértui0 “^ielíeHj h/\ KRISTALL OG POSTULÍNSVÖRUR TEMPLARASUNDI 3 - SÍMI 19935 Sérverslun með áratuga þekkíngu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.