Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 Sýrland: Þremur vestur-þýzkum sendí starfsmönnum vísað á brott Damaskus, AP. SÝRLENZKA stjórnin vísaði í gær þremur vestur-þýzkum sendimönnum úr landi. Gerðist þetta í kjölfar sams konar að- gerða af hálfu vestur-þýzku stjórnarinnar á fimmtudag, en þá var þremur sýrlenzkum sendi- starfsmönnum vísað frá Sam- bandslýðveldinu vegna meintrar hlutdeildar Sýrlendinga í hryðju- verkum. Sýrlenzka stjómin hefur jafnframt kallað sendiherra sinn í Bonn heim að sinni og krafízt þess, að Vestur- Þjóðveijar fækki hermálafulltrúum sínum í Damaskus. SANA, hin opinbera fréttastofa Newry, Norður-frlandi, Reuter, AP. BRESKIR lögreglumenn lokuðu hluta borgarinnar Newry í gær eftir að hryðjuverkamenn höfðu skotið sprengjum að lögreglu- stöð borgarinnar. Sprengjumar misstu allar marks en 39 óbreytt- ir borgarar særðust. Hluta borgarinnar var lokað á meðan logreglumenn gerðu sprengjuleit. í fyrradag skutu hryðjuverkamenn Irska lýðveldis- hersins fjórum sprengjum að lögreglustöð borgarinnar og notuðu til þess sprengjuvörpu. Árásin var ónákvæm og höfnuðu sprengjumar í íbúðarhúsum í nágrenninu. Eitt þeirra hrundi til grunna og var íbú- unum bjargað úr rústunum. í gær voru 13 manns enn í sjúkrahúsi þar af nokkur böm. Á undanfömum ámm hafa hryðjuverkamenn írska lýðveldis- hersins oft látið til sín taka í Newry, sem er nærri landamæmm írsku ríkjanna tveggja. í febrúar á síðasta ári létu nfu lögreglumenn lífíð þar í sprengjuárás. til kl. 16 í dag í Austurstræti Svalbarði: Berserksgangur að hætti Rambo Ósló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara SÝSLUMAÐURINN á Sval- barða er búinn að fá sig fullsaddan á dmkknum sjó- mönnum. Hann vill auka eftirlit með fiskiskipum, sem koma til Longyear-bæjar. Fýrir skömmu trylltist sjómað- ur frá Tromsfylki algerlega og gekk berserksgang á veitingahúsi í bænum. Braut hann m.a. mélinu smærra innréttingar fyrir tugi þúsunda norskra króna, áður en lögreglunni tókst með erfíðismun- um að yfirbuga hann. -Ég hef hugsað mér að leita til Morgunblaðsins. samtaka sjómanna og biðja þau að vekja athygli á því, að Sval- barði á að heita, a.m.k. enn sem komið er, hluti af siðmenning- unni, segir sýslumaðurinn, Leif Eldring. Drukkni sjómaðurinn hagaði sér tröllslega, að sögn sjónar- votta, -í hreinum Rambo-stíl, og verður hann ákærður fyrir inn- brot, skemmdarverk og ofbeldi gegn opinberum embættismönn- um. Talsvert hefur verið um það undanfarið, að drukknir sjómenn hafí verið til vandræða í Longye- ar-bæ. í Sýrlandi skýrði svo frá í gær, að Willibald Dilger, sendifulltrúi Vest- ur-Þjóðveija í Damaskus, hefði verið kallaður á fund í utanríkis- ráðuneytinu þar og honum tjáð, að sýrlenzka stjómin „harmaði" það, að Vestur-Þýzkaland „hefði látið undan þvingunum Bandaríkjanna og Bretlands og tæki þátt í lyga- og rógsherferð gegn Sýrlandi ög gripi þar að auki til óréttmætra ráðstafana af ástæðum, sem engar sannanir væru fyrir." Tveir Palestínumenn, sem á mið- vikudag voru fundir sekir fyrir dómi um sprengingu í samkomuhúsi Þýzk-arabiska vinafélagsins í Vest- ur-Berlín, báru það fyrir rétti, að þeir hefðu fengið sprengiefni það, sem þeir notuðu, hjá sýrlenzka sendiráðinu í Austur-Berlín. SANA skýrði svo frá, að vestur- þýzku sendistarfsmennimir þrír, sem ekki vom nafngreindir, yrðu að fara frá Sýrlandi áður en vika væri liðin. * Norður-Irland: 39 manns særast í sprengjuárás. Bestu vinir Jóhannes Páll páfi II var á dögunum á ferðalagi í Ástralíu og gafst þessum kóala-birni þá óvænt tækifæri til að virða hans heilagleika nánar fyrir sér. Líbanon: ísraelar veita shítum lið gegn skæruliðum PLO Tel Aviv, AP, Reuter. ÍSRAELAR hafa gengið til liðs við shíta í baráttu þeirra við skæru- Uða Frelsissamtaka Palestínu (PLO), að sögn vestrænna sendimanna. f fyrradag gerðu ísraelar loftárás á hafnarborgina Sidon en þar beijast skæruliðar og shítar um hernaðarlega mikilvægar hæðir. Harðir bardagar geisuðu í nágrenni Beirút i gær. Að sögn vestræns hemaðarráð- gjafa hafa Israelar gert árasir úr lofti á stöðvar PLO á meðan bar- dagar þeirra og shíta hafa staðið yfír. Þá hafa Israelar einnig ráðist á báta sem flytja hergögn til PLO- manna. Að undanfömu hafa harðir bar- dagar geisað í nágrenni þorpsins Maghdousheh. Að sögn ísraelskra leyniþjónustumanna hyggjast skæruliðar PLO koma sér upp búð- um þar og heija á ísrael. Skæruliðar Fatah-hreyfíngar Yasser Arafats, leiðtoga PLO, og hópar hliðhollir Sýrlendingum em sagðir hafa sam- einast um að ná yfírráðum í nágrenni Sídon og Tyre, sem er 15 kílómetra frá landamæmm ísrael. Vestrænir sendimenn í Líbanon létu í ljós efasemdir um að vopna- hlé það sem samþykkt var á miðvikudag og taka átti gildi í gær verði virt. Samkomulag þetta var gert fyrir milligöngu Sýrlendinga en fylgismenn Arafats vom ekki viðstaddir samningafundina í Dam- ascus. Um 1.000 skæruliðum tókst í gær, í skjóli myrkurs, að ná Mag- houdesh, sem er skammt frá Beirút, á sitt vald. Barist var um hvert hús í þorpinu en ekki höfðu borist frétt- ir af mannfalli. Að sögn óvilhallra heimildar- manna í Líbanon hafa 5000 PLO-skæmliðar komist inn í landið á undanfömum mánuðum. ísraelar réðust inn í Líbanon í júní 1982 í þeim tilgangi að hrekja skæmliða úr landi. Brazilía: Átök og mótmælagöngur Brasilia, Rio de Janeiro; AP, Reuter. TIL ÁTAKA kom milli lögreglu og fólks i mótmælagöngu nálægt forsetahöllinni í höfuðborg Braz- ilú sl. fimmtudagskvöld. Mörg þúsund manns mótmæltu hörðum efnahagsráðstöfunum rikis- stjómarinnar. Fjöldi manns var handtekinn í átökunum og a.m.k. 20 særðust, að sögn lögreglu. Óeirðalögregla og hermenn beittu táragasi og hundum gegn ERLENT mótmælendunum, sem vörpuðu eld- sprengjum og kveiktu í nokkmm lögreglubílum, strætisvögnum og verslun og reyndu að ryðjast inn þinghúsið og fjármálaráðuneytið. Sumar heimildir herma að mótmæ- lendumir hafí verið um 20.000, aðrar að þeir hafí verið um 5.000. . Síðastliðinn laugardag tilkynnti ríkisstjóm landsins, sem vann af- gerandi sigur í þing- og ríkisstjóra- kosningum 15. nóv. að hún hygðist grípa til harðra efnahagsráðstafana til þess að draga úr þenslu í landinu. Sl. föstudag var einnig tlkynnt að gengi gjaldmiðilins, cmzado, yrði fellt eftir þörfum og hefur það þeg- ar verið fellt tvisvar. Fregnir hafa borist um mótmælagöngur í fleiri borgum, en í höfuðborginni Bras- ilíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.