Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 35
MORGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 35 Kjarnorkuvopnalaus svæði: GyUiboð er gjalda ber varhug við RÁÐAMENN í Sovétríkjunum reyna nú hvað þeir geta að auka á missætti það er upp kom milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Evrópu eft- ir leiðtogafundinn í Reykjavík í síðasta mánuði. Yegor Ligachev, næstæðsti maður í forsætisnefnd sovéska kommúnistaflokksins, tilkynnti 15. nóv. sl. er hann var í heimsókn í Finnlandi, að Sovét- menn hefðu fjarlægt allar meðaldrægar kjarnorkuflaugar frá Kolaskaga og ætluðu að fjar- lægja nokkrar skammdrægar kjarnorkuflaugar er staðsettar væru við Eystrasalt. Vonast þeir til þess að þetta muni ýta undir kröfur um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd. Norska Stórþingið: Jafnhá þró- unaraðstoð þrátt fyrir efnahags- erfiðleika Ósló. AP. NORSKA ríkisstjórnin sam- þykkti í gær fjárveitingu að upphæð 80 milljónir norskra króna (um 424 millj. ísl. kr.) vegna 5 ára þróunarverkefnis í Zimbabwe. Fer framlag þetta í heilbrigðisþjónustu og aðstoð við takmörkun barneigna og fjöl- skylduáætianir, samkvæmt til- kynningu þróunarmálaráðuneyt- isins. Ríkisstjómin samþykkti enn fremur 200 millj. n. kr. til þriggja sambærilegra verkefna, sem þegar eru í gangi í Bangladesh. Þar var hafist handa árið 1976 og eru verk- efnin unnin í samvinnu við Astrali, Kanadamenn, Hollendinga, Breta, Bamahjálparsjóð Sameinuðu þjóð- anna og neyðarhjálparsjóð Samein- uðu þjóðanna. Norska ríkið hefur áður lagt 150 millj. n. kr. til fyrsta og annars hluta þessara verkefna. Þrátt fyrir efnahagserfíðleika ákvað norska Stórþingið sl. þriðju- dag að halda sínu striki varðandi aðstoð við þróunarlöndin. Var ákveðið að ráðstafa 6,2 milljörðum n. kr. í þessu skyni á árinu 1987. Vitaskuld verður ekkert svæði öruggt gegn árás þar sem kjam- orkuvopn yrðu notuð, jafnvel þó það svæði hafí verið lýst kjamorku- vopnalaust, sem er atriði er oft gleymist í umræðunni um þessi mál. Hvað sem því líður, þá vita Sovétmenn að hugmyndin um slíkt kjamorkuvopnalaust svæði hefur lengi fallið að hugmyndum vinstri manna í Evrópu og ýmissa áber- andi frammámanna s.s. meðlima Palmenefndarinnar svokölluðu. Ljóst er að nokkur stuðningur er við þessa hugmynd á Norðurlönd- um. Ligachev sagði ekki alla söguna, því heimildir vestrænna leyniþjón- ustumanna herma, að Sovétmenn hafí ekki staðsett neinar meðal- drægar kjamorkuflaugar á Kola- skaga síðan gömlu SS-5s flaugamar vom ijarlægðar upp úr 1980. Þær flaugar sem komu í stað- inn, hinar færanlegu SS-20, geta hæft skotmörk hvar sem er í Vest- ur-Evrópu frá þeim stöðum er þeim hefur verið komið fyrir á, svo sem við Yedrovo (sjá kort). Skamm- drægu flaugamar, s.s. Frog-7 og Scud-B eiga auðsjáanlega að vera áfram á sínum stað á Kolaskaga. Boð Ligachev um að fjarlægja nokkrar skammdrægar flaugar frá Eystrasaltssvæðinu, er ekki heldur mikils virði. Sovétmenn em að skipta um flaugar og framleiða nýja gerð færanlegra skamm- drægra flauga í stað eldri gerða og verður auðvelt að flytja þær milli staða. Þessar nýju flaugar (SS-21 og SS-23) em einnig mun hættulegri en eldri gerðimar. Erfíð- ara er að eyðileggja þær, þar sem auðvelt er að færa þær á milli skot- stöðva; þær em mun nákvæmari og styttri tíma þarf til undirbúnings þess að skjóta þeim á loft. Þær gagnast því vel þeim er vill ver< fyrri til árásar. Jafnvel þó einhvi skammdræg vopn verði í framt ðinni fjarlægð frá svæðum er ligg að landamæmm Atlantshafsband; lags- og Varsjárbandalagsríkjann. tekur ekki nema nokkrar klukki stundir að fljúga með þær til bal aftur, þannig að hægt verði i varpa kjamorkusprengjum á ves ræn lönd. The Ecooomist Nýju sovésku kjarnorkuflai gamar geta hæft hvað skotmark sem er í V-Evrópi ísrael: Vananu sakaður um svik við föðurlandið Tel Aviv, AP, Reuter. DÓMSTÓLL í ísrael gaf i gær út ákæru á hendur ísraelska kjamork- usérfræðingnum Mordechai Vananu. Hann er sakaður um að hafa látið bresku dagblaði í té leynilegar upplýsingar um kjamorkuver í Israel. Líklegt er talið að hann verði dæmdur í lífstíðarfangelsi. AlnaBHlÍ í Uaiimnrifli; 64.000 Bandaríkjadölum til að standa straum af málskostnaðinum. I septembermánuði birti Lund- únablaðið Sunday Times frétt um að ísraelar hefðu síðustu 20 ár unnið að því að framleiða kjam- orkusprengjur. Vananu er sagður hafa komið þessum upplýsingum á framfæri við blaðið en hann bjó þá í London. Talið er að ísraelskir leyniþjónustumenn hafí rænt hon- um í London og flutt hann til ísrael þar sem hann dvelst nú bakvið lás og slá. Embættismenn í ísrael hafa ekkert látið uppi um með hveijum hætti Vananu kom til ísrael. Vananu er sakaður um njósr.ir að hafa liðsinnt óvinum ísrael á stríðstímum. Hámarksrefsing við ákæmatriðum þessum er líflát en í fréttum útvarpsins í ísrael var leitt getum að því að Vananu yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Vananu verður viðstaddur vitnaleiðslur en sjálf réttarhöldin hefjast í desemb- er. _ Ástralskur prestur, John McKnight að nafni, hóf í gær §ar- söfnun til stuðnings Vananu. McKnight vonast til að safna Vietnam: Flokksþing ákveðið Bangkok.Tailandi, Reuter; The Economist. TILKYNNT hefur verið í Viet- nam að kommúnistaflokkur landsins muni halda 6. flokks- þing sitt 15. des. nk. Þessa þings er beðið með nokkurri eftirvænt- ingu, þar sem búast má við tíðindum frá því. Margbúið er að fresta þinginu, en síðast var þingað árið 1982. Mary Hemingway látin New York, Reuter, AF. MARY Hemingway, stríðsfréttaritari, rithöfundur og ekkja Emest Hemingway, rithöfundarins fræga, lést á sjúkrahúsi í New York á mið- vikudag, 78 ára aldri. Dánarorsök var ekki gefin upp, en vitað er að hún hafði átt við langvarandi veikindi að stríða. Mary Hemingway starfaði sem stríðsfréttaritari fyrir Time og Life, blöðin bandarísku, í síðari heimsstyijöldinni. Hún giftist Emest Hemingway árið 1944 og var það hennar þriðja hjónaband og hans fjórða. Hún hélt áfram ritstörfum eftir sjálfsmorð Hem- ingways, skrífaði greinar í ýmis blöð og sjálfsævisöguna „How it was“ . Mary Hemingway Við mikla erfiðleika er að etja í innan- og utanríkismálum Viet- nama og valdabarátta er talin fara fram á bak við tjöldin, milli hinna öldmðu stjómenda ríkisins. Efna- hagslífíð er mjög bágborið og meðaltekjur landsmanna, sem eru um 60 milljónir, em taldar vera um 7.500 krónur ísl. á ári. Um þriðj- ungur landsmanna er atvinnulaus, í landi þar sem rétturinn til vinnu á að vera tryggður og einn af hveij- um átta hermönnum í hinum geysiijölmenna her landsins, berst við skæmliða í nágrannaríkinu Kampútseu. Sovétmenn hafa um árabil veitt Vietnömum mikla fjárhagsaðstoð og er hún nú sögð nema um 3 millj- ónum dollara á dag (rúml. 120 milljónum ísl.kr.) og hafa í staðinn fengið aðstöðu fyrir her sinn í landinu s.s. afnot af hernaðarmann- virkjum er Bandaríkjamenn höfðu reist í Suður-Vietnam. Hafa vi- etnömsk yfirvöld viðurkennt ný- lega, að nýta hefði mátt betur þessa aðstoð. Teink em nú á lofti um, að Sovétmenn muni breyta afstöðu sinni til Vietnama. í ræðu er Mik- hail Gorbachev hélt í Vladivostok 28. júlí sl. lýsti hann því m.a. yfír, að Sovétmenn vildu auka áhrif sín við Kyrrahaf og bæta sambúðina við Kínveija. Til þess að það megi verða þurfa þeir að beita áhrifum sínum til þess, að Vietnamar kalli her sinn frá Kamputseu. Stjómin í Peking hefur séð skæmliðum er beijast við vietnamska herinn þar, fyrir vopnum og fjármunum og sett brotthvarf Vietnama frá þvi landi, sem eitt af meginskilyrðum bættrar sambúðar Kína og Sovétríkjanna. Neita að líf- tryggja fólk í áhættuhópunum Kaupmannahöfn. Reuter. STÆRSTA tryggingafé lag Dan- merkur, Baltica, ætlar að neita að líftryggja fólk, sem tekið hef- ur alnæmisveiruna, jafnvel þótt það hafi ekki sýkst af hinum banvæna sjúkdómi, að þvi er tals- maður fyrirtækisins sagði í gær. „í framtíðinni munum við spyija fólk, hvort það sé í hinum svo- nefndu áhættuhópum. Við munum einnig spyija, hvort það sé fjöllynt í ástamálum. Sé svo, munum við fara fram á, að það gangist undir rannsókn," sagði talsmaður Baltica. Umsækjendum, sem neita að svara spumingum eða gangast und- ir rannsóknir, verður boðin líftrygg- ing, þar sem alnæmi verður undanskilið. í Danmörku eru 120 skráðir al- næmissjúklingar og hafa 65 manns þegar látist úr sjúkdómnum. Sam- kvæmt áætlunum danska heilbrigð- isráðsins hafa yfír 10.000 manns tekið veiruna. Osló: Vill setja á laggirnar „borgaralegt varðlið“ Ósló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. ÓSLÓARLÖGREGLAN er alveg að gefast upp í baráttunni við óaldarlýð og afbrotamenn. Arne Huse lögreglustjóri hefur áhuga á að leita ásjár hjá almenningi og hefur farið þess á leit, að komið verði á fót „borgaralegu varðliðiI 11 undir stjórn lögreglu- yfirvalda. Lögreglan er að láta gera kort af helstu afbrotasvæðum borgar- innar, þ.e. þeim svæðum þar sem flest innbrot og rán eru framin, svo og líkamsárásir. Huse lögreglustjóri hefur hugsað sér, að íbúar á þessum svæðum skiptist á að ganga gæslu- og eftirlitsvaktir. í Ósló verða skrásett u.þ.b. 85.000 afbrot á þessu ári, og þeim fer sífellt fjölgandi. -Þessar tölur segja hreint ekki alla söguna, segir Huse. -Þær eru of lágar. Sums staðar er fólk orðið uppgefíð á að tilkynna afbrotin, af því að það veit, að lögreglan kemst ekki yfir að rannsaka þau. Þetta á m.a. við um innbrot. Huse minnir á, að um 120 stöður eru ómannaðar innan lögreglunnar, o g þrátt fyrir stöðugar bréfaskriftir til dómsmálaráðuneytisins ogbeiðn- ir um aukafjárveitingu og meiri mannskap gerist ekki neitt, segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.