Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 55
55 hafa skoðanir, og standa við þær. Hvað skyldi annars hafa verið gert við stjómarskrárákvæðið um það, að þingmenn skuli einungis vera bundnir af samvizku sinni? Virðist þessi óánægja einkum einkenna skoðanir unga fólksins, sem hefur eðlislæga skömm æsk- unnar á skoðanakúgun og kerfis- mennsku. Unga fólkið er nefnilega að einhveiju leyti vaxið frá stjóm- málaflokkunum, eins og Ellert Schram lýsti því svo eftirminnilega í Dagblaðinu nú í haust. Það þarf ekkert sérstaklega á pólitíkusum að halda, sem halda að frelsið og lýðræðið sé afstætt og jafnvel mál- efni miðstjómar fremur en lands- fundar flokksins. Og flokkur, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, sem nú berst helst fyrir uppsetningu stór- kostlegasta niðurgreiðslukerfí Islandssögunnar, í sambandi við virðisaukaskattsfmmvarpið, hann höfðar tæplega til ungs fólks með nútímahugsunarhátt. Enda virðist flokkurinn vera tiltölulega einangr- aður í þessari niðurgreiðsludýrkun, þar sem Framsókn er komin á visst undanhald í virðisaukaskattsmálinu í fyrirliggjandi mynd og aðrir flokk- ar andsnúnir slíkum hugmyndum. Flokkurinn þarf því ef til vill ekki lengi að leita til þess að finna skýr- ingamar á hmninu, ef hann þá kærir sig um. En svo fer sem fer. Margir telja líka heldur til minnk- unar fyrir stærsta flokks landsins, að gefast upp á því í stómm kjör- dæmum, að velja frambjóðendur fyrir opnum tjöldum. En láta tiltölu- lega litlum klíkum, sem fljótt verða kallaðar ljótar, það verk eftir, með- an helstu flokkar andstæðinganna ganga beint fram fyrir kjósendur, að Alþýðubandalaginu frátöldu að sjálfsögðu. Stöku þingmaður Sjálfstæðis- flokksins hefur látið heyra í sér varðandi skattamál, þó nú sé orðið minna um bæði málflutning og hlustun. Enda á bara víst að heyr- ast ein rödd í hveiju máli út á við, samkvæmt því sem mér skildist á formanni. Þó er hér um mikið grundvallaratriði fyrir Island og Islendinga að ræða. í Bandaríkjun- um hefur skattakerfið verið einfald- að og skattar lækkaðir. Margaret Thatcher hefur lýst áhyggjum sínum vegna þess að lægsti skattur í Bretlandi sé orðinn hærri en hæsti skattur í Bandaríkjunum. Við ís- lendingar höfum nýverið rekið okkur á það, að vöruverð er allt að þrisvar sinnum lægra heima hjá Thatcher en hjá okkur og mörg okkar þekkja verðlag í Banda- ríkjunum, sem er jafnvel enn lægra en í Glasgow. Verða Islendingar ekki að fara að gera áér ljóst, að þeir geta ekki haldið úti einhverri háskatta- og Aðventu- samkoma Digranes- safnaðar í Biblíunni er talað um bók, skrif- aða utan og innan. Bækur Biblíu- tímans voru bókroðlar. Það, sem utan á stóð, var augljóst, en til þess að sjá letrið á innra borði varð að opna bókina. Aðventunni er eigi alls kostar ólíkt farið. Hún á sitt ytra borð er blasir við öllum, en það hið innra, sem hún bendir á og býr yfír, er einatt ekki jafnáberandi. Með aðventuhát MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 hátollaeyju mitt í samfélagi þjóð- anna, þegar aðrar þjóðir fara í öfuga átt? Það er kannski tímanna tákn, að kröfur um úrbætur á skatta- kerfí landsmanna skuli nú koma frá Guðmundi J. Guðmundssyni og fé- lögum hans, fremur en fijáls- hyggjumönnum eins og Hannesi Hólmsteini og Sjálfstæðisflokknum. En hvaðan sem það kemur, þá er það góðs viti, að íslendingar séu farnir að gera sér þetta ljóst eins og Thatcher. Fólk framtíðarinnar mun ekki kaupa stjómmálaþjónustu á hvaða verði sem er. Verði hún of dýr einhvers staðar, þá flytur það sig um set, bæði fólk, fjármagn og fyrirtæki. Stærsta málið Stærsta mál þjóðarinnar er og verður frelsi hennar og lýðræði. Umræður um lýðræðið hafa legið niðri nú um nokkra hríð. Einhveija áfangaleiðréttiingu á að gera nú í næstu kosningum á hinni íslenzku „apartheid“-stefnu, sem felst í því að atkvæði manna eru misþung eftir því hvað þeir búa á landinu. En hér er um miklu meira stórmál að ræða en menn vilja muna eftir daglega. Eitt lítið dæmi um háska þess, að svokölluð byggðasjónarmið ráði ferðinni í atvinnumálum, er þróun mála í viðræðunum við Rio Tinto Zinc um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfírði. En það hefur verið sameiginlegt baráttumál þúsundat- kvæðaþingmannsins Hjörleifs Guttormssonar og sautjánhundruð- atkvæðaþingmannsins Sverris Hermannssonar, (Geir féll með þijúþúsund), að koma þessari verk- smiðju á legg fyrir atkvæðin sín. Til viðbótar fjárfestingunni í okkar hlut í sjálfri fabríkkunni upp á ein tvö Útvegsbankafallítt eigum við eftir að byggja raflínu þangað aust- ur fyrir ein 3 slík fallít, höfn fyrir eitt stykki, vatnsveitu og þorp fyrir guð má vita hvað o.s.frv. o.s.frv. (Mælieiningin Útvegsbankafallítt = 600—800 milljónir króna). Nýlega rakst ég á tölur um það að heimsmarkaðurinn væri um 480.000 tonn af þessari vöru, kísil- málmi, en nvuerandi framleiðslu- geta um 622.000, sem árið 1991 verður orðin 812.000 tonn, að því tilskyldu að Islendingar byggi enga bræðslu. En þá verði heimseftir- spumin orðin 570.000 tonn. (Metal Bulletin sept. 1986). Mér fínnst það persónulega heldur glæfraleg stefna að gera íslendinga að 40% hluthöfum í þvílíku fyrirtæki, haf- andi reynslu af jámblendifyrirtæk- inu á Grundartanga og fjáraustrin- um í það fyrir augunum. Ef átt hefði hins vegar að byggja þessa bræðslu með arðsemina eina fyrir augum, þá em bæði raflína og höfn fyrir hendi á Grundartanga, auk fleiri þæginda, sem hefði sparað áðumefndar stærðir í fjárfesting- unni. En á slíkt má ekki minnast þegar hagsmunir landsbyggðar- þingmannanna em annars vegar. Lýsa ekki gjaldþrot grasköggla- verksmiðjunnar á Vallhólmi og þörungaverksmiðjunnar á Reyk- hólum, sjálf Kröfluvirkjun og Byggðalínan, því vel fyrir okkur hversu hættulegt það er, að sumir hafí meiri rétt til fjárins en aðrir, sem leggja það fram að jöfnu? Virkisvetur Framundan er virkisvetur í póli- tíkinni. Ahrifamestu stjómmála- menn okkar ætla að virkja virðisaukaskattinn til eflingar sínum glæstu áformum um aukna búsæld ríkisins. Margir hafa illan bifur á áformunum um virðisauka- skatt og telja, að almenningur muni sitja uppi með stóraukna skattbyrði áður en sá skattur er allur. Enda skulu menn athuga, að sjálf skatt- skyldan verður bundin í lög en bætumar, sem flutningsmenn lofa gjaldendum með niðurgreiðslunum, em þokukenndar og ótímasettar, þannig að þeim má hvenær sem er hætta. Enda viðurkenna þeir að- spurðir að úr niðurgreiðslunum verði fjótlega dregið. Þeir sem trúa því að þeir munu lækka skattpró- sentuna rétti upp hönd! Þeir sem trúa því, að 25% hækkun á matvæl- um og á allri vinnu iðnaðarmanna við húsbyggingar sé ekki verð- bólguhvetjandi, gjöri svo vel að gefa merki! Astimar á stjómarheimilinu fara nú hægt kólnandi. Um margt hefur vel til tekist, en annað miður. Samn- ingamál hafa þróast allvel á vinnumarkaði og á stjómin lof skil- ið fyrir að samþykkja það sem þar var um samið. Ifyllsta ástæða er til að vona að hinir hófsamari menn ráði ferðinni á samningamálunum framundan og þannig megi takast betur en oft áður að tryggja kjör hinna verr settu, sem ekki hafa notið góðæris og launskriðs til jafns við aðra. Argæska hefur verið til lands og sjávar. Og væntanlega fyrir mikla stjómvizku okkar leiðtoga lækkaði olían hjá aröbum og færði okkur búhnykk, sem nam meir en vöxtun- um af öllum erlendum skuldum okkar. Þannig gátu leiðtogar vorir haldið úti glæsilegri fastgengis- stefnu og lamið á verðbólgunni. Allur almenningur hefur nú saman- burð á verðbólgu nú og á fyrri tilverustigum. Samtök launafólks munu vonandi móta stefnu sína með tilliti til þess. Við höfum fyllstu^ ástæðu til að vera bjartsýn þjóð, íslendingar, ef við bemm gæfu til þess að láta skynsemina ráða. Þá getum við lag- fært margt það sem aflaga fer í dag. Við skulum því forðast að henda út mörsiðranu til þess að blekkja okkur sjálf. Því við emm bæði fyr- ir utan og innan virkið. Þá mun virkisveturinn líða og aftur koma vor. Höfundur er verkfræðingur og annar af forstjórum Steypu- stöðvarinnar hf. Sýning / dag, 29. nóv. kl. 10—16 Gjörið svo vel og lítið inn. Við sýnum eldhúsinnrétt- ingar, innihurðir, fata- skápa, viðarþiljur eða allt í íbúðina eða húsið. Not- um eingöngu 1. flokks hráefni. Vönduð vinna. Sérsmíðum. Fagmenn með 20 ára reynslu verða á staðnum. Hatíð í Bústaðakirkju Fyrsti sunnudagur í aðventu hef- ur á liðnum ámm haft yfir sér hið rétta svipmót hátíðar í Bústaða- söfnuði. Upphaflega var tilefnið einvörðungu nýtt kirkjuár og þau geðhrif, sem slíkt veldur með ná- lægð jóla, en síðan bættist það við til enn aukins hátíðartilefnis, að Bústaðakirkja var vígð hinn fyrsta sunnudag í aðventu 1971. Og síðan hefur mnnið saman í eitt aðventu- hátíð og afmæli. Næsti sunnudagur verður hluti þeirrar hefðar, sem árin hafa mótað. Dagurinn hefst með bamasamkomu kl. ellefu ár- degis, en þær hafa leitt kennaramir Elín Anna Antonsdóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir við miklar vin- sældir og síðan er hátíðarmessa kl. 2 síðdegis. Og eftir messuna býður Kvenfélag Bústaðasóknar til veizlu og er ekki að efa það, að þar verða borð hlaðin hinum lystilegustu kræsingum, enda hafa konumar fengið það orð á sig, að betra verði vart fáanlegt heldur en þeirra fram- lag. Stjóm kvenfélagsins biður þær konur, sem gefa kökur og annað þess háttar, að koma þeim á sunnudasgmorguninn upp í safnað- arheimili eftir kl. 10.30. Um kvöldið er síðan boðið til hinnar vinsælu aðventusamkomu og vel til alls vandað eins og vana- lega. Ber þar fyrst að nefna, að biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, flytur ræðu kvölds- ins og kirkjukórinn og níu manna hljómsveit flytur ýmis verk undir stjóm organista kirkjunnar, Guðna Þ. Guðmundssonar. En einsöngvar- ar verða Ingibjörg Marteinsdóttir, Einar Örn Einarsson, Eiríkur Hreinn Helgason og Reynir Guð- steinsson. Avarp flytur formaður Bræðrafélags Bústaðakirkju, Jónas Gunnarsson og samkomunni lýkur með helgistund, sem presturinn annast, og kveikt verður á kertun- um, sem allir fá við kirkjudyr, en flytja síðan með sér heim eins og litla kveðju frá kirkju sinni, sem minnir á tengsl heimilis og kirkju, sem ekki er sízt vel virði að ræltja vel á aðventunni. Eins og ævinlega Aðventusamkoma Breiðholtssóknar EINS OG undanfarin ár verður aðventukvöld Breiðholtssafnað- ar í hátíðarsal Breiðholtsskóla fyrsta sunnudag í aðventu, sem að þessu sinni er á morgun, sunnudaginn 30. nóvember, og hefst samkoman kl. 20:30. Að venju verður fjölbreytt dag- skrá: Kór Breiðholtskirkju flytur aðventu- og jólasöngva undir stjóm Daníels Jónassonar organista, Ragnheiður Guðmundsdóttir söng- kona syngur einsöng við undirleik gítarleikarans Þórarins Sigurbergs- sonar og bassaleikarans Jóhanns Georgssonar. Valgerður Helgadótt- ir les jólafrásögu, Helgi Eliasson flytur aðventuhugleiðingu og kvöld- inu lýkur með stuttri helgistund við kertaljós. Eru sóknarbúar hvattir til að hefla jólaundirbúninginn með því að ijölmenna við þessa athöfn. Gísli Jónasson Innihurð, gerð: París. Ein sú vinsælasta í dag JPinnréttingar Skcifan 7- Reykjavik - Simar 83913 -31113 eru allir hjartanlega velkomnir í Bústaðakirkju á meðan húsrúm leyfír. Ólafur Skúlason Masötiblad á hverjum degi! PRÓFKJÖR ASTU RAGNHEÐI í AnnaðSætð Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er landsþekkt fyrir farsœl störf að fjölmiðlun og ferðamólum, Fylkjum okkur um Ástu Ragnheiði T 2. sœti í prófkjöri Framsóknar- manna í Reykjavík 29.-30. nóvember. Stuðningsmenn. FRAMSÓKNARFLOKKSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.