Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 43 Astarbréf til Ara - ný skáldsaga eftir Eðvarð Ingólfsson ÆSKAN hefur gefið út bókina „Ástarbréf til Ara“ eftir Eðvarð Ingólfsson. Þetta er áttunda bók höfundar. Unglingabækur hans, „Fimmtán ára á föstu“ og „Sext- án ára í sambúð“, seldust best barna- og ungiingabóka árin 1984 og 1985 og sú síðarnefnda var söluhæst allra bóka sem út komu hér á landi fyrir jólin í fyrra. -• í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Ástarbréf til Ara“ er spennandi unglingasaga sem gerist í sumar- búðum norður í landi. Aðalpersón- an, Ari, er á fimmtánda ári og á heima í Reykjavík. Litlu áður en hann fer að heiman byrjar hann í fyrsta sinn að vera með stelpu og þau ákveða að skrifast á. Ari kynnist mörgum skemmtileg- um krökkum í sumarbúðunum, þar á meðal Tinnu, sætri stelpu frá Sauðárkróki. Þau verða góðir félag- ar og einn daginn situr Ari uppi með það að hann er orðinn hrifínn af tveimur stelpum. Hann veit varla sitt ijúkandi ráð. Ara og Tinnu þyrstir í ævintýri og þau stijúka úr sumarbúðunum á bjartri júnínóttu til að skoða eyði- Eðvarð Ingólfsson býli í næsta dal við sumarbúðirnar. Lok þeirrar ferðar verða önnur en ætlað var... t Sagan er fjörlega samin og skemmtileg, en jafnframt nærfærin lýsing á tilfinningum sögupersóna." „Astarbréf til Ara“ er 167 blað- síður. Prentsmiðjan Oddi hf. prent- aði. Eva Sieen Vertu góður við Lindu JBL r 5AV0Sa.>A V„ó^LU'-tv y'.ViivLli Efjk Nfcriöa Mohr ÁSTOG SKYtDURÆKNI EMDURHEIMT HAMIMGJA Þrjár Rauðar ástarsögur SKUGGSJÁ, Hafnarfirði, hefur getið út þijár nýjar bækur í bóka- flokknum Rauðu ástarsögurnar, Ást og skyldurækni eftir Erik Nerlöe, Endurheimt hamingja eftir Else-Marie Nohr og Vertu góður við Lindu eftir Evu Steen. Um bækurnar segir m.a. í frétta- tilkynningu frá útgefanda: „Ást og skyldurækni: Hún var nýkomin til litlu eyjarinnar Kratö til að taka þar við starfi læknisins á eyjunni. Þar fær hún óvinveittar móttökur. íbúamir búast ekki við miklu af kvenlækni. Þeir höfðu átt von á karlmanni í starfið, en ekki ungri konu. Hún myndi aldrei standa sig í starfinu. En hún sýndi hvers hún var megnug og sérstak- lega þegar hún barðist fyrir lífí, hamingju og framtíð mannsins, sem hún elskaði. Endurheimt hamingja: Með óbuganlegum kjarki og bjartri trú á ástina tekur hún upp baráttuna við þá, sem vilja steypa henni í glöt- un — fólkið, sem með leynd reynir að bijóta niður heilbrigði hennar, svo að það geti að lokum komið henni á hæli ftyrir ólæknandi geð- sjúklinga og síðan svipt hana öllu: Heimili hennar, eignum og bami hennar. Vertu góður við Lindu: Hún er blind og býr hjá foreldrum sínum. Dag einn kynnist hún ungum manni, sem færir birtu inn í myrkr- ið, sem umlykur hana. Þau fella hugi saman og allt virðist bjart. En fleira fólk kemur inn í líf henn- ar. Þegar móðir hennar deyr gerir einkaritari föður hennar sig heima- kominn á heimili hans; kuldaleg en fögur kona sem aðeins hugsar um sinn eigin hag.“ Allar bækumar vom settar og prentaðar í Prentbergi. Endur- heimt hamingja var bundin í Bókfelli, en hinar tvær í Amarfelli. Skúli Jensson þýddi Ást og skyldu- rækni og Endurheimt hamingja, en Sverrir Haraldsson þýddi Vertu góður við Lindu. Bók eftir Theresu Charles BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Theresu Charles, Undraleiðir ástarinnar. Eftir Theresu hafa áður komið út margar bækur, sem flestar eru enn fáanlegar. í frétt frá útgefenda segir m.a.: „Tom og Jósa em mjög ást- fangin og ætla að gifta sig. En heimsstyijöldin og hin eigingjama móðir Jósu aðskilja þau. Tom verð- ur að vera §arri heimkynnum þeirra og starfa fyrir flugherinn og Jósa þarf einnig að fara í burtu. Þegar Tom, sem Jósa dáir svo mikið, er sagður hafa fallið í stríðinu brotnar Jósa alveg niður. Þá er það Nikulás Darmayne, sem hjálpar henni upp úr þunglyndi og örvæntingu. Hann býður henni hjónaband án ástar; hjónaband sem á að byggjast á gagnkvæmri þörf og virðingu." . Undraleiðir ástarinnar er 223 bls. Hún var sett og prentuð í Prisma og bundin í Bókfelli. Andrés Kristjánsson þýddi bókina. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfuultrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll Háaleitis- breut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 29. nóvember verða til viðtals Jóna Gróa Siguröardóttir formaður atvinnumálanefnd- ar, Guðmundur Hallvarðsson formaður hafnarstjórnar og Ingólfur Sveinsson í stjórn heilbrigðisráðs og Sjúkrasamlags Reykjavíkur. BARNASTÓLL SEM ÖLL BÖRN HAFA BEÐIÐ EFIIR Babydiner er léltur og fyrirferöarlitill. Með einu handtaki er hann brotinn saman og þannig er auðvelt að taka hann með sér hvert sem er. Babydiner má smeygja á allar borðbrúnir, hvort sem er i eldhúsinu heima, i heimsóknum eða á veitingahúsum. Babydiner hefur sérstakan öryggisútbúnað sem tryggir að stóllinn sitji fastur. Öryggi sem einungis Babydiner býður upp á. Babydiner barnastóllinn er sannkallaður kostagripur fyrir börn. Nú geta þau setið til borðs í góðum og öruggum stól sem fer lítið fyrir. Babydiner má smella á hvaða borðbrún sem er, við ólíkustu tækifæri. Heima er gott að hafa Babydiner og svo er líka tilvalið að taka hann með á veitingahús eða í heim- sóknir til vina og vandamanna. Babydiner barnastólinn er hægt að brjóta saman með einu handtaki og taka hann með sér hvert sem er. Babydiner er fyrir öll börn á aldrinum sex mánaða til þriggja ára. K. RICHTER hf. HEILDSÖLUBIRGÐIR SÍMI40900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.