Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986 Þegar Rósa lenti í tröllahöndum Békmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Birgitta Halldórsdóttir:! greip- um elds og ótta Bókaútgáfan Skjaldborg 1986 FRA því Birgitta sendi frá sér fyrstu bókina sína, Ingu fyrir þrem- ur árum, hefur hún verið sískrif- andi. Með hverri bók verður söguþráðurinn æðislegri. Það eru engin takmörk fyrir þeim hörmung- um og hryllingi, sem gæfar og elskulegar aðalpersónumar lenda í. Sögusvðið er Akureyri. Ekki al- deilis friðsælt þar. Þó lítur þetta vel út: Rósa kennari er að búast brúðarskartinu og ætlar að giftast kollega sínum, Tómasi, mesta öð- lingsmanni. Það bendir að minnsta kosti flest til, að hann sé það. Þó gæti verið eitthvað í fortíð hans, sem er ekki nógu heppilegt. Rósa býr yfír leyndarmáli líka; æskuástin sem hún bar til Halldórs skólabróð- ur, er meira en lítið lífsseig. En þau PAITEIGnAIAIA VITAITIG 15, 1.26020,96065. FRAMNESVEGUR. 2ja herb. 40 fm. Sérinng. Tvíb. V. 1250-1,3 m. KRÍUHÓLAR. 2ja herb. 65 fm. Verð 1750-1850 þús. FRAKKASTÍGUR. 2ja herb. íb. 50 fm á 1. hæð. Sérinng. Verð 1550 þús. ÞÓRSGATA. 40 fm jarðh. Hent- ar vel sem skrifst. eða versl- húsn. Verð 1,2 millj. DVERGABAKKI. 3ja herb. falleg íb. á 1. hæð. Tvennar svalir. Frábært útsýni. Laus fljótl. Verð 2,6 millj. MIÐLEITI. 3ja herb. glæsil. íb. 100 fm. Fallegar innr. Suður- svalir. Bílgeymsia. KRUMMAHÓLAR. 4ra herb. íbúð á 2 hæðum. Frábært út- sýni. Falleg íb. Parket. Verð 2,7-2,8 millj. LINDARGATA. 4ra herb. 100 fm sérhæð auk 50 fm bílsk. Eignarlóð. Makaskipti mögul. Verð 2500 þús. HRÍSATEIGUR. 4ra herb. 85 fm. Þarfnast lagfæringar. Verð 1,8 millj. VESTURBERG. 4ra herb. íb. 100 fm á 2. hæð. Verð 2650 þús. JÖRVABAKKI. 4ra herb. falleg ib. 110 fm á 2. hæð auk herb. í kj. Verð 2,9 millj. NYBYGGING VIÐ FANNAR- FOLD. Tvíbhús. 85 fm íb. auk bílsk. og 130 fm íb. auk bílsk. Sérinng. Sérgarður. Teikn. á skrifst. RÁNARGATA - NÝBYGGING. Ein íb. 100 fm á jarðh. og ein 140 fm penthouse íb. HRAUNHVAMMUR - HF. 160 fm einb. Verð 3,9 millj. BÁRUSTÍGUR - VEYJUM. Einbhús á 2 hæðum auk kjall- ara. Mikið endurn. Makaskipti á íb. í Reykjav. mögul. TÍSKUVÖRUVERSLUN Góð tískuvöruverslun við Laugaveg til sölu. Uppl. aðeins á skrifst. SÖLUTURN til sölu á góðum stað i miðbænum. Uppl. á skrifst. Skoðum og verðmetum samdægurs. VANTAR - VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ. Bergur Oliversson hdl., Gunnar Gunnarsson, HEIMASÍMI: 77410. fengu ekki að eigast. Samt er hugg- un harmi jgegn, að ást þeirra bar ávöxtinn Oskar. í byrjuninni virðist flest slétt og fellt en það er ekki langt í að voða- legir atburðir fari að gerast. Svo að maður verður að hafa sig allan við til að ná atburðarásinni og um hríð gefst ekki nokkurt tóm til að velta fyrir sér, hvaða ástæður gætu legið að baki. En Rósa og Tómas eru rétt stig- in upp úr bólinu eftir brúðkaups- nóttina þegar það upplýsist, að Halldór er ekki bara kominn á svæðið, hann verður samkennari þeirra. Hann er náttúrlega giftur einum kennaranum enn. Rósa og Halldór bíða ekki boðanna: logar eldurinn enn? Já og hann logar glatt. Rósa hefur rifj'að upp bemsku sína á nokkrum blaðsíðum. Þar kemur upp úr dúmum, að hún hafði verið rangfeðruð í denn tíð. Það var nefnilega Kristján sjómaður en ekki Olafur verkfræðingur, sem var fað- ir hennar. En Ólafur átti þó Bertu systur hennar. Berta er léttlynd pía, en svo verður hún yfír sig ást- fangin af Kristjáni sjóara, föður Rósu... Sennilega á Rósa sinn þátt í að stía þeim sundur, henni fínnst dónalegt, að systirin sé að vafstra með föður sínum. Vel fer á með þeim feðginum Rósu og Kristjáni, en hann er auðvitað búsettur á Akureyri og reynist Rósu betri en enginn.Hjónaband Rósu og Tómas- ar virðist dauðadæmt frá byijun, hún er sýknt oig heilagt að fara á stefnumót við Halldór æskuástvin og Tómasi líkar ekki allar þessar íjarvistir. Og nú fara líflátshótanir að berast til Rósu. Það er spuming, hvort hún á að trúa svona ljótum hugsunum upp á nokkum mann og þá hvem? Þetta er allt gæðafólk, sem hún umgengst, til dæmis þau Steingerður og Valur, sem eru líka kennarar. Og skólastjórinn, fínn náungi. En eitthvað gruggugt er kannski við Guðrúnu kennara. Þeim Tómasi og Rósu brúðhjónum lendir saman og Tómas rýkur út í fússi. Birgitta Halldórsdóttir Um nóttina er kveikt í íbúðinni og það er einstakt lán, að þau Rósa og drengurinn hennar bjargast á síðustu stundu. Nokkm síðar er haldið samkvæmi hjá skólastjóran- um og þá er reynt að lauma eitri í glasið hjá Rósu. ...Kannski bjarg- aði Guðrún kennari lífí hennar þá, eða kannski setti Guðrún eitrið út í glasið. Það er ekki gott að segja. Rósa er af skiljanlegum ástæð- um ósköp döpur yfír þessu og gmnar Tómas um græsku, þótt hún viti ekki nákvæmlega af hveiju hann ætti að láta svona. En hann hefur búið með Guðrúnu kennara og átt með henni bam. An þess að segja Rósu frá því. Svo að líklega er sökin hjá þeim. Berta systir kem- ur í óvænta heimsókn til Akureyrar að gleðja systur sína. Um svipað leyti hverfur drengurinn Óskar á dularfullan hátt og það bendir allt til, að honum hafí verið rænt. En þá tekur Guðrún altso til sinna ráða. Og rekjum við svo ekki þessa sögu lengur að sinni. Frásagnargleði Birgittu er mikil. Hún er kannski of mikil, því að hún missir söguþráðinn dálítið út í bu- skann. Fyrir utan að hún hefði kannski átt að pæla í því, áður en allt er komið á fulla ferð, hvaða ástæður lægju að baki öllum þess- um ósköpum. Þær em satt að segja veigalitlar, svo að ekki sé meira sagt. Ég held að Birgitta ætti að láta lesa yfír hjá sér og vanda verk sín af alúð. Þvf að ritfæmi hennar er ótvíræð, þótt óöguð sé. SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH ÞORÐARSON HDL SIMAR 21150-21370 Til sýnis og sölu m.a.: Steinhús á glæsilegum útsýnisstað Á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Húsið er 110x2 fm, hæð og jarð- hæð. Ennfremur góð rishæð, 4 herb., snyrting m.m. Eignin getur verið íbhúsn., 2-3 íb. eða til margskonar annarra nota. Viðbygging (verk- stæði) um 65 fm fylgir. Eignarlóð. Teikn. á skrifst. Góð eign á góðu verði Nýfegt parhús á einni hæð, 158 fm nettó m. bílsk. Neðarl. í Selja- hverfi. 4 svefnherb. m. innb. skápum. Viðarklæön. í loftum. Stór, ræktuö lóð. Laust 1. júní nk. Verð aöeins kr. 5-5,6 millj. Eitt miðhús eftir Glæsil. raðhús í byggingu v. Funafold í Grafarvogi, rótt við Gullin- brú. Útsýnisstaður. 4 stór svefnherb. Miklar geymslur. Tvöfaldur bílsk. Sólsvalir um 24 fm. Allur frág. utanhúss fylgir. Teikn. á skrifst. Hag- kvæm grkjör. Byggjandi Húni sf. herb. íb. við 2je Blikahóla. Úrvalsíb. á 2. hæð, 80,6 fm nettó. Sólsvalir. Stór og góður bílsk. Frábært útsýni. Skuldlaus. Vesturberg. Á 2. hæð, 56,6 fm nettó. Óvenju góð innr. Stórar svalir á vesturhlið. Ágæt sameign. Skuldlaus. Laus strax. Sanngj. verð. Grettisgötu. Úrvalsgóö séríb., endurn. í tvibhúsi. Langholtsveg. Jarðhæð, allt sér. Öll eins og ný. Sérinng. Sérhitaveita. Skuldlaus. Heimar — Vogar — Sund Til kaups óskast 3ja-4ra herb. íb. Má þarfnast endurbóta. Ennfremur óskast: Einbhús eða sérhæð. Skipti mögul. á 4ra herb. úrvalsíb. á 1. hæö yfir kj. viö Álfheima. I borginni eða á Nesinu Til kaups óskast: Sérhæð, 120-140 fm, bílsk. fylgi. Skipti mögul. á stórri húseign á úrvalsstaö á Nesinu. Höfum á skrá óvenju marga fjársterka kaupendur. Upplýsingar trún- aðarmál, sá þess óskað. Opið í dag, laugardag kl. 11.00-16.00. AIMENNA FASTEIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Endurútgáfa Gangna og rétta Békmenntir Erlendur Jónsson GÖNGUR OG RÉTTIRIV. 2. útg. Bragi Sigurjónsson bjó til pr. Skjaldborg. Akureyri, 1986. Þegar safnritið Göngur og réttir var tekið saman og gefið út skömmu eftir stríð mátti sjá að bókaútgáfan hafði breyst. Þess háttar söfn voru ekki algeng áður, en hafa mörg séð dagsins ljós síðan. Kaupgetan hafði vaxið. Og bókin var komin í fyrsta sæti sem jóla- gjöf. Langflestir kaupstaðarbúar voru gamlir sveitamenn. Þama fengu þeir það sem hugurinn þráði; sveitasæluna sem enn var dásömuð um allar jarðir. Upphaflega áttu bindin að verða aðeins fjögnr, en urðu fímm. Höf- undar urðu misfljótir að skila efni því sem þeir höfðu lofað. Og ritið óx í vinnsiunni eins og stundum vill verða. Byijað var á Suðurlandi og síðan haldið sólarsinnis kringum landið. Vegna seinlætis sumra höf- unda urðu þó eyður í hringnum. í Qórða bindinu var leitast við að fylla upp í þær. En nú hefur ritstjór- inn stokkað allt upp þannig að í þessari nýju útgáfu segir í fjórða bindinu frá göngum Skagfírðinga, Eyfirðinga og Þingeyinga — að Mývatnsöræfum og Reykjaheiði. Meðal höfunda eru Pálmi Hannes- son og Bjöm á Sveinsstöðum. Bjöm er líka meðal höfunda sem skrifað hafa viðauka vegna þessarar endur- útgáfu. Þeir, sem á sínum tíma lögðu til efni í Göngur og réttir, vom allir aldir upp við foma búskaparhætti. Á uppvaxtarárum þeirra vom skemmtiferðir nokkuð sem sveita- fólk þekkti naumast — nema þá helst af þýddum skáldsögum þar sem sagt var frá ferðum heldra fólks í útlöndum. Göngumar vom því meiriháttar tilbreyting frá fá- breyttu erfíði. Um gangnamann einn segir hér að hann »var nafnkenndur léttleika- maður til gangs, hafði mikinn hug á að leitir tækjust vel og kunni sér hvergi að hlífa. Hann gat hlaupið sem þindarlaus væri, ef svo mætti segja um nokkum mann, og gengið sólarhring eftir sólarhring með litl- um hvíldum.« — Þvílíkir afreks- menn urðu minnisstæðir. Og sauðkindin var eftirlæti hvers bónda. Ofbeit og uppblástur vom hugtök sem varla höfðu verið fund- in upp þegar Göngur og réttir voru skráðar. Örfáir skógræktarmenn vom að vísu teknir að vara við of- beitinni. En predikun þeirra féll í grýttan jarðveg. Ef einhver hefði á þessum ámm varað við feitu dilka- kjöti — eða fúlsað við því — hefði sá verið talinn í meira lagi fordóma- fullur. Og ungur maður, sem hefði ekki hlakkað til gangnanna, hefði vafalaust verið talinn eitthvað furðulegur. Kaupstaðaböm vom send í sveit á sumrin til að verða að manni. Stjómmálamaður, sem brýnt hefði fyrir bændum að veiða minna, hefði alls ekki verið talinn með öllum mjalla. Líkingar í dag- legu máii skírskotuðu að langmestu leyti til sveitalífsins. Og útvarps- dagskrá var að talsverðu leyti miðuð við störf bóndans og hús- freyjunnar í sveitinni. Á þetta er minnt hér og nú til að útskýra þær skjótu vinsældir sem Göngur og réttir hlutu þegar við útkomu. Landbúnaðurinn var þá meira en atvinnuvegur, brauð- strit. Hann var líka dagdraumur og rómantík. Allt þetta verður að hafa í huga þegar ritið er skoðað nú. Höfundamir voru — jafnframt því sem þeir lýstu aféttum og fjár- leitum — að rekja þær endurminn- ingar sem þeir áttu sjálfir kærstar, margir hveijir. Þama urðu til nýjar Sinf óníu- tónleikar ________Tónlist Egill Friðleifsson Háskólabió 27. nóvember 1986. Efnisskrá: C. Weber: forleikur að óperunni „Oberon“, F. Mendelssohn: Fiðlukonsert í e-moll op. 64, R. Strauss: „Svo mælti Zaraþústra", tónaljóð op. 30. Einleikari: Gyorgy Pauk. Stjómandi: Mitiades Caridis. Það voru eintóm glansnúmer, sem prýddu efnisskrá Sinfóníu- hljómsveitarinnar á tónleikunum sl. fímmtudagskvöld og rómantísk í ofanálag samin á síðustu öld. Engin áhætta tekin með vafasöm- um samtímaverkum enda húsfyllir og stemmningin eftir því. Og það er víst markmiðið — eða hvað? Þó meina margir að helst ætti ekki að ýta úr vör með nokkum konsert án þess að tónn okkar eigin tíma sé þar innanborðs og leggist á áramar með meistumm liðinna alda, sem hingað til hafa róið á mið vinsælda og afiað vei. Hvað um það, þetta var hinn þægilegasti konsert og hófst með Oberon-forleiknum eftir Carl Maria von Weber. Þessi forleikur er laglega gerður og fleiri góðu lífí þótt óperan sjálf sé gleymd og grafín — það gengur svona. Eftir hægan innganginn, þar sem mjúkur hljómur homsins gaf tón- inn, brá fyrir ónákvæmni hjá Miltiades Caridis strengjum í hraða kaflanum, en Einar Jóhannesson blés laglega strófu í klarinettið sitt. Grísk- þýski hljómsveitarstjórinn Miltia- des Caridis stjómaði liði sínu vafningalaust. Þá var komið að þeim ljúfa fiðlukonsert Mendelssohns í e- moll op. 64 þar sem Ungveijinn Gyorgy Pauk fór með einleiks- hlutverkið og lék prýðisvel. Hann er snjall fíðluleikari og gerði þess- um margspilaða konsert góð skil, lék fyrsta þáttinn af hæfilegum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.