Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.11.1986, Blaðsíða 19
_______________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1986_ Sveigjanlegur vinnutími í sam- ræmi við vinnutíma foreldra eftirSaJóme Þorkelsdóttur Hinar öru breytingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu á undanfömum árum hafa leitt til þess að uppeldi og gæsla bama hefur færst frá foreldrum yfir á aðra aðila í auknum mæli, þ.e. dagvistunarstofnanir og skóla. Þetta em staðrejmdir sem ekki er hægt að líta framhjá alveg án tillits til þess, hvort menn telja þessa þróun góða eða slæma. Það heyrir til undantekninga að þrír ættliðir búi saman eins og áður fyrr. Nú em það aðeins foreldrar, eða foreldri og bam/böm. Fyrir svo sem tveimur áratugum var það ekki algengt að húsmæður jmnu utan heimilis, a.m.k. ekki á meðan þær vom með ung böm á framfæri eða böm á skólaaldri. í kjölfar breyttra atvinnuhátta, aukinnar menntunar kvenna og jafnréttisbaráttunnar hefur þetta breyst. Konur nota nú hæfileika sína og menntun til að sinna hugð- arefnum sínum utan heimilis, ef þau er þar að finna. Ekki er hedur hægt að líta framhjá þeirri stað- reynd að launatekjur einnar fyrir- vinnu, án aukatekna, duga í flestum tilfellum vart til ffamfærslu heimilr is. Það verður að líta jöfnum hönd- um á konur og karla sem aðalfyrir- „Það er því brýnt að konur sjálfar verði vak- andi fyrir því að fylgja sínum málum eftir, því að aðrir gera það ekki fyrirþær.“ vinnu heimilis. Með það í huga verður að taka tillit til breyttra aðstæðna og bregðast við þeim. Til þess að mæta þessari þróun verða opinberir aðilar að skapa þau skilyrði að foreldrar hafí sem flesta möguleika, og má í því sambandi benda á eftirfarandi atriði sem geta skipt máli: Sem flestir valkostir séu fyrir hendi til að leysa dagvistunarmál bamanna. Samfelldum skóladegi verði kom- ið á. Nemendum verði tryggð holl næring á skólatíma. í frjálsum samningum vinnuveit- enda og launþega verði tekið tillit til þarfa fjölskyldunnar t.d. með því að gefa kost á sveigjanlegum vinn- utíma, þar sem því verður við komið. Gert sé ráð fyrir íjarvistum for- eldra ungra bama vegna veikinda þeirra. Gert sé ráð fyrir tímabundnu hlutastarfi á meðan þörfin er mest fyrir umönnun. Að foreldrar (foreldri) geti tekið launalaust leyfi í takmarkaðan tíma vegna umönnunar ungra bama. Ríki og sveitarfélög ættu að ganga á undan og bæta atvinnu- möguleika foreldra með þessum hætti. Salóme Þorkelsdóttir Hvað gerist í næstu kjarasamningnm? Nú eru kjarasamningar framund- an og ýmsir forystumenn launþega- hreyfínganna hafa gefið fyrirheit um að nú eigi að leiðrétta launamis- rétti gagnvart konum og bæta kjör hinna lægst launuðu, en í þeim hópi em konur ijölmennastar. Það er því brýnt að konur sjálfar verði vakandi fyrir því að fylgja sínum málum eftir, því að aðrir gera það ekki fyrir þær. Jafnframt þarf að hafa í huga hagsmuni §öl- skyldunnar, m.a. með því að leggja áherslu á þau atriði sem hér hefur verið drepið á að framan og geta skipt miklu máli til að gera foreldr- um auðveldara að samræma vinnutíma umönnun bama sinna. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Sjálfstwðisflo kksin s fyrir Reykjan eskjördæmi. Nýr sendiherra ís- lands í Washington, DC Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandarikjunum INGVI S. Ingvarsson ráðuneyt- isstjóri afhenti Ronald Reagan Bandaríkjaforseta trúnaðarbréf sitt í Washington DC 24. nóvem- ber. Ingvi er sjöundi sendiherra íslands í Bandarikjunum. Ingvi tekur við sendiherraembætti af Hans G. Andersen sem verður sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Sendiherra Islands í Washington er jafnframt sendiherra landsins í öðrum ríkjum Ameríku. Fyrsti sendiherra íslands í Banda- ríkjunum, Thor Thors, afhenti trúnaðarbréf sitt í Washington 23. október 1941. Á eftir honum gegndu því embætti Pétur Thorsteinsson, Magnús V. Magnússon, Guðmundur í. Guðmundsson, Haraldur Kröyer og Hans G. Andersen. Ingvi S. Ingvarsson hóf störf í utanríkisþjónustunni í júlí 1956. Hann er fæddur 12. desember 1924, er stúdent frá Akureyri, lauk MA- prófi í hagfræði frá Glasgow-háskóla og stundaði framhaldsnám við Lon- don School of Economics. Kona hans er Hólmfríður Jónsdóttir. Við sendiráðið í Washington starfa auk Ingva, sem áfram gegnir störfum ráðuneytisstjóra, Helgi Ágústsson sendifulltrúi sem veitir sendiráðinu forstöðu í fjarveru sendi- herrans, Hörður H. Bjamason sendiráðunautur, Marta Finnsdóttir ritari og Guðlaug Þorleifsdóttir rit- ari. 19 „Myrt fyrir málstaðinn“ ný njósnasaga eftir Jack Higgins HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hefur sent frá sér nýjustu njósna- og spennubókina eftir Jack Higg- ins. Hann skrifaði bókina „Örninn er sestur“ og margar fleiri met- sölubækur. Sú saga hefur verið kvikmynduð og m.a. sýnd hér á landi. Mikhail Kelly var fæddur af rússn- eskri móður, en faðir hans var IRA-maður. Hann var þjálfaður í sér- stökum æfíngabúðum hjá KGB sem njósnari og hermdarverkamaður, sér- hæfður í hvers konar dulbúnaði til þess að villa um fyrir bresku leyni- þjónustunni og IRA. Honum tókst að skapa þar meiri glundroða en nokkum hafði órað fyrir. En skyndi- lega var hann líka orðinn hættulegur húsbændunum hjá KGB og þá fór að hitna í kolunum. Þessi nýja bók Higgins hefur oftsinnis verið í efstu sætum á listum yfir metsölubækur. Bókin er 240 bls. Þýðinguna ann- aðist Gissur Ó. Erlingsson. Setning og prentun: Prentstofa G. Benedikts- sonar. Bókband: Bókfell hf. Kápu- teikning er eftir Krístján Jóhannsson. Góður laugardagur „„ í bókabúð. Mals og menmngar við nýja Laugaveginn Steinunn Sigurðardóttir áritar bók sína Tímaþjófinn í bókabúðinni milli kl. 2 og 4. m Sendum áritaðar bækur í póstkröfu - sími (91) 24240 Hinar frábæru LADEMANN matreiðslubækur Heitt kaffi á könnunni. komnar aftur Fu//f . ?lb°dsverdkr79,3- Kókabíið .MÁLS & MENNINGAR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.