Morgunblaðið - 20.02.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.02.1988, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 TVí -tíjvalin tilbreyting Ljúffengt gæðakex í þremur bragðtegund- um. Frábært með osti og ídýfum eða eitt sér. TVC - eitt það besta. Láttu það ekki vanta. Drekatré — Dracaena EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 6-85-300 í þessum fyrsta þætti á nýju ári þykii- ekki úr vegi að víkja ögn að innigróðri- Sá skari plantna er fjöl- skrúðugur og býður upp á mikla fjölbreytni í útliti, blaðmynstri og litblæ. Lítum t.d. á ættkvíslina drekatré. Á fagmáli heitir hún Dracaena og tilheyrir Þymililjuætt — Agavaceae. Af drekatrjám er dijúgur fyöldi tegunda. Nokkrar þeirra hafa náð mikilli útbreiðslu sem híbýlaprýði á seinni árum. í blómalandinu Hollandi var t.d. drekatré í öðru sæti sem potta- planta árið 1985, en það ár svaraði framleiðsluverðmæti þess þar um 620 millj. króna. Ein af megin ástæðum fyrir örri útbreiðslu dreka- trjáa er sú að þau hafa sýnt sig að spjara sig betur við stofuhita og þurrt stofuloft en mörg önnur inni- blóm. Auk þess sætta þau sig við tiltölulega takmörkuð ljósskilyrði. Vöxtulegir einstaklingar geta því verið svipmikið skart hvort heldur er á heimilum eða í öðru húsnæði þar sem aðstæður og rými leyfa, en sum drekatré eru plássfrek. Þekktasta tegund drekatijáa er svonefnt drekablóðstré, D. draco, sem á heima á Kanaríeyjum, þar sem það nær allt að 20 m hæð og mjög háum aldri. Lauf þess situr í þéttum brúskum á endum grein- anna sem kvíslast út frá bolnum sem getur náð miklum gildleik. Viðarkvoða drekablóðstrés er rauð og m.a. notuð til litunar. Tegundin sést stöku sinnum notuð sem potta- planta, en eftirfarandi ættingjar hennar eiga samt mun meiri vin- sældum að fagna. D. deremensis Wameckii, silfurdreki ber sverð- laga fagurgræn blöð, oftast með tveimur hvítum röndum beggja vegna miðtaugar. Afbrigðið Bausei er aðeins með einni hvítri rönd eft- ir miðju blaði. D. deremensis compacta, hvirfildreki er með afar stuttum, breiðum og þéttstæðum dökkgrænum blöðum. Hún er lítil fyrirferðar miðað við ýmis önnur drekatré. D. fragans sem ýmist nefnist ilmdreki eða fófnistré er XJöföar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! Skókaup verksmiðjnutsolu Skór á alla Qölskylduna 10-70% verðlækkun Opið laugardaga frá kl. 10-16 Skókaup, Laugavegi 20, sími 621377. Drekatré mjög þróttmikil tegund með breið- um þéttstæðum grænum blöðum sem eru ögn bylgjótt. Afsprengi ilmdrekans „Massangeana" sem mætti kalla gullbandsdreka er þó öllu algengara, en hann er prýddur gulum borða langs eftir laufblöðun- um. Gullbandsdreki þarf góða birtu til þess að gular rákir blaðanna haldist skærar, en jafnvel í þokka- lega björtu stofuskoti getur plantan þó sýnt góð þrif. D. marginata sem að llkindum mun eiga að heita D. concinna, fer vel að nefna skúf- dreka. Hann er prýddur löngum, mjóuín niðursveigðum blöðum sem raða sér mjög þétt á endum grannra stofna. Litur blaða er oiífugrænn með rauðbrúnum blaðröndum. Er mjög skuggþolinn. Þekkt afbrígði skúfdrekans er Tricolor, regn- bogadreki, með þrílitum rákum á blöðum. Hann þarf góða birtu til þess að iitir laufblaða komi sér vel til skila, Þolir samt ekki sólskin. Sama gildir reyndar um aðrar teg- undir drekatijáa. D. sucrulosa var. maculata, numadreki, er með grönnum sfvölum sprotum sem greina sig mjög fljótlega þegar plantan fer að vaxa. Blöð eru egg- laga, odddregin og gljáandi. Á þeim eru í fyrstu óreglulegir gulir blettir sem verða smám saman hvítir. Aðrar all algengar tegundir eru D. reflexa, sveigdreki, og D. sander- ana, bambusdreki. Þær eru báðar með mjög grannvöxnum stofiium og eiga því erfitt með að vaxa lóð- rétt. Greina sig því gjama. Dreka- tré eru mikið ræktuð í vissum Mið- Ameríkulöndum sem útflutning- svara til framhaldsræktunar. Þegar grannir bolir þeirra hafa náð hæfi- legum þroska eru þeir sagaðir við jörð. Garðyrkjumenn búta þá síðan í mismunandi lengdir og setja í potta til rætingar og ræktunar. Oft eru hafðir 2—3 mismunandi langir lurkar í hveijum potti. Þeir mjmda síðan einn eða fleirí blaðskúfa á toppi og taka sig út eins og smækk- uð mynd tijáþyrpingar. Meðferð: Enda þótt drekatré geti plumað sig í takmarkaðri birtu er samt öruggt að ætla þeim þokkalega bjartan stað. Mæla má með notkun gróður- lýsingar í skammdeginu, þar sem plöntur standa í ljóslitlum skotum. Hafa þarf sérstaka gát á að vökva sparlega á tímabilinu frá því í nóv,—febr. því mikill vatnsaustur á þeim tíma er ætíð hættulegur gróðri. Þegar vöxtur hefst og með- an á honum stendur þurfa drekatré aftur á móti harla mikla og reglu- bundna vökvun. Sama gildir um næringu, því þau eru þurftafrek. Gott er að ýra vatni á blöð við og við þvf plöntur meta góðan loftraka þótt þær dafni í þurru umhverfi. Fullnægjandi ætti að vera að um- potta annað hvert ár áður en vöxt- ur hefst að vori. Drekatré eru yfir- leitt ekki viðkvæm fyrir óþrifum, en blaðrendur og endar geta visnað ýmist vegna of lítils loftraka og mikillar vökvunar, eða jafnvel kulda. Ef neðstu blöðin gulna, þá er það yfirleitt vísbending um að þau hafa náð hámarksaldrí sem er f kríngum 2 ár. óli Valur Hansson Átríði úr myndinni kolunum“. .Hitnar úr Laugarásbíó frumsýnir: „Hitnar í kolunum“ LAUGARASBÍÓ hefur frum- sýnt kvikmyndina „Hitnar í kol- unum“ (Feel the Heat) með David Dukes, Tiana Alexandra og Rod Steiger í aðalhlutverk- um. í frétt frá kvikmyndahúsinu segir m.a.: Hún er besta löggan í San Francísco og henni er falið að koma upp um heróínsmygl frá Buenos Aires. Hún dulbýr sig sem dansmær og tekst að koma smygl- urunum á kaldan klaka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.