Morgunblaðið - 20.02.1988, Page 44

Morgunblaðið - 20.02.1988, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir STEINGRÍM SIGURGEIRSSON Traust vakið á fastgengisstefnu með tengingu krónunnar við ECU? Eða myndi slík tenging drepa niður atvinnustarfsemi og q'álfstæði þjóðarinnar? Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri: „Við getum að sjálfsögðu rekið fasgengisstefnu án þess að tengjast ECU. Ef menn vilja tengja gengið við ytri mælikvarða kemur til greina að binda það við - SDR, sem er að sumu leyti áhættuminna en að tengja við ECU, þar sem þar eru dollari og jen veigamiklir þættir.“ Magnús Gunnarsson, tramkvæmdastjóri SÍF: „Ég held að það standist annars ekki I okkar tiltölu- lega einfalda hagkerfi að tengja það við efnahags- stærðir sem taka ekki mið af okkar aðstæðum. Við verðum að byija á því að finna jafnvægi í sjávarút- veginum og síðan að tryggja með öðrum aðgerðum að það jafnvægi haldist.Ég held að tenging við ECU nú á þessari stundu myndi að óbreyttum forsendum verða fiskvinnslunni þung í skauti en treysta útgerðina betur í sessi og staðfesta það ójafn- vægi sem er á milli þessara greina i dag.“ Fastg-engisstefna íslenskra stjórnvalda hefur verið undir miklnm þrýstingi undanfarna mánuði, aðallega vegna innlendra kostnaðar- hmkkana. Talsmenn útflutningsatvinnuveganna hafa þrýst á stjómvöld um gengisfellingu til þess að mæta þessum kostnaðarhækkimum en við því hefur ekki verið orðið. Fastgengisstefnan er, að sögn ráðherranna, „homsteinn" efnahagsstefnu ríkisstjómarinnat og hefðbundin gengis- felling myndi engan vanda leysa. Einungis yrði horfíð aftur til víxlverk- uiiar kauplags- og verðlagshækkana og þar með óðaverðbólgu. Það sjónarmið heyrist nú æ oftar, m.a. hjá viðskiptaráðherra, að hægt sé að komast hjó þessum'vanda með því að samtímis og gengið yrði lag- fært yrði íslenska myntkerfíð tengt stærra myntkerfí og fastgengisstefn- unni þannig unnið traust á ný. Viðskiptaráðherra er nú að láta Seðlaban- kann vinna athugun á því hvemig best megi tryggja stöðugleika í geng- ismáhun í framtfðinni. Hann skýrði frá þvi á Alþingi fimmtudaginn 11. febrúar, i umræðum um tillögu til þingsályktunar um athugun á hugsan- legri tengingu islensku krónunnar við annað myntkerfí, að þrjár leiðir kæmu til greina i þessu sambandi að hans mati. I fyrsta lagi gætum við haldið okkur við núverandi fyrirkomulag. í öðm lagi komið á teng- ingu við SDR myntkörfu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF) og i þriðja lagi gerst aðilar að eða tengst Myntbandalagi Evrópu og gjaldmiðli þess ECU. Flestir munu þeirra skoðunar að hagstæðast yrði að tengj- ast ECU þar sem langstærstur hluti okkar utanríkisviðskipta er við þjóðir innan Evrópubandalagsins eða EFTA. Þessi ríki hafa einnig búið við mikinn efnahagslegan stöðugleika á siðustu áratugum. Það hníga þvi veigamikil rök að þvi að heppilegast væri að tengja íslenskt mynt- kerfí við ECU þó að ekki séu allir sammála um ágæti þess á þessari stundu. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF, varar við þvi að tenging af þessu tagi gæti verið varasöm miðað við núverandi aðstæð- ur. Til þessa úrræðis væri þó sjálfsagt að grípa þegar eðlilegu jafnvægi í öllu efnahagslifínu hefði verið komið á. í umræðum um fyrraefnda þingsályktunartíllögu kom einnig fram verulegur óttí hjá mörgum þing- mönnum að með tengingu við erlent myntkerfí værum við að afsala okkur hluta af sjálfstæði þjóðarinnar. Aður en lengra er haldið skulum við líta á hvemig gengisskrán- ingu er háttað hjá hinum ýmsu rikjum í heiminum í dag. Nítján með frjálstgengi Samkvæmt skilgreiningu Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins eru einung- is nítján þjóðir með frjálst (fljót- andi) gengi. Þær eru Bandaríkin, Japan, Kanada, Ástralía, Bretland, Nígería, Bólívía, Dóminíkanska lýð- veldið, Gambía, Ghana, Guinea, Líbanon, Nýja-Sjáland, Filippseyj- ar, Sierra Leone, Suður-Afríka, Zaire, Zambía og Úrúguay. (heim- ild: Seðlabankinn) Átta Evrópuríki, Vestur-Þýska- land, Frakkland, Ítalía, írland, Grikkland, Danmörk, Belgía og Holland, sem aðilar eru að Mynt- sambandi Evrópu (EMS), hafa bundið gengi sitt saman í eina evr- ópska mynteiningu (ECU)" Gengi gjaldmiðlanna innbyrðis má ekki raskast um meira en 2,25% en þá grípa seðlabankar hinna ríkjanna inn í til þess að koma á jafnvægi. EMS hefur tryggt stöðugleika Þetta fyrirkomulag er talið hafa tryggt bandalagsríkjunum meiri stöðugleika en ella hefði orðið. Þó að reglur um innbyrðis gengi gjald- miðlanna séu mjög þröngar, eins og áður var um getið, þá geta skap- ast þær aðstæður að einstaka þjóð- ir verða að breyta gengi sínu. Hafa Frakkar nýtt sér þetta oftar en einu sinni. Þátttaka í kerfí Myntbanda- lags Evrópu krefst ekki inngöngu í Evrópubandalagið. Wim Daasen- berg, stjómarformaður BlS-bank- ans (Bank for Intemational Settle- ment), sem er nk. samræmingars- eðlabanki seðlabanka, hefur jafnvel beint því til Evrópuþjóða utan bandalagsins að taka þátt í þessari samvinnu. Við íslendingar, ásamt til dæmis Svíum, Norðmönnum og Finnum emm með gjaldmiðil okkar í eins- konar körfubindingu, þ.e. við bind- um gengið við meðaltal viðskipta- myntar. Viðmiðunin á íslandi hefur annarsvegar verið myntvog helstu viðskiptalanda, landavog, eða þá meðaltal mjmtvogar og landavogar. í sumum ríkjum, aðallega í Suð- ur-Ameríku, er við lýði n.k. vísitölu- kerfí, og að lokum em ríki sem binda gjaldmiðil sinn öðm svæði og má í því sambandi benda á tengsl belgíska og lúxembúrgíska frank- ans og Bandaríkjadollara og Hong Kong-dollara. Þess verður einnig að geta að þó að gengi breska sterlingspunds- ins eigi að heita frjálst þá hefur það verið óopinber stefna bresku ríkisstjómarinnar að miða gengi pundsins við þijú þýsk mörk. Að- gerðum í peningamálum hefur síðan verið miskunnarlaúst beitt til að halda þessari viðmiðun. Svisslend- ingar hafa það aftur á móti sem opinbera stefnu að gengi svissneska frankans haldist í hendur við gengi þýska marksins. Þýska markið er einnig aðaluppistaðan í ECU og sá gjaldmiðill sem tryggir stöðugleika þess. Það má þvf segja að við íslend- ingar séum mitt á milli tveggja stórra gjaldmiðilssvæða. Annars- vegar dollarasvæðisins í vestri og Jón SigurÓMon Sigurður B. Stef- ánsson hinsvegar Evrópu þar sem þýska markið ræður ríkjum. Bretar standa nú einir ríkja utan Myntbandalagsins en segjast ætla að fara þar inn þegar „réttu aðstæð- urnar" verða fyrir hendi. Það er talið fullvíst að þegar þeir sæki um inngöngu muni Norðmenn, Finnar og Svíar einnig sækja um inngöngu. Gengið aldrei stöðugt Mikil óánægja er í islensku at- vinnulífí með núverandi fyrirkomu- lag gengismála. Þó að gengið eigi að nafninu til að heita fast og stöð- ugt á það einungis við meðaltalið. Körfubindingin hefur þau áhrif að þegar verð á Bandaríkjadollar fellur hækka Evrópumyntir og öfugt. Verð á einstaka gjaldmiðlum er þvi aldrei stöðugt. Hin mikla lækkun dollarans hefur því haft mikil áhrif til hækkunar á verðlagi hér á landi vegna mikillar hlutdeildar Evrópu- landa í innflutningi hingað til lands. Af þessum ástæðum og fleirum hafa menn þvi að undanfömu verið að velta þvi fyrir sér hvemig best megi tryggja stöðugleika í gengis- og peningamáium til langframa. Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, vakti máls á þessum vanda á ársfundi Seðlabankans sem hald- inn var 5. maí 1987: „Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni og skal ekki rökstyðja hana frekar hér, að ÚTFLUTNINGUR, 1960-87 INNFLUTNINGUR, 1960-87 1960 1970 1980 Jan.-okt. 1987 1960 1970 1980 Jan.-okt. 1987

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.