Morgunblaðið - 18.01.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 18. JANÚAR 1989 Hhitafélag stofhað um vikurvinnslu á Snæfellsnesi Loðnuskip rákust saman á miðunum HLUTAFÉLAG um vinnslu á vikri frá Snæfellsnesi og sölu á honum hefur verið stofhað. „Landbúnaðarráðuneytið veitti okkur námurétt- indi við rætur Snæfellsjökuls og við erum í viðræðum við kanadíska og sænska aðila um kaup þeirra á vikri. Það er hins vegar óráðið hversu mikið þeir kaupa af okkur og fyrir hvaða verð,“ sagði Kjart- an Rafhsson tæknifræðingur i samtali við Morgunblaðið en hann er einn af hluthöfum í félaginu. „Við erum ekki búnir að ganga frá neinum samningum," sagði Kjartan. „Við vonumst hins vegar til að geta hafið þennan útflutning á þessu ári. Vikurinn yrði fluttur út frá Rifshöfn og við erum í við- ræðum við heimamenn um flutning á efninu frá námunni niður að höfn. Það þyrfti hins vegar að lagfæra veginn sem liggur að námunni. Vik- urfélagið hf. tók vikur úr þessari námu í áratugi og Jón Loftsson notaði hann til framleiðslu á hol- steinum sem seldir voru á innan- landsmarkaði," sagði Kjartan. Aðrir hluthafar í félaginu eru Sólveig Einarsdóttir eiginkona Kjartans, Björn Einarsson tækni- fræðingur, Gunnvör Braga eigin- kona Bjöms og Amar Jónsson byggingameistari í Njarðvíkum. Eskifirði. LOÐNUSKIPIN Jón Kjartansson SU 111 og Albert GK 31 rákust saman á loðnumiðunum, um 50 mílur austur af Hvalbak, í fyrra- kvöld. Engin slys urðu á mönn- um. Töluvert Ijón varð á skipun- um og ljóst að þau verða frá veiðum í einhvem tíma. Sjópróf hófust á Eskifirði í gær og verð- ur þeim haldið áfram í dag. Ágætt veður var á miðunum þeg- ar óhappið varð um klukkan 20.30 í fyrrakvöld og var verið að gera klárt til að kasta. Skipin vora kom- in með nokkum afla, Jón Kjartans- son var með 900 tonn. Við árekstur- inn kom rifa á stefni Jóns Kjartans- sonar bakborðsmegin, undir sjólínu, og varð þvf að dæla 250 tonnum af loðnu í sjóinn til að létta skipið. Jón Kjartansson kom til Eski- fjarðar í gærmorgun þar sem land- að var úr skipinu. Fulltrúar trygg- ingafélags skipsins komu til Éski- fjarðar til að meta tjónið. Ekki er vitað hvenær skipið kemst aftur til veiða. Albert GK fór til Seyðisfjarðar þar sem gert verður við skemmdir á skipinu. Ljóst er að það hefur skemmst töluvert og verður í viku- tíma frá veiðum. HAJ Útför Gunnars Hanssonar Morgunblaðið/RAX ÚTFÖR Gunnars Hanssonar, varaformanns Arvakurs, var gerð frá Dómkirkjunni í gær. Séra Ólafur Skúlason, dómprófastur, jarð- söng, organisti var Guðni Þ. Guðmundsson og Ljóðakórinn söng, einsöngvari var Ingi- björg Marteinsdóttir. Féiagar i Frímúrara- reglunni stóðu heiðursvörð. Myndin var tek- in, þegar kista Gunnars var borin úr kirkju af þeim Davíð Oddssyni, borgarstjóra, Har- aldi Sveinssyni, framkvæmdastjóra Morgun- blaðsins, ritstjórum Morgunblaðsins Matt- híasi Johannessen og Styrmi Gunnarssyni, Bjarna H. Frímannssyni, tæknifræðingi, Hallgrimi Geirssyni, stjórnarformanni Ar- vakurs, Ólafi Johnson, forstjóra, og Karli Eiríkssyni, forstjóra. Spánn: * Islending- ur mikið slasaður ÞRÍTUGUR íslendingur liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi í Barcelona á Spáni eftir að hafa orðið þar fyrir bil aðfaranótt laugar- dags. Maðurinn, sem er búsettur í Danmörku, hafði dvalist í nokkra daga á Spáni. Hann hlaut höfuðáverka við slysið. Verðbréfa- og Rekstrarsjóður Ávöxtunar hf.: Eigendur bréfa fá greidd 30-50% af nafnverði þeirra ÞEtR 1.100 aðilar, sem lýst hafa kröfum i Verðbréfasjóð Ávöxtunar hf. og Rekstrarsjóð Ávöxtunar, geta átt von á að fa aðeins greitt sem nemur um 30-50% af nafiiverði bréfanna. Enn er óljóst hvenær unnt verður að greiða þetta fé, en það gæti dregist i allnokkra mánuði og jafhvel til ársloka. Gjaldþrot Ávöxtunar sf. veldur mestu um tap kröfuhafanna, en að auki koma til gjaldþrot annarra skuldu- nauta sjóðanna, svo sem hlutafélaganna Hjartar Nielsen, Hughönnun- ar og Kjötmiðstöðvarinnar. Þetta kom fram á fundi, sem skilanefnd Verðbréfasjóðs og Rekstrarsjóðs Ávöxtunar hélt með blaðamönnum í gær. Þann 16. des- ember rann út frestur til þess að lýsa kröfum í sjóðina og bárast kröfur frá eigendum yfir 99% þeirra ávöxtunar- og rekstrarbréfa, sem gefin höfðu verið út af sjóðunum. Samtals munu eigendur bréfanna hafa átt um 440 milljónir inni; um 400 milljónir í Verðbréfasjóði og um 40 milljónir í Rekstrarsjóði. Gengi bréfa í Rekstrarsjóði var 1,3, en gengi í Verðbréfasjóði 1,77, svo samkvæmt nafnverði bréfanna era innistæður þessar um 220 milljónir í bréfum Verðbréfasjóðs og um 30 milljónir í bréfum Rekstrarsjóðs. Líklegt er að eigendur bréfanna fái greidd 30-50% af nafnverði. Gestur Jónsson, hæstaréttarlög- maður, sem sæti á í skilanefndinni, sagði að eignir sjóðanna væra fyrst og fremst í formi réttinda til fast- eigna, rekstrar og útistandandi Morgunblaðið/RAX Skilanefiid Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf. og Rekstrarsjóðs Ávöxtun- ar hf. Frá vinstri: Simon Á. Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi, og hæstaréttarlögmennirnir Gestur Jónsson og Ólafiir Axelsson. Atvinnutryggingarsj óð- ur fær fulla ríkisábyrgð RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fimdi sínum í gærmorgun að breyta bráðabirgðalögunum um Atvinnutryggingarsjóð þannig að ríkissjóð- ur muni ábyrgjast skuldbindingar Atvinnutryggingarsjóðs. Forsætis- ráðherra lagði fram tillögu á fimdinum á þá leið að lokamálsliður 6. gr. bráðabirgðalaganna falli niður en í staðinn komi nýr málslið- ur svohljóðandi: „Ríkissjóður ábyrgist skuldbindingar Atvinnutrygg- ingarsjóðs útflutningsgreina og greiðir þær ef eignir og tekjur hrökkva ekki til.“ Fyrrgreindur hljóðaði þannig: ábyrgð á greiðslu lokamálsliður bréfa með eignum sínum.“ í frétt ,Ber sjóðurinn frá forsætisráðuneytinu segir að þeirra skulda- með þessari breytingu séu tekin af öll tvímæli um að ríkissjóður muni taka á sig ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins. Ráðuneytið hafði um nokkurn tíma haft til athugunar hver væri raunveruleg ábyrgð At- vinnutryggingarsjóðs á skuldbind- ingum hans, enda lék á því vafi vegna óljóss orðalags bráðabirgða- laganna frá því í september 1988. Til að eyða allri óvissu var ákveðið að breyta 6. greininni á fyrrgreind- an hátt. fjárkrafna, sem ýmist era í formi viðskiptabréfa eða viðskiptareikn- inga. „Það hefur gengið afar illa að innheimta útistandandi kröfur sjóðanna og miklu verr en gert var ráð fyrir síðastliðið haust,“ sagði Gestur. „Það stafar bæði af al- mennu ástandi í þjóðfélaginu og því, að skuldunautar sjóðanna hafa verið í langvarandi og miklum van- skilum. Loks kemur þar til að stór- ir skuldunautar sjóðanna hafa orðið gjaldþrota á undanfomum mánuð- um, svo sem Ávöxtun sf., Hjörtur Nielsen hf., Hughönnun hf., Kjöt- miðstöðin hf. og fleiri aðilar. Það verður ekki ljóst fyrr en við lok skipta í þrotabúum þessara aðila hvert tjón sjóðanna verður af þeim sökum, en skilanefndin telur að það muni nema allmörgum tugum millj- Sjóðimir §árfestu m.a. í íbúðar- húsnæði, sem var síðan gert upp og selt aftur. „Sumar þessara íbúða vora hálfkaraðar þegar skilanefnd- in tók við sjóðunum og það hefur þurft að greiða nokkrar fjárhæðir til að koma kaupsamningum um þær í skil, en tölur um það liggja ekki fyrir," sagði Gestur. „Loks liggur fyrir að skera þarf úr því fyrir dómstólunum hvort ýmsar eignir, sem taldar era tilheyra sjóð- unum, eigi að koma til skipta í þrotabúi Ávöxtunar sf. og geta málaferli af þeim sökum tekið lang- an tíma, að minnsta kosti mánuði." Gestur sagði að vegna þessara atriða væri greiðslustaða sjóðanna nú miklu lakari en reiknað var með í upphafi. „Vegna þessa eru ekki forsendur fyrir hlutagreiðslum til eigenda ávöxtunar- og rekstrar- bréfa að svo stöddu og það kunna að líða margir mánuðir þar til þau skilyrði skapast. Það er ljóst að eig- endur bréfanna hafa orðið fyrir veralegu fjárhagslegu tjóni og skilanefndin telur óvarlegt að reikna með greiðslu umfram 30-50% af nafnverði bréfanna," sagði Gestur Jónsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.