Morgunblaðið - 18.01.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.01.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989 Eiín Á.R.Jónsdóttir er komin á áttræðisaldur og vinnur samt enn við gólfþvott í Landspítalanum. Og svo kemur hún í heilsuræktina hjá Sókn til að liðka slitinn skrokk, m.a. á reiðhjóli. Og hittir í leið- inni aðrar Sóknarkonur yfir kaffibolla. Viðtal við Þórunni Sveinbjörnsdóttur formann Sóknar Þórunn við heita pottinn í Heilsurækt Sóknar í kjallara hússins þeirra. Þangað koma félagskonumar til að hressa upp á þreytta skrokka. Fyrst stéttarfélaga til að greiða krabbameinsleit og sjúkraþjálfun Við Skipholtið stendur fallegt hvitt hús, sem I haust fékk viðurkenningu umhverf- ismálaráðs borgarinnar fyrir snyrtilegt umhverfí. Innanhúss er ekki síður af alúð búið að þeirri starfsemi sem þarna fer fram og þeim sem hún á að þjóna. Þarna er Starfsmannafélagið Sókn til húsa og þar ræður ríkjum formaðurinn Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sem við erum komin til að hitta. Það var einmitt þessi mikilvæga húsbygging sem varð til þess að Þórunn tengdist Sókn svo traustum böndum. Hafði þegar hún vann í Hlíðaborg á árinu 1981 komið inn í samningagerð fyrir hönd bamaheimilanna. Bygging nýja hússins var í undirbúningi og fyrr en varði var hún komin á kaf í máiið og var kosin í byggingarnefíidina 1982: „Húsbyggingin var algert ævintýri, enda lagði maður í það alla sálu sína og helga daga sem virka í að fylgjast með og líta eftir bygging- unni,“ segir Þórunn og hlær við, er við löbbum niður í Heilsurækt Sóknar og ræðum um hve ómetanlegt það sé fyrir félagið að hafa slíka aðstöðu. Enda viljum við taka mynd af henni við heitu laugina þar niðri áður en ljósmyndarinn yfírgefur okkur. Auk hefðbundins nudds, eins og fá má í heilsuræktarstöðvum, er þama sérþjónusta sniðin að þörfum þeirra sem húsið er byggt fyrir. Slitgigtin er atvinnusjúkdómur sem gjaman hijáir Sóknarkonur. Þama eru því bekkir með gigtarlömpum og leir- bakstrar með djúphitun. Ómetan- legt fyrir þær sem ofreynt hafa axlir, háls og bak í langtíma striti. Þama eru líka alls konar þjálfunar- tæki til afnota. Og kaffiskot til að setjast í og rabba við hinar. Félags- konur fá sérverð og reynt er að halda kostnaði eins mikið niðri og hægt er. Heilsurækt Sóknar opnaði í febrúar 1986. Síðan hefur verið hægfara en markviss aukning á aðsókn. „Við vorum fyrsta félagið sem komum til aðstoðar konum í endurþjálfun," segir Þómnn. „Greiðum úr sjúkrasjóði helminginn af þeim 6-7 þúsund krónum sem eftir verða þegar tryggingar hafa borgað 60% hjá sjúkraþjálfara. Svo geta konumar nú í framhaldi kom- ið hér til að halda sér við. Og félags- konur hittast þá líka um leið. Þama hittum við Sóknarkonu á áttræðisaldri að halda sér við á Jjjálfunarhjóli. Þar er komin Elín A.R. Jónsdóttir, sem oft kemur þama. Hún er enn í vinnu og geng- ur að auki oft heiman að frá sér. Vinnur aðra hveija viku frá kl 5 til 9 við gólfþvott á Landspítalanum. „Ég hætti þegar hægt verður að fá fólk í þetta starf," segir þessi aldna kempa. Af þeirri kynslóð sem hugsar fyrst og fremst um að gera það sem gera þarf og standa meðan stætt er. Á fimmta þúsund manns vinna á félagssvæði Sóknar á Stór- Reykjavíkursvæðinu, en um 2.200 manns em með félagsskírteini í dag. Svo Sókn er býsna stórt félag. Flestar Sóknarkonur vinna við ræstingu á sjúkrahúsum, í eld- húsum og þvottahúsum, við umönn- un aldraðra, á dagvistarstofnunum og heimilum fyrir börn með sér- þarfir og við heimilishjálp.„Þetta eru mikið umönnunarstörf og gef- andi sem slík,“ segir Þórunn. Bætir við að á árunum 1987 og 1988 hafí jafnan vantað um 500 Sóknar- konur í störf. Öll störf sem talist geta láglaunastörf hafa liðið fyrir þenslu undanfarinna þriggja ára. Hvað bamaheimilin varðar er það þó liðið hjá, síðan í haust búið að manna dagheimilin nokkum veg- inn. En ekki t.d. stöður á sjúkrahús- unum. Störfum á öldrunarstofnun- um hefur farið ört ljölgandi, nú síðast opnaði Skjól. Þar fór ekki að ganga betur að fá fólk fyrr en í haust, þegar tók að þrengja að á vinnumarkaðinum. En við heimilið í Seljahlíð urðu engin vandkvæði, því í Breiðholtinu var fólk sem ekki hafði getað fengið vinnu á svæðinu. Hverfamiðstöðvar fyrir heimilishjálpina Störfum hjá heimilishjálpinni hefur fjölgað mjög að undanfömu. Þórunn var nýkomin af kynningar- fundi með Sóknarkonum um breytta tilhögun á henni, sem hún telur til mikilla bóta. „Nú er verið að taka upp hverfaskiptingu í borg- inni. Það er mjög gefandi starf að hjálpa öldmðu fólki. Ótrúleg viska, hlýja og þakklæti sem þetta gamla fólk veitir, en starfsstúlkumar geta verið ákaflega einangraðar. Þær vinna sín störf alveg einar, hitta aldrei samstarfsfólk eða félaga og margar konumar höfðu talað um hve þrúgandi það væri. Ámi Sigfús- son, borgarfulltrúi og formaður Félagsmálaráðs, tók málið upp og hefur verið að beijast við að koma því í gegn. Það hefur verið einstak- lega ánægjulegt að vinna með hon- um að þessu og ég verð að segja að hann kom mér verulega á óvart. Byrjað var með tilraunaverkefni í hverfamiðstöð í Bólstaðarhlíðinni, sem Eygló Stefánsdóttir hefur stjómað, þar sem fyrst vom 3 og nú 7 konur. Fyrirkomulag hefur síðan verið prófað og þróað og er að fara af stað í fleiri hverfum. Konumar í heimilishjálpinni í við- komandi hverfi hittast þá alltaf þar og bera saman bækur sínar. Ef ein- hver er veik, þá geta þær fært sig til. Þetta verður þannig gott örygg- isnet. Þegar beðið er um heimilis- hjálp fer forstöðukona miðstöðvar- innar með nýju stúlkunni og leið- beinir henni. Ef einhvers staðar þarf að breyta þá verður það miklu markvissara. Vert er að geta þess að Heimilishjálpin í Reykjavík hefur lengi unnið gott starf við erfið skil- yrði. Heimilishjálpin er fyrirbyggjandi aðgerð sem léttir á heilbrigðisstofn- unum og miðar að því að létta á fólki og gera því fært að vera heima. Þama kemur því til bæði þjónustan og félagslegi þátturinn. Hópurinn sem hittist í hverfismiðstöðinni get- ur þá miðlað af reynslu sinni og borið saman bækur sínar. Þetta em hliðstæð störf við þau sem unnin em á stofnunum, nema hvað þama tekur Sóknarkonan ákvörðun ein ef eitthvað kemur upp á. Hvað laun- in snertir fyrir þessa hjálp, þá em komin drög að samningum sem gera kjörin sambærileg við það sem þau em í öldmnarþjónustunni. Mál- ið komið það langt að konumar byrja nú í sömu launaflokkum og fá sömu námsaðstöðu." Hækkun fyrir sérhæft starfsfólk Við víkjum talinu að launamál- um, höfum orð á að lítið hafi heyrst frá Sóknarkonum að undanfömu. „Sókn samdi 16. janúar 1988 og var fyrst á ferðinni í samningunum. Við hurfum því í íjölmiðlaslagnum sem á eftir fór. Ekki svo að skilja að hljóðlátt starf geti ekki líka skil- að árangri. Við sömdum til árs og Morgunblaðið/Emilía Þórunn Sveinbjörnsdóttir, for- maður Sóknar. emm nú eins og aðrir með bundnar hendur af lögum þar til 15. febrú- ar. Við emm nú að bytja að búa okkur undir það sem við tekur þeg- ar því léttir. í samningunum í fyrra tókst að lyfta hópi, sem að undan- fömu hefur látið til sín heyra. Þetta er fólkið sem er í umönnunarstörf- um á Kleppi, Kópavogshæli og slíkum stöðum. Það hefur unnið við hliðina á starfsfólki á hærri launum samkvæmt BSRB samningum. En við náðum því semsagt að lyfta því til samræmis við það, en ekki þó vinna upp lífeyrismuninn á ríkis- starfsmönnum og ckkar fólki,“ seg- ir Þómnn. „Við lögðum áherslu á það i okk- ar baráttu að hjúkmnarfólk og aðr- ir fái launaflokkshækkun ef þeir vinna á þessum stofnunum. Á þeim forsendum tókst að ná því sama fyrir Sóknarfólkið. í kjölfarið vomm við svo að halda framhaldsnám- skeið fyrir þetta fólk. Það sóttu 70-80 manns af geðdeildum, öldr- unarstofnunum og starfsfólk við umönnun fatlaðra. Því er nú lokið. Öll þekking eykur fæmi og nám- skeiðin em mikilvæg til að gera starfsfólkið markvissara i starfi. Við þetta hefur verið tekið upp nýtt starfsheiti; sérhæfður starfs- maður. Það gefur tveggja launa- flokka hækkun, en þetta fólk hafði áður náð þriggja flokka hækkun mest. Hvað þessi hópur hefur í laun? Allt er þetta vaktafólk. Ætli það hafi ekki á bilinu 46-51 þúsund án vaktaálags o. fl. Eftir að hafa öðl- ast þetta starfsheiti em launin líklega um 60 þúsund krónur með öllu. En þess ber að gæta að ekki em allir í fullu starfi. 60-70% starf er algengt í þessum hópum.“ í frekara spjalli um kjaramálin kemur í ljós að víða brýtur á Sókn- arfólki, að því er Þómnn upplýsir. Til dæmis gera þeir sem koma inn til stuðnings á bamaheimilunum kröfur um sérhæfðari námskeið. Oft er beðið um aukahjálp á ein- hverri deild vegna þess að eitt eða fleiri böm þurfa á sérstökum stuðn- ingi að halda. Stúlkumar hafa vak- ið athygli á þessu. Þegar verið er að gera kröfur um sérþekkingu, þá er nauðsynlegt að dagvistarstofti- anir geti boðið upp á sérstök nám- skeið og því hefur verið vel tekið, segir Þómnn. Þá má ekki gleyma því að Sókn- arfólk starfar á öllum þvottahúsum sjúkrahúsanna, en illa hefur gengið að manna þær stöður. Þama em stórar vélar sem taka tugi kílóa af þvotti og hann er mjög þungur í meðfömm. Konumar standa til dæmis við stórar rullur með mjög einhæfar hreyfingar, geta í hæsta lagi hreyft lökin upp á hægri hendi og síðan um stund upp á þá vinstri. En þetta fólk er í allægstu launa- flokkunum og þama em engar yfir- borganir. Þómnn tekur fram að hún sækist ekki eftir slíku, því hún vilji að allt sé opið og heiðarlegt. I þvottahúsunum starfa líka Sóknar- konur við saumastörf, viðgerðir og nýsaum. 13 konur em á sauma- stofu Landspítalans á Tunguhálsi og einnig em þær á saumastofum Borgarspítalans og Landakots. „Þetta er mjög hljóðlátur hópur og alvarlega láglaunaður," segir Þór- unn. En fyrir hveiju hyggjast Sóknar- konur helst beita sér í komandi samningum? „Línumar hafa ekki verið lagðar enn. Við emm að byija fundi með okkar fólki. Verðum að meta stöð- una, til dæmis hvort viturlegt sé að verða aftur fyrstur til að semja. Ég hefi það á tilfinningunni að í þessari stöðu haldi allir að sér hönd- um. Launastöðvunarlögin vom eins og rothögg og hafa valdið nokkurs konar lömunartilfínningu í haust. Við emm þó að ranka við, starfið heldur áfram. Ekki verður þó fram hjá því gengið að fólk stendur and- spænis atvinnuóöryggi. Fólk er far- ið að tínast inn á atvinnuleysisskrá. Þegar það er byijað getur hrapið verið snöggt. Ég hefi orðið í vax- I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.