Morgunblaðið - 18.01.1989, Síða 41

Morgunblaðið - 18.01.1989, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Glámur er enn gangandi Til Velvakanda. Reimt er enn á islandi sem í gamla daga. Glámur er enn gangandi svo um getur Grettis saga í Grettis sögu segir m.a. um Glám á þessa leið: Sá Grettir at þraellinn rétti inn höfuðið. Glámur fór seint ok réttisk upp, er hann kom inn í dymar, ok gnapði (gnapa: álútur, slútir fram yfír sig, skaga fram yfir sig) inn yfír skálann. Glámur hafði mikið hár ok úlf- grátt. Hann var það þungur að hann bar hrís á hestum er Þór- hallur bóndi hitti hann upp við Ár- mannsfell. Hann kemur seint í vist- ina (gangandi) í Forsæludal norður. Meðfylgjandi mynd sýnir mál- verk mitt af Glámi eins og ég sá hann á Lándargötu 28 fyrir um það bil 20 árum. Hann leit út fyrir að vera jafn stór og þrír stórir menn í dag. Heiðnir menn voru jarðaðir með hendina snúna fyrir aftan bak og lagðir á grúfu, helgaðir Óðni. Valdimar Bjamfreðsson Ungur grábröndóttur högni, sem gegnir nafninu Klói, týndist frá Fomhaga 15 hinn 13. janúar. Hann er ómerktur og ekki mjög stór. Ef einhver hefur orðið var við hann, þá vinsamlegast hafíð samband í síma 14671. Fundar- laun. Tryg-gnr er týndur Til Velvakanda. Ég veit ekki hvort ég á heldur að kalla þetta grein eða sögu, en hvað sem því líður er ég staðráðin í að festa á blað það sem ég hef að segja. Ekki til að biðja um sam- úð heldur í veikri von um upplýsing- ar er mættu mér, og ef til vill öðr- um, að gagni verða. Þetta er um hund. Hann heitir Tryggur og hans rétta heimili er að Vatnsendabletti 18 í Reykjavík. Hann er gulbleikur að lit með ör- litla hvíta rák í enni og hvítar tær á framfótum. Tiyggur var með svarta leðurhálsgjörð. Hann er ekki af göfugum ættum, það er að segja hann er ekki hreinræktaður sem kallað er, en mun þó eiga skammt til Labrador-hunda að telja. Síðast þegar ég sá hann hafði hann lifað IOV2 mánuð, fæddur 16. febrúar 1988. Hann fór út á nýárs- dagsmorgun glaður og reifur að vanda til að taka þátt í ævintýrum dagsins og átti sér einskis ills von, vildi og enda allra vinur vera. Fram til kl. 2 þann dag undi hann sér hér í nágrenninu ásamt öðrum kyn- bræðrum sínum, en hvarf síðan skyndilega frá þeim og hefur ekk- ert til hans spurst síðan þrátt fyrir mikla og ítarlega leit og eftir- grennslan á öllum mögulegum svið- um. Hans er sárt saknað og þykir næsta undarlegt að ekkert skuli til hans spyijast hvorki lífs né liðins hvemig sem eftir er leitað. Þessar línur eru síðasta von okkar um einhveijar þær upplýs- ingar er leiða mættu afdrif hans í ljós. Ef einhver les þetta er ein- hveijar upplýsingar gæti gefíð er sá eða sú vinsamlegast beðin að láta vita í síma 680213. Með þökk fyrir birtinguna og í von um upplýsingar. Siguijón Jónsson Blaðbaar Öllum þeim, er sýndu mér vinsemd á afmœli mínu þann 10. janúar sl., sendi ég mínar inni- legustu þakkir og kveðjur. Pálína Eydal. Kœru vinir. Ég þakka heimsóknir, skeyti, blóm og aðrar gjafir og þá miklu hlýju og virðingu, sem þiÖ sýnduö mér í tilfefni af 80 ára afmœli mínu. Þakka ykkur öllum. Magnea Hjálmarsdóttir. m TJ3 s Símar 35408 og 83033 GAMLIBÆRINN Hverfisgata 4-62 Hjarðarhagi AUSTURBÆR Stigahlíð 49-97 Drekavogur Q VerkamannabústaðiríKópavogi Stjórn verkamannabústaða í Kópavogi auglýsir eftir umsóknum um íbúðir, sem byggðar verða í 2 fjölbýlishúsum við Hlfðar- hjalla í Kópavogi. íbúðirnar verða afhentar á árinu 1990. í fjölbýlishúsunum eru 52 íbúðir (4 tveggja, 34 þriggja og 14 fjögurra herbergja). Umsóknir gilda einnig fyrir endursöluíbúðir, sem koma til út- hlutunar á þessu ári. Réttur til íbúðakaupa er bundinn við þá, sem uppfylla eftirfar- andi skilyrði: a) Eiga lögheimili í Kópavogi. b) Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. c) Fara eigi yfir það tekjumark sem hér fer á eftir: Meðaltekjur (brúttótekjur miðað við árin 1985, 1986, og 1987) mega ekki fara fram úr kr. 756.567,- að viðbættum kr. 68.933,- fyrir hvert barn innan 16 ára aldurs á framfæri. Heimilt er að víkja frá þessum reglum í sérstökum tilvikum. Þeir, sem búa við erfiðasta húsnæðisaðstöðu, hafa forgang að íbúðum í verkamannabústöðum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofu Kópavogs og skrifstofu VBK í Hamraborg 12, 3. hæð. Umsóknum skal skilað fyrir 30. janúar nk. í lokuðu umslagi merktu: „Stjórn verkamannabústaða í Kópavogi". stjórn VBK Leikstjóri: FRANCIS FORD COPPOLA Aðalhlutverk: JAMES CAAN og ANJELICA HUSTON Hin hliðin á striðinu... stríðinu heima S T E I N A R á öllum úrvals myndbandaleigum UTSALA Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. P Við Samræmdu prófin! "Tekur þú grunnskólapróf í vor? Þú vilt auðvitað standa þig vel. Gerðu þá eitthvað í málinu strax. Þú hefur aðeins 4 mán- uði til stefnu. Mundu að nám tekur tíma! bjóðum þér núna aðstoð, í litlum hóp eða einum sór, hjá kennara sem þekkir námsefnið og prófkröfur upp á sína tíu. Nemendaþjónustan sf. shóti rneð jramíiaíds eitifuuiii LEIÐSOGN SF. í Mjóddinni (Þangbakka 10, bak við Bíóhöllina) sími 79233 á skrifstofutíma, kl. 15.30-17.30 eða i símsvara allan sólarhringinn. Einnig tímar fyrir framhaldsskólanemandur á öllum aldri. SKRIFSTOmmi Kolbrún Guðjónsdóttir, skrifstofutæknii', útskrifuö des'88. - „Ég lærði alveg ótrúlega mikið á námskeiðinu, enda hafði ég úrvals kennara og kennslan var hnitmiöuð. - Sjálfsöryggið hefur líka aukist mikið í vinnunni. Það voru góðar stundir á nám- skeiðinu, með skemmtilegu fólki. Besta fjárfestingin til j:>essa“. Nám í skrifstofutækni opnar þér nýja möguleika í starfi. Kenndar eru allar helstu viðskipta- og tölvugreinar, sem gera þig að úrvals starfskrafti. Innritun og upplýsingar í símum 68 75 90 & 68 67 09- Tölvufræðslan Borgariúni 28

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.