Morgunblaðið - 18.01.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.01.1989, Blaðsíða 26
I 26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989 Húsavík: Kynningar- fundur um hugmynda- samkeppni Húsavik. Kynningarfundur um hug- myndir í samkeppni um svokölluð átakaverkefiii fyrir Húsavík var haldinn laugardaginn 14. janúar og voru þar afhent verðlaun. Iðnráðgjafi_ Þingeyjarsýslu og Húsavíkur, Ásgeir Leifsson, setti fundinn og stjómaði honum. Hann sagði að þessi hugmyndasamkeppni væri aðferð til að vekja áhuga og að fá fram nýjar hugmyndir að fjöl- breyttara atvinnulífi á Húsavík. Álls bárust 23 hugmyndir, auk 34 ritgerða frá unglingum í skólunum á Húsavík. Meðal hugmynda, sem fram komu má nefna, framleiðslu á bamamat, sem nú er að mestu inn- fluttur, virkjun 10 þúsund ára gam- als vatns, sem hér má fá úr borholu, sem ekki hefur verið virkjuð, og leirb- öð úr leir frá Þeystareykjum og yrðu böð úr þessum náttúraefnum notuð til heilsuræktar, sem hugsa mætti sér að reka í sambandi við Hótel Húsavík. Koma mætti upp æðarvarpi á Bakka, framleiðslu garðhúsa og minjagripa, framleiðsla á frosnum fískréttum í stað niðursoðinna. Að lokum nefndi ég svo hugmynd Sig- urðar Gunnarssonar, sem fékk fyrstu verðlaun, er hann nefndi: „Upp- græðsla og landnýtingarátak á Húsavík." Höfundar tillagna gerðu grein fyr- ir hugmyndum sínum og urðu um sumar þeirra nokkrar umræður. Hugmyndabankanum hefur ekki verið lokað og gefst mönnum tæki- færi til að varpa fram hugmyndum við iðnráðgjafann á Húsavík. — Fréttaritari. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjölmenni á sýningu vélsleðamanna LANDSSAMBAND Vélsleðaeigenda gekkst um helgina fyrir sýningu á vélsleðum, vélsleðaútbúnaði og alls kyns útilífsvörum í íþróttahöllinni, og þótti sýningin takast mjög vel. Mikill Qöldi fólks lagði leið sína á sýninguna, „mun fleiri en við þorðum að vona“, eins og einn aðstandenda sýningarinn- ar sagði. Þessir ungu herramenn voru hinir kátustu á sýningunni eins og sjá má — þar sem þeir prófa fjórhjól „í þykjustunni“. Deiliskipu- lag gert að svæðinu norðan við Höepfiner ÁKVEÐIÐ hefúr verið að gera deiliskipulag af svæðinu norðan við Höepfiier í innbænum á Ak- ureyri, mUli Drottningarbrautar og Hafiiarstrætis. Umrætt svæði nær frá Höepfiiers-húsi í norður út á móts við Hafnarstræti 33. Á svæðinu er gert ráð fyrir versl- unar- og þjónustuhúsnæði og húsnæði fyrir léttan iðnað. „Það er væntanlega þörf fyrir þessar lóðir, og því talið rétt að gera deiliskipulag af svæðinu og hafa það tilbúið sem fyrst,“ sagði Ámi Ólafsson, skipulagsstjóri Ak- ureyrarbæjar, í samtali við Morgun- blaðið. í deiliskipulagi felst allt annað en sjálf hústeikningin, að sögn Áma: byggingarreitir eru afmark- aðir, lega gatna, lóðastærðir og stærð og gerð húsa. 150 starfsmenn Slippstöðvarinnar hf. skora á iðnaðarráðherra: Allar breytingar á íslenskum skipum fari fram inna.nla.nds - þó það geti kostað ríkissjóð „töluvert fé í formi niðurgreiðslna til útgerðarinnar“ Morgunblaðið/Silli Sigurður Gunnarseon t.v. tek- ur við verðlaunum af Ásgeiri Leifssyni. 150 starfsmenn Slippstöðvarinn- ar hf. á Akureyri rituðu nafin sitt á undirskriftalista sem sendur hefúr verið Jóni Sigurðssyni, iðn- aðarráðherra, þar sem þungum áhyggjum er lýst vegna ástands- ins í skipasmíðaiðnaðinum hér á landi og skorað á hann og ríkis- stjórnina að freista þess að snúa þróuninni við „með því að tekin verði sú ákvörðun, að a.m.k. öll vinna við breytingar fari fram hérlendis". Á undirskriftalistanum segir m.a.: „Þessi þróun hefur öll orðið í eina átt hja útgerðarmönnum, bæði í nýsmíði og þó ekki síður í breyting- um skipa, eða þá, að skipin hafa verið send til útlanda og skipa- smíðaiðnaðurinn þar með nánast allur fluttur út úr landinu. Þessari þróun viljum við breyta, því að vegna hennar er farið að skapast alvarlegt atvinnuleysi, sem um mun- ar í landinu öllu. Bent er á stefnu Kanadastjórnar, „sem tók slíka ákvörðun eftir að nokkrir togarar þaðan höfðu verið sendir til Slipp- stöðvarinnar hf. í breytingu og beindi hún slíkum verkefnum inn í land sitt.“ Ennfremur segir: „Við gerum okkur ljóst, að slík ákvörðun mun kosta ríkissjóð töluvert fé í formi niðurgreiðslna til útgerðarinn- ar, en teljum þetta svo brýnt hags- munamál fýrir þjóðina í heild, að það sé veijandi." í bréfi sem ráðherra var sent með undirskriftalistanum segir Óskar Alfreðsson, starfsmaður fyrirtækis- ins sem gekkst fyrir undirskrifta- söfnuninni, m.a.: „Okkur þykir kaldranalegt að á sama tíma og innlendar skipasmíðastöðvar eru í þann veginn að stöðvast vegna verk- efnaskorts og mikið atvinnuleysi blasir við í iðngreininni, skuli hvert skipið á fætur öðra sigla utan til allskonar breytinga og lagfæringar. Þetta hefur því miður verið látið afskiptalaust alltof lengi. . .“ Óskar nefndi eitt dæmi, er tveir togarar vora seldir frá Keflavík til Sauðár- króks nýverið, en Sauðkrækingar hafi ákveðið að láta breyta báðum toguranum. „íslensku skipasmíða- stöðvamar fengu að gera tilboð í verkefnið, en þrátt fyrir góð og hagstæð íslensk tilboð var samt ákveðið að láta fara fram breyting- ar á viðkomandi togurum á erlendri grund. Hér þarf breytingar við. Ef sam- bærileg tilboð koma frá innlendum aðilum þá hlýtur að liggja í augum uppi hve miklu þjóðhagslega hag- kvæmara það væri að annast þessi verkefni hérlendis. Fyrir utan gjaldeyrisspamað, svo Bautinn o g Smiðjan bjóða steinasteikur STEINASTEIKUR svokallaðar bjóðast nú í fyrsta skipti á Akur- eyri. Það eru veitingastaðirnir Smiðjan og Bautinn sem riða á vaðið. Að sögn Hallgríms Ara- sonar, matreiðslumanns og eins eigenda veitingastaðanna, verða steinasteikurnar boðnar á kynn- ingarverði fyrst um sinn, „meðan við erum að kynna Akureyring- um hvað hér er á ferðinni", sagði Hallgrímur. Hallgrímur kynnti blaðamönnum og nokkrum „sælkerum" í bænum þessa matreiðsluaðferð á dögunum óg sagði við það tækifæri að kokk- urinn gæti að minnsta kosti verið viss um einn hlut: „Við fáum steik- umar ekki upp í eldhús aftur fyrir það að þær séu of lítið eða of mik- ið steiktar!" Kjötið er borið fram á steini, sem hitaður er í 290 gráður og síðan sér gesturinn sjálfur um steikinguna á steininum, og krydd- ar einnig kjötið að vild. Hallgrímur sagði eitt veitingahús í Reykjavík, Café Óperu, hafa boðið upp á steinasteik undanfarið ár og hefði það gefist mjög vel, verið vinsælt. Boðið verður upp á þennan rétt bæði í Smiðjunni og á Bautanum, eftir kl. 18.00 alla daga. Morgunblaðið/Skapti Hallgrlmsson „Sælkerarnir" sem Smiðjan bauð til að smakka steinasteik. Gísli Jónsson, forstjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar, og Margrét Kristins- dóttir, kennslustjóri hússtjórnarsviðs i Verkmenntaskólanum, eru að krydda sínar steikur. ekki sé minnst á aukin opinber gjöld í ríkiskassann, þá má benda á að íslensku skipasmíðastöðvamar eru á engan hátt síðri þeim erlendu hvað vönduð vinnubrögð varðar. Og mætti einnig benda á mýmörg dæmi þess að skip nýkomin úr breytingum og lagfæringum erlendis hafa þurft að leita til innlendra skipasmíða- stöðva til að láta fara fram lagfær- ingar á lagfæringunni." Bréfritari segir starfsmenn Slipp- stöðvarinnar telja „óveijandi annað en að liðkað verði til í kerfinu þann- ig að tryggt verði að næg verkefni verði fyrir skipasmíðastöðvar í landinu“. Því er skorað á ráðherra og ríkisstjómina í heild að „taka á þessu hagsmunamáli með festu og öryggi, og með það að leiðarljósi að færa nú þegar skipasmíðaiðnað- inn meira inn í landið þó ekki væri nema þann þáttinn sem snýr að við- gerðum og breytingum". Síðan seg- ir að Eflum íslenskan iðnað sé ekki bara kjörorð fyrir launþegann og atvinnurekendur landsins, heldur og ekki síst fyrir þá sem stjórna landinu. Þess má geta að bréf það sem ráðherra var sent með undirskrifta- listunum var einnig sent öllum þing- mönnum Norðurlandskjördæmis eystra. Tvær bifreið- ir lentu út af TVEIMUR bifreiðum var ekið út af vegi í nágrenni Akureyrar aðfaranótt laugardagsins, ann- arri í Víkurskarði en hinni á Öxnadalsheiði. Bifreiðin á Öxna- dalsheiði er mikið skemmd, en hin lítið sem ekkert. Enginn meiddist í þessum óhöppum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.